Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2007 | 22:31
Hann gat ekki hamið sig lengur og er á leiðinni..
Já hann faðir minn er lagður af stað norður núna til að redda þessu... hann er alveg að fara á taugum að heyra í mér vera að leggja þetta sjálf.. og held það hafi farið með hann að við vorum farin að draga í þetta sjálf... hehe. ég meir að segja hringdi á skiptiborðið hjá siglingastofnun og konan þar spurði hvort ég væri dóttir hans sem væri að leggja rafmagnið SJÁLF?? hehe hann hefur kannski ekki geta einbeitt sér að vinnunni síðustu daga vegna mín... en það hafðist að ná honum norður. Ég heyrði í mömmu áðan og þá voru þau í Borganesi... mamma alveg hundfúl þar sem pabbi hefði verið ægilega pirraður alla leiðina þangað og náð að fara fram úr 37 bílum í pirringi en svo þurfti hann auðvitað að PISSA og nú voru allir 37 bílarnir farnir framhjá aftur..hehe
Við misstum smiðina í dag yfir til Lúlla þar sem það var rigning og ekki hægt að vinna í þakinu.. þetta var svona eins og þeir væru að skilja við okkur... "við tökum þetta og þú getur haft þetta" var umræðan um skiptin á verkfærum... siggi var nú hálf svekktur að þeir tækju ekki pressuna... því þá hefði hann fengið leifi til að kaupa sér pressu. en nei nei ... ekkert meira dót alveg strax.
Ég hringdi í Byggingarfulltrúa því hann var ekki búinn að skrá eignina á fasteignamat ríkisins.. úr því samtali uppskar ég fokeldisvottorð líka og þaut af stað til að ná í það og fara með teikningar í fasteignamatið.. þá kom nú að vísu líka í ljós að arkitektinn var ekki búinn að skila næstum neinum teikningum inn af húsinu nema útlits og grunnteikningu.. þannig að ég verð að fara til hans eftir helgi og redda því hið snarasta. Hringdi í Erlu Sigrúnu vinkonu og fékk fullt af upplýsingum um lán og hvernig væri best að gera þetta og samdi við bankann um framhaldið.... Eins gott að eiga góða vini sem eru eitthvað inní þessu því þetta er nú meiri frumskógurinn.
Við Siggi vorum í því að laga til og setja ull og rafmagn í allan dag og Valli kom líka og hjálpaði okkur... hann kláraði alveg þakkantana þannig að nú eru þeir til í uppsetningu þegar styttir upp.
Elvar var heima í dag þar sem hann var gubbandi fram á nótt... þetta fer að verða vani hjá okkur að ég þarf að vera í þvotti og þrifum eina nótt á viku.. úff hvað ég var sybbin. En hann samt svo svakalega duglegur.
Anna kom á lóðina eftir skóla í dag og var uppveðruð eftir að hafa verið í Ketilhúsinu á fyrirlestri hjá Önnu listakonu... og átti margar sögur að segja okkur frá því... hún fékk smá að sópa og svo komu Karen og Stebbi og björguðu henni af kústinum... Stebbi var að að koma með gos handa okkur þessi elska og alltaf jafn gaman að sjá þau feðginin... svo sæt.
Bloggar | Breytt 6.10.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 21:32
Heftuð í bakið!
Í dag var mikið um að vera í Brúnahlíð. Smiðirnir 3 mættu að sjálfsögðu og byrjuðu á að setja járnið á vesturhliðina.. Heimir og Búi fóru upp og niður endalaust því það var svo mikill skurður.. Guffi var á eftir þeim í allan dag að reyna að komast uppá þak til Denna og fór langleiðina þegar hann náði að fara upp stiga og uppá stillansann..hehe hann er haldinn svo mikilli þráhyggju að það er bara grín... Búi og Heimir reyndu að dreifa athyglinni hans og kasta steinum endalaust fyrir hann en það nægði honum samt ekki.. upp vildi hann.
Bjössi Júll Pípari kom í morgun til að gera klárt í skúrnum fyrir múrið...Heimir var búinn að vera að kvarta yfir skíta lykt um morguninn og Bjössi var beðinn um að laga það... en það var víst einföld skýring á þeirri lykt ..hehe því hann hafið óvart tengt heitavatnið af hitablásaranum í klóaksaffallið.. jakk ... það var bara að sjóða vesenið í hverfinu.. og aumingja kallarnir sem komu í dag til að tæma rotþrónna.. það hefur aldeilis angað... Bjössi frændi var heppinn að það var ekki dag sem hann var að vinna í rotþrónni..
Múrararnir komu eftir hádegi að sprautuðu á veggina í bílskúrnum og það er merkilegt hvað hann minnkaði við það eitt að fá svona dökka veggi...nú þarf að bíða í rúma viku þar til hægt verður að fara lokaumferðina á þetta og þá er það tilbúið til málunar.
Valli kom og byrjaði að mála þakkantinn svartan ... svakalega duglegur ... hann vara er hreint ótrúlega duglegur maðurinn.
Við siggi vorum í raflögnum og ullinni .. ég teiknaði á veggina fyrir dósunum og Siggi skar fyrir þeim á meðan ég setti ullina í loftið... þegar kom að því að setja plastið barð ég hann að koma smá upp og aðstoða mig að strekkja þetta almennilega en það var eins og við manninn mælt að hann bara tók upp loftbyssuheftarann og skaut mig í bakið... ÁÁÁÁÁ hvað það var vont.. og hann var rekinn niður með það sama og ég reddaði þessu bara sjálf.. að vísu tók nú ekki betur við því ég greip um byssuna og þá skaut ég mig í lærið... þannig að ég er vel heft í dag.. Það var foreldraviðtal í dag og kom kennari strákann í heimsókn á lóðina og viðtalið var bara í gestahúsinu með kaffi og mæðlæti.. rosa huggulegt.. Þeir fengu bara góða umsögn í dag og vonandi verður framhaldið á sömu nótum. Á leiðinni heim í kvöld þurftum við að stoppa því Elvar var kominn með Gubbuna... greijið varð að vera með hausinn út um gluggan restina af ferðinni.
Bloggar | Breytt 6.10.2007 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 21:38
farið að hitna í kolunum
Náði í restina af þakrennunum í morgun og reddaði vírum og köplum og auðvitað fjöður til að draga í með. Byrjuðum að draga í skúrinn þessar lengstu leiðir og gekk svona glimrandi vel þar til ég hringdi í pabba og hann bara næstum missti sig þegar ég sagði honum að ég væri byrjuð að draga í ... hann bað mig að segja þetta aftur og saup svo bara hveljur hva.. heldur hann að ég geti það ekki eins og allt hitt.. hann bað mig að útskýra allt sem ég væri búin að gera og það bara sló þögn á símalínuna.. ekki oft sem það gerist.. og svo byrjaði hann.... BRÚNT er ekki vír sem má nota... ég skil nú ekki afhverju hann er framleiddur ef það má ekki nota hann.. þannig að ég þurfti að fara og kaupa svartan.. og skipta út brúna!!! díses.. þetta var dökkbrúnt.. og hann hefði ekki einusinni tekið eftir þessu þegar hann kæmi norður því hann er svo litblindur maðurinn... en það var svissað... ég náði nú að gera hitt allt rétt... hjúkk.
Múrararnir komu með draslið sitt á staðinn og tóku út það sem ég var búin að gera klárt fyrir þá.. semsagt einangrunina í kringum glugga og plastið sem ég límdi til að verja gluggana... það er nú varla að ég tími að láta múra yfir raflögnina mína er svo grobbin af henni sko.
Píparinn kom með vatnsblásara þannig að nú fer að koma ylur í kofann... mmm.. það verður sko ekki amalega...það er ótrúlegt hvað maður sígur kuldann í sig á daginn. Þeir koma svo í fyrramálið til að klára að græja pípurnar áður en múrarinn kemur eftir hádegi.
Múrarinn þarf 3ja fasa rafmagn á morgun og það var bara einsfasa rafmagnstengill hjá okkur þannig að ég fór og reddaði tengli og doblaði Þröst til að koma og stinga honum í samband við töfluna eftir vinnu hjá sér þar sem Balli rafvirki var farinn til sólarlanda. Þröstur reddaði þessu fínt þegar ég var búin að sendast í Ískraft og redda 3ja fasa öryggi... þurfti að fara og liggja á dyrunum baka til hjá strákunum því þeir voru búnir að loka..en auðvitað redduðu þeir mér.
Þakrennurnar eru komnar á og einhver önnur járn sem eru í samskeitunum.. og vonandi verður restinni af járninu hent á á morgun.
Við byrjuðum að leggja smá fyrir rafmagni inní húsi og setja í loftið í stofunni...
Viktor Ari á afmæli í dag og hringdum við í hann og sungum öll í kór Langt síðan við höfum séð hann og söknum við hans agalega mikið. Hann er svo sætur og yndislegur.. til hamingju ástin mín.
Bloggar | Breytt 5.10.2007 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2007 | 21:30
Rafvirkjameistari.
Nú er mín ekki lengur sveinn í rafvirkjun.. nú er ég orðinn meistarinn.. og stend bara niðri á meðan ég er með tvo menn uppí rjáfri að leggja rafmagnið eftir skipunum Já maður er fljótur að hækka í tign á eigin vinnustað.. það er nú það góða við þetta. En það verður ekki neitt sem getur toppað smiðina mína.. þeir bara eru hrein snilld og það er ekkert sem er of flókið fyrir þá... Við erum svo himinsæl með þá að ég er að hugsa um að innrétta bara bílskúrinn fyrir þá... fínt að geta haft þá bara þar ef það þarf að gera eitthvað í húsinu í framtíðinni. Heimir hefur samstöfunina HR og ég held það hljóti að standa fyrir "Húsasmiður og Rafvirki" en ekki Heimir Rögnvaldsson Ég var send í ískraft til að kaupa djúpar dósir og Klof... en kom heim með litlar dósir og plastspennur!!! já þeir ískraftsmenn og pabbi minn voru nú vissir um að ég þyrfti ekki djúpar dósir, og Klof væru allt of dýr!! Heimir var alveg æfur þegar ég kom með þessi skilaboð og átti ófá orðin um sölumennsku þeirra félaga að vilja ekki selja neitt dýrt í búðinniþannig að í stað klofa voru notaðir 3" naglar. það var klárað að leggja í skúrinn í dag ... ekkert smá gott að það er frá og það hægt að setja þá í loftið.
Í dag komu menn Norðurorku með hitaveitumælinn og tengdu hann... það var búið að bíða töluvert eftir þeim og algerlega tímabært að fara að fá smá il í höllina. Þeim fannst nú að ég ætti að borga þeim fyrir að taka af þeim mynd.. en þeir fá nú ekki krónu meira en 249 þús fyrir að koma til mín í 10 mínútur... skil ekki þetta tengigjaldadæmi þeirra. En það er nú önnur ella.
Valli kom svellkaldur og grunnaði allan þakkantinn.. og hann fór sko létt með það. Það er að vísu ekki víst að honum líði eins vel í fyrramálið þegar það fer að renna af honum því það var komið vel í annan fótinn á honum af lyktinni af grunninum að hann var alveg í vafa hvort hann gæti keyrt heim en allt fór það nú vel og ég held hann sé bara farinn að hlakka til að byrja að mála þetta á morgun með þekjandi svörtu. Siggi er í fríi það sem eftir er vikunnar og finnst nú ekki leiðinlegt að vera með okkur á daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 22:26
Tilboð í flísar.
Í gær þegar ég var að vesenast með rafmagnið þá sendi ég Sæma bróður mynd af lögninni og þá fékk ég símtal um hæl frá honum að það væri allt í góðu lagi með rafmagnið en hann hefði séð á myndinni að þakið hjá mér væri kolólöglegt!! það vantaði vír!!.. um leið og hann sagði það þá mundi ég að Heimir hefði talað um þennan vír og ég var búin að kaupa hann og einhver kengi til að festa hann með. Nú þegar ég kom svo í morgun þá sagði Heimir " þú hefur gleymt að setja vírinn" en hann reddaði því nú bara með þvi að setja hann utanvið plastið .. nú er verið að setja grindina í loftið sem á að klæða neðan í. Gifsveggurinn var kláraður límt fyrir glugga með múraralímbandi og plasti... þjófavörnin boruð í hurðarnar í skúrnum....tengd ljósasería um allt hús...aðeins pússað í sparslið hennar Önnu sem var ENN aðeins blautt..hehe.
Í dag gerðist ég frökk og fór fram á afslátt af afsláttarvöru .... var búin að fá hangstætt tilboð á öðrum stað en langaði mest í þessar... þannig að Siggi sagði að það væri ekkert mál ég yrði þá að ná þeim á sama prís og hinar... ég labbaði tvisvar framhjá borðinu hjá manninum sem sér um þetta.. og var alveg að guggna á þessu.. en svo lét ég mig hafa það og auðvitað fékk ég mínu fram.. EN EKKI HVAÐ!!! en erfitt var það.. það eitt er víst.
Það sem Jógað féll niður í dag fór ég í nudd til Ingu í hádeginu.. hún bara á mig olíur og mér stóð nú bara hreint ekki á sama þegar hún sagði mér að það væri svartur pipar og sítróna!!! díses ...bara eins og ætti að flambera mig á eftir og bera fram með kartöflum!!! heheh neinei.. þetta var dásamleg blanda og nuddið himneskt. Fékk svo þennan dýrindis hádegisverð hjá Ottó á eftir... þau eru á lokasprettinum að gera Byggðaveginn sem nýjan og er húsið að verða alger draumur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 07:58
sveinsprófið í rafvirkjun
jájá.. mín kláraði að leggja rafmagnið í gær.. á að vísu eftir að fá einkunn en mér líður allavega eins og ég hafi náð þessu prófi þetta var bara mjög gaman og ekki verra eftir að Alfan kom og var handlangari hjá mér.. þá fyrst fór þetta að ganga.. því það er alveg sama þó ég sé í þessu smíðavesti þá bara tíni ég alltaf öllu.. hnífnum..tommustokknum...hamrinum... og bara nefnið það. Anna sparslaði gifsvegginn voða dugleg.. en kannski pínu þykkt því það var enn blautt þegar við fórum heim í kvöld en það er nú allt í lagi. Siggi var í gluggunum að festa lista..og Elvar og Valli voru í ruslinu...Bjarka Skinn var bara heima því maginn var á hvolfi þetta hlýtur nú samt að fara að jafna sig. það var gestkvæmt í gær og komu: Gunni Karls - Stebbi og Karen - Snorri, þóra, Snorri jr og Halldóra - Halli - Kalli Ingimars og Dagný ásamt 3 vinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 21:47
Hátt uppi í dag.
þetta var hreint út sagt frábær dagur. Við stórfjölskyldan æddum af stað í morgun uppí hús og byrjuðum að vinna hörðum höndum... það leið ekki á löngu þar til afi Valli kom að hjálpa og hann og Elvar hreinsuðu til inni og utan við húsið allt tiltækt timbur og röðuðu þessu svona ægilega fínt í stafla... Ég og Anna byrjuðum að einangra loftið og höfðum Sigurð sem handlangara niðri á milli þess sem hann var að skrúfa fastar gifsplöturnar í skúrnum... þetta gekk eins og í sögu hjá okkur mæðgum. Ég þurfti svo að hendast í Húsasmiðjuna og redda málningu og sparsli fyrir morgundaginn og grímu fyrir andlitið því eitt er víst að þessi ull fer ekki vel í öndunarvegin.. Anna var ægilega dugleg og málaði eina umferð aftan á litla húsið....þreif það líka allt að innan og gerði þvílíkt fínt með hjálp strákanna. Bjarki var svakalega slappur í morgun en svo rættist nú úr honum þegar fór að líða á daginn. um 2 komu þessir þvílíku englar Ragna og Gunni í vinnugalla og til í allt. Sem betur fer var Ragna að koma heim frá Spáni í gær eftir að hafa verið i viku fjallgöngu í 30 stiga hita og þunnu loftslagi.. Þannig að það þurfti nú ekki að biðja hana tvisvar að koma upp á stillasann til mín. Við vorum þvílíkt flottar þarna uppi og vorum líka með mjög góða handlangara, Sigga og Gunna niðri sem höfðu varla við að þjóna okkur með lektur...ull...plast...og borða... þeir reyndu nú að fara í verk á milli, þetta rokgekk og við kláruðum að einangra allt loftið í bílskúrnum hálf átta... Margar hendur vinna létt verk er það ekki!!! Pabbi hringdi í sjokki um miðjan dag miður sín yfir að ég væri kannski búin að leggja rafmagnið því hann hafði gleymt að segja mér að ég yrði líka að skoða smáspennuteikningarnar til að sjá hvort það þyrfti fleiri dósir... En það er verk morgundagsins þannig að það fór nú allt vel.. og verðu skoðað vel og vandlega í kvöld. Erla og Matti komu líka í heimsókn í dag að kíkja .. gaman að sjá þau.
Bloggar | Breytt 3.10.2007 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 22:11
Sjálfboðaliðar óskast.
Dagurinn byrjaði óvenju snemma... eiginlega bara rétt fyrir 2 í nótt því þá byrjaði Bjarki með upp og niður greijið.. og það var svona frekar léttsvefnsnótt í framhaldinu á því. Elvar var líka alvega að farast í maganum þannig að þeir bræður voru heima í dag.. ég mætti því seinna en venjulega til vinnu og var með þvílíkan móral... en líka yfir því að fara frá þeim svona slöppum. Úff það væri svo gott að gera verið á tveimur stöðum í einu stundum. Það var klætt með járni austurhliðin á þakinu í dag og lítur það þvílíkt ljómandi vel út. Var alger bongóblíða í dag alvega þar til síðasta platan var komin á þakið.. þá kom þessi fíni skúr Í kvöld var farið í sprikl í Hrafnagilsskóla og var það mjög fámennt en sérlega góðmennt... Snorri JR sá um skipulagið í kvöld og var með þennan snilldar þrekhring þar sem allir urðu pungsveittir og sælir.. Sigurður náði nú að detta í byrjun hringsins niður af hestinum og beint á nefið.. juminn hvað maðurinn er lipur
Jæja góðu vinir og vandamenn.. á morgun bíða okkar næg verkefni og væri hjálp vel þegin við að setja ull upp í loftið. núna er stefnan að gera bílskúrinn alveg kláran í næstu viku.. ég er byrjuð að setja rafmagnsdósirnar og eftir ófáar ferðirnar í Iskraft er ég komin með allt sem þarf... Í dag komu líka nemarnir í hurðirnar sem eiga að tengjast þjófavarnarkerfinu.. aldrei of varlega farið í sveitinni
Hlakka til að sjá ykkur sem langar í útrás, strengi, vöðvabólgu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 22:17
Bruna-varna-veggurinn kominn
Það er margt búið að gerast í dag. Ég byrjaði að fara í morgun í Blikk og tækniþjónustuna að ná í þakrennurnar sem voru til. það var svo bilað hvasst þarna niðurfrá að ég vissi ekki hvert maðurinn sem kom út með rennurnar færi þegar hviðan skall á rennunum en allt fór það nú vel og ég strappaði þetta fast við pallinn svo ég þyrfti nú ekki að horfa á eftir rennunum útá pollinn. Þegar ég kom með þakrennurnar yfir á lóð var Heimir tilbúinn með innkaupalista fyrir Húsasmiðjuna og það tók nú engan smá tíma.. alveg furðulegt.. maður kemur þarna og það er ekki nokkur maður að versla en samt er allt starfsfólkið svona ægilega upptekið.. ég veit ekki hve oft ég sagði "fyrirgefðu, en geturðu aðstoðað mig" og það var ekki fyrr en einhver skrifstofukall kom loks og bar sig auman yfir mér og við í sameiningu fundum allt það sem ég átti að kaupa.. Við Indriði fórum í stillasaleiðangur uppá brekku eftir hádegi til að ná í járnstillansa sem við fengum lánaða í vegagerðinni... Hann var heima hjá Snorra og Þóru þannig að við erum farin að snyrta til í görðum á brekkunni núna svo þurfi að æða uppí vegagerð til að ná í aukahluti á stillasan því lofthæðin er svo agaleg í skúrnum. það var reistur veggurinn milli húss og bílskúrs.. þakrennan á austurhlið fest..... og sett þakullin í útskotið í eldhúsinu. Myndirnar tala sínu máli.
Elvar kom á lóðina eftir skóla og var mjög duglegur að dunda sér... sópa og svona stúss. Bjarki fór aftur heim því honum er svo ægilega illt í fætinum ennþá Það var ansi skondið þegar ég spurði Elvar hvernig honum hefði gengið í prófinu sem hann var í í dag... en þá sagði hann "mjög vel... en ég veit nú ekki hvort Bjarka gekk vel!!" Bjarki??? var hann líka í prófi sagði ég... "jájá við vorum í sama prófinu!! Nú?? Elvar semsagt var í gærkvöldi að læra og læra undir þetta próf og fékk meira að segja Bjarka til að lesa spurningar fyrir sig svo hann gæti æft sig...bænirnar gengu útá það eitt að honum myndi ganga vel... en aldrei heyrði ég nefnt að Bjarki væri að fara í þetta próf... díses hann er svo ekki tengdur þetta barn stundum... svo þegar ég spurði afhverju hann hefði ekki æft sig þá sagði hann...ég þurfti það ekki þetta er allt inní heilanum á mér. Ég spurði þá hvað hefði verið spurt um og þá kom í ljós að ein spurningin var hvernig fólk í gamladaga gat ratað... og Bjarki svaraði " með hjálp fuglanna" en Elvar svaraði: með leiðarsteinum. hmm.... hugsa nú að þetta hafi átt að vera vörður en hann var allavega mun nær því en Herra Utanviðsig. Anna var búin að gera reddy kvöldmat þegar við komum heim.. ekkert smá huggulegt að geta bara farið beint í sturtu og svo borðað Pabbi og ég fórum svo í gegnum rafmagnsteikningarnar í gegnum síma og er ég núna útskrifuð sem rafvirki og á eftir að fara létt með þetta. Anna klipti líka Elvar í kvöld.. Myndi telja Elvar kjarkaðan.. en þetta kom bara ótrúlega vel út... Þetta getur hún blessuð... kanski ég sleppi þessu hausaklipperýi í framtíðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 21:57
Í einangrun
Nú er einangrun komin í hús.. og utanvið hús. Heimir byrjaði að setja smá í eldhúsið þannig að nú vitum við hvernig við eigum að gera þetta.
Ég hélt áfram að einangra í kringum glugga og hurðir.. og á núna bara eftir tvo glugga. er þvílíkt stressuð að þetta verði ekki nógu vel gert og þá blási í gegnum veggi eins og hjá mömmu og pabba.. og það er sko ekki í boði neitt svoleiðis klúður. Múrararnir geta komið fljótlega til okkar að múra skúrinn og því þarf núna að leggja rafmagnsdósirnar í veggina um helgina.. ég hringdi í pabba og hélt að hann hefði nú ægilega gaman að því að koma til okkar eina helgi, en nei nei.. hann segir bara að ég geti gert þetta sjálf þetta sé ekkert mál!!! ég skil það nú ekki alveg þar sem rafvirkjun er nú nokkur ár í skóla að ég geti svo bara gert þetta.. en jæja ég hef svosem ekki látið neitt stoppa mig ennþá í þessari húsbyggingu og verður líklega bara gaman að gera þetta sjálf. Ef ég verð með rosa permanett næst þegar þið sjáið mig vitið þið hvað hefur gerst. hehe neinei.. þetta eru nú bara tómar dósir og rör. Það var byrjað á milliveggnum í bílskúrinn í dag búið að mæla þetta allt út og spá og spegulera fram og til baka.. Spónaplötur og gifs komu í dag líka í vegginn. Guffi er ekkert of sáttur við allar þessar hurðir og glugga.. hann veit aldrei hvort hann á að vera inni eða úti og er þvílíkt vesen á honum... Heimi fannst nú alveg merkilegt að ég hefði ekki sett hundalúgu á einhverja af þessum hurðum en sem betur fer gerði ég það nú ekki því það væri nú meira hundapartýið þá alla daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)