Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 08:08
Allt að lokast....
Dagarnir fljúga áfram þessa dagana og stökkbreytingar verða á hverjum degi. Allir veggir eru að fara að lokast og raflögn þá búin í öllum veggjum nema forstofuveggjunum sem eiga eftir að koma. Gunnar Valur kom við og tók út rafmagnið hjá mér og gleymdi ég ekki neinu áríðandi nema tengli fyrir viftuna í eldhúsinu.. og svo lét hann mig bæta við tengli og veggljósi í búrskápinn. Ég held ég sé þá bara stolt af rafmagnsvinnunni þar til byrjað verðu að leggja á milli í loftunum. þá kemur nú í ljós endanlega hvort eitthvað vit var i þessu. Heimir og Búi voru að vinna á laugardeginum en Heimir fékk rjúpnafrí á sunnudeginum. Valli kom og málaði aðra umferð á bílskúrinn en að vísu var það ekki rétt málning sem var keypt þannig að það þarf að fara aðra umferð við tækifæri. Múrararnir kláruðu að flota síðasta blettinn í bílskúrnum í gær og ætlar Úlli múrari að koma og mæla út í dag hvar ég á að byrja með fyrstu flísina... hlakka þvílíkt til að fara að flísaleggja og sjá bílskúrinn verða fínan. Við gistum alla helgina uppá lóð og keyptum svefnsófa í litla húsið sem er núna orðið troðfullt af sófa og rúmi en svakalega kósí samt. Stjáni Gunnþórs og Gunnþór voru að keyra sófann heim og var vitlaust númer á seðlinum þannig að þeir þekktu nafnið mitt og hringdu í pabba til að fá númerið mitt... já það er gott að búa á litlum stað.. Þannig að ef ég opna veskið og kaupi eitthvað vita það allir. Anna heimasæta var á skralli í afmælum og ræðukeppnum og fleira alla helgina.. þannig að það var lítið gagn af henni en strákarnir voru þvílíkt duglegir og rúmið sem Bjarki er að smíða er að verða svo massíft af blautu timbri að ég ætlaði ekki að koma því út í gær. Held við fáum hann til að hafa þetta sem sólbekk svona fyrst um sinn.. er ekkert sérlega spennt að hafa þetta í herberginu hans. Sló í Þumalinn á mér í gær... vá hvað það var VONT ... Heimir sagðist bara gera svona í köldu veðri því það kæmi svo mikill hiti í þetta... Hiti!! díses.. það var sko hiti. í dag koma málararnir að sparsla útveggina... og stóra vegginn.. það var klárað að loka honum í gær. Alfa og Arna komu við með náttborðin hennar Ölfu og fengu smá sögun á þeim.. úff hvað ég hlakka til að vera koma í að dúllast og skreyta í mínu húsi... það er orðið geggjað flott hjá Ölfu. Maggi leit við með Kidda og Ölfu og er alltaf jafn sætur þessi elska.. hlakka til að fá hann í heimsókn í des þegar við erum flutt inn. Stebbi kom líka með krakkana og Gunni Karls með dóttur sinni.. Sagði nú Gunna að ég væri ekkert hrifin að fá hann í heimsókn eftir skírsluna með frágang farms!!! En ég næ mér niður á honum síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 08:11
Reglugerð um frágang farms!!
Ég fékk reglugerð senda í dag um frágang farmsfrá Umferðareftirliti ríkisins. Veit ekki hvort liggur fyrir kæra líka en allavega þá er Siggi skráður fyrir bílnum þannig að HANN fær hana þá... sem væri ekki leiðinlegt. Ekki nóg með það því full rúta af nemendum úr hrafnagilsskóla varð vitni að því að ég var að vaða pollinn sem Önnu þykir hreint ekkert fyndið..heheh
Smiðirnir Heimir og Búi mættu í gærmorgun og voru ægilega duglegir að setja veggi og byrjaðir á gólfinu á milliloftinu. Heimir vildi að ég ýtti á píparana að koma en þá voru þeir nú á leiðinni til Bretlands í fótboltaferð... Skil nú ekkert í Sigga að kippa Viktori hennar Signýjar ekki með þegar hann heimsótti hann fyrir vestan... hélt maður myndi nú bara taka pípara sem kæmu uppí hendurnar á manni fegins hendi og keðja þá bara við bílinn Ég hringdi líka í Úlla múrara og hann kemur í dag að flota bílskúrsgólfið svo ég geti byrjað að flísaleggja á morgun. Húsasmiðjan fékk aðeins að heyra það í dag líka eftir að upp komst að efnið sem við fengum væri ónothæft nema í braggabyggingar. Manninum í símanum fannst ég bara ekkert fyndin og sagði að það gæti nú ekki verið að ég væri með þannig efni því þeir seldu ekki braggaefni!!! núnú en allavega á að koma nýtt efni í dag um leið og flísarnar sem áttu að koma í fyrradag en voru óvart ekki til sem voru samt í fyrradag einu flísarnar sem voru til... díses og svo er þetta lið hissa að maður verði smá pirraður og skjóti nett á það.
Í gær lést Inga á líknardeild Kópavogs eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Mikil sorg er á okkar bæ sem og mörgum öðrum yfir missinum á góðri konu. Inga var sterkur persónuleiki sem gafst seint upp og það lýsti sér best í baráttu hennar við sjúkdóminn. Inga var mikil fjölskyldukona og fann maður alltaf hversu vænt henni þótti um sína.. Siggi var heppinn að eiga hana að í öll þessi ár og fá að vera partur af lífi hennar og barnanna hennar. Ég kynntist Ingu fyrir nær 18 árum þegar við fórum á Seiðisfjörð í heimsókn til hennar.. það var Sigga mikilvægt að ég fengi að hitta hana og hún mig.. frá fyrstu stundu náðum við vel saman og leið mér eins og ég hefði alltaf verið í fjölskyldunni. Inga fylgdist með okkur hér á síðunni og hafði gaman af því og veit ég að hún mun halda áfram að fylgjast með okkur um ókomna tíð. Þegar við fluttum suður myndaðist sá siður að heimsækja Ingu alltaf á aðfangadag og er skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að kíkja við í Frostafoldinu í spjall til Ingu í framtíðinni. Hennar verður sárt saknað. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir fjölskyldu og nánustu vini Ingu og viljum við votta þeim Finn, Óskari, Sigga, Rut og þeirra fjölskyldum alla okkar samúð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2007 | 07:43
Þingeyri er ekki nógu langt í burtu.
Aumingja Siggi hann skammast sín svo fyrir sína konu að hann sagði að að þó hann væri á Þingeyri þá væri það ekki nógu langt frá mér.. og Sæmi bróðir sagði að hann "hefði" átt vini á Akureyri en örugglega ekki ennþá. Já.. þetta fer nú að verða spennandi er það ekki? hvað ég var nú að gera af mér. Eins saklaust og það byrjaði nú þá fór ég bara í Húsasmiðjuna að ná mér í meiri veggull. þetta eru svakalega stórir pokar með ca 25-30 plötum í. Ég og lyftaradrengurinn komum þessu vel fyrir á pallinum og ég ákvað að þetta væri nú svo svakalega skorðað að ég þyrfti ekki að strappa þetta. Enda er þetta svo ægilega stutt og ég keyri svo varlega. Nú ég var með augun á þessu í speglinum og á ljósunum við shell fór ég út til að ath hvort það væri ekki allt í lagi sem og var!!! svo keyri ég áfram og síminn hringir og ég gleymi mér kannski smá.... og það var ekki fyrr en ég var að fara yfir Leirubrúnna að ég sé að það vantar á pallinn eina pakkningu Djö... hvað hafði gerst.... ég snéri við í snatri og skimaði gleraugnalaus í allar áttir en sá ekki neitt og ég keyrði alla leið að Shell en aldrei sá ég ullina Ég hugsaði svo margt að það var agalegt... hafði þetta dottið á götuna og einhver tekið það???hafði þetta kannski lent á bíl??? skildi ekkert í þessu því þetta er ekkert smá pakkning.... og þyngslin eftir því. Ég keyrði til baka og enn sá ég ekki neitt alla leiðina að Leiruafleggjaranum..... en þá Lesendur góðir... sá ég sem pollurinn væri þakinn ÍSJÖKUM.. pakkningin hafði semsagt dottið af pallinum og ofaní fjöru þar sem hún hafði splundrast og nú flutu allar plöturnar um allt. Sem beturbfer var þetta nú flugvallarmegin því annars hefði þetta bara flotið á haf út. Siggi var nú mest hiss á að þetta hefði ekki bara stöðvað alla flugumferð. Ég gjörsamlega sprakk úr hlátri og hugsaði með mér að það væri nú típíst að ég var ekki með myndavélina. ég rauk út og byrjað að veiða plöturnar upp og þurfti að vaða upp að hnjám til að ná þeim... náði nú öllum nema þremur plötum sem voru of langt úti en grunaði nú að þær kæmu að landi von bráðar. Þegar ég var þarna útí mundi ég eftir því að Heiddi var á leiðinni til mín með tengdapabba sinn til að gefa mér tilboð í að sparsla múrinn... ég sá Heidda í anda sem svosem veit nú hvernig ég er þurfa að stoppa þarna á Leirunni og þurfa að segja við tengdapabba sinn að þetta væri nú sú sem þeir væru að fara að vinna fyrir. En þeim hafði greinilega seinkað þannig að þetta slapp allt fyrir horn og ég búin að skipta um föt og allt þegar þeir komu. Þeir geta byrjað strax í næstu viku að sparsla þannig að nú er bara að setja pressu á sig og vera búin að gera klárt fyrir þá þegar þeir koma. Þegar ég var á leiðinni heim í gærkvöldi sá ég að ullin var komin að fjöru og náði þá sessari mynd áður en ég veiddi hana úr sjónum
Í húsasmiðjunni pantaði ég líka flísarnar á bílskúrinn þannig að þær koma í dag... tók bara ljósari flísar... og einnig báða kassana fyrir WC-ið. Pípararnir verða bara að fara koma sko. Það gengur ekki að það stoppi allt á þeim til lengdar. Ansans vesen að vera ekki klár í þessu pípudóti. Set inn hér eins mynd af raflögninni milli strákaherbergjanna fyrir Pabba.. Þetta verður nú ekkert mikið flottara sko
Í gærkvöldi fór ég til Ingu að Heila og vinna í viðskiptaráætluninni... juminn hvað við ætlum að vera lengi að þessu En erum þvílíkt áhugasamar og hlökkum ægilega mikið til að hefjast handa á fullu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2007 | 10:44
Hurðaval og gólfval.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 22:18
"Múrsvínin" farin í bili.
Múrsvínin eru farin í bili en munu nú koma aftur í vikunni og flota bílskúrsgólfið. Ég kann nú varla við að kalla þá múrsvín ... en Þetta eru þeir kallaðir af smiðunum og mér fannst það svolítið sniðugt.. því almáttugur hvað það kemur mikill skítur eftir þá blessaða.. múr og steypa er ekkert sérlega snyrtilegt efni. Veit ekki hvað það er við veitingarnar mínar en þeir hrynja bara hver á eftir öðrum í magakveisu og vesen. Aumingja þeir. Ég kláraði að leggja í burðarvegginn rafmagnið í dag en lítið annað. Var á fartinni mikinn part dagsins að sinna erindum. Fór að skoða aðstöðu sem er kannski að losna og væri upplagt sem vinnustaður fyrir mig og svo fór ég til Dennýar því hún var döpur og leið mjög illa.. en sú gamla var orðin hin hressasta þegar ég fór og bara farin að sjá ljósið á ný. Bjarki og Bjarni vinur hans komu í dag og voru mjög duglegir að dunda sér... smíðuðu bíla og svo smíðuðu þeir rúm handa Bjarka í hans herbergi.. veit nú ekki alveg hvernig ég fæ hann ofanaf því að hafa þetta meistarastykki í nýja herberginu en hann uppveðraðist alveg við þessi smíði og ég held hann sé að hugsa um að smíða það sem eftir er að innréttingum og húsgögnum sem þarf í húsið. Anna og Siggi komu seinnipartinn og Önnu var kennt að sparsla þannig að nú er það komið í hennar hlut á meðan Siggi er í vinnuferð fram að helgi. Helga granni kom líka að taka út verkið og Alfa og Arna. Held ég hafi endanlega ákveðið í kvöld að hafa forstofuveggina bara rétt uppfyrir skápahæð.. svo loftið njóti sín betur og gangurinn verði ekki bara eins og jökulsprunga..(þröng og djúp) jæja þangað til á morgun.. þá eru hér nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 08:41
Veggrisa
Á föstudaginn komu allir uppá lóð og voru strákarnir að búa til virki úr snjónum og fóru svo í snjókast á milli virkja... en AUÐVITAÐ endaði það þannig að Elvar kastaði snjóbolta í augað á Bjarka sem er enn rauður og þrútinn í andlitinu... enda kannski ekki sniðugt að vera í snjókasti í myrkri... en það er víst svakalega sniðugt í stríði. Svona eru bara strákar er mér sagt!!
Við gistum öll í gestahúsinu alla helgina og meira að segja heimasætan lét sig hafa það að vera líka Var bara svakalega huggulegt og tala nú ekki um hversu þægilegt það var að þurfa ekki að keyra inní fjörð í lok vinnudags. Það var geggjað rok seinni nóttina og allt lék á reiðiskjálfi... þakrennur fuku af og kúpullinn af útiljósinu.. það varð svo geggjað hált í drullunni kringum lóðina að ég meira að segja flaug á hausinn og rann undir pikkuppinn og ætlaði aldrei að komast undan honum aftur. Mjög smekklegt...
Elvar var á tommustokknum útí eitt að reikna fermetramál herbergja þeirra bræðra og ég vissi hvert hann ætlaði þegar hann sá að breiddin á hans herbergi var 2 cm minni en Bjarka.. það var bara tuðað um það útí eitt þar til ég kom nú með þá uppástungu að það væri hægt að gera lítið loft hjá honum líka... þannig að nú er búið að teikna ófáar hugmyndirnar af uppröðun í svítunni.
Hætti á síðustu stundu við að hafa niðurtekið loftið í Önnu herbergi þannig að leikloftið minnkar smá.. en það er nú í góðu lagi. Heimi fannst ég nú alveg ga ga að vera ekki búin að velja hurðarnar því það þarf að gera tvöfalda gatið inní Önnu herbergi en vantar öll mál á hurð.. þannig að ég verð að fara að finna útúr því. er bara svo erfitt að ákveða lit og þannig á þessar hurðir. PÚFF
Kiddi kom að hjálpa á sunnudeginum og var liðtækur í öllum verkum. Við skiptumst á að vera á skrúfvélinni "rosalega gaman á henni sko" svo fór hann í að setja ull í þau bil sem ekki á að vera raflögn og ég í að leggja raflögnina. Siggi var með smiðunum að saga og reisa. Þessi helgi hefði mátt vera lengri mín vegna því nú koma þeir ekki alveg næstu daga blessaðir. En það verður bara því betra þegar þeir koma næst.
Ég gleymdi myndavélinni heima um helgina þannig að ég tek myndir í dag og set inn í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 20:12
Frost-dagur
úff hvað það var fallegt veðrið í dag. Sólin skein og frostið var -6. Súlurnar aldrei fallegri en á sólríkum vetrardögum. Hlíðarfjall var uppljómað og kyrrðin alger yfir firðinum. Ég fór í Húsið í morgun og hitti fyrir múrarana.. þeir voru að byrja að múra inní alla glugga.. voru bara tveir þannig að það var ekki við því að búast að þetta myndi klárast í dag. En duglegir eru þeir og svakalega vandvirkir. Úlli múrari sagði mér hvernig froðuplast ég átti að kaupa kringum gluggana að utan og ég fór og pantaði í það. Hringdi í Helga pípara sem var nú staddur í Rvík og vildi fréttir af því hvenær væri von á þeim.. ekki fékk ég nú jákvæð svör, en samt...á að tala við hann aftur strax í næstu viku. Úlla fannst ekki sniðugt að þétta í kringum gluggana í þessu frosti þannig að ég náði bara í plastið eftir hádegi og fór með það yfirum. Náðum að hreinsa gólfið og taka niður stillasann í bílskúrnum svo það sé hægt að flota þar.
Fór til tengdamömmu og á fund með yfir-hjúkrunarkonunni þar. Þetta er allt í sómanum þessa dagana og þessi hjúkrunarkona mér að skapi og óvenjulega vel með á nótunum um alla hluti í sambandi við Tengdó. Tók reikningana hennar og rak þá augun í að hún er búin að vera að borga núna í ár áskrift bæði hjá Símanum og Vodafone... og líka búin að vera að borga rafmagn í tæpt ár í Kópavogi þar sem hún bjó einu sinni... og ekki nóg með það heldur líka að hún er búin að vera að borga heimsendan mat í kópavogi síðan hún flutti hingað norður í apríl... Juminn ég var farin að halda að þetta væri kannski ekki tengdamamma sem væri hér á elliheimilinu heldur einhver önnur og tengdó væri bara í full-sving í Kópavoginum ennþá... hehe.. En eftir ótal símtöl og mikið þras fékk ég þetta nú allt leiðrétt. Hvernig á þetta gamla fólk að vita hvernig þetta allt er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2007 | 18:34
Uppsögn á svefnstað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2007 | 14:52
komin á klakann...brrr
þá er mín komin heim á ný... og úr 28c í bíl á kafi í snjó á Leifsstöð... og auðvitað ekki með sköfu í bílnum þannig að ég ákvað að nota kreditkortið..sem var VEL heitt eftir þessa viku og kæla það niður með að nota það sem sköfu. Kannski ekki svo galin hugmynd.. nema hvað að þegar ég svo kom að hliðinu til að komast út af stæðinu þá bara vildi ekki vélin taka við kortinu mínu og kom alltaf með villumeldingu... og fyrsta sem ég hugsaði var... nú já mín bara búin að sprengja allir heimildir og kemst ekki af stæðinu.. hvað átti ég að gera ... skilja bílinn eftir og taka rútuna með mín 90 kg af farangri!! en að lokum tók nú vélin við kortinu og ég komst út... Alda sagði mér svo síðar að þetta hefði verið vegna þess að kortið var blautt!! veit það næst
Ferðin var í alla staði frábær það var aðallega verið í búðum en líka mikið farið gott út að borða og hitta skemmtilegt fólk. Ég keypti graflax í fríhöfninni sem er nú ekki merkilegt en þegar ég var að borga spurði konan hvort ég vildi ekki kaupa matvæla tryggingu.!! hvernig tryggingu spyr ég og hún segðir þá að þetta kosti 250 kr og þá fái ég stimplað blað um að þau matvæli sem ég sé með séu leyfileg... jájá og þetta getur maður bara keypt!! þennan snepil hefði ég svo bara getað sett í poka með heimagröfnum silungi eða hverju sem er... hefði getað verið með mannakjöt og bara flogið í gegn með þessa fínu tryggingu. Eg ákvað nú að kaupa tryggingu á Salamon(laxinn) bara vegna þess að mér fannst þetta fáránlegt. Þegar við vorum að bóka okkur inn kom í ljós að vélin var alveg pakkfull og þar sem við vorum á starfsmannamiðum vorum við alveg eins viðbúnar því að komast ekki með þessari vél... en lukkan lék nú heldur betur við okkur og við fengum sæti á Saga-class...jheeehúúúúú og það fór sko ekki illa um okkur vinkonurnar þarna með matseðil og frítt áfengi... vorum bara orðnar svoooo glaðar eftir 6.5 tíma með þessa ægilega fínu þjónustu. hehe.. Mike sótti okkur á völlinn og þótti nú ekkert leiðinlegt að hafa okkur svona glaðar.
Svínsfætur voru meðal annars það sem ég smakkaði í þessari ferð. Eudeen vinur Rutar og Mike kom með þetta og við héldum nú að það væri hægt að elda þetta.. Rut er nú snilldarkokkur og það angaði allt húsið af dásamlegri likt.. en guð minn góður þegar þetta kom á borðið.. það var eins og fjórir framhandleggir á manneskju.. þetta var hreint ekki girnilegt. Við bara örguðum úr hlátri og aumingja Mike sem er svo kurteis þorði ekki annað en reyna að borða þetta þó það væri eins hart og steinn ... en það kjöt sem hægt var að kroppa af þessu var als ekki vont.. en ojj bara að horfa á þetta varð til þess að ég gat ekki borðað... þetta er kannski bara sniðug leið til að léttast.. að hafa þetta í matinn alla daga.. Eudeen hafði líka boðist til að láta hana fá hausinn af svíninu en sem betur fer afþakkaði hún það nú
Halloween partý var haldið heima hjá Rut og var mömmuklúbb hennar boðinn.. þetta var langt yfir hundrað manns og allt morandi af litlum öskudagsbörnum... allir komu með eitthvað á hlaðborðið, þetta var bara úti á lóð þannig að þetta var ótrúlega lítið mál.. Mike sá um að keyra fólkinu í Heyride og var komið við að tína epli hjá nágrönnunum.. svo áttu krakkarnir að ganga í gegnum skóginn og fá sér trick and treet poka sem hengju þar á trjánum.. þetta var frábær dagur.
við vorum líka boðin í mat til Eudeen og Lory en þau búa í húsi sem er byggt 1800 og eitthvað.. og eru búin að taka það í gegn. Þau eru með Gróðurhúsarekstur og þessi búgarður var svakalega kósí... þó svo það hafi verið mígandi mígandi mígandi rigning þegar við vorum þar.
Við fórum oftar en einu sinni á Sushi stað sem var verið að opna þarna í hverfinu og var alveg guðdómlegur... við fórum líka á pöbb niður við höfn þar sem bátafólkið leggur að. þetta var ótrúlegt upplifun. Alda stóð stjörf útí horni með hroll og gæsahúð af hryllingi...hehehe og dauðsá eftir að hafa ekki verið með latex hanska með sér.. en við Rut greinilega vanari sveitaballastemningunni fannst þetta bara áhugavert og gaman að skoða fólkið ... sem nótaben var flest allt í halloween búningum.. Elton John og tigrístýr í makahugleiðingum og guð má vita hvað.. algerlega gríðarlega fræðandi kvöldstund. ég hef aldrei séð svona margt fólk saman komið í grímubúningum. Við fórum líka á margarítu bar... merkilegt hvað margaríta er vinsæl þarna.. því mér finnst hún hún hreint ekki góð.
Þegar við vorum að fara heim á sunnudaginn var nú töf á fluginu þannig að við fórum niður í bæ á kínverskan matsölustað og fengum okkur svakalega góðan mat.. t.d. Pekingönd.. sem var hreint unaðslega góð. með henni drukkum við "mæ tæ" sem er roooosalega gott. Alveg hissa á því að hafa aldrei smakkað það áður. Á flugvellinum hittum við svo Hjölla og konuna hans.. ég hef nú ekki hitt Hjölla frá því áttatíu og eitthvað og var agalega gaman að sjá hann. Merkilegt með suma vini mans, það er bara eins og þeir gufi upp en hann var bara alveg eins og í gamladaga.
Á meðan ég var í vellystingum í útlandinu var Siggi minn í fríi og svona ægilega duglegur.. kláraði að sparsla og mála loftið og grunna allan skúrinn.. þetta er að verða rosalega fínt bara.. járnin á bílskúrshurðina eru enn tínd og ekki vitað hvenær þau koma en vonandi sem allra fyrst svo hægt verði að fara að flitja bara inn. Er komin á það að flytja bara sem allra allra fyrst inn.. gestahúsið er orðið svo kósi og fínt þannig að það verður hægt að koma sem bara sæmilega fyrir þar til restin verður til. Valli var eins og vanalega á fullu að hjálpa og Kiddi vinur Sigga kom á sunnudaginn að hjálpa líka. Börnin voru mjög dugleg að sögn Sigurðar og meira að segja svo dugleg að dótið sem Anna var látin tína úr bílnum t.d. geisladiskar ,vinnulyklar, húfur og vettlingar,hleðslutæki og fl. var sett í poka og hent.!! já það er svona þegar margir eru í því að laga til og enginn verkstjóri á staðnum En svona er þetta nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2007 | 00:37
Gisting í Gestahúsinu
komin heim út rafvirkjuninni.. gekk eins og í sögu en ekki alveg hægt að klára þannig að handlangarinn Sævar fer á morgun og klárar dæmið. Íbúðin hennar Írisar er rosalega flott en á þriðju hæð og ég var farin að halda að handlangarinn Sævar kæmist aldrei alla leið upp en allt hafðist þetta nú og það er spurning að Íris fái hann bara fleiri daga til að koma og aðstoða sig.. því það myndi bara koma karlinum í form svei mér þá.
Það var grautardagur hér í dag og ég kom heim í hádegishléinu... það er alltaf jafn gaman þegar við öll hittumst og aldrei vantar umræðuefni.. Magga , Marta og Jóhanna voru á svæðinu og ákveðið var að endurvekja frænkuklúbbinn "Ránirnar" þegar ég kæmi suður næst.(allt stuð auðvitað dó við að ég færi frá þeim)hehe.. Það var líka ákveðið að finna eina helgi með vorinu og fara í frænkuferð í Húsafell í nýja bústað Möggu og Stjána.. það verður örugglega geggjað.
Norðanfréttir: Allt þetta fína að frétta að norðan.. Smiðirnir KOMU í morgun. Ég sem var farinn að halda að Heimir hefði alveg misskilið reisugillið og haldið að það væri kveðjupartý!!!! en sem betur fer var það nú ekki.. Lúlli bara búinn að halda þeim svona ægilega busy við sitt hús.
Þeir byrjuðu að setja járnið á þakið en urðu að hætta vegna vinds og færðu sig inní bílskúr.. settu upp gips í loftið þar.. sögur segja að þeir ætli að mæta í fyrramálið líka greinilega að nota tíman meðan ég er ekki til staðar til að klúðra málunum ha!! nneee þeir hljóta að sakna mín agalega eins og ég þeirra.
Strákarnir mínir Siggi, Elvar, Bjarki og Guffi sofa í gestahúsinu í nótt Siggi búinn að tengja útiljós þar og á lýsingunni að dæma er ekki mikill munur á ljósinu frá því og af friðarsúlunni hér í borginni.. hann keypti allt of sterka peru þannig að það sjást ekki stjörnur né annað í sveitinni. Þeir þrifu allt hátt og lágt og settu hjónarúmið inn og dýnu.. þannig að það er greinilegt hvar ég á að búa eftir að ég kem að utan.. þegar ég hringdi í kvöld lágu þeir allir undir sæng að horfa á Spiderman og ekkert smá huggulegt.. bara dauðöfundaði þá. Anna var í stelpudekri með Andreu inní bæ og ætlaði að gista þar... enda lætur hún nú ekki fréttast að hún sofi í kofa á lóðinni..
Jæja.. er að verða helling spennt fyrir morgundeginum... Fór til Júlíu frænku til að redda 30 afmælisgjöf og ná í hringa og armband í viðgerð og hreinsun... er að verða alger pæja með alla þessa skartgripi á báðum höndum.. en hvað haldið þið ...svona steinféll fyrir gleraugum þar í búðinni..þokkalegt ef ég verð búin að eyða öllum ferðapeningnum áður en ég kemst á Leifsstöð en svona er þetta.. með mig.. þegar ég byrja get ég ekki hætt.
Heyrið ekki meira frá mér fyrr en ég er komin í Ameríkuna á morgun því ég fer beint úr skólanum útá völl.. jibbýýý
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)