Færsluflokkur: Bloggar
26.9.2007 | 08:51
Einangrun í kringum glugga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 09:07
Home again
Komin heim í hallargarðinn. Veðrið í gær á leiðinni heim var ótrúlega margbrotið.. geggjað rok.. sól...hagl.. skafrenningur... stórhríð.. og bara allur pakkinn. Ég svaf allar næturnar nema eina hjá Mörtu og Sæma... svaf svakalega vel.. enda langþreytt. Ég sofnaði alsstaðar þar sem ég settist niður fyrstu kvöldin.. Study grúbban mín fór heim til Systu eftir skóla á fimmtudagskvöldið og vissi ekki fyrr en ég var vakin rúmlega 12 með teppi ofaná mér.. Á föstudagskvöldið átti að vera videokvöld hjá okkur Mörtu og Sæma en það var sama sagan... ég rétt náði innganginum í myndina og ekki söguna meir.. Mörtu fannst við Sæmi ekkert sérlega skemmtileg þar sem við hrutum sitthvoru megin við hana.
Allt gler er komið í nema í 5 glugga.. stafninn í suður, þvottahúsið og bílskúrinn.. vantar glerið í það.. kom vitlaust og svo var ein brotin. en þetta er svakaleg breyting að inna og kærkomið í rokinu og snjókomunni að þetta sé að lokast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2007 | 22:42
Glerjun og hurðir...
Það er ekki auðvelt að vera hér í borginni á meðan þetta er allt að gerast í heiðinni.. vá hvað þetta er flott að verða.. hef ég sagt ykkur hvað ég er hroðalega grobbin?? Speglaglerin eru bara að koma vel út sýnist mér og þakpappinn kominn á þannig að það er að koma rétti svipurinn á heildarmyndina.
Maður heyrir svo bara sögur af því suður fyrir heiðar að það hafi komið stormsveipur í Eyjafjörðinn.. sem fer VILLT með hreingerningaræði um allt... Sólgarður er farinn að glansa eins og í Ajax auglýsingu og bíll og börn orðin sem ný.. Ég er að hugsa um að hann eldhúsið mitt þannig að það verði einn skápur í því fyrir MÖMMU því þó ryksugan sé nú undur þá slær hún mömmu aldrei við. Það er hægt að hafa bara nokkra hnykla og prjóna líka í skápnum svo henni leiðist nú ekki á meðan hún er lokuð inni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2007 | 00:39
Gluggar
Ég er mætt í borgina og byrjuð að læra. Það var gríðarlega erfitt að mæta á lóðina í morgun og vera ekki að fara að vinna.. var næstum búin að hringja í Heimi í dag til að ATH hvort þetta væri örugglega að ganga án mín..hehehe En ég skildi nú einn vinnumann eftir hjá þeim hann Guffa litla. Hann var svo sæll þegar við komum að hann nennti ekki einu sinni að kveðja mig.. bara hljóp beina leið inní hús til strákanna. Siggi sendi myndir í kvöld og Vá hvað það hefur gengið vel að setja gluggana í.. svakaleg breyting... svo er líka búið að múra bílskúrsvegginn að vestan.. en þeir höfðu nú ekki nennt að bíða eftir rafvirkjunum og lögðu bara rafmagnsrörin og dósirnar sjálfir í vegginn.. Þetta kallar maður almennilega smiði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 01:02
Jólin bönnuð innan 18!!!!
Í dag gekk mikið á... ég að fara suður á morgun og langaði svoooo mikið að klára að negla þakið. en það var nú ekki að spyrja að því að þegar ég var í þvílíkum ham ... þá bara gafst loftpressan upp... ég bara trúði þessu nú varla.. Heimir sagði að ég skiti allt of hrattneeee það gat nú ekki verið. Gunni frændi kom svo á þessari ögurstundu og náði að kippa dýrinu í lag og ég gat haldið áfram að skjóta.. Heimir bað mig að gefa henni samt inn á milli smá pásu (pressunni sko) og hann sagði að það væri þokkalegt ef hann þyrfti að far að koma upp með reglulegu millibili til að reina að koma mér á kjaftatörn svo ég myndi stoppa smá...hehe. Nú það var nú samt svo þegar farið var að skyggja að hún gaf aftur upp öndina blessunin og ég varð að hætta ég sem hafði séð fyrir me´r að vera fram á kvöld með hellaljós á enninu við að klára þetta.. en neinei.. það tókst ekki.. SMÁ eftir og Heimir lofaði að segja öllum að ég hefði neglt allt þakið samt Ég fór í nokkrar ferðirnar í Húsó í dag og gekk svona misvel að fá hlutina sem uppá vantaði og ég var farin að halda að þetta Gluggagirði sem ég átti að kaupa væri bara eitthvað grín svo ég myndi fara fram og til baka... en neinei.. þetta reddaðist nú í þriðju ferð.. undirbúningur að því að setja hurðir og glugga í stendur sem hæðst núna og í dag þurfti að hringja í rafvirkja til að fá til að leggja í bílskúrsvegginn svo múrarinn geti skvett múr á hann áður en bílskúrshurðin fer í. Múrararnir (vá hvað það eru mörg R í því) hafa víst ekki neinn tíma fyrir þetta en lofuðu nú samt að redda þessu fyrir okkur. Ég fór í ískraft til að kaupa dósir og rör í rafmagnið. Semsagt svona þeytidagur..eins gott að ég fór í jóga í hádeginu... strákarnir sögðust vona að ég næði mér úr transinum og þeir ætluðu að vera í hópteymi í skúrnum á meðan. Það kom karl að sjóða LITLU súlurnar og líka súlur í gluggana. Það er orðið hellings dimmt núna inní húsinu eftir að þakið lokaðist.. maður þarf nú að venjast því.
Ragna og Gunni komu semsagt í dag líka og leist þeim svona svaka vel á súlurnar.. sögðu að ég gæti bara sleppt jólatrénu og dansað um súluna.. ég taldi það nú ekki við hæfi með öll þessi börn.. ég yrði þá að fara að hafa aldurstakmark . Þau stóðust nú ekki mátið að dansa smá við súluna og mátti ég með herkjum rífa þau frá henni..hehehe Ég fór svo eftir vinnu til Ölfunnar rétt með nefið og svo heim að ná í prinsessuna sem var að fara á MA ball ... já maður má auðvitað ekki missa af neinu núna í félagslífinu... Þvoði svarta bílinn .. díses hann var orðinn svo ægilega skítugur.. og Sigi örugglega skilið við mig ef hann hefði séð að ég væri að keyra svona um. Ég veit nú ekkert hvort ég verð neitt dugleg að blogga fyrir sunnan.. en sjáum til. Ef Siggi sendir myndir er aldrei að vita hvað ég geri. Allavega bæ í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 23:17
Rambó hvað!!!
Já mín var sett í nýtt embætti í dag... LOFTNAGLABYSSU-SKYTTA Vá hvað það var gaman... ég skaut og skaut og skaut fleiri þúsund nöglum í þakið .. já get ekki ímyndað mér að það fari neitt úr þessu. Maður var nú nett lofthræddur í byrjun og hallinn á þakinu eitthvað mun meiri þegar maður stendur þarna uppi.. en útsýnið var fagurt... það er ekki hægt að segja annað.. og sólin skein og veðrið í alla staði dásamlegt. Ég ætlaði ekki að tíma að fara niður í hádeginu að kaupa mat handa strákunum.
Heimir teiknaði og reiknaði út hvað við þyrftum að kaupa af efni ..þakrennur og járn og alles. Það þarf nú líka að fara að huga að því að fara að skila því sem ekki hefur verið notað áður en það skemmist... hann ætlar að hjálpa mér að finna út úr því. Alfa kom í heimsókn í dag á lóðina með geggjaða hugmynd af stiga uppá loftið.... held því leyndu aðeins lengur hvernig hann er..hehe.. það gekk ljómandi vel að leggja á framhliðina á þakinu og fer nú örugglega langt á morgun.
Alfa og Arna komu svo í kvöld í heimsókn og var mikið hlegið og mikið gaman.
Ryksugan okkar dó í gær og það var ekki á góðum tímapunkti því ef heilbrigðiseftirlitið hefði átt hér leið um þá hefði bara kofinn líklega verið brenndur... þvílíkt og annað eins ógeð.... og hugsið ykkur að mamma er að koma norður um helgina.. hún hefði nú ekki lifað þetta af .. þannig að ég hringdi í Fönix og pantaði ryksugu og fékk hana Mörtu mína til að ná i hana og skutla henni í flug.. þannig að ég náði í djásnið í dag og fór heim að gera hreint... þannig að .. mamma nú getur þú komið hún heitir sko Nilfisk King og er ekkert smá sæt.
Bloggar | Breytt 21.9.2007 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 23:04
Gluggar komnir í hús og þakið að lokast..jibbý
Það var byrjað að loka þakinu í dag.. fjölunum úr stillansa-niðurrifinu eru notaðar til að loka.. Við höfðum nu ekki flokkað þetta nógu vel um helgina.. þannig að ég var í því í dag að sortera þetta og rétta upp til þeirra. Heimir sagaði af endunum á sperrunum fyrir þakskyggnið. Þeir náðu að loka austurhliðinni og er farið að dimma núna aðeins inni í húsinu en samt mjög kósí. Það var hringt frá Berkinum til að láta vita að gluggarnir væru til og ég hringdi í Árna Grant og fékk hann til að ná í þá ásamt bílskúrshurðinni... fylgdi opnari og allt með Hurðirnar verða svo til á fimmtudaginn, reiknaði Ingimar með, því þeir ætla að glerja þær fyrir okkur. Indriði fór og tók niður fánan hjá okkur.. þar sem við erum víst að brjóta fánalög með því að hafa hann uppi...hann hljóp um þakið singjandi hæ hó jibbý jei það er kominn 17 júní.. greinilega ruglast aðeins á mánuðum maðurinn..hehe Denni tók sig líka vel út sem fánaberi. Ég fór og náði í ísskáp á Flytjanda sem Gunni frændi á og þreif hann upp og fyllti af baukum nú verður hægt að fá sér einn kaldann í heita veðrinu hér ... brrr það var svo kalt í morgun.. hvar er haustið.. eigum við bara að fara beint í veturinn?? Bjarki og Guðmundur eirðu sér vel í dag á lóðinni eftir skóla og fóru í hjóltúra og komu með kanínu í heimsókn og tíndu spýtur.. voða duglegir. Elvar fór í Ártún til Júlíusar og Anna fór að hitta Halla-ling. Siggi búinn að hringja nokkrum sinnum í dag og er alveg að deyja hann langar svo að vera í húsinu að hjálpa..hehe
Bloggar | Breytt 18.9.2007 kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2007 | 21:42
Bílskúrinn spúlaður og pússaður
Það var kalt í dag... úff... haglél og snjókoma til skiptis. Við náðum að klárá að rífa niður timbrið að innan og löguðum helling til úti... fylltum tvo palla af rusli og fórum með. Bílskúrinn var ekkert smá tekinn í nefið.. hefði mátt ganga um þar inni á tásunum því það var svo spúlað og gert fínt... Sigga kitlaði alveg í puttana að fara að setja inn fjórhjólin og svona en ég náði nú að halda aftur af honum. Hann er búinn í fríinu sínu og byrjar að vinna í fyrramálið.. fer verstur og er að fara á límingunum að geta ekki verið að hjálpa í næstu viku.. EN ég redda þessu nú bara með smiðunum held ég... og fer létt með það..hehe. Við erum næstum komin á það að það sé nú alveg hægt að flytja inn þó það sé ekki búið að múra.. og tengja klósett..hee spennan er að fara með okkur í tóma vittleisu... Við hættum um 6 og fórum þá til Dennýar í heimsókn... og náðum í börnin... Lærdómur beið okkar heima og undirbúningur næstu viku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2007 | 01:06
Niðurrif
Það var rifið nánast allt niður innanhúss í dag.. aðeins eftir í bílskúrnum.. Gunni Karls vinnufélagi Sigga kom eins og engill af himni ofan eftir hádegi og hjálpaði okkur.. það munar ekkert smá um tvær hendur til viðbótar okkar. Meira að segja heimasætan kom og hjálpaði líka til.. sópaði og sópaði þessi elska.. enda fékk hún í staðin að fara að heimsækja vin sinn i kvöld sem á afmæli.... Það var voða sæl stelpa sem við sóttum um miðnætti áðan.. Pabbinn ekki jafn sæll... hehe. Strákunum var boðið til vina sinna í Harry Potter veislu sem átti að standa í allan dag og nótt og fram á morgundaginn.. ekkert smá heppnir þeir. Við vorum að vinna í húsinu til 9 en þá var orðið svo dimmt að við vorum hætt að sjá hvort það væru naglar eða ekki í spýtunum fórum rúnt að skoða útiljós í nokkrum hverfum.. og það er ótrúlegt hvað það er til lítið úrval af þeim.. allir með svo lík eða eins .. eða ljót... aðallega það þá.. held að útiljós séu bara ljót..er farin að hallast á það.
Gleymdi að segja ykkur frá símtali sem ég átti við Bjarka Rúnar á fimmtudaginn... hann hringdi úr skólanum og sagði að hann væri búinn að tína skólatöskunni sinni og spyr mig svo..mamma, hvernig er hún á litin!!!!.. ég spurði hvort hann væri viss um að hafa haft hana með sér í skólann og hann var hélt það (ósjaldan að hann gleymir henni heima) nú ég spyr þá hvort hann hafi verið með sundtöskuna og nei hann hafði nú gleymt henni í rútunni um morguninn eins og öll hin 100 skiptin. Ég segi honum þá bara að sleppa þessu og koma sér í rútuna og heim, taskan hljóti að finnast daginn eftir.. þegar hann svo kom á lóðina.. töskulaus sá ég að hann var ekki í úlpunni.. þannig að ég spyr hann hvar hún sé.. en þá segir hann bara OHHHH ég trúi þessu ekki.. ég hef gleymt henni í skólanum!!!! Segið mér er þetta eðlilegt... á hann ekki eftir að gleyma að ANDA einn daginn???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007 | 23:15
Reisugill... nr.1 allavega
Já já smiðirnir mínir segja að um leið og síðasta sperran fer upp sé reisugilli!! ég sem hélt það væri um leið og það væri búið að loka þakinu!! sagði nú við þá að þetta væri nú bara afsökun til að fá að skála í coniaki. Siggi prílaði upp og negldi fána á stafninn í tilefni dagsins... hann er orðinn eins og loftfimleikamaður drengurinn... stillansinn er hættur að skjálfa og allt... talandi um stillansa.. þá spurði ég Heimi í dag hvar ég mætti byrja að rífa niður og hann sagði "þarna og þarna" og baðaði út höndunum.. ég var þvílíkt æst að rífa þetta niður og æddi í verkið... en eftir smá stund heyri ég öskur í Heimi..."ER HÚN FARIN AÐ RÍFA NIÐUR STILLASANN MINN" úpps.. ég hafði náð taki á þessari fínu spýtu og reifa í hana.. en þá hélt hún uppi stillasonum hans Heimis... nú hékk hann þarna fyrir ofan mig og eitt steypujárn hélt honum uppi.. Hann bað mig vinsamlegast að fara suðurfyrir húsið bara og rífa þar niður stillasann sem kom útúr efri gluggunum.. ég fór með skottið milli fótanna suðurfyrir en þegar ég var komin þar út á stillasann miðjan kom Denni og bað mig endilega að fara bara inn aftur og lofa sér að hjálpa mér við þetta.. nú við semsagt hjálpuðumst að með þetta.. og svo hélt ég áfram að rífa frá... náði þessari fínu spítu og henti henni fram af þakinu en þá þurfti Búi greijið nú endilega að koma útúr húsinu og munaði ekki nema 5 cm að flekinn færi í hann.. úff hvernig er hægt að róa sig í þessu!! mig langar svoooo að drífa þetta allt af. Strákarnir sögðust allir verða hræddir þegar þeir heyrðu að ég nálgaðist með hamarinn og borvélina.. Ég get nú frætt ykkur á því að þessi gríðarlega stillansasmíði inní og utan á húsinu er 3 km af spýtum... þokkalegt magn sem á eftir að rífa ha?... ekki skrítið að maður fara í þetta með svolitlum látum... ekki nóg með það því um leið og spýta fellur í jörðu eru þeir farnir að smíða stillansa vestan við húsið úr efninu!!! hversu mikið af stillösum er hægt að smíða í einni byggingu... ég bar spyr. En þetta er nú víst nauðsýnlegt því það þarf að saga halla í sperrurnar svo þakskyggnið verði rétt. Veðrið í dag var dásamlegt... frost í morgun en svo fór bara sólin að skína og betra veður var ekki hægt að hugsa sér. En á morgun koma ekki smiðirnir... þeir verða að vinna annarstaðar um helgina en koma aftur á mánudaginn.. við Siggi munum semsagt halda áfram að rífa niður um helgina sjálf.
Í kvöld byrjaði fjölskyldu-sportið á Hrafnagili.. við hittumst í fyrra 4 fjölsk. 1x í viku í salnum og þar og spriklum.. þetta sló alveg í gegn í fyrra þannig að það var ákveðið að slá til á ný núna í vetur.. þetta var rosalega huggulegt í kvöld.. þó svo að Siggi kæmi ekki.. hann vildi frekar vera áfram að vinna með smiðunum.. skiljanlega.. en þeir hafa líklega verið ægilega glaðir þegar ég fór með öll mín læti í burtu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)