Færsluflokkur: Bloggar

Allt reddý fyrir steypu

Juminn eini það er svo merkilegt með mig og þessa málningarfötu sem ég opna við og við.. en ég er að missa von um að geta nokkurn tíman  klárað að mála litla húsið... það bara bregst ekki að um leið og ég opna blessaða fötuna þá bara grætur himininn!!Frown algerlega merkilegt.  Ég semsagt byrjaði að mála í morgun kl 8:15 en 8:25 var byrjað að rigna..  Heimir sendi mig í sendiferð í Húsasmiðjuna til að kaupa skrúfur og drasl.. og ath með 6 límtrésbita sem vantaði í síðustu sendingu frá þeim.. og jújú bitarnir fundust og verða nú vonandi keyrðir á lóðina í kvöld...  eins gott því þetta kostaði nú tæp 500.000Errm 

kep_jogaÞað gerðust nú undur og stórmerki í hádeginu.  Inga Vinkona dobblaði mig með sér á Jóganámskeið.. jájá Rope Joga er víst málið í dag fyrir konur á besta aldri.  Ég var að vísu ansi sein eins og svo oft áður og aumingja Inga kom því líka aðeins of seint líka þar sem ég pikkaði hana upp.  Ég hafði ætlaði auðvitað að vera búin að skipta um föt og svona en hafði bara ekki neinn tíma því ég þurfti að græja hádegismatinn fyrir smiðina og þetta einhvernvegin varð að svona smá stressi.. Algerlega upplagt fyrir jóga!!!  nú ég var í bomsunum og riðguðum fötum eftir að hafa verið að klippa steypujárn... ég fór úr bomsunum á stéttinni fyrir utan eins og vaninn er í sveitunum og hljóp inná bað til að skipta um föt.. kom svo inní salinn þar sem var verið að spila þessa ægilega fínu slökunartónlist og allar lágu þær þarna og horfðu á mig hrynja inní salinn..."jæja þá ættum við að geta byrjað" sagði kennarinn og sendi mér þetta fallega bros sem sagði í senn... velkomin en vogaðu þér ekki að koma svona seint afturBlush  Nú tíminn byrjaði og ég flæktist í þessum böndum og andaði INN og ÚT í heilan klukkutíma.... vá hvað ég var orðin vel önduð í lokinShocking  en þetta var yndislegt og svei mér þá ef ég var ekki bara svakalega róleg og afslöppuð alveg þar til ég steig ofan í bomsurnar úti á tröppum... Ó MÆ GOD það hafði rignt ofaní þær og bara flæddi uppúr þeim þegar ég steig ofaní þær... þar lauk held ég allri slökun.  En hver veit hvort þetta tekst ekki betur á miðvikudaginnSmile

Ég dreif mig nú aftur yfir á lóð og tók þátt í vinnu fram til kvölds í rigningu og roki.. Heimir smiður segir að við hefum gott að þessu.. þetta herði okkur baraHappy  hehe ég held þetta hljóti nú bara að leysa okkur upp frekar því maður er bara hundvotur innaf skinni... en hryllilega gaman samt.. það er ekki spurning.  Ég er svo grobbin af húsinu mínu að mér líður eins og ég sé að springa úr ást...InLove  Nú er allt bara tilbúið til að steypa á morgun.. bílinn kemur kl 8 í fyrramálið og rennir í vegginna.


Enn er verið að stífa og rétta af veggi.

bílskúr

 

Bílskúrinn er að víst smá bras við, því þessir gluggar sitthvoru meginn við hurðina eru búnir að vera með vandamál að verða beinir 

 

 

 

 

Bjarki uppi

 Bjarki í Turninum.. fannst nú ekki alveg nógu gott útsýni þarna uppi.

 

 

 

 

 

Bjarki

 Bjarki og Magni fóru í berjamó og tóku Halldór með sér sem varðhund... komu niður með fullt af berjum og líka mælaborð í bíl!! allt tínir maður í berjamó greinilegaSmile  Sigtryggur kom til Elvars og voru þeir voða duglegir að leika sér á fjórhjólinu og fleiru.

 

 

 

framan

heimir uppi

 

 

 

 

 

 

 stigihela husetstofa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

halldór

 

 

 Þetta er hann Halldór... sérlega uppáþrengjandi hundur sem enginn kunni deili á fyrr en í kvöld þegar það loks hringir maður til baka úr númerinu sem er á ól hundsins.. en hann hefur ekkert svarað ... eigandinn býr semsagt á Varðgjá sem er töluvert norðan við okkur og segir hundinn alltaf koma heim eftir kvöldmat..en hverfa allan daginn.. greinilega skemmtilegra hjá okkur ha? Magnús kom í dag með Sollu Þresti og ömmu í Rán til að ná í Magna og kíkja á f

maggi

ramkvæmdir..  Maggi eldhress og allt hans fylgdarlið.

Það voru aftur 5 smiðir í dag og það er alveg broslegt hvað matar og kaffitímar eru hálf þvingaðir svona í byrjun.. held það sé vegna þess að það er kona á staðnum.. en í dag var svona aðeins frjálslegra, og þeir held ég að fatta að ég þoli nú svona flest.Wink


Blautur en góður dagur.

Allt gekk eins og í sögu í dag í rigningunni.. alveg furðulegt en það var glaða sólskyn inní Sólagarði í morgun en við keyrðum svo bara inní rigningu við Hrafnagil.. Elvar fór í göngur í dag inní Ártúni og var það víst svakalega gaman en svooolítið erfitt.. hann allavega liggur núna í bleyti í baðkerinu með blöðrur á öllum támGasp  Bjarki var með okkur í morgun og svo kom Magni frændi hans til hans en stefnan var nú að fara í berjamó hjá þeim en það var ekki séns í allri þokunni og rigningunni .. þeir fóru svo með í bæinn og urðu eftir í Rán.. hann fékk svo að vera eftir og gista hjá Magna í nóttSmile  heppinn...  Anna iðjuleysingi var bara heima í dag og ég held að hún hafi akkúrat ekki gert nokkurnskapaðan hlut barnið.. hvernig sem hún nú fór að þvíWoundering  Það voru ægilega þreytt en alsæl hjón sem keyrðu heim núna í kvöld.. erum að springa  úr hamingju með húsið okkar.  Sigurður lofthræddi hélt sig á jörðu niðri í dag og var mest í járnaklippingum.  Það voru 5 smiðir í dag að vinna og voru eins og 5 appelsínur um allan grunn.  Ég var nú mest í snúningum sendiferðum og að fæða liðið en svo var ég líka að kubba.. sem er bara svo agalega skemmtilegt.. þetta minnir mig á að púzzla.. maður bara getur ekki hætt þegar maður byrjar.

1234568791011121314151618

 


Gosbrunnur í eldhúsinu

 kl 8 - 31 ágústÞessi dagur hefur ekki verið síðri en í  gær.. algerlega frábær. Smile Ég næstum get ekki pikkað fyrir þreytu í öllum vöðvum... greinilega ekki verið að nota sömu vöðva og við skúringar hér.Woundering Byrjaði  um 8 að mála póstana á gluggana í gestahúsinu þar til smiðirnir komu... þá sendu þeir okkur í sendiferðir að ná í timbur og stiga og þessháttar.. ég sagði nú við Sigga að þeir væru örugglega bara að senda okkur í burtu til að fá frið..hehe  En þegar við komum nú aftur vorum við sett í verkefni og þannig gekk dagurinn í 11 tíma stanslaust upp og niður tröppur og að beygja járn og saga kubba...  Þetta gekk allt gosbrunnurnæstum snurðulaust í dag nema Denni smiður heyrði gosieitthvað hviss í krananum við inntakið í eldhúsinu og þegar hann fór að skoða hann hélt hann bara á honum og upp steig þessi fíni margra metra gosbrunnurW00t   Aumingja Denni bara stóð þarna undir bununni eitt spurningarmerki í framan haldandi á krananum.  Ekki amalegt að geta bara boðið uppá Geisi í heiðinni.  Ég ætlaði nú varla að geta hringt eftir manni til að koma og laga þetta því ég hló svo mikið... en loks náði ég á Bolla kaldavatnskarl og hann kom og skrúfaði fyrir herlegheitin og sagðist svo koma á morgun til að setja kranann aftur á.  Ég held ég láti nú bara myndirnar tala sínu máli í dag og bíð góðrar nætur.. eins gott að hvílast fyrir átök morgundagsins.Wink Denni og HeimirhúsasmíðiBjarki í bílskúrsagarivaskahúsbílskúr iðjuleysingiuppfyrir glugga

Get bara ekki hætt að brosa

 

DSC00317W00tW00tW00tW00tW00tW00tW00tW00t  þetta er aldeilis yndislegur dagur...  þegar við komum yfir á lóðina í morgun voru mættir þar 2 dásamlega þráðir smiðir.  Ég mátti bara halda mér í svo ég myndi ekki hlaupa þá niður í ákafa mínum við að fagna komu þeirra..  þetta er svona eins og fyrir fuglaáhugamenn þegar þeir heyra fyrstu hljóð lóunnar á vorin.. eða held það sko.  Þeir voru nú samt bara saltrólegir og horfðu bara á mig með glotti þegar ég spígsporaði í kringum þá og spurði hvað ég gæti gert.. bara varð að hjálpa þeim að reisa þetta NÚNA.   En ég var nú bara róuð niður og sagt að þetta myndi nú taka smá tíma að reikna út og setja niður fyrstu röðina.  Við Siggi ákváðum þá að vera nú ekki fyrir þeim á meðan það yrði gert og fórum í það að setja nýjan glugga í gestahúsið..jájá mín bara byrjuð DSC00320að breyta straxWink  var einn svona lítill luggi til suðurs en við pöntuðum nýjan þar sem er stærri og með opnanlegu fagi.. agalega lekkert núna.  Svo byrjaði ég að taka myndir af framkvæmdunum en þá auðvitað var myndavélin batterí laus.. algerlega típíst þegar loksins er hægt að sjá mun eftir margar margar margar vikur.Angry  En tók nokkrar á síman.. þær eru óskýrar en verða að duga í dag.  Strákarnir komu svo með skólabílnum á lóðina og voru alsælir með daginn þar sem það hafði verið gönguferð uppí fjallið fyrir ofan Hrafnagil.  Heimir smiður setti þá báða í verkefni í húsinu og voru þeir ekkert smá duglegir að hjálpa.  Elvar var settur á járnaklippurnar og Bjarki í að kubba.. svo kom Elvar að kubba með okkur og hann var enga stund að sjá út hvernig átti að DSC00321reikna út hvar ætti að saga kubbana og hvar ætti að setja steypujárnin.. alger snillingur.  Það er ótrúlega gaman að kubba.. og reikna út hvar hvað á að vera og þannig.. Ég gerði nú að vísu einhver smá mistök í söguninni með því að saga ekki alltaf af sama enda kubbanna.. en það var nú hægt að redda því.Shocking  Ég hlakka til að fara á fætur á morgun og halda áfram... hefði verið til í að sleppa úr þessari nótt og kubba bara í staðinn.  En ég verð að hemja mig.

Unglingurinn er á busaballi núna og mun ég sækja hana og 3 aðra sveitunga á ballið um miðnætti.  Hún var ægilega ánægð með daginn og tókst busavígslan víst ægilega vel.Smile


Limma á skólalóðinni.. er það ekki bara málið!!

P8280054Ónefndur unglingur var keyrður í skólann í morgun um 8.  En 9:30 hringdi unglingurinn og bað um að vera sóttur!!!  það mætti halda að unglingurinn héldi að móðirin væri bara í svartri limmosíu á plani skólans og biði eftir kalli hennar um að rúlla út rauða dreglinum!!!   Móðirin lét nú samt undan og sótti unglinginn sem gat samt ekki beðið fyrir utan skólann þar til móðirin kæmi því það er svo "hallærislegt" að standa bara þarna og bíða.FootinMouth   Móðirin hirti unglinginn semsagt upp á leiðinni frá skólanum þannig að lítið bæri á.... unglingurinn stökk uppí bílinn næstum á ferð og leit í allar áttir hvort nokkur tæki eftir því.  Unglingurinn var í tvöfaldri eyðu og fannst nú allt í lagi að móðirin rúntaði um á meðan.  Móðirin skilaði svo unglingum aftur uppí skóla rétt fyrir tíma... mátti als ekki vera of snemma eða of seint.. en þegar móðirin lagði upp að aðaldyrunum saup unglingurinn hveljur og bað móðurina að fara að öðrum inngangi því við þennan inngang stóð unglingur, sem okkar unglingur gat als ekki bara labbað framhjá...það var svo asnalegt.!! Móðirin lagði til að hún myndi bara finna neyðarinngang sem hún gæti laumað sér innum án þess að nokkur tæki eftir.. en móðirin fékk bara svip og andvarp yfir þeim húmor.. nú móðirin keyrir að næsta inngangi og á meðan hringir unglingurinn í annan ungling sem okkar unglingur biður um að koma að þessum tiltekna inngangi ... því ekki getur okkar unglingur gengið "einn" inn ganga skólans.  Unglingurinn stekkur út án þess að móðir geti sagt svo mikið sem bless því unglingurinn sá að framundan var viss unglingur að koma labbandi og okkar unglingur átti á hættu að þurfa að mæta viðkomandi unglingi ef hún drifi sig ekki strax að innganginum.  Móðirin sat eftir í bílnum og var bara sveitt af stress-straumunum sem höfðu frussast af unglingum.   VÁ HVAÐ ÞAÐ EEEER ERFITT AÐ VERA UNGLINGUR.Crying      Samt erum við að tala um ungling sem hefur akkúrat ekkert sem hægt væri að skammast sín fyrir.  Fallegt og vel gefið eintak.  Hvernig kemur maður svona unglingum í skilning um að þeir eru frábærir og þeir þurfa ekki að hugsa um álit annarra ALLAN daginn????

Villt í berjamó!!!

Ég var víst búin að heit því að vera skemmtilegri í dag.Smile  Já það nóg búið að gerast svosem þessa viku.  

fimmtudagur:  Anna María fór á skólasetningu með Línu uppí VMA og ég sótti hana svo.. ó mæ god að sjá alla þessa unglinga þarna í kringum skólann.. Hormónarnir bara flæddu um bílastæðið .. stelpurnar eins og litlar hænur með gogginn uppí loftið og brjóstin út og strákarnir varla gátu gengið vegna einbeitningar við líkamsstöðu.  Hjúkk að það voru ekki 1400 nemendur í VMA þegar ég var þar.. það var nú samt mjög skrautlegt skólalífið þegar ég var í þarna því það var kennt um allan bæ.. í gamla Iðnskólanum - í Gagganum - í gamla Hússtjórnarskólanum - í stofum í Íþróttahöllinni og svo upp í Vma.  maður bara þeyttist á milli bygginga allan daginn og það var sko eins gott að hafa hraðann á. W00t   já það var á tímum Kalla Bros, Adams, Benna og Garðars Lár og fleiri sem óneitanlega skreyttu kennaralífið verulega.  Sá einn kennara þarna á planinu sem ég mundi eftir frá minni skólagöngu.. það var hann Hálfdán.. jafn úfinn, sybbinn og í jafn óskorðuðum fötunum og fyrir  20 árum..hehe en hann var svakalega góður kennari.  Nú ég fór svo með fullan bílinn af gelgjum niður í bæ að kaupa skóladót og fleira.. var nú bara hissa að þær vildu endilega hafa gömlu konuna með sér.Errm  Erla kom svo og kláraði innkaupaskoðunarhringinn með okkur.  Um kvöldið komu Ragna og Gunni færandi hendi með fullan kassa af Silungi.. mmmm ætla að grafa hann og hlakka þvílíkt til að BORÐA hann.  Er meira að segja komin með uppskriftina hennar mömmu þannig að nú getur þetta ekki klikkað.  Fór líka Bankarúnt um daginn... það var nú ægilega skrautlegt.. vorum búin að tala um að skipta yfir í sparisjóðinn þegar við kæmum norður en vorum aldrei búin að láta verða af því þannig að ég ákvað að ath hvað þau hefðu í boði fyrir mig.. sem í stuttu máli fór þannig að ég mun halda mig hjá Glitni.. 

hvíttaðFöstudagur:  Fór á lóðina að mála smá.. og svo út að borða með Sigrúnu vinkonu í hádeginu.  Dreif mig svo heim til að taka okkur til fyrir suðurferð og þreif líka allt hátt og lágt. Keyrðum suður strax eftir vinnu hjá Sigga.. Fórum á líknardeildina strax og við vorum búin að skila börnunum til mömmu, Inga var ótrúlega hress og kát en leit hreint ekki vel út..óskaplega gott að sjá hana og Rut líka, sem er Hetjan mín þessa dagana þar sem hún stendur við hlið móður sinnar dag og nótt og sýnir ótrúlegan styrk og þolinmæði.

 

 

DSC_6464_2[1]Laugardagur: Gistum auðvitað á Hótel Mömmu.. það er nefnilega eina hótelið sem tekur líka á móti hundum.Wink  Um morguninn var farið í 2ja ára afmæli hjá Amalíu Malen.. þar voru ættingjarnir í kippum þannig að það var ekki leiðinlegt get ég sagt ykkur.. og VITIÐ til, við fundum SMIÐINNSmileSmileSmile  já já þarna var hann í allri sinni dýrð... alsæll í borginni að safna orku fyrir kubbavinnu í heiðinni.  Það lá nú við að ég tæki hann bara undir höndina og henti honum á pallinn og brunaði með hann norður "med det samme" en náði nú að hemja migPinch jájá get það stundum.  Strákarnir fóru með Möggu frænku heim eftir afmælið og við lögðum af stað í ægilegan raftækjaverlannaskoðunarhring... tja eins og vona var þá gerðist nú ekki mikið í þeim hringi.. afrakstur skoðanna í 8 búðir var --- Sodastream tæki og diskurinn með Magna ----   jájá algerlega bráðnauðsýnlegt að fara suður og skoða heimilistæki.  Furðulegt með eitt...við vorum sko að leita að ísskáp í litla húsið.. og eftir því sem þeir voru minni því dýrari voru þeir!! skil ekki alveg lógígina í því.. er það vegna þess að það er þá áætlað að maður eigi meiri afgang af peningunum þar sem maður getur keypt svo lítið í skápinn eða hvað er málið!!! þetta endar kannski bara með amerískum í gestahúsið... gætum þá kannski bara notað helminginn sem fataskápHappy  Eftir þetta óþolandi búðaráp fórum við til Möggu og Stjána að ná í drengina.  Stjáni var í þvílíkum ham og greinilegt að snerpan hjá herra Sigurði er engin í samanburði við Stjána.. því Siggi náði enganvegin að fylgja Kyntröllinu eftir.. hvorki í tali né hreyfingumWhistling  hann var eins og þeytispjald á eftir börnum, símum og guð má vita hverju...  stöllurVið keyrðum svo Stefán Inga heim og droppuðum aðeins við hjá Berglindi.  Náðum í Rut niður á Kárastíg og brunuðum í matarboð hjá Sæma og Mörtu.. það var svakalega gaman og langt síðan ég hef hlegið eins agalega mikið.. hvort það var þetta eina hvítvínsglas sem hafði þessi áhrif eða að félagsskapurinn var svona góður er ekki gott að vita.. hehe jú auðvitað var það félagsskapurinn enda aldrei leiðinlegt þegar við hittumst... mamma og pabbi komu líka þannig að það var fjölmennt og fjörugt. kvöldið endaði svo með töskuuppboði Rutar sem sló alveg í gegn.  Á leið heim með Rut um kvöldið komum við sem snöggvast við á líknardeildinni en þá var Inga sofnuð eftir langan dag.

Sunnudagur: Morgunverður hjá Önnu og Guðmundi þar sem lesið var í bolla ásamt fleiru.. Edda kom líka til að hitta okkur þar.   Fórum  svo smá í Smáralindina...brrrrr fæ hroll að hugsa um þessar búðaferðir.. fórum á líknó og ég og Rut fórum saman á Kaffihús svona til að geta rætt smá málin án annarraSmile  Mamma kvaddi okkur svo með 3ja rétta máltíð áður en við lögðum af stað heim allir nema þeir þarna feðgarnir TVEIR.  var komin heim um 3 um nóttina.

fjölsk.Mánudagur:Keyrði Önnu í skólann og fór með henni inn til að fá breytingu á stundarskránni hennar... þar sem hún var skrifuð í áfanga sem hún hafði tekið utanskóla með 10 bekk í fyrra til að flýta fyrir..  hún hafði nú farið sjálf á föstudaginn í þetta erindi.. en það var ekki klárað þar sem það voru svo margir krakkar á ganginum að bíða ... já spéhræðslan er það mikil að hún ætlaði þá bara að sitja aftur í áfanganum sem hún var í í fyrra??? Shocking það er greinilega betra en láta sjá sig standa í röð???  nú en þessu var semsagt reddað þarna um morguninn.  Bunaði aftur í sveitina því Skólasetningin í Hrafnagilsskóla var seinna um morguninn... klippti litla skólastrákinn og hann fór svona alsæll með sig á setninguna.. ég er nú svona ykkur að segja með svona smá hnút í sætmaganum yfir því að þeir bræður verði í samkennslu í vetur.. "Herra stjórnsamur og nákvæmur" á eftir að eiga erfitt með að vera með bróður sínum sem er eins óskipulagður og hinn er í hina áttina.  En mikið hafa þeir gott að þessu það eitt er vist.  Við Bjarki fórum eftir setninguna að hitta Egil, Júlíu, Öglu og Njálu.. litlu prinsessurnar eru orðnar svo stórar og dásamlegar að mann langar að stinga þeim bara í vasann og fara með þær heim.  Við fórum svo til tengdamömmu og yfir á lóð að gróðursettum smá og svona snúlluðumst.  Um kvöldið vorum við boðin í mat hjá Rögnu og Gunna og fengum þennan dásamlega kjúklingarétt að hætti húsfrúnnar.  Áttum frábært kvöld með stórfjölskyldunni... þó svo við Júlía dveldum lengst af í Húsbílnum í spjalliSmile
Á leiðinni heim var himininn yndislegur.. Tunglið svo fullt og bjart að manni fannst maður vera svo ótrúlega lítilvægur í samanburði við það.

BjörkDagurinn í dag: Bjarki spratt á fætur í morgun við fyrstu vakningu.. og byrjaði að punta sig þvílíkt.. held hann hafi farið með heila túpu af geli í hárinu í skólann í dag..hehe  en sætur var hann það get ég sagt.  dagurinn svona leið bara ... Erla kom í heimsókn yfir á lóð..ég fór og hitti aðeins Ölfu á leikskólanum.. keypti restina af skóladótinu og tapaði mer í Byko... ætlaði nú bara að kaupa mér einn pensil en það endaði með heilum poka af piparkökuformum... já er agalega svög fyrir þeim.. sé mig alltaf í anda eftir MÖRG ár sem amma og að baka piparkökur með barnabörnunum...Joyful  hver stenst svona form sem eru eins og fíll og gíraffi og bangsi og allskonar.hehe.  ég sótti svo Önnu í skólan og Bjarka því ég var búin að lofa honum berjamó á stað sem hann er búinn að DSC00316vera með á heilanum í heilt ár frá því hann fór með skólanum í gönguferð í Kristnesskóg og sá þar helling af berum.. nú við lögðum við spítalann og lögðum af stað með Bjarka brosandi út af eyrum sem fararstjóra.. hann æddi upp þverbratta brekkuna og við gengum og gengum og gengum.. hann var alveg viss að við værum á réttri leið þar til ég tók nú eftir því að við vorum komin aftur að gatnamótum sem ég kannaðist við.. þá viðurkenndi hann að þetta væri kannski ekki alveg rétta leiðin.. og engin ber sáum viðSmile  en mikið rosalega var þetta skemtileg ferð og litli skógarálfurinn minn talaði allan tíman um náttúruna og guð má vita hvað... hann er ótrúlegt náttúrubarn þessi elska og þó svo við værum á göngu í einn og hálfan tíma og mest upp í mót.. þá blés hann aldrei úr nös.. það er ekki alveg hægt að segja það sama um físibelginn sem var á eftir honum og rétt náði að stynja upp eins atkvæða svörum við spurningum hans.  Anna fór á vit vinkvenna seinnipartinn og við Bjarki fórum og gróðursettum og máluðum smá... fórum svo með gjöf til Ölfu frænku þetta ægilega sæta tré sem heitir "Björk"  en okkur þótti það eiga svo vel við að Alfa Björk ætti eitt slíkt tré Smile  Við rifum upp gras og gróðursettum tréð með bros á vör í Rauðumýrinni.  


Lífsins gangur.

jæja.. Blusheinhvernvegin skammast ég mín næstum fyrir að segja að ég var að koma enn einu sinni heim að sunnan.. díses hvað ég er búin að vera mikið þarna í sumar.  Allavega keyrði ég heim síðastliðnu nótt með Önnu Maríu og Bjarka Rúnar jú og auðvitað hann Guðfinn...Siggi og Elvar urðu eftir því það er verið að fara að setja nýja brettakanta að framan á svarta bílinn...  Vanalega er ég nú svolítið sybbin á leiðinni en núna bara var hausinn á fullu að hugsa um tilgang lífsins.  Um daginn frétti ég að æskuvinur minn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að stytta líf sittFrown.. hann hafði allt í höndunum til að lifa hamingjusömu lífi, en þunglyndi spyr víst ekki að menntun né öðru þegar hún tekur sér bólfestu í sálum.  Það er svo merkilegt hvað hausinn á manni fer á stað og allskonar minningar spretta fram þegar einhver deyr eða er mikið veikur....eitthvað sem maður hefur kannski ekki hugsað um í 30 ár.. er manni ljóslifandi núna og heilu samtölin og dagarnir  manni í fersku minni.  Ég vildi óska oft að ég gæti bjargað öllum heiminum.. en ég verð víst að sætta mig við það að stundum þarf maður að standa á hliðarlínunni og horfa á úr fjarska.. örlögin eru ekki í mínum höndum.  En það veit Guð að hugur minn er hjá honum og megi allir mínir englar vaka yfir honum dag og nótt.

Það sem er svo erfitt er að svo hef ég verið að fara suður til að heimsækja yndislega konu sem berst fyrir lífi sínu á líknardeild og langar hreint ekki að fara frá þessum heimi.  Það er eins og lifið sé ekki verðmerkt rétt á öllum stöðum.  En þetta er lífsins gangur.  Ég held líka að enginn geti gert sér í hugarlund hversu erfitt þetta er fyrir ættingjana þessi biðtími.. þetta er gríðarlega krefjandi .. en líka auðvitað þroskandi og lærdómsríkt.. Þessi fallega kona átti afmæli í dag.. og ég heyrði áðan að hún hefði verið mjög ánægð með daginn sinn.     Siggi og Elvar fóru fyrir okkar hönd en ég knúsaði hana og kyssti í gær áður en ég fór.Heart  Ég fór líka til Ömmu Mæju á sjúkrahúsið áður en ég fór heim og það er alltaf svo gott að finna hversu vænt henni þykir um það að maður kemur.. Manni líður alltaf eins og maður sé mikilfenglegasta manneskjan í heiminum.  Hún talar og talar og heldur mér svo fast að ég finn hendurnar hennar á mér lengi á eftirSmile

Ég er svo sybbin núna að ég ætla að láta þetta gott heita í kvöld.. kannski frekar svona "down" blogg en ég verð örugglega skemmtilegri á morgunKissing


Söngnám

popstarjæja þá er ég búin að hringja í Eirík og það var svo sem auðvitað að það er allt fullt í söngnám í vetur en ég var sett á biðlista.  Nú er þá bara að krossa fingur.  Elvar er ekki sáttur við þetta að ég sé bara að fara í söngnám og er alveg æstur í að láta skrá sig líka en ég ætla nú að byrja á því að senda hann í kórinn áður en hann fer í einkanám þessi elska.  En það er kannski líka ekki ráðlagt að ég sé að byrja í þessu námi núna þar sem ég er að fara inná mitt fjórða og síðasta ár í Hómapatanum og það verður nóg að gera.. skil ekki að þessu sé að ljúka.. finnst ég nýbyrjuð í þessu námi.. en það verður yndislegt að klára þennan áfanga sem er búinn að vera þvílíkt ferðaleg andlega.  Þó maður hafi verið varaður við því í byrjun þá gerði maður sér enga grein fyrir þvílík sjálfskoðun þetta væri. Sem er gottWhistling 

  

kansí1. skóladagurinnStrákarnir 3 Bjarki, Elvar og Mikael voru í Ártúni í allan gærdag og voru það sælir vel ilmandi drengir sem voru sóttir í gærkvöldi.  Kanínan er nú öllu skárri en samt lenti þeim vinkonunum víst saman og nú vantar bita í eyrað á Elvars kanínu en hin er rifin í andliti.  Já það er grimmt kanínulífið.Woundering  Mikael fer heim seinnipartinn í dag og verður mikill söknuður á bænum.  En nú fer alvara lífsins að taka við og skólinn að byrja með öllu sem því fylgir og eins gott að fara að setja sig í startholurnar.  Sá að innkaupalistinn er kominn þannig að það er eins gott að fara að pússa rykið af því sem til er og sjá hvað uppá vantar.  Það er alltaf svona viss spenna  í kringum þetta finnst mér.. ekkert jafnast á við fulla skólatösku af nýjum bókum og litum.Smile  Hugsa sér að það sé orðið ár síðan við fluttum norður.. alveg merkilegt hvað tíminn líður hratt.  Fyrir ári síðan bjuggum við í treiler yfir í vaglaskógi og það var geggjað kvöld þar sem við sátum og merktum allar skólabækurnar og gerðum klárt fyrir í skólann.. já þröngt meiga sáttir sitjaWink  jæja það er smáð Roki í dag þannig að það er best að drífa sig yfir á lóð og binda niður allt lauslegt svo "gossið" sem ég er búin að kaupa fjúki nú ekki í norðanáttinni yfir á lóðina hjá LúllaUndecided  Annars sýnist mér að hans hús sé líka bara algerlega hreyfingarlaust eins og mitt þannig að ekki get ég pirrast yfir því að smiðirnir séu þar.  


Kostnaðaráætlanir!

aurarJá það er svo merkilegt að maður gerir þessa fínu áætlun í byrjun verks og telur sér auðvitað trú um að maður geti nú haldið henni.. en neinei.. held ég muni bara ekki eftir neinum nema einum hjónum sem hafa náð þessu.  En svona er þetta nú bara þegar maður er að byggja og það er eins gott að sætta sig við þaðCool  Ég er að verða helsti styrktaraðili Húsasmiðjunnar og hleðst efnið bara upp við grunninn sem á að nota við byggingu hússins.. hvaða ár sem það nú verður.Wink  einhver sagði mér að það væri nærri lagi að bæta 30% ofaná og þá væri ca komin talan.. tja það verður spennandi að sjá hvað verður að verki loknuSmile

 

 

Dagurinn í dag var fallegur enda 1. gæsaveiðidagurinn og afmælisdagur Stebba Granna.Wizard fengum í tilefni þess þessa fínu veislu í kvöld. mmmm.  Ég byrjaði nú daginn á að fara til Helgu grönnu og horfa á hana undirbúa veisluna og ræddum við allt milli himins og jarðar.. m.a. að það var ákveðið að ég myndi sækja um í tónlistarskólanum á morgun um söngnámBlush Gamall draumur kannski að verða að veruleika.. en sjáum til að hvað herra Eiríkur skólastjóri segir á morgun.  

Ég kom við á leikskólanum hjá Ölfu í dag, ekkert séð hana í marga dag og kominn tími þá það sko.  Ég náttúrulega kem ekki eins oft til hennar núna þegar ég er komin með þessar fínu þvottahúsgræjur... þegar ég fer í þvottahúsið mitt núna er eins og ég sé í flugturni.. stjórnstöðin er öll upplýst og ég get séð hvenær þvottavélin lendir og hvenær þurrkarinn lendir líka.. ægilega gaman og meira að segja koma allskonar aðvörunarhljóð en það er ekki allt eins og það á að vera í vélunum..maður varla sefur af spenningi að vera að fikta í stjórnunarbúnaðinum.. sem betur fer tala þau nú bæði íslensku þannig að þetta gengur eins og í sögu.W00t

Ég fór og kvartaði yfir málningunni í dag en fékk enga vorkunn hjá búðamanninum og neyddist til að kaupa aftur aðra tegund fullu verði og byrjaði að bera á í dag.. þetta er allt annað og er nú kominn smá litur á þetta hjá mér.. er samt geggjað stressuð að ég sé að gera vitleysu með að vera að gera þetta hvítt en það verður að koma í ljós hvort myndin sem ég sé í hausnum á mér er eins flott í raunveruleikanumFootinMouth


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband