Okkur er ekki viðbjargandi.

Fyrir ca viku tókum við niður stillasana. og þeir áttu ekki að fara upp meira fyrir jól því nú átti að fara að koma kofanum í stand og gera fínt.  en viti menn á sunnudaginn voru þeir komnir upp á ný inná baði.  þá var búið að laga til og gera fínt.. og okkur farið að leiðast á ný.  þetta er auðvitað ekki hemja, en svona er þetta.. semsagt farin að setja í loftið á stóra baðinu.Blush  ætli við verðum ekki á aðfangadag að mála síðustu umferðina og ég á fullu fram til sex að gera hreint á milli þess sem eg pensla kalkúninn.   En þetta er allt í lagi því við gerum ekki fleiri jólaskandal af okkur á meðan. 

Trénu var þrykkt upp að gluggunum í gær og húsgögnum grýtt fram og til baka um alla stofu af geðstirði konu.  Að lokum sagði Elvar "mamma afhverju læturðu svona, á þetta ekki að vera gaman??".  ég bara gat ekki ákveðið hvernig þetta átti að vera og börn í hrúgum hér og þar í leti voru ekki alveg að falla mér í geð.  Stundum þegar ég keyri íbúðagötur hugsa ég.. ætli það séu fleiri svona geðstirðar mömmur þarna innan við gluggana eða er þetta bara ég sem verð svona óþolinmóð við þessi grey??  Alltaf þótt svo merkilegt að horfa á stórar blokkir sem er ljós í öllum gluggum og hugsa að þarna inni séu mörghundruð fjölskyldur og hvernig ætli daglegt amstur sé hjá fólki.. skrítin??.. já veit það Cool enda hómópati og þarf að spá í mjög skrítnum hlutum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja.....  ekki að spyrja að ykkur aldrey friður, hvað á að gera á jóladag?  Á kannski að hafa handjárn í jólapakkanum svo hægt verði að handjárna þig við stóla á jóladag og annan í jólum :) svo hinir á heimilinu fái frið.  kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: .

"Gamla mín" bættu við fótjárnum á hana, fyrr er hún ekki kyrr í stólnum........

., 17.12.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Guðrún Ösp

Það er spurning að fá þessi járn bara fyrirfram í jólagjöf... svo ég geti sest niður og skrifað jólakortin..hehe

Guðrún Ösp, 17.12.2008 kl. 12:14

4 identicon

Sæl Guðrún mín

Fáðu þann gamls norður Þá getur þú allavega ekki hreift sófann

Kveðja Friðrik

ps úr Hrísey

friðrik (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:56

5 identicon

Ja hérna dóttir góð, ekki er nú ástandið gott á bænum, allt í veseni, enn gamli kemur nú norður á Þorláksm. og stýrir þér blíðlega inn í hátíðina ásamt því að þú ættir að geta notið kyrrðarstundar með honum á meðan gamla gefur liðinu að borða, þvær þvottana, vaskar upp og leikur við krakkana.    

P.s - Sófanum verður sko ekki haggað þegar gamli verð kominn norður og  lagstur í hann ,  eins og Friðrik kemur svo réttilega að - > Þetta er sko minn maður .

Gamli 

Afi kalinn í fellinu (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:05

6 identicon

Þú hefðir nú getað teiknað þetta niður á blað og ferlagreint breytingarnar!!  Ég veit um gæðastjóra sem gæti aðstoðað þig við þetta ferli, sett upp handbók.  En annars er ferlamaðurinn að linast allur í þessu og vill láta breyta í stofunni hjá okkur fyrir jól svo jólatréið fái að njóta sín.  En það er ég sem nenni því ekki, finnst það ekki taka sig þar sem ég fer út úr húsinu í apríl og vil ekki láta mér líða of vel hér.  Litla ljón fór í leikskólan í dag eftir tæpar tvær vikur heima með lungnabolgu, ég er búin að segja hér í vinnunni að ég muni ekki svara síma í dag ef það verður hringt frá leikskólanum :]

María Sif (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:48

7 identicon

Sæll Gamli

Þú gleymdir að það þarf að moka heimtröðina´

Sú gamla er nú ekki vön að vera aðgerðarlaus

Kveðja

Friðrik

Friðrik Kárason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband