Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2007 | 21:03
Slydda..jakk
Já kalt var það í dag... og blautt og allt. Það snjóaði á okkur og blés og rigndi og allur pakkinn.. maður varð að halda fast í sögina þegar maður stóð uppi við þak að saga plast milli sperra.. maður varð strax loppinn á höndunum...brrr sem betur fer urðum við uppiskroppa með kvoðu þannig að ég varð að fara í Húsamiðjuna að redda henni... slapp við slydduna á meðan Fór líka í Byko að skoða þakjárn því það þarf víst að fara að huga að því að panta það. Strákarnir allir stóðu sig eins og hetjur í veðrinu að steypa .. þetta er nú meira subbið þessi sperrusteypa... sýndist fara jafn mikið útum allt og fór í bilin. Verður agalega gaman að slá utanað súlunum og sjá hvernig heildarmyndin verður. Ég gleymdi myndavélinni heima í dag þannig að ég varð að taka á síman.. lélegt en verður að duga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 20:42
Allt á floti alsstaðar.
Vá hvað það rigndi í dag... maður var algerlega hundblautur um leið.. það var sama þótt maður færi og skipti um alfatnað maður varð algerlega á floti med det samme.. Heimir segir að þetta sér hreint ekki gott því maður geti bara losnað á límingunum við þetta. Það var haldið áfram að gera klárt fyrir sperrusteypun sem á að gerast á morgun..setja síðustu kubba og járn og þessháttar.
Það var agalegt að horfa í heiðina í dag... snjórinn bara nálgaðist húsið hratt og örugglega. Vildi óska að það yrði ekki eins vont veður og spáð er fram yfir helgi svo við getum lokað þakinu. Nú verðu við bara að leggjast á bæn um að veðrið nái ekki inn fjörðinn
Bloggar | Breytt 21.9.2007 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 22:13
Eins og fíll í sirkus
Það gengur allt eins og í sögu...ég fékk að kubba báða gaflana til vesturs í dag. Náði á teiknaranum og hann þarf að setja inn gluggana og breytingartexta.. svo þarf ég að fara með þetta til byggingafulltrúa og fá samþykki.. iss það hlýtur að fást. Það er heldur betur farið að kólna.. og á að kólna enn meir þegar nær dregur helgi... brrr. Bitarnir voru settir fram á súlurnar..og sperrurnar á angana til vesturs settar...Nú það er þurfti að negla sperrurnar efst uppi og Indriði sá um það og stóð sig eins og hetja.. tók meira að segja gott hanagal uppi á efstu hæðum.
Þegar ég sá þessar myndir af mér.. mundi allt í einu eftir mynd af mér sem var tekin á 1 ári og ég að byrja að ganga... þar var ég að stíga uppá lítinn pall... og er sú mynd kölluð fílamyndin... þar sem ég var svo ægilega "pen og lipur" . mér hefur greinilega ekki farið mikið fram á þessum 37 árum því svei mér þá ef þessar myndir eru ekki bara í sama anda og þær gömlu Ég fekk smíðavesti í dag og alvöru hamar.. er sko bara búin að vera með einhvern barnahamar sem er ekki alveg að gera sig.. en semsagt þegar ég er í vestinu er ég bara rosa vígaleg.. með fulla vasa af skrúfum og nöglum.. nú þarf ég bara að eignast mitt eigið málband og dúkahníf.. þá er ég til í fremstu viglínu eins gott að ég verði setti í einhver önnur verk en sendiferðir á morgun.. því vestið er nú ekki að gera sig í því..hehe.
Siggi litli stóð sig eins og hetja þennan daginn sem aðra.. og er að verða þvílíkt kjarkaður í hæðinni.. hann negldi og negldi og nelgdi sperrur í dag og sagaði plast.. Hundalífið er með eindæmum alla daga þarna hjá okkur og er Guffi bara alveg hættur skilja alla þessi vitlausu hunda sem ekki kunna neitt... nema gelta og elta spýtur. Það er stundum þannig að það er varla hægt að snúa sér við því það eru hundar um allt
Bloggar | Breytt 12.9.2007 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2007 | 07:56
samskeiti samskeitanna.
Ég fékk að setja Kertóbitana sem eiga að fara að vestanverður fram á súlurnar í GÚMMÍSKÓ Ægilega smart. Ég fór í Börkinn til að bæta inn gluggunum tveimur í stafninn.. Ingimar dauðbrá þegar ég sagðist vera komin með smá breytingu. en létti nú stórum þegar það var ekki breyting a´gluggunum sem hann var byrjaður að smíða. Ætlaði að láta arkitektinn bæta inná hjá sér en hann auðvitað ekki við frekar en fyrri daginn.
Heimir og Indriði úti á verönd áður en þeir fóru heim eftir góðan vinnudag... Duglegir þessir strákar.
Núna eru súlurnar allar sex komnar upp. þetta er að verða svo mikið timbur um allt að strákarnir segjast bara fara til Spánar í hálfan mánuð meðan við rífum niður stillansana og dótið Verðum nú ekki lengi að skvera þessu af frekar en hinu.. það er með ólíkindum að það sé bara 12 dagar síðan það var byrjað að reisa húsið.. þetta gengur frábærlega vel. Reisugillið verður kannski bara næstu helgi!!! neee varla.
þetta er víst ekkert sérlega skemmtilegt samskeytadæmi.. ég skil hvorki upp né niður þegar þeir eru að saga þetta fram og aftur og tala í gráðum og veseni.. alveg merkilegt hvernig þetta smellur nú samt allt saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2007 | 23:33
Afmæli húsbóndans.
Dagurinn var nú tekinn óþarflega snemma en þar sem drengirnir gátu ekki hamið sig í spenningi ... þá vorum við vakin með afmælissöngi í morgun fyrir hálf átta þá voru þeir búnir að græja rosa veislu í eldhúsinu og hengja upp afmæliskveðju handa pabba sínum um húsið. Ekkert smá sætir og meira að segja náðu að vekja Önnu Maríu til að taka þátt í þessu. Við skriðum nú samt gamla settið aftur uppí eftir hlaðborðið..og lúrðum aðeins lengur... Það var græjað vöffludeig og farið yfir á lóð að brasa.. og svo var vöfflukaffi með Valla sem hafði komið að mála um morguninn.
Seinnipartinn fór ég og náði í tengdamömmu og kom með hana yfir á lóðina en þá kom Helga í næsta og vildi endilega fá okkur inn í kaffi þar sem Sygna Hrönn var að halda uppá 20 ára afmælið sitt.. við ruddumst öll inn í þessa rosa veislu og var rosa gaman.. Langt síðan Denný hafði séð Gulla Búa frænda sinn og fannst henni þetta ofsalega gaman. Hún var samt alveg búin á eftir og fekk þetta agalega astmakast í bílnum. En allt fór þetta nú vel.
Það var svo kveikt í brennu í kvöld til heiðurs afmælisbarninu.. og leiddist þeim bræðrum það nú ekki... voru svoleiðis á kafi í öllum glóðum blessaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 21:24
Stafnar í suður og norður.
Jæja nú verður það ekki aftur tekið ég er búin að kubba suðurgaflinn með tveimur gluggum uppi... þetta kemur bara þokkalega út... Ég kubbaði líka norðurgaflinn sem er ekkert smá hár.. hátt í 6 metrar í bílskúrnum.. úff manni svimaði nú smá þegar maður stóð þarna uppi í rjáfri á tröppu ofaná stillasanum..
Það var frekar mikil þoka í morgun þegar við komum og þegar ég var uppi að kubba heyrði ég allt í einu einhver rosaleg óp ofanaf heiðinni.. ég kallaði í Sigga og sagði honum að það hlyti einhver að vera bara meiddur á fjallinu.. því ég heyrði þvílík köll... en í því að ég er að segja þetta man ég allt í einu eftir því að í dag átti að ganga fjallið..hehe þetta var semsagt gangnafólk.. eins gott að ég kallaði ekki út björgunarsveitina...
Guðfinnur er haltur í dag og hélt sig bara frekar afsíðis og var ótrúlega rólegur....vitum nú ekkert hvað kom fyrir en vonandi lagast það nú fljótt og vel. En það var verra með Bjarka því hann og Elvar voru að tína til spýtur og drasl til að búa til brennu fyrir morgundaginn.. og þá steig greijið á nagla sem fór lengst upp í fótinn á honum... hann bar sig ekkert smá vel enda voru þarna tveir litlir nágrannar með honum sem hann vildi ekki láta sjá að hann færi að gráta. Elvar hafði nú mestar áhyggjur af því að nú væru gúmmítútturnar ónýtar.. en ég held að það hljóti nú að reddast þó svo tútturnar góðu þoli ekki vatn.
Það eru nánast allar sperrur komnar upp núna.. svo skrítin tilfinningð standa inní húsinu núna.. svona eins og að vera í tjaldi.. fannst mér... svolítið leku samt..hehe. Siggi var að þræða járn í gegnum allar sperrurnar og stóð sig nú ekkert smá vel að láta sig hafa það að fara uppá stillasann.. já þetta er allt að koma hjá honum. Smiðirnir verða í fríi á morgun þannig að það kemur í ljós hvað við gerum á morgun í húsinu... ég kláraði í kvöld það sem mér var sett fyrir og ekki þorir maður að gera meira en það...
Valli kom og byrjaði að málaði aðra umferðina á gestahúsið.. hann var svo ákafur að það þurfti að dobla hann í að taka sér pásu í hádeginu og fá sér í gogginn. Hann er þvílíkt duglegur karlinn. Alfa og Arna komu líka til að taka þetta út.. gott að sjá þær stöllur
Það var Videokvöld hjá vinum Önnu hér í gærkvöldi og við gamla settið fórum að sofa löngu undan þeim.. en í morgun þegar við vorum að tíja okkur af stað þá kom frekar úldinn drengur útúr meyjarskemmunni.. og þegar ég sagði: Bíddu nú við!!! sé ég dreng koma útúr herbergi dóttur minnar??? þá sagði drengurinn eldrauður í fram: Mamma var að hringja og ég átti að vera mættur í fjósi.. og svo rauk hann út og á bak reiðhjólinu og hjólaði á næsta bæ. Ég ætlaði nú varla að þora að opna inní herbergið en ákvað nú að herða mig í það og leit inn, en þá sváfu þær þar allar saman og þessi litli drengur hafði fengið að sofa til fóta hjá þeim því hann nennti ekki að hjóla heim í nótt....díses það ætti að gefa manni róandi áður en maður mætir svona aðstæðum.
Bloggar | Breytt 9.9.2007 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2007 | 23:01
Hobby-herbergi á annari hæð!!
Þá er það ákveðið að það verður gert herbergi fyrir ofan hjónaherbergið og Önnu herbergi.... verður lægri lofthæð en verður fínt til að hafa Play-station og þannig þar þvi það er alveg á hreinu að svoleiðis dót verður ekki í svefnherbergjum barnanna.. en að vísu er smá vesen með þetta og það er að ég þarf að teikna glugga þarna uppi og láta setja inná teikningar og fá samþykki og svona óþarfa bras... skil ekki hvað svona smá gluggi getur skipt miklu máli!!
Rafmagnstaflan fór í gagnið í morgun.. eftir að rafvirkinn og rafveitukarlinn voru búnir að senda mig 5 ferðir í Ískraft eftir alslags drasli í hana sem þurfti að bæta inní.. einhverjar sérþarfir hjá smiðunum og fleira.. Gunni Aust lét mig loks fá svona litla minnisbók sem ég skildi nota... hann hélt örugglega að ég hefði verið send eftir öllu þessu dóti í fyrstu ferð en alltaf gleymt einhverju..hehe en það var nú ekki svo Pabbi kom í morgun til að taka út bát og kom við hjá okkur bæði fyrir og eftir.. hann var voða spenntur með þetta allt og leið held ég ekki illa á lóðinni.. allavega var hann alveg við það að sofna þegar við sátum á útsýnishæðinni góðu og vorum að fylgjast með framkvæmdum.
Það kom krani í morgun með súlurnar tvær í húsið og lyfti þeim inn og hífði bitana uppá þakið... merkilegt hvernig þetta gerist allt saman hratt núna.. ótrúlega gaman að vera þarna.. og maður varla tímir að blikka augum svo maður missi ekki af neinu... ég fékk nú svona vægt sjokk við að sjá súlurnar.. þær eru hræðilega stórar.. mér fannst þetta bara vera eins og tveir strompar á gufuskipi... en svo jafnaði ég mig nú og verð að hanna eitthvað sniðugt með þessu í eldhúsinu allavega.. held að þetta verði nú í góðu lagi í stofunni.. en þetta reddast allt.. og venst. Hér eru myndir frá því í dag..
Við erum svona rétta að byrja að huga að haustverkum með lóðina.. og núna söfnum við 2 lítra flöskunum og skerum af þeim botninn og stingum yfir litlu stafafururnar okkar.. gasalega smart að sjá þetta..en er víst voðalega sniðugt til að verja þær fyrir snjónum í vetur. Svo kemur nú bara í ljós í vor hvort þetta virkar. Elvar fór að gista hjá Sigtryggi vini sínum í kvöld og Anna er með fullt herbergi af krökkum.. þannig að litla ljósið okkar ætlaði að vera í kósý með mömmu og pabba en hann var sofnaður 5 mín eftir að hann lagðist í sófann Bara hægt að borða hann hér við hliðina á mér hann er svo agalega sætur. Sigrún vinkona kom í heimsókn i dag og svo komu Inga vinkona og Ella systir hennar hlaupandi yfir leirurnar.. en ég var í einni sendiferðinni þá og missti af þeim en þær hlaupa nú örugglega aftur seinna yfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2007 | 21:55
Hækkuð í tign á ný...jibbý
Já þeir höfðu nóg af verkum fyrir mig í dag smiðirnir.. ég fékk að fúaverja allar sperrurnar í þakið og bitana. svo fékk ég að finna til spýtur í súlurnar og naglhreinsa og bara helling af skemmtilegum hlutum. Ég er að vísu alveg skelfilega þreytt núna.. en líður dásamlega. Væri samt til í að hafa mömmu hér núna og hún væri til með mat á kvöldið..búin að láta börnin læra og setja í þvottavél og laga til... Mig langar sum kvöld þegar ég kem heim svona þreytt eftir daginn ekkert annað en að fara í sturtu og uppí rúm... en þessi blessuðu verk gerast víst ekki að sjálfu sér þannig að það þarf að fara í þau
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2007 | 21:56
Upprisa stuðsins og burðsins
Rafmagnstaflan fékk uppreisnaræru í dag og var hengd uppá ímyndaðan vegg. Var alveg sjáanlegur munur á öllu vinnuafli eftir það... greinilegt að þetta hefur mikið með spennu að gera. Bíð ekki í það þegar Rarik kemur og tengir þetta... það verður ekkert smá stuð á öllum þá. Þetta þykir ægilega fín tafla og eru allir á einu máli um að hún sé ekkert of stór!!! jahérna segi ég nú bara..... það er eins gott að þetta er 56m2 bílskúr. Það var nú rifið niður hellingur af timburvirki í dag og settur upp burðarveggur... byrjaði nú ekkert sérlega vel því þegar þeir fóru að merkja fyrir honum kom í ljós að burðarsúlurnar voru ekki að hitta á rétta staði.. einhver klikkaði einhverstaðar segir Heimir smiðurr.. en einhver mál voru semsagt sett vitlaus inná plötuteikninguna.. en þessu verður víst reddað með einhverju uppbroti og suðum á plötum..dont ask me how upp fór nú samt burðarveggurinn 4.7m á hæð.. maður verður bara að fá sér sig-græjur til að þrífa stofuvegginn..hehe. en semsagt það var mjög gaman að sjá núna hvar hurðirnar verða inní herbergi strákanna og baðið... alltaf af koma meiri og meiri mynd á þetta... merkilegt samt hvað mér finnst núna bara við þessa grind.. húsið orðið allt of lítið já merkilegt það. Það var líka slegið upp fyrir einni súlunni í suður i dag. Siggi var voðalega duglegur að slá utanað húsinu eftir steypuvinnuna. Ég var í sendiferðum.. á sópnum og smáverkum... finnst nú svona eins og ég hafi verið lækkuð í tign í dag.. ég sem var orðin yfirkubbari og allt hér um daginn ha.
Verð nú að lata fylgja með að ég fór í Jóga aftur í dag og það bara gekk eins og í sögu.. þetta get ég nú líka stundum.. gert hlutina án vandræða.
Var hjá Ingu eftir hádegi því Magnús litli er svo lasinn.. greijið.. mann langar stundum bara að geta fundið til fyrir þessi grei..þetta er svo vont að sjá þau þjást. Litla prinsessan kom smá eftir að hún var búin að vera í vettvangsferð með skólanum í dag og kaupa sér úlpu... loksins.. því hún fekk pening frá ömmu sinni og afa fyrir nær ári síðan og fann aldrei réttu úlpuna.. Núna er fullt herbergi af gelgjum hjá henni og ekkert nema píkuskrækir og skemmtilegheit... ekki leiðinlegt hjá þeim heyrist mér
Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 21:28
Kári blæs og blæs
Það er bara geggjað rok í sveitinni... í gærkvöldi byrjaði að hvessa þvílíkt að það bara þagnaði ekki síminn langt fram á nótt.. allir voru að spá hvort við hefðum örugglega fest allt niður og hvort okkur vantaði aðstoð við það. já ekki getum við kvartað yfir að eiga ekki hugulsömustu vini og ættingja í heimi. En jújú við vorum búin að festa það mesta niður og þetta átti að vera allt í góðu.. að vísu vöknuðum við nokkuð oft í nótt við veðrið og vorum bæði farin að sjá fyrir okkur að húsið myndi bara hrynja niður eins og spilaborg áður en hægt yrði að steypa. en allt stóð þetta nú í morgun þegar við komum. Það fuku um hverfið trampólín og fleira lauslegt í dag... og aumingja Helga og Halla grannar eru fyrir sunnan og það var hellingur brotinn hjá þeim af blómapottum og luktum.. ég fór nú yfir til þeirra svo seinnipartinn þegar Helga hringdi og kom öllu í skjól sem ég fann... nú er bara að vona að áttin snúi sér ekki.
Steypubíllinn mætti 8 í morgun og það gekk eins og í sögu og var búið um 11. Kom Heimi á skemmtilega á óvart hversu fljótt þetta gekk fyrir sig. Ég var send í nokkrar sendiferðir í dag og skoðaði nokkrar flísar á bílskúrinn.. en ekkert búin að ákveða samt ennþá.
Hómapatískur dagur í dag ... fór í eina vitjun og svo ansi mörg símtöl.. ekki leiðinlegt það. Fékk líka að vita að það er búið að fresta skóla á fimmtudag sem ég átti að vera í fyrir sunnan.. en sem betur fer var ég nú ekki búin að panta flug.. já við utanbæjarpakkið þurfum stundum að gjalda vesensins.
Í gær var ákveðið að rafmagnstaflan yrði að fara að koma í húsið og það var hringt í Balla móti "rafvirkjann" hann kom med det samme og sagði okkur að það væri ekki neitt vit í að setja bráðabirgðatöflu og ég yrði að segja pabba að drífa sig að smíða aðaltöfluna. Ég hringdi í pabba í gærmorgun með þessi skilaboð ... en þar sem pabbi var að koma norður daginn eftir sagðist hann því miður ekki geta verið klár með hana fyrr en undir helgi.. það var bara í góðu og ég lét Balla vita af því.. en viti menn haldiðið ekki að safngripurinn hann faðir minn hafi ekki bara klárað töfluna í gærkvöldi!!! og mætti með hana í morgun á lóðina.. ekkert smá frábær.. hann hafði bara hringt strax í Óla jens í gær og látið hann taka allt til í töfluna og svo bara staðið vaktina fram á nótt fyrir prinsessuna sína. Takk pabbi... Þetta er sko ekkert smá tafla heldur...ægileg mubla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)