Færsluflokkur: Bloggar

Á leið í húsmæðraorlof

Jú mín er komin suður í skólann...og svo er stefnan tekin seinnipartinn á morgun út til Boltimore á vit Rutar, Mike og Horsmaster... með henni Öldu vinkonu. Smile Það er semsagt komið að árlegu húsmæðraorlofi.. og ég held það hafi aldrei verið jafn kærkomið og núna.. engin plön eru um hvað við ætlum að gera annað en að taka þátt í halloween-partýum, drekka rautt og hvílast svakalega vel. Sleeping Ég ætlaði nú samt ekki að tíma því á fimmtudagsmorgun að keyra úr bænum og frá Brúnahlíð... stórefast um að öðrum þyki ég svona mikilvæg í þessu byggingardæmi en mér þykir ég svakalega mikilvæg Blushen Siggi ætlar að vera ægilega duglegur á meðan og er búinn að taka sér frí í næstu viku meðan ég er úti til að halda áfram með slotið...Wink eins gott ef við ætlum að flytja inn 1.des ha?Whistling  ég lagði af stað eldsnemma á fimmtudaginn og fór beint í bankann í mos... það er nefnilega efni í heilt ritsafn hvernig allt þetta lánaferli er að ganga get ég sagt ykkur.. en ... ég ætla bara að tala fallega um húsið og bara jákvæð orka skal fylgja því alla leið.. nema get komið með smá sýnishorn...Glitnir semsagt tíndi öllum gögnunum okkar sem áttu að fara í greiðslumatið...ÖLLUM.. og eftir að það fannst... kom í ljós að fasteignasalan REMAX í MJÓDD var ekki enn búin að þinglýsa afsalinu af Lágholtinu... ég snappaði semsagt tvisvar í gær..  en þetta reddast.. það eitt er víst..öll ævintýri enda vel... Þetta bitnaði allt á Arnari vini mínum því ég þurfti að koma við hjá honum og fá lánaðar skúringargræjur til að hjálpa Erlu vinkonu að þrífa... en hann er vanur mér og ótrúlega fljótur að snúa úr mér reiðinni.    Ég kom svo við hjá Írisi því hún er í basli með rafmagn í nýju íbúðinni sem henni tókst að saga í sundur þegar hún var að fjarlægja vegg..W00t og auðvitað er rafvirkjameistarinn kallaður til ha!  nú ég sagði henni hvað ætti að kaupa og við ætlum að skoða þetta í kvöld..  Ég fór líka og lét inn teikningu af eldhúsinu til að láta hanna .. geggjað spennt að sjá hvað kemur útúr því.   Lét líka Braga hennar Erlu vinkonu fá eintak því hann var að vinna við svona hönnun og var til í að brainstorma smá.. Svo var skóli frá 5 til miðnættis.. ég var ægilega þreytt þegar ég fór að sofa.. en ekki eins þægilega þreytt eins og eftir að vera að byggja.

Á föstudaginn fór ég að þrífa með Erlu og það gekk nú kannski ekkert sérlega hratt því bankinn var endalaust að hringja og við að þeysast til að redda pappírum og þessháttar.. merkilegt að ég skyldi nú akkúrat vera með Erlu þegar ég þurfti að redda pappírum af fasteignasölunni hjá henni ekki seinna en strax.. já lukkan er nú þarna við hornið ef maður bara kíkir og lofar henni að koma líka með í ferðalagið.Cool  um Kvöldið lá ég hér á safninu í stól við hliðina á safngripnum og safnvörðurinn tók mig í fótaaðgerð og fínerý... ekkert jafnast á við að láta mömmu taka fæturna á sér í gegnInLove

skrifa meira á eftir þegar ég kem heim úr útkallinu sem rafvirkjameistari.. tek með mér handlangarann hann Sævar og rúllum þessu uppSmile


Vetrarvesen

jólin nálgastí gær var bara aldeilis allt hvítt hér í sveitinni... Siggi var búinn að hringja og vara mig við að það væri hált og ég ætti bara að setja lokurnar strax á... yheaa rightWhistling...það eru bara kerlingar sem geta ekki keyrt í smá hálku.. hugsaði ég. Og af stað fór ég án lokanna. Þetta gekk allt ljómandi vel þar til ég kom í stóru brekkuna upp að Brúnahlíð... þá bara stoppaði hann í miðri brekku og byrjaði að renna og renna og renna afturábak og út á hliðW00t.... ég var með hádegismatinn handa Múrurunum í bílnum og það flaug aðallega í gegnum hausinn á mér að nú fengju þeir engan mat og það yrði nú falleg sjón fyrir sjúkraflutningamennina að draga mig útúr bílnum eftir að hafa rúllað niður hliðina með 4 lasangna skammta um mig alla!!Sideways já ekki að börnin yrðu móðurlaus...neee .. ég er of klikkuð til að hugsa um það. Nú en ég þessi svakalegi ökumaður náði að beina bílnum útí kannt og bakka svo og snúa við.. Snillingur skoCool.. Ég fór svo niður á bensínstöð og fékk lánaða töng og setti lokurnar á og allir fengu sinn mat þótt seint væri.

Strákarnir byrjuðu að rétta af bílskúrsveggina og pússa þá.. það er svakaleg vinna í þessu múri! ég hélt ekki að þetta væri svona mikið.. Og eins og ég sagði við strákana þá skil ég ekki þá sem velja sér þetta sem starfsgrein... þetta lítur út fyrir að vera geggjað leiðinlegt.. þannig að þá er það á hreinu að múrvinna er ekki fyrir mig.. nema flísalögn, hún er skemmtileg. Ég held mig bara enn við smiðinn og rafvirkjann. Ég náði að plasta helminginn af austari hlutanum á loftinu og svei mér þá... það er algerlega slétt og fínt hjá mér þó ég sé ein í þessu...en mikið er ég lengi svona ein drengur.199Haukur múraradrengirnirStreptakokki?síðasta smurninginsvart er það

Þegar ég var að fara að leggja af stað að ná í Elvar og Bjarka í Hrafnagilsskóla á æfingu, þá bara vildi svarta tröllið ekki í gang.. alveg dautt. Djö hvað ég varð pirruð. Fékk Vidda Múr til að gefa mér straum en þegar ég var búin að starta og tók kaplana af drap hann alltaf á sér...Þetta prufaði ég margoft.. en hann náði ekki að halda hleðslunni.. Það sauð á mér og ekki bætti það skapið að Guðfinnur gelti látlaust allan tíman í búrinu.. ég var alveg að missa mig... þegar ég hljóp til Helgu til að fá far í bæinn að ná í ljóta rauð... ég var ekki nema klukkutíma of sein að ná í ormana mína og bjóst við þvílíkum fyrirlestri og skömmum frá eldra stykkinu en það var ekkert nema skilningsríkt og þolinmótt bros sem beið mín.. já hann kemur stundum á óvart.


Afmælisdagurinn

þetta var svakalega góður dagur... það var mikið dekur í gangi..Siggi og krakkarnir gáfu mér úr og hálendishandbókina.. allar gönguleiðir og svona..Smile fór í heilnudd til Ingu og það var ekkert smá gottSideways... fór út að borða með Sigrúnu og það var líka mjög skemmtilegtSmile... fór til Ölfu í kærkomið spjall og fekk ROSALEGA flott silkiblóm frá henni...Kissingsvo var tekin spóla og Nings og tærnar uppí loft um kvöldið... úff þetta var svo kærkomin hvíld. 

190Úlli og ViddiEn auðvitað gekk dagurinn ekki bara útá migWink Múrararnir mættu um morguninn og byrjuðu að múra..JIBBÝ.  ég fór í búðaráp að skoða salerni, vaska, og sturtuveggi og dínur... það er eitt sem er alveg ómögulegt með að máta þetta... ég meina maður á eftir að sitja á setunni í ansi marga tíma... og það er bara einhvernvegin ekki við hæfi að setjast og máta setuna inní þessum búðum.. enginn kippir sér upp við að maður leggst í rúm og mátar dínur.. en ef ég sæti nú á einu wc í húsasmiðjunni og mátaði þætti ég nú kanski pínu skrítin.. ég sagði við einn sölumanninn að það yrði nú að fara að gera lokuð rými svo maður geti mátað þettaUndecided við veltum því líka fyrir okkur hvort það væri kanski bara sniðjugt að konur mættu bara í pilsum í svona skoðunarferðirWhistling  En þetta fór nú allt vel og ég varð mér ekkert til skammar í þetta sinn..  Við siggi hittumst svo hjá Denný eftir vinnu hjá honum og hún færði mér íslensku plöntuhandbókina.. svakalega flott bók.  Langar geggjað í bokina íslenskar lækningajurtir.. en hún varð uppseld strax og verður líkelga ekki prenntuð oftar.. mjög gott viðskiptadæmi að fyrst þetta selst alltaf upp þá borgar sig ekkert að vera að prennta þetta!!!  


Reisugillið

 Helgin var í alla staði frábær.SmileSmileSmile Sæmi, Marta og "tripple B" (Bára,Brynja og Björk) komu á föstudagskvöldið norður og voru að hjálpa okkur allan laugardaginn... Sæmi var SVO hlýðinn í vinnunni hjá mér að ég hugsa að ég panti hann bara aftur seinna.. við settum allt plastið á vesturpartinn í loftinu og það svo sem gekk alveg slysalaust nema ég að vísu fékk eitt rafmagnsrör í augað og einhver smá lítil óhöpp sem ég er bara búin að steingleyma.Woundering Marta sá um alla krakkana og gekk það að sjálfsögðu eins og í sögu...svo vel upp alin börn hjá okkurWink  Siggi var í gluggalistunum enn einu sinni og er það nú farið að ganga aðeins hraðar eftir því sem listunum fækkar.  Dóra og Steini komu ásamt strákunum sínum frá Sauðarkróki og kíktu á okkur og var frábært að sjá þau öllsömul..Strákarnir mötuðu Guffa af Brynjuís og fannst það ekkert leiðinlegt að láta hann gera kúnstir í staðin.  Valli var líka hjá okkur allan daginn að  handlanga og sópa.114115116117

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reisugillið byrjaði kl hálf 7 og við vorum á fullu þangað til.... þannig að eins og sést á myndunum náði maður ekki einu sinni að setja upp spariandlitið.. enda myndu iðnaðarmennirnir líklega ekki þekkja mig ef ég væri til höfð.Wink  Það var frábær mæting um kvöldið og gríðarlega gaman.. ég er enn brosandi og það segir sitt.  Sýndist allir skemmta sér rosalega vel og þrátt fyrir að þetta væri nú kannski ekki beint hlýlegur partýstaðurSmile var Sigurður að keyra síðustu gesti heim um 2... hehe  Ragna og Gunni stóðu sig eins og herforingjar í bílskúrnum á grillinu og sáu til þess að engir voru svangirSmileSmile  Ég hugsa að það borgi sig ekkert fyrir mig að fara að segja neitt meira frá þessu gilli.. annað en það að ég þakka öllum sem sáu sér fært að koma fyrir magnað kvöld.W00t  hér eru nokkrar myndir. Vegna samninga okkar iðnaðarmannanna eru ekki byrtar myndir sem voru teknar eftir miðnætti..hehe

120121122126128133134138129136142143147148150153155164178

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Siggi vorum mætt snemma á sunnudaginn í húsið á ný og byrjaði við að undirbúa múrarakomuna.. með því að setja plast fyrir alla glugga og hreinsa frá veggjum og þess háttar.. þetta tókst nú allt saman með stæl.  Fólk svona tíndist þegar leið á daginn að ná í bílana sína frá kvöldinu áður og var það svona mis vel á sig komið en flestir þó mjög glaðir.  Helga Gunnlaugs og Halla ásamt 2 vinkonum komu eldhressar þrátt fyrir að hafa verið fram á nótt að taka á móti gestunum mínum sem voru í gillinu og þurftu að komast á salerni..sumir komu víst oftar en aðrir því á klósettinu hennar Helgu var heitt og gottSmile  Það eru nú ekki allir grannar sem hefði látið bjóða sér þetta en Helga er EINSTÖK og á hún 1000 þakkir skildar.  Ragna og Gunni komu líka með Magga frænda í heimsókn og hann svona ylmaði svo vel að mig langaði að éta hann.. ný kominn frá mallorca og hafði keypt sér þetta svakalega góða ylmvatn.  Jói frændi í Græna húsinu kom líka og svo aftur með Líney og dóttur.

180181182184185188


Rosa græja sem ég prufaði.

suðurJá það er nú ágætt svona þegar maður er nú búinn að leggja allt rafmagnið að fá að prufa almennilega græju til að leggja það í froðuplastiðSmile Bjössi Júll Pípari kom í dag að leggja fyrir sturtum og krönum og fleiru og sá mig vera að vesenast við að kroppa úr plastinu og bauðst til að lána mér bræðslubyssu sem þeir nota. Vá það munaði engu að ég myndi bara byrja uppá nýtt að leggja í húsið.. þetta var rosalega gaman... og gerði ekkert smá hreina skurði.SmileSmile  Ef ég væri alvöru iðnaðarmaður yrði ég pottþétt að eiga svona græju.

Anna og GuffisætarAnna Andrea voru í fríi í gær og voru ægilega duglegar að hjálpa mér í húsinu.. enda fengu þær svo verðlaun að fara á fjórhjólið í staðinn og fóru að heimsækja vin sinn á næsta bæ.  Við fórum líka og versluðum fullan bíl af kræsingum því nú góðu vinir... er reisugilli...WizardWizard  já það er um að gera fyrir ykkur að drífa ykkur í "verri" skóna og koma að fagna með okkur í húsinu í kvöld kl hálf 7.Smile 

Hallalingur Það voru fjölskylduíþróttir í kvöld og svei mér þá ef þessir barnaleikir eru ekki farnir að verða full harkalegir.. ég held það sé orðið eðlilegasti hlutur að einhver slasist.  Í kvöld meiddust Rut, Elvar og Halli "tengdasonurinn"  Já já heimasætan bauð Halla sínum með í kvöld og mér sýndist hann skemmta sér konunglega að horfa á 4 fullþroskaðar konur í slagsmálum uppá líf og dauða í rugbý með risabolta.. já það er sko ekkert gefið eftirWink


Þeir bara verða að fara að koma aftur!!

Ég get svo svarið það að smiðirnir bara verða að fara að koma aftur..MÉR LEIÐIST SVO.Crying  ég bara held mér ekki að verki nema smá stund í einu og þá er ég bara farin að skoða blöðin eða hringja.. já ég held ég sé búin að hringja í næstum alla sem ég þekki síðustu daga..hehehe  en er nú samt búin að vera dugleg ekki misskilja mig..búin að leggja allt rafmagnið í útveggina nema einn tengil uppi milli stafnglugganna.. geri það í dag.. búin að líma múrarateip í kringum alla glugga.. búin að einangra súlurnar á milli glugganna.. búin að setja alla ull í loftið nema rétt við einn vegg þar sem þarf að klæða hann fyrst... búin að sparsla og pússa svolítið... búin að taka utanaf súlunum eins og hægt er....búin að ElvisPresley1queensópa geggjað oft...  Siggi kom heim í gær og honum fannst ég hafa verið voða dugleg... þannig að kannski er það bara málið að ég, Guffi, ELVIS og QUEEN "einu diskarnir á staðnum" erum orðin leið á hvort öðru í pásum og þannig..Smile að vísu kom Halldór hundur í dag og það gerði okkur nú svolítið glöð að hafa hjá okkur sem gest í hádegismat.  Í fyrradag kom Denni smiður .. ef ég hefði verið hundur hefði ég látið ein og Guffi , flaðrað upp um hann og sýnt honum hvað ég væri glöð að sjá hann.. en ég hamdi mig nú og hann kom inn og var að ná í eitthvað dót... ég reyndi að sýna honum allt sem mér datt í hug til að tefja hann hjá mér en allt kom fyrir ekki....hann fór aftur.Cool  Með þessi fínu skilaboð um að hann hefði heyrt að múrarinn væri að losna eitthvað og hann hvatti mig til að drífa mig í að gera allt klárt fyrir múrverk... VÁ ég bara stressaðist gjörsamlega upp og byrjaði að djöflast... það er nefnilega svo merkilegt við mig að ég þarf vanalega að hafa þessa ægilegu pressu til að ég vinni almennilega.  Þetta semsagt bjargaði deginumSmile  Þegar ég var að ná í froðuplastið ákvað ég að renna í Lúlla-hús og ath hvenær von væri á múraranum því ég sá fyrir mér að vera að vinna alla nóttina og börnin voru nú ekkert hoppandi sæl með það.. en Múrarininn brosti nú bara og sagði mér að slaka alveg á því hann myndi koma á mánudag í fyrsta lagi.. púff þá lak loftið nú rólega úr blöðrunni og mín keyrði rólega heim í húsið á ný, settist með  tærnar uppí loft smá stund..Wink að vísu með skólabók.... 

IMG_8474Inga kom svo við hjá mér og við spjölluðum vel og lengi um framtíð okkar sem græðara og fleira.  Merkilegt hvað við eigum margt sameiginlegt.. bara hugsum oft rosalega mikið eins... það er kannski vegna þess að við vorum sambýliskonur í denn... hver veit.Smile   Við eigum eftir að vinna vel saman í framtíðinni.

 í Gær kom svo Heimir smiður í húsið í ægilegum spreng að fá nagla þar sem allt var að springa hjá Lúlla-ling í steypuvinnunni.. náði nú ekki helmingnum sem maðurinn var að segja með mót sem sprungu og enga nagla og allt í pati..hehe..   en ef ég þekki hann rétt þá hefur hann nú reddað þessu fínt.  Ég reyndi nú að koma því að hvenær væri von á þeim til mín aftur og það væri nú ekta þakveður.. en hann er eins og þingmennirnir og forðast öll svör.. er snillingur í því sko.Smile  Skil það vel.. betra að segja minna en að þurfa að svíkja..  mikill kostur.

Strákarnir komu á lóðina eftir skóla og einn vinur Bjarka.. það var mikið fjör og bogarnir úr rafmagnsrörunum alveg að standa fyrir sínu... að vísu leist mér nú lítið á það þegar Elvar var búinn að líma nagla framan á örina og skarst aðeins í leikinnPolice  Þaðan var brunað á bekkjarkvöld hjá Elvari en ég mætti nú allt of seint því ég þurfti að ná í Önnu og Andreu vinkonu hennar og fara í sturtu..maður getur náttúrulega ekki sjokkerað sveitungana að vera drullug á mannamótum... þegar ég kom sat Siggi með kúfaðan disk af kræsingum... og fullan munn líka... Vá hvað allir komu með flott með sér.. það voru þvílíku réttirnir og hnallþórurnar.. og Elvar kom með FLÖGUR... er örugglega umtöluð í sveitinni núna fyrir hvað ég er ómyndarleg húsmóðir.. Blush  hvernig á maður að vita að fólk sem stendur á haus í sláturtíð og smalamennsku hafi tíma í þetta líka??  Kannski ég ætti að ganga í kvennafélagið og læra að vera alvöru sveitakona!!!

vorprofVerð að láta þessa mynd fljóta með sem Kristín "gömul" skólasystir mín setti á bloggið sitt í gær.. ég bara gat ekki hætt að brosa þegar ég sá hana.. almáttugur hvað við vorum lítil og ASNALEGSmile

Talið frá vinstri:

standandi röð: Sigga, Kristín, Arnar, Magga Júll, Jón Árni, Hedda, Alli, Sævar, DOddi, Magga Páls, Helga Dóra, Rakel, Mæja

Krjúpandi röð: Biggi Karls, Brói, Gummi, Birgir Steinar, Þyrí, Ásta og Eskimóinn égSmile

 


Óskýranleg líðan.

Hvernig stendur á því að stundum þá líður mér eins og það sé eitthvað að gerast í orkunni í kringum mig sem ég fæ ekki að taka þátt í?  Í dag er mér búið að líða svo furðulega... samt er ég svo glöð og sátt við lífið og tilveruna.. Það er einn staður á lóðinni sem er mjög sérstakur og mér líður svo sérstaklega vel á honum.. það er ekki lautin hans Sigga Smile  Þetta er hjá trjánum sem ég skýrði í höfuðið á ömmum mínum og öfum. Ég fór þangað í dag og settist niður og var að horfa á haustlitina..  Það að geta notið kyrrðarinnar og náttúrunnar er svo dýrmætt, mér var hugsað til Ömmu á Laug.. hversu oft ég hefði verið með henni á haustin í berjamó og notið með henni haustlitanna... Hún hefði notið þess að horfa yfir innbæinn og sjá litina sem skarta sín fegursta þessa dagana.  Ég var sérstaklega heppin með ömmur og afa og er enn því ég á ennþá bæði ömmu í Rán og Maríu ömmu á lífi...og eru þær enn mjög sterkir persónuleikar.  Hvernig grýtaætli ég verði þegar ég er orðin 80+? já þið sjáið að ég er á einhverju ægilegu flugi í dag... kannski er það vegna þess að ég á bráðum afmæli?? Wizard Jibbý og ég elska að fá pakka... er nú þegar búin að fá einnSmile frá mömmu og pabba.. þennan fína stóra leirpott í eldhúsið mitt svo ég geti eldað fleiri en einn kjúkling í einu...mmm það verður svo góður matur úr þessu..á nefnilega bara lítinn. 

Ég og Guffi spörsluðum og vesenuðumst í húsinu í dag ... fórum í húsasmiðjuna að ná í restina af ullinni og byrjuðum á plastinu í loftið... pöntuðum froðuplast og svona stúss.. Ég fór líka í bankann fyrir tengdó og þar sem hún er farin að tapa minninu svo mikið man hún ekki lengur nein númer og það er ekkert grín að ætla að fá að setja inn ný leyninúmer og þessháttar.. því hún varð að muna þau gömlu fyrst..!!!! . hvernig ætli ég verði.. sem nú þegar man aldrei nokkurn skapaðan hlut nema einhvern óþarfa.. CryingSmile
IMG_8470IMG_8471Bjarki fór heim með Guðmundi eftir skóla og þar var nóg um að vera þegar ég kom í kvöld að sækja hann... þeir á fullu að æfa sig að prjóna á hjólum í skemmunni og Anna í Ártúni og Sigga á Hólum voru að úrbeina kjöt.. jájá.. auðvitað allt á fullu í sláturtíð hér í sveitinni.. þær svona alsælar með sig og búnar að vera að gera kæfu og hakk og spergla og guð má vita hvað.Smile  Ég vildi óska að ég kynni eitthvað af þessu.. held þetta hljóti að vera viss stemning að standa í þessu öllu á haustin.  Þetta eru hörku konur báðar tvær.  Júlíus kom til mín þegar ég kom ... auðvitað eins og sól í fyllingu eins og vanalega.. þetta barn er nú meiri sólargeislinn.. og hefur algerlega breytt lífi Elvars að fá að eiga hann sem vin. 

 


Eldhúsið komið á gólfið

Dagurinn í gær var einhvernvegin voð tættur.  Siggi er farinn suður í viku og Heimir og félagar eru að vinna hjá Lúlla þannig að við Guðfinnur erum aldeilis ein að vinna í húsinu.  við bara horfðum á hvort annað mestahluta dagsins og létum okkur leiðast.Frown  Við fórum nú yfir til smiðanna smá í heimsókn og Guffi var ekkert smá glaður að sjá þá og var ekkert á því að fara með mér aftur...  Við fórum í bankaferð og svona stúss... húsasmiðjuna að kaupa meiri ull... síðasta jógatímann... kaffihús með Sigrúnu.  Fór svo yfir og setti smá ull upp en það var svo ægilega gott veður að mig langaði að vera aðeins úti og fór að rífa smá utanaf súlunum og naglhreinsa og svona hluti sem er ekkert gaman að gera í rigningu og kulda.  

Erla JóErla kom svo seinnipartinn til að aðstoða mig við að skipuleggja eldhúsið því það er svo mikið betra að tala um það við einhvern en að hugsa þetta.  Ég er nefnilega búin að hugsa þetta svo agalega mikið og það eru allt of margar hugmyndir í hausnum en komast inn í eitt eldhús.Pinch  Ég ég var búin að setja þetta upp í IKEA forritinu og við færðum þetta fram og til baka og teiknuðum svo lokafærsluna á gólfið og löbbuðum um eldhúsið ímyndaða ægilega fínar.Smile  þó eldhúsið sé rúmir 38 m2 þá bara þyrfti það að vera mun stærra ef það ætti að vera með öllu því sem mig langar að hafa... en ég er sátt núna... alveg ljómandi sátt.

eyraðMamma má ég fá tein í augabrúnina?  en tunguna? en tattú?  Juminn ég veit ekki hvað ég hef átt þessa umræðu oft við unglinginn minn.  Og í fyrra þegar hún var í Boltimore hjá Rut og Mike náði hún að gabba mig að hún hefði sett tein í tunguna og Rut hjálpaði henni með að plata okkur og ég get ekki lýst dramanu í kringum það... ég bara missti mig í grát og sá bara fyrir mér hana hlaupa upp í ofnæmi í tungunni og deyja og missa bragðskynið og guð má vita hvað.. djókið sló eftirminnilega í gegn því þær náðu bæði mér og Sigga alveg.  Eftir þetta hefur hún ekki beðið um neina aukahluti fyrr en í gær þá hringdi hún og spurði hvort hún mætti fá lokk í uppeyrað... ég var nú ekki hrifin en samt fannst mér þetta skást af öllu sem hún hefur beðið um.  Og þetta er á stað sem sést lítið ef hún lætur gróa aftur fyrir.  Þannig að nú hún með lokk.Errm Rut í guðanna bænum segðu henni að þetta hafi bara verið málið svo hún verði alsælWink


Bóklegri kennslu í rafvirkjun lokið

kennarinnHann var ægilega ákafur í að kenna mér allt um KROSSROFA OG SAMROFA og það var teiknað fram og til baka.. að vísu sagði hann þetta ævilega sitt á hvað og aldrei eins!!! en jú nú ert þetta allt að skýrast í hausnum.. og jörðin og millilínan alveg á hreinu.Shocking  Við kláruðum að draga í skúrinn og svo settum við töflu í gestahúsið og boruðum út fyrir bjöllu, tenglum, og ljósum..  þetta var frábært að geta klárað þetta núna því það er þá ekki eftir..  það er líka að verða búið að bora allar þjófavarnir í hurðar og öll ull var kláruð í loftið... þarf aðeins í biðbót sem ég redda bara í dag eða morgun.  Mamma gjörsamlega sópaði næstum múrinn af gólfinu allstaðar og var að tala um að það væri nú voða gott að hafa úðakönnu og úða yfir steipuna til að festa rikið!!!!  halló mamma mín þetta er byggingarstaður.. við erum ekki flutt inn sko.Smile  Mamma límdi líka ofaná alla þröskulda svo þeir myndu ekki skemmast og Valli kom að sjálfsögðu og handlangaði.ding donglímhildurpásastoltiðVallalingur

 

 

 

 

 

Árni -Siggi - StebbiStebbi og Árni komu í heimsókn svona ekkert í "vinnufötum"Errm en það var nú samt gaman að sjá þá og Stebbi ætlar að skoða fyrir mig hvernig við getum hannað aðkomuna að húsinu svo vel sé.. já það er gott að þekkja arkitekt ha!!SmileSmile sprenglærðan frá Ameríkunni.. kannski hann geti bara látið húsið mitt lýta út eins og Hvítahúsið í DC??? 

mæðgurAlfan og Arnan komu líka í heimsókn og voru svona ægilega glaðar... Alfa enn að hlægja af því þegar hún laug að mér í fyrradag að hún hefði keypt sér stóla í eldhúsið á 33.000 kr stykkið... ég varð víst eitthvað hneyksluðBlush Sjöan heita þeir og eru víst svona ægilega flottir... en kommon maður kaupir ekki stóla í eldhúsið á þennan pening. Enda keypti hún nú bara stóla í RL og er alsæl með þá..hehe  hún þekkir mig það vel að hún veit að ég verð geggjað hneyksluð á svona snobbi.

Anna og Bjarki voru heima í dag að læra.. eða áttu að vera að læra en litla dýrið mitt var að drepast úr leti og þykir alger óþarfi að læra stærðfræði...maður getur bara notað reiknivélar þegar maður er orðinn stór!!! Anna var búin að laga svona ægilega fínt til og elda kjúkling þegar við komum heim.. svooo dugleg þessi elska.  Kíktum á Denny aðeins áður en við fórum heim og hún var í svona svakalega góðum gír og alsæl með alla hlutiWink ekki amalegt það... er komin með vinkonu á ganginum og þær ná svona vel saman.  Ekkert smá gott að sjá hana svona glaða.


Safngripurinn faðir minn er án meðvitundar í lok dags.

Mikið svakalega byrjaði hann vel í morgun faðir minn.. svona líka ákafur í að kenna mér þetta fullkomlega að það hálfa væri nóg. Wink  ég fékk 10 fyrir raflögnina sem ég, Heimir og Búi lögðum.. þannig að það er ekki slæmt..  Hann semsagt kenndi mér að leggja í milliveggi og svo var farið í að draga í... ju minn eini hvað þetta var mikill dráttur...bara svaka átök og allt of margir vírar að troðast í gegnum allt of mjótt rör.. er ekki nokkur leið að skilja afhverju það er verið að hafa þessi grönnu rör þegar það er svo yfirdrifið nóg pláss fyrir helmingi stærri!!!  það er bara vaninn að gera þetta svona segir pabbi.. þvílík rök.Shocking Þetta gekk nú allt saman ljómandi samt.. þrátt fyrir nokkur óhöpp eins og tildæmis boraði ég í peysuna hans pabba ... pabbi týndi gleraugunum sínum á 1. klukkutímanum en sem betur fer var mamma nú með ein vara handa honum.. það er nefnilega svo skrítið að það er farið að framleiða þessar ídráttafjaðrir með svo agalega litlu gatiWhistling  Við notuðum voða mikið bleikan lit í dag í dráttinn því að guli liturinn sem pabbi sagði mér að kaupa,,, var víst hætt að selja árið 1968!! og svo er ég að treysta honum í þessa hluti..og hann er með liti og aðferðir úr fornöld!!!
allt að gerastfilla flækjurófahver er uppi að vinna?stína stuð

 

 

 

 

 

Það kom Dani á svæðið með með Rögnu og Gunna í dag sem komu færandi hendi með eldhúsborð í nýja húsið.. það er hringlótt þannig að nú geta verið hringborðsumræður í Brúnahlíð..ekki veitir nú afWhistling Daninn var hann HlynurSmile svona líka ægilega glaður.. ég var að sýna honum skipulagið á húsinu og þar sem við vorum staðsett í sturtunni fannst mér upplagt að taka mynd af okkur saman í sturtuWink  Ragga mín þú kemur bara með mér næst í sturtu..hehehlynursturta

 safnvörðurinn að stjórna

 

 

 

 

 

Siggi sagaði úr gestahúsinu fyrir allar lagnir þannig að nú fer bara að styttast í að það verði klósettaðstaða á svæðinu... getum farið að moka yfir holurnar sem við höfum notað hingað til..hehe nei grín.. erum sko með þvílíkt gott aðgengi að klósetti hjá Helgu og Stebba granna.  Siggi og Valli fóru svo í það að setja ull og Anna tók svo við af afa sínum eftir að hafa þrifið allt hátt og lágt með ömmu sinni í gestahúsinu.. þetta rok gékk hjá Sigga og Önnu og ég var nú dauðfegin að vera ekki í ullinni í dag.. hún er nú meira ógeðið.neiðarútgangursiggi uppisóphildurþakarar

 

 

 

 

 

Strákarnir undu sér mjög vel í dag og voru þeir meðal annars að búa til hús úr þakullinni og leika sér að búa til boga og hljóðfæri úr rafmagnsrörumGrin  Heiddi vinur Sæma kom og þar sem hann er nú málari náðum við að pumpa hann heilan helling hvernig best væri að gera sparslið og fleira.. hann tók nú ekkert illa í það að koma og sparsla háa vegginn í stofunni..með því skilyrði að við yrðum ekki brjál ef það yrði ekki fullkomið!! iss hengir maður ekki bara myndir yfir mistökin??  ojú held það núSmile Mamma var yfirsópari og yfir handlangari og  stoppaði ekki í allan dag  konan.. það  vantar ekki kraftinn í þetta  fullorðna fólk.bræðralagblástur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband