Færsluflokkur: Bloggar

Karlar og Konur...kvennlegir menn og karlmannlegar konur!

Nú síðustu daga hef ég velt því verulega fyrir mér hversu ólík við erum kvenmennirnir og karlmennirnir.. auðvitað er enginn eins.. og kannski guði-sé lof að það eru ekki margar ÉG.Smile  Hér eru ófá verkin fyrir höndum og var svona einblínt á það að klára vissa hluti og láta annað sitja á hakanum.. því þó svo við myndum vaka stanslaust fram að jólum yrði aldrei allt klárað...  Nú.. Karlmaðurinn á heimilinu var hér einn með börn og bú á meðan ég var í lokatörn í skólanum  síðustu helgi... veit ég vel að hann vann vel alla helgina frá morgni til kvölds.. en það sem ég sá þegar ég kom heim var að hann var búinn að 

  • þrífa pickupinn  (innan og utan)
  • þrífa bæði fjórhjólin
  • bóna bæði fjórhjólin
  • laga til í kringum húsið
  • laga til í bílskúrnum
  • endurraða í bílskúrnum
  • byrjaði á að setja upp innréttinguna en ákvað að bíða eftir mér með það.
  • byrjaði að parketleggja en ákvað að lofa mér bara að gera það frekar.

Hvað er það með menn!!! af hverju fara þeir alltaf í þessi verk þegar það bíða 5000 önnur verk??? af hverju þarf endilega að slá grasið þegar von er á 40 mans í afmæli að sumri þegar það á eftir að skúra og laga til!!!  Er þetta flótti í þau verk sem þeir ráða auðveldlega við og vita að við setjum ekki útá verklag við???  eða ætli  það sé vegna þess að við verðum svo leiðinlegar þegar við erum á síðustu stundu að gera hlutina.. allavega veit ég að ég er geggjað leiðinleg þegar ég er stressuð.  Svo er annað sem ég hef tekið eftir og það er, að þegar þeir eru að gera eitthvað verk.. þá þurfum við alltaf að VERA í málinu líka... við eigum að vera algerlega við hliðina og taka svakalegan þátt í þessu sem ÞEIR eru að gera og svo er hægt að segja á eftir... ég er búinn að vera að gera ÞETTA í dag... hvað hefur þú gert???W00t   úff og hverju getur maður svarað?? karlmenn eru einstakir og það er ekki sá dagur sem ég vildi vera án þeirraSmileSmile   

það er kominn vaskur í eldhúsbekkinn.  Skápur í Önnu herbergi.  Heimurinn eins og hann leggur sig á vegginn hjá Elvari sem er nótaben að farast úr strengjum eftir hlaupin á eftir rútunni á fimmtudaginn.  Svefnsófinn er kominn uppá loft og tölvudraslið þangaðSmile jibby.  Hjónarúmið gamla hennar Ölfu er komið uppí gestahús á ný.  Ég er ekki enn búin að finna jólatrésdúkinn og kassann með jólatrésskrautinu!!!  kannski það hafi dottið af bílnum á leiðinni.. ef svo er þá lýsi ég eftir því hér með... fullur poki af litlum ljósum böngsum og alslags kúlum.Woundering  Tréð er komið samt upp og sería á það.. ægilega fínt... það var hér partý hjá Önnu í gær og komu krakkar úr gamla 10 bekk og nokkrir fleiri ... við vorum rekin út og vorum eins og heimilislausir hundar... en fórum nú til Dennýar með mat og áttum með henni góða stund.. ég pakkaði inn gjöfunum fyrir hana og fann til fötin sem hún á að vera í á jólunum.. svo er bara að krossa fingur að hún treysti sér að koma þá... svo fórum við í heimsókn til Sigrúnar vinkonu og áttum líka góða stund þar.. semsagt RÓLEGT kvöld.  Húsið stóð enn þegar við komum aftur um miðnætti og allir spakir.  Þetta var skrítin tilfinning að það væri verið að halda partý í húsinu og maður ekki heima.. held ég ætli ekki að gera það mikið oftar.Blush  

það var gestkvæmt í dag og leið dagurinn ótrúlega hratt... ég fór og valdi höldur á eldhúsinnréttinguna.. gasalega flotta hnappa sem ég fékk í Sirku (svart postulín og burstaður kopar)  Tók Ölfu og Örnu með mér í þennan leiðangur.. því maður vill nú fá smá skoðanir á þessu.. svo náttúrulega gátum við ekkert valið þetta þannig að ég fór með 7 mismunandi hnappa heim og bar við innréttinguna og reyndi að fá smá viðbrögð hjá Sigurði sem bara lyfti öxlum og fann ekki nokkrar skoðanir innra með sér á þessuErrm
Náði í Kalkúninn sem kom svona ferskur og fallegur frá Reykjabúinu í mosó... mmmm hlakka ekkert smá til eins og síðustu 8 jól. 

 

 


Blogg fyrir mömmu :)

Af okkur er aldeilis svakalega gott að frétta.  Okkur líður dásamlega í nýja húsinu og erum á hvolfi alla daga að reina að koma okkur fyrir.  Þetta er nú allt að gerast samt og er nú komin rennandi vatn á litla baðherberginu ... tjöld fyrir allar hurðir...uppþvottavélin í gang.. eftir miklar vangaveltur því vélin bara startaði ekki þannig að mín settist niður las "focking manualinn" og sá þá að það var tímastillirinn sem ég var að stilla og því hefði ég þurft að bíða í 8 tíma eftir að hún færi í gang.Smile   Í gær fór ég og keypti bekkplötuna í eldhúsið... sem betur fer fór ég nú að sækja hana sjálf því þeir höfðu sniðið úr vitlausu efni og þeim fannst ég ekkert skemmtileg þegar ég benti þeim á það og vildi nýja.. átti sko að vera 3.8 mm en var 2.5.. og það munar sko bara helling fannst mér... nú þeir náðu í nýja plötu og voru að byrja að sníða þegar ég sá galla á henni og benti á hann en þá var bara fíla og tuð um að ég gæti bara snúið þessu niður og þá sæist þetta aldrei... HALLÓ ég er að borga tugi þúsunda fyrir metrinn af þessu efni.. og er þá ekki í lagi að það sé bara í góðu standi allan hringinn... ojú ég er nú hrædd um það og fékk nýja plötu. ALSÆL.  nú svo fór ég heim og pússaði hana og bar á hana olíu... úff hvað hún lítur vel út núna eftir að ég bar aðra umferð í morgun.Smile

Strákarnir eru komnir í jólafrí... það voru litlujólin í skólanum í gær og aldrei þessu vant voru þeir orðnir í seinnikantinum með að ná rútunni þegar þeir hlupu af stað og bjóst ég alveg eins voð að fá þá til baka með þau skilaboð að hafa misst af henni  (ekki í fyrsta skipti þá) en neinei.. þeir komu ekki og ég hélt bara áfram að brasa hér heima.. þegar þeir komu svo heim eftir hádegi fékk ég nú alla söguna.. Shocking þeir semsagt sáu á eftir rútunni þegar þeir komu niður á veg... en ákváðu að hlaupa niður á aðalveg og ná henni þar þegar hún væri búin að keyra litla hringinn hér... og þeir hlupu og hlupu og það kom einhver kona og bauð þeim far niður á veg sem Bjarki þáði en Elvar hljóp... þeir veifuðu og veifuðu en rútan keyrði framhjá þeim... og þá fannst þeim þeir vera komnir svo langt að heiman og ég yrði ÖRUGGLEGA brjáluð að þeir hefðu misst af rútunni að þeir ákváðu að biðja eina konu í húsunum niður við tanið að skutla sér í leiru á eftir rútunni... sem hún og gerði nema þau náðu ekki rútunni það og hún því þurfti að keyra þá alla leið í Hrafnagilsskóla...Blush  Juminn mér leið ekkert smá illa að heyra þetta en það er gott að ég á góða granna hér í kring..Smile  Elvar semsagt blautur úr svita öll litlujólin... gaman að því.

Ég var í skólahelgi síðustu helgi og gekk bara ljómandi vel.. var nú ekki beint í stuði fyrir helgina því mig langaði svo að vera hér heima að gera fínt.. en svo var þetta auðvitað frábært þegar ég var komin suður.. sofnaði að vísu fram á borðið á laugardeginum  og gafst upp á að halda mér vakandi á litlujólunum heima hjá Erlu á laugardagskvöldið um 11... en annars fersk..hehe  Fór til Maríu Ömmu á nýja dvalarheimilið í Sóltúni.. vá hvað það er flottur staður.. og Ömmu líður svakalega vel þar.  Ég fékk mynd frá henni sem ég er búin að halda mikið uppá í mörg mörg ár.. þetta eru álfar (börn) að dansa úti í móum... og hún verður fest upp hér við gluggann að eldhúsinu sem snýr að álfaklöppinni minniInLove  Amma er svooo skyggn að það er rosalegt og hún t.d. fann á sér að ég væri á leiðinni og var búin að segja það við mömmu.  Heimsótti líka Hugrúnu systur pabba og það var gott að sjá hana og Ævar Örn.  Fór út að borða með Ránunum á föstudaginn í hádeginu en það var nú svakalega fámennt..... vorum bara 4 Ég, Berglind, Margrét og Jóhanna.  En það var svakalega gaman og vorum við þarna í rúma 3 tímaSmile  og hefðum örugglega getað talað í 3 tíma í viðbót.

Heimsótti Sæma bróður á fimmtudagskvöldið.. hann var að gera jólakortin og ég held hann hafi sagt við mig ca 2 setningar á þessum klukkutíma sem ég beið eftir að Marta og Bára kæmu heim úr búðumWhistling.. úff það er ekki hægt að tala við hann þegar hann er að gera eitthvað.. og guð minn góður reynið að tala við hann í síma þegar hann er að vinna í tölvunni líka W00t  vá hann er svo mikill karlamaður...bara ekki nokkur leið að gera fleira en eitt í einu..Smile

María systir komst seint um síðir suður og Viktor og Hjörtur með henni.. úff það var orðið svo langt síðan ég sá hana að ég fór nú bara að gráta að sjá þau... Pabbi lék á alls oddi að hafa okkur stelpurnar sína heima og mamma auðvitað fílaði sig í botn í þjónustuhlutverkinuSmile  Ég svaf í svakalega flottum svefnsófa sem þau voru að fá ér hjónin í sjónvarpsherbergið ... ekkert smá góður.  Verð nú að segja frá því að Byko er búið að hringja í pabba og afsaka þessi mistök í kerfinu.. það má kannski misskilja síðustu færslu að ég skammist mín almennt fyrir pabba minn.. en neinei... er nú frekar ánægð með hann og þvílíkt þakklát hvað hann er búinn að hjálpa mér mikið og almennt fyrir að hann skuli vera til..  Heart ég kem svo til með að hjálpa honum þegar hann kaupir sér hús í Hrísey og fer að róa... hlakka mikið til þess.

Ég keyrði svo heim á mánudagsmorgni.. með stútfullan bíl að jólapökkum því ég var jólasleðinn þessi jólin líkaWink  Hitti Höllu á Blönduósi og fékk kærkomið knús frá henni... allt of sjaldan sem maður sér þau.  þau höfðu séð Sigga og krakkana um helgina í Hagkaup og urðu þessir líka svakalegu fagnaðarfundir hjá Höllu og Elvari..InLove

Jólakortin ganga hægt á þessu heimili.. en Anna er búina ð skrifa utaná öll umslögin en svo er ekki sagan meir... og ef þið fáið tóm umslög þessi jólin þá er það jólakortið frá mér... Smile  en helgin er ung þannig að kanski næ ég að áhveð hvernig ég á að gera þetta og framhvæma þaðSmile

 


Sögustund

Byrjum þegar pabbi kom í heimsókn.Smile  Við vorum búin að semja við Helgu og Stebba granna að fylgjast með mannaferðum um bygginguna okkar þar sem allt var hér morandi í verkfærum og verðmætum sem við áttum ekkert í.  Þau urðu semsagt var við mannaferðir hér aðfaranótt föstudagsins 23. nóv.  Helga varð undireins viss um það að þetta væri einhver dóphaus sem sæti þarna í upplýstum bílnum og væri eitthvað að brasa... hún kallaði á bónda sinn sem kom fram í glugga og Jú hann var ekki frá því að þetta væri rétt hjá henni og sendi Helgu eftir kíki... veran semsagt bara sat þarna og var "Örugglega" að herða sig upp í að gera innrás í bygginguna.Woundering þau með kíki en sáu ekki nóg og ákváðu að það væri líklega best að hringja bara á lögregluna því þetta væri alvarlegt mál.  Í því steig herra Sævar Safngripur útúr bílnum og hljóp beina leið upp í gestahús... og Helga mundi þá akkúrat að það væri von á honum.Smile Ju ég hefði gefið mikið fyrir það að löggan hefði komið og tekið hann.  Það hefði verið algerlega brilliant.  Hann svaf nú ekkert á nóttina karlinn því hann drakk svo mikið gos á leiðinni að hann var stanslaust að fara út í snjóinn að pissa.Errm  Þannig að það var þreyttur vinnumaður að vinna hér með mér á föstudeginum í rafmagninu.  Við fórum nú í bæjarferð eftir efni og ég hélt hún tæki nú engan enda því það var sama hvert við fórum þar þekkti pabbi alla og guð minn góður hvað hann gat talað við manna og annan.  En ekkert sló nú út BYKO ferðinni okkar á laugardeginum... Við fundum nú það sem okkur vantaði og pabbi vildi endilega borga það.  Hann byrjar með voða grín við afgreiðslukonuna og ég áhvað að nú væri líklega best að láta sig hverfa því Bjarki var farinn að skammast sín.Wink  en viti menn hann ætlaði bara ekkert að koma útúr búðinni.. og við Biðum og við Biðum og loks kom hann baðandi út öllum öngum... með bendingar að ég ætti semsagt að koma.  HVAÐ NÚ hugsaði ég og fór inn og þar voru komnar þrjár afgreiðslukonur og Biðröðin ÓMÆGOD var orðin roooosaleg.  Hann semsagt var dottinn útaf skrá og fannst ekki í kerfinu... hann hélt áfram að segja þeim að hann væri búinn að vera í reikningi í 30 ár og það gæti bara ekki verið og hann hefði síðast verið að versla fyrir hálfum mánuði við þau...  aumingja ungu dömurnar vissu ekkert hvað þær gátu sagt og voru að reina að afsaka þetta þegar verslunarstjórinn kom í málið... Jésús hann hafði látið kalla á Verslunarstjórann..ég reyndi að skjóta inn að ég skyldi bara borga þetta það væri ekkert mál en það var ekki nógu gott... og geriði ykkur grein fyrir öllu fólkinu sem beið og horfði á okkur.. púff.. mér leið eins og 14 ára aftur og skammaðist mín geggjað fyrir manninn.  Að lokum sættust þeir á að þetta myndi bara fara á minn reikning og verslunarstjórinn myndi kanna þetta í kerfinu á mánudaginn og hafa samband.   Ég dró svo safngripinn út í bíl og keyrði eins hratt og ég gat í burtu.  Höfum það á hreinu að ég fer ekki aftur með hann í Byko... ALDREI.Smile Pabbi vann frá morgni til kvölds þar til hann fór heim á mánudeginum... greijið lagðist svo bara í flensu eftir það þannig að ég get haft það á samviskunni að hafa gengið framaf honum.

Föstudagskvöldið þessa góðu helgi voru haldin litlujólin hér í litla þorpinu okkar.. borðin voru stútfull af mat og mjög góð mæting.. ég hafði nú keypt mér eina rauðvín sem ég tók með mér en ég var greinilega of þreitt í þetta því að eftir eitt og hálft glas var mín farin að dotta í stólnum .. var komin með frosið bros á andlitið því ég var meðvituð um að vera ekkert sérstaklega skemmtileg... en augun bara gátu ekki haldist opin.. "það tekur á að byggja"

IMG_8974Smiðirnir mínir - málarinn og píparinn voru á fullu alla vikuna á eftir að klára sem þurfti svo hægt væri að flytja inn.  Klósettið var sett upp og blöndunartæki í skúrinn svo það væri hægt að sturta sig og gólfhitinn er að virka guðdómlega og hitaveitugrindin er mjög faglega og snyrtilega sett upp. Heimir Denni og Búi kláruðu að setja upp grindina í loftið og klæddu svo á síðasta degi upp í loftið á litla baðinu.  Föstudagurinn fór í að flota gólfið og voru þeir ekki lengi að því Múrsvínin góðu... gólfið er voða fínt og ég grunnaði það á laugardeginum... ætlaði að flytja inn þann daginn en gólfið var ekki orðið þurrt fyrr en á sunnudaginn.  það var ótrúlega erfitt að sjá á eftir smiðunum útúr húsinu með allt sitt dót... Anna hnippti í mig og sagði "góða mamma það er eins og þú sér að fara að gráta"Frown  hehe  þetta er búinn að vera svakalega skemmtilegur tími sem ég á aldrei eftir að gleyma og ég held ég hefði ekki getað verið heppnari með fólkið sem hefur komið að þessu.. Heimir er einstakur Byggingarstjóri og enginn ætti að vera svikin af að hafa hann í vinnu hjá sér... ég náði nú að lauma inn hvort þeir myndu ekki hjálpa okkur með hornskápinn í eldhúsinu því það þarf að fiffa hann svolítið og smíða í hann og svona.  Svo á nú eftir að setja restina af þakjárninu og þakkantinn... þannig að þeir eru nú ekki alveg lausir við mig.Wink

María - Einar og co ætluðu að koma til okkar síðustu helgi en blessað veðrið var ekki á því Angry þannig að ekki komu þau í þetta skiptið heldur.. alltaf eitthvað sem hindrar að þau komi til okkar.. ég var orðin svo spennt að sjá þau öll.. litlu ormarnir mínir verða orðin fullorðin áður en þetta tekst með þessu áframhaldi..  Elín Ása sagði mér einmitt að hún væri MJÖG breytt enda væri hún að verða 7 ára.  Hvernig getur það verið!!!  hún er ný fædd.Crying  En vonandi ná þau nú að koma fyrir jól. 

Sæmi - Marta og BBB  náðu að koma norður á laugardeginum og fóru með okkur í leikhús á Óvitana á sunnudeginum eins og María og co ætluðu auðvitað líka.  Leikritið var ROSALEGA gott.  Það eru nokkrir krakkar úr Hrafnagilsskóla að leika í því og það var nú ekki leiðinlegra fyrir strákana.  Við fórum líka á Greifann á laugardeginum því það var nú afmælisdagur Miss Önnu Maríu Aspar.  Ragna og Gunni fóru líka með okkur út að borða svo það var mannmargt þegar við sungum lagið fyrir prinsessuna sem langaði að hverfa á meðan.Wizard  Sæmi náðu nú að grípa aðeins í rúlluna hér á sunnudeginum og hefði nú verið gott að hafa hann nokkra daga í viðbót til að setja hann í loftnetsmálin... en ég gríp hann næst þegar hann kemur... hef þá bara TVO Macintosbauka.Wink

IMG_9243Nú Alfa er búin að vera duglega að koma og hjálpa og það hefur ekki verið leiðinlegt að hafa hana með sér í þessu... að vísu ekki ódýrt fyrir hana því hún endaði á því að versla sér sjónvarp um leið og við ... fengum svo geggjað tilboð skoWink (kemur virkilega á óvart að Sigurður láti það glepja sig) skilst að unglingurinn á því heimili dansi bara stríðsdans af gleði síðan.  Siggi keypti ægilega stórt sjónvarp í eldhúsið "fyrir mig" veit nú ekki alveg hvað hann meinar með því... hann heldur líklega að ég ætli bara að vera í eldhúsinu í framtíðinni.  Ég gæti næstum misst sjónina líka því þetta er 42" sjónvarp og þegar Silfur Egils var í sjónvarpinu þá bara hrökk ég við þegar ég leit á það því maðurinn bara fyllti upp í eldhúsið.. held að ég og Egill getum ekki verið bæði að vinna i þessu eldhúsi þó það sé stórt.

Gunni Karls hefur verið að koma og taka rispur í rafmagninu og það svoleiðis gustar af honum þegar hann byrjar... greinilegt að hann veit ca hvað hann er að gera.Smile  Hann stendur hér trekk í trekk langt upp í stillösum og tröppum og dropar af honum greijinu þar sem hann er svo hroðalega lofthræddur.. hvað er það með þessa umferðareftirlitsmenn... eru þeir svona ægilega á jörðinni að það fer allt í hnút ef þeir stíga uppá stól!!  

beinagrindin af eldhúsinnréttingunni er komin upp og búið að hlaupa með hana fram og til baka og velta þessu örlítið fyrir sér og örlítið meira...alltaf sama VOGIN get ekki tekið áhvörðun.  En samt vil ég ekki að aðrir áhveði þetta fyrir mig.. mjög merkilegt.   Þvottahúsið er klárt.. komin innrétting.. vaskur og þvottavélin og þurrkarinn er farin að vinna stanslaust.Smile  bara dásamlega ánægð með þetta.  Gardínur eru komin í flest hurðargöt við mikla gleði unglingsins.  Skápar og skrifborð kept í herbergi strákanna og kemur ljómandi vel út..  Gaman að sjá að strax og við vorum komin með rúmin var Elvar búinn að búa um sig og gera allt snyrtilegt.. en svo leit maður inn til Bjarka og þar sá varla í gólfið fyrir öllu hans dóti.. Dásamlega ólíkir þessir kútar.  Elvar gat samt ekki sofið í sínu herbergi fyrr en skrifborðið og skápurinn voru komin upp og á sinn stað.... meðan hinn sofnaði á dínu útí horni með Guffa.  Og svo segir fólk að uppeldið geri mann að þeim manni sem maður verður.  O nei.. held þetta mótist nú mun fyrr.

 

 

 


Flutt - aðflutt - innflutt - fráflutt - selflutt

Já við erum fluttSmile eða svona allt að því... eigum eftir að fara og ná í restina í Sólgarð.  Hélt að við ættum ekkert dót... en svo er bara raunin að það er allt fullt alstaðar og útum allt.Gasp Sváfum fyrstu nóttina aðfaranótt 3. des og sváfum öll ægilega vel.  Munum nú engar draumfarir en það hlýtur að lofa góðu.. og við sváfum eðlilega fyrir opnum dyrum því við erum ekki með neinar dyr ennþá.  Netið er komið í gangið þannig að ég verð að fara að vera dugleg að setja inn myndir og segja ykkur frá síðustu dögum.  Er að fara í Sólgarð núna með Önnu að pakka niður restinni og gera klárt svo hægt sé að koma með bíl og ná í þetta drasl.  Kem þá með tölvuna með mér í kvöld með öllum myndunum í svo þið getið séð hvað þetta er að taka miklum breytingum.


Pabbi var tregur að fara

Jæja nú er Pabbi farinn suður á ný... mjög tregur þó.. held hann hafi nú langað til að gera smá meira sko.  Hann var ótrúlega duglegur og náðum við að tengja leggja og allt það sem við vorum búin að ákveða að gera.  Hann segist svo koma milli jóla og nýárs á ný til að klára restina..Smile

Í dag voru allir að vinna og náðist að setja grind í loftið í Önnu herbergi og byrjaðir á eldhúsinu.  Vatni var hleypt á húsið og blöndunartæki komin í bílskúrinn þannig að Siggi getur farið að hanna einhverja voða fína sturtu þar til bráðabyrgða.

Nú eru dagarnir rooosalega langir hjá okkur og ég hef ekki orku til að skrifa meira.. skrifa þegar um hægist.  því ég hef nokkrar sögur að segja frá helginni. 

Elvar ánægðurEr hún bein?Helgi að keppast viðmaðurinn með lætinGunni sem segist lofthræddur!!!


Stuð stuð stuð

 Katrin_Vigd’s-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi og ElvarAfi valli og Elvar að grunnaAnna JD Áslaug- Siggi- Stebbi og Hann þarnaElvar ListamaðurFyrirsætur... ó mæ godGunni Karls að tengjaKnoll og ToddÖryggið í aldrei of mikiðrauðvín pilsner og prins póló.Röggi veiðimaður í Starfsmaður í heimsókn.tilraun 5089 að grunna.Valli-Palli-HANN þarna og Sísí


Rafvirkjameistarinn á leiðinni.

Hann pabbi er á leiðinni yfir heiðarnar á sléttu dekkjunum sínumWoundering Mamma kemur ekki með því hún náði sér nú í lungnabólgu í Ameríkunni ..  veit ekki í hvaða molli hún fékk hana en núna ætlum við að hafa þetta síðustu lungnabólguna hennar... það er á hreinu.. hún er komin á 5 sortir af remedíum og ég held hún sé búin að hreinsa upp lungnabólgur síðustu ára í hóstaköstunum...jakkSick  Hún nær örugglega líka að hvílast vel núna þegar safngripurinn verður hjá mér í fæði og svefni... já eða næstum.. hann ætlar að gista í gestahúsinu í nótt allavega... svo hann þurfi ekki að keyra inn fjörðinn í nóttSmile það á nú ekki eftir að fara illa um hann þar.. þvi það er orðið svo ægilega svefnvænt þar... við skulum svo sjá til hvort ég þarf að klæða hann í sokkana á morgun eða hvort mér nægir að vekja hann baraWhistling  Við ætlum að ráðast á rafmagnið við feðginin og gera eins mikið og hægt er.

Helgi Pípari, Hörður Málari, Heimir Byggingarstjóri og Búi "starfsmaður í þjálfun" voru á fullu að vinna í dag og eru nokkrir veggir orðnir tilbúnir undir málningu. Loftgrind er komin í Bjarka herbergi og leikloftið og Helgi vinnur hörðum höndum aðkoma öllu vatni af stað um húsið. Bílskúrshurðarmaðurinn kom líka og það var nú ekkert sérstaklega bjart yfir okkur hjónum þegar við sáum litinn á hurðinni!!!! þetta er ekki rétt hurð.. átti að vera eins og gluggarnir á litin en er GRÁ...díses og við búin að bíða í nær tvo mánuði eftir festingunum fyrir hana... en upp fer þessi og svo verður unnið í að skoða þennan litamisskilning síðar... húsið skal lokast NÚNA.  Siggi varð eftir með hurðamanninum í kvöld.

Fór á bekkjarkvöld með Bjarka í skólanum í kvöld og þurfti að gera mig að hálfvita innanum allt þetta ókunna fólk... í látbragðsleik.. og fékk þetta líka fína orð... "AFHAUSA"  já ægilega gaman að leika það HA.  en þetta tókst og var það Hansi tölvukennari sem skildi þennan snilldar látbragðsleik minnCrying  Anna "verð að vera í öllu og má ekki missa af neinu" fór á tónleika í menntaskólanum í kvöld með krökkunum.  það var stolið Ipodinum hennar í dag.  Hún hafði sett hann í töskuna sína í búningsklefanum meðan hún var í íþróttum og einhver tekið hann þaðan..  við leituðum um allt og var Anna algerlega niðurbrotin... aðallega yfir því að einhver af skólabörnunum væri að stela!!! já kannski komin tími til að hún átti sig á því að það eru ekki allir eins miklir englar og hún heldur. FootinMouth


Hitinn farinn að streyma um gólfin.

Það er ekkert smá gott að vera komin heim á ný.  Suðurferðin var töff en samt mjög fín.  Jarðaförin var erfið en ofboðslega falleg. Siggi, Guffi og Valli keyrðu heim strax eftir athöfnina nánast með stoppi á bílasölu.  Hann hafði nefnilega boðið í bíl sem ég er búin að vera að bjóða í tvisvar sinnum en ekki orðið ágengt með manninn... greinilega að ég er ekki eins góð í prútti og ég hélt.  Þannig að nú ek ég um á svörtum Ölfu Rómeo station.Smile  draumabílnum og rauði fer fljótlega í brotajárn..  Ég hitti Rut og Mike á fimmtudags og föstudagskvöld heima hjá Þórdísi og Kristjáni.. Það var setið yfir spjalli allt of langt fram á nótt yfir rauðvíni og góðgæti.  Rut og Co fóru svo út á laugardeginum og á ég eftir að sakna hennar svakalega.  Skólinn var eins og vanalega dásamlega skemmtilegur.. trúi því varla að þetta sé síðasti veturinn.. á eftir að vera skrítið að hitta ekki alla einu sinni í mánuði svona langa helgi.  Krakkarnir voru eftir með mér í borginni og voru Bjarki og Anna eins og rófulausir hundar um alla borg í heimsóknum hjá vinum sínum.  Elvar sá um að halda ömmu og afa við efnið. 

Á föstudaginn í hádeginu hittumst við Ránirnar á veitingarstað og spjölluðum helling.. þær eru svo tillitsamar að hittast þegar ég kem í bæinn. meira að segja mjög góð mæting.  Anna fékk að koma með í þetta sinn... henni finnst nú að hún sé orðin það gömul að hún megi vera í Ránunum.. kannski í lagi þegar við hittumst á kaffihúsum en ekki þegar við erum í heimahúsum því guð minn góður það eru engin mörk fyrir því hvað umræðuefnið er.. og oftast bannað innan við tvítugt.Wink  Það var grautardagur hjá mömmu á laugardeginum og þar sá maður restina af ættinni.Smile mamma svo dugleg að hafa svona grautardaga.  Börnin fóru öll í augnmælingu og kom í ljós að þau eru öll meira og minna með sjónskekkju fjarsýni og nærsýni.. allt í senn.. bara eins og gamlafólkið svei mér þá.  Elvar fékk les-gleraugu og er svaka sætur með þau. Ég fór í búðaráp og í þetta sinn tókst það mun betur en síðast... því þá komum við bara heim með soda stream.Whistling pantaði eldhúsinnréttinguna... keypti helluborð... og fékk tilboð í vaskahúsinnréttingu.  Að vísu þegar ég fór að segja heima frá innréttingunni í eldhúsið féllust honum nú alveg hendur því það þarf að fiffa smá og smíða smá í henni til að þetta virkiWink en það reddast... ekki spurning. 

Forstofan er risin og búið að loka þeim veggjum.  Búi var komin í rafmagnið og greinilegt að hann er meira en bara góður smíðalærlingur.   Helgi pípari kom tengdi gólfhitan í allt nema bílskúrinn.. því ég þarf að klára að flísaleggja áður en það er sett af stað þar.  Helgi er þvílíkt vandvirkur og er grindin mjög nett og fín hjá honum. Hann ætlar svo að koma aftur í dag og halda áfram að pípast.SmileBúi rafvirki
elhúsveggurinnflísalögnin mjakastforstofanHelgi PíparipípplurnarHörður málari að pússastI am the Tiger..múrveggurinn klæddur


það fer að líða að flutningi!!!

allt að verða hvíttflísalög hafinforstofan án veggjahjónóhvaðan komu þau?leikloftiðpíparar mættir

Bremsulaus eða vitlaus!!

Ég var á leið með rusl í dag... keyrði niður stallinn af lóðinni og bara réð varla við bílinn og rétt náði að sveigja frá bílum Heimis og Búa ... hélt það væri bara hálkan og hélt áfram .... kom að brekkunni við endann á götunni...þá bara steig ég í gólf með bremsuna...úff hvað mér brá.. ég vissi ekki hvað ég átti að gera.. og reyndi að stíga á handbremsuna en ekkert gerðist... ég skimaði og vissi að ég varð að koma mér útaf því ef ég héldi beint áfram myndi ég lenda á þakinu á Kalla húsi...og það var ekkert spennandi kostur eða lenda í læknum... sem varð fyrir valinu.. en sem betur fer stoppaði bíllinn nú áður en ég kom í lækinn og ég gat bakkað aftur uppá veginn og heim að húsi með því að láta hann stoppa í malarbing þar..  BREMSUDÆLAN ER FARIN... úff hvað við vorum heppin að vera ekki á leiðinni suður þegar það gerðist.. verð nú bara að segja það.  Siggi fer á fullt í að redda þessu og vonandi næst það svo við komumst suður á bílnum.

Málararnir komu í dag og spörsluðu allan múrinn... rosalega snöggir að þessu strákarnir... Heiddi sagði að þeir væru á undan áætlun með þetta sem er GOTT Smile

Úlli múrari kom og hjálpaði mér að mæla út hvar ég ætti að byrja að flísaleggja... hann lánaði mér líka slípivél til að slétta gólfið með og var ég með hana á fullu á bílskúrsgólfinu sem er núna orðið voða slétt.  un byrja í fyrramálið að leggja flísarnar.... get ekki beðið.. hlakka svo til að byrja á því.

Heimir og Búi lokuðu herbergisveggnum hjá Önnu, Bjarka, og milli önnuherbergis og stofu. 

fataherbergi og bað innaf hjónóHeiddi málaradrengurönnu veggursparslarisprautusparslstóri veggurúlfar á beit.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband