Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2008 | 23:02
Ég
hugdetta hjá einni bloggkonu og áskorun á mig
mér finnst: gaman að vera til
ég get: næstum allt
ég elska: Fólk fjöll og lífið
ég er að hlusta á: Þögnina
ég ætla: að verða MÖG gömul
ég ætla ekki: að verða forseti íslands
ég veit: aldrei nóg
ég reyni: að vera þolinmóð
ég vil: verða vitur og góð kona
ég nota: verkfæri
mig dreymir: mikið og oft...daga sem nótt.
ég treysti: veðurspánni ekki
ég lít upp til: himins
ég þoli ekki: þegar ég er löt
ég þori ekki: í fallhlífarstökk
ég brosi: með öllu andlitinu
ég bý: í hálfbyggðu húsi
ég vaki: Þegar ég er ekki sofandi
ég sakna: ömmu
ég heyri: í rafmagni
ég gæti: verið án margs
í dag: eiga Helga Gunnl. og Ragna Ósk afmæli.. þannig að ég fór í tvær veislur:)
.......ég get ... svarið að þetta er skrítinn spurningarlisti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 12:27
Jólagjöfin hennar mömmu
Mamma fekk óvissukvöld með mér 12. janúar í jólagjöf frá okkur. Hún var alveg að fara á taugum konan áður en að deginum kom og hún áttaði sig á því að hún er greinilega mjög háð skipulagi og vissu um hvernig hlutirnir eru og verða því hún var viðþolslaus. svona hljómaði jólagjöfin.
Elsku mamma.
Við hér í heiðinni höfum verið að hugsa og hugsa og hugsa hvað við gætum gefið þér í jólagjöf.. einhverahluta vegna áttu allt!! veit ekki hvort það er vegna þess að þú hefur lifað svona mörg jól ☺ ? eða hvort það er bara það að okkur dettur ekkert í hug. Allavega þá var niðurstaðan sú að gefa þér samveru með mér☺☺.. hehe já ekkert slor það ha? Skal hafa mig alla við að vera eins skemmtileg og ég get þessa stund . Nú þú ert líklega að verða forvitin er það ekki??? Og hér er dagskráin:
Laugardagurinn 12. Janúar.
17:00 þú klæðir þig í hugguleg föt að eigin vali.
18:00 Ég kem og sæki þig hvort sem það verður á þínum eða mínum bíl.
18:05 þú ert voða forvitin hvert við erum að fara og spyrð og spyrð (ég segi ekkert)
18:20 nei þú færð ekki að vita meira.. en þarft ekki að borða áður .
23:00 þú ert komin heim á ný og getur farið að að segja pabba frá því hversu gaman þetta var hjá okkur☺
Eigðu yndisleg jól elsku Amma Mamma- Tengdó.
Fimmmenningarnir í Heiðinni.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú þetta kvöld lukkaðist bara ljómandi vel og áttum við góða stund saman.
Fórum á veitingarstaðinn Á næstu grösum ... á rúntinn.. labba í kringlunni... í leikhús á Jesus Kristur súperstar og svo í ís. Erla Sigrún kom með okkur til að passa uppá að ég yrði nú nógu skemmtileg... og svo reyndum við að hella víni í mömmu en það gekk nú ekki frekar en fyrri daginn þannig að við Erla neyddumst greijin til að draga hana að landi með það. Leikhúsið var fínt nema Jenni var greinilega eitthvað lasinn og heyrðist voða takmarkað í honum.. og ég sem hlakkaði svo til að heyra í honum en leikritið var annars mjög skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 08:51
útlitið í dag
Jæja þá koma myndir frá því hvernig staðan er í dag. Mikið er búið finnst okkur en svakalega mikið eftir segja aðrir. Við höfum ekki nokkrar áhyggjur af þessu síðara því það eru mörg ár framundan og ekki leiðist okkur á meðan en satt best að segja held ég nú að þetta verði búið fyrr en við vitum af, því það er fátt skemmtilegra en að dunda sér við þessi verk og sjá árangurinn. nú eru engar rafmagnssnúrur og kefli á gólfum t.d. komin með tengla í stofuna... væri nú gott að hafa pabba með sér í að leggja þetta og draga í en Anna og Siggi eru að aðstoða mig við þetta og ég kvæsi allt of mikið á þau finnst þeim maður nátturulega fer í smá stuð við að vera í rafmagninu. Eldhúsið er svona að mjakast upp og eigum við nú eftir að fá bara 7 fronta á skúffur, nokkur handföng, plötuna á eyjuna og smíða háfinn.
Vaskahúsið er draumur og ekkert smá gott að við drifum í innréttingu þar strax.
Bílskúrinn er allur í rúst... en samt ekki alveg þar sem bæði fjórhjólin og bíll komast inn. Og þarna förum við í sturtu og þrífum hunda og bíla og öll þau tæki sem til eru. Ætli það sé ekki daumur hvers manns að geta farið í sturtu með bílnum sínum!! allavega þykir Sigga það ekkert slor að fara með nýbónuðum bíl í sturtu.
Stofan er svona í mótun og er ég að snúa settinu við daglega og breyta og skoða hvernig þetta verður best... og hvernig sófasett mig langar að hafa í henni þar sem við erum núna að passa sófasett fyrir Sygnu í næsta þá verður það sett á smá bið. Arininn er líka búinn að flakka milli veggja og sannar það enn og aftur það að ég á bara að eiga húsgögn sem hægt er að færa til.
Elvars herbergi er orðið fínt og hann alsæll með þetta sem er fyrir öllu honum þykir hljómurinn þegar hann er að æfa bara svaka fínn og ég get ekki annað sagt en það var Geðveikt að fá hurðir á herbergina um daginn.
Bjarka herbergi er svona ekki eins skipulagt og hann vildi en þetta á eftir að koma þegar hann er búinn að sortera allt dótið fyrir lítil börn sem koma sem hann hefur mikinn áhuga á að fái að eiga allt dótið sem ég vil henda. Hann langar að við verðum með svona leikhorn eins og Inga frænka undir stiganum. já hann sér nú um yngri kynslóðina hann Bjarki minn.
Önnu herbergi er orðið svaka huggó en á eftir að verða enn betra þegar það eru komnar gardínur fyrir útihurðina og tölum nú ekki um þegar það verður komin hurð framm
forstofan er ekki enn komin í notkun er er notuð núna sem stúdió enda er ófært inn vegna stillasa og eftir að laga jarðveg þarna úti.
Hjónaherbergið.. tja er hálfnuð að hvítta rúmið og eftir að setja gardínur og svona.. en sofum svaka vel í því samt.
Nú litla baðið er innaf herberginu og er algerlega til bráðabyrgða eins og er því við ætlum að klára stóra fyrst... en það er nú eitthvað í að það verði hægt að byrja á því ... því það er notað sem geimsla núna ... að vísu er nú búið að minnka svakalega mikið þar inni undanfarna daga ... enda allir gámar í sveitinni að verða fullir. Jæja svona er ástandið í Brúnahlíð í dag og mun verða betra með degi hverjum... ég er að vísu að leggja af stað suður núna í skólahelgi en kem full orku heim eftir helgi og held áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2008 | 23:32
framtíð unglingsins næstum hrunin
Nú þar sem ég var að koma úr afmæli frá Gunna frænda sem á afmæli deginum eftir Elvis, og ég sem gleymdi afmæli Elvis í gær og var bara með súpu í matinn.. uss hann hefur ekki verið glaður með það. En hvað með það þá kom upp þessi viðkvæma umræða um VMA og mannleg samskipti starfsmanna þar á bæ við okkur almúgann... veit ekki hvort það tengist því að ég náði aldrei að klára stúdentsprófið frá þeim eða hvort það er vegna yfirþyrmandi álags vegna fjölda nemenda við skólann þá bara er þetta samt langt frá því að teljast vinalegur staður að koma á... semsagt skrifstofur skólans. Nú eins og fram hefur komið er nú frumburðurinn í námi á listabraut við skólann og er svona ljómandi sæl nema hvað að fyrir jólin voru nemendum sendir gíróseðlar um skólagjöld fyrir næstu önn.. sem okkur barst aldrei.. en fengum svo sendan ítrekun um þennan umtalaða seðil og barst hún okkur semsagt nú í vikunni þar sem pósturinn okkar fór á flakk.. eðlilegt þar sem við vorum að flytja og svona.. ég hringdi í skólann og bar mig auman yfir þessu og viti menn að blessaða kona á skrifstofunni var mér bara reið og vildi ekkert fyrir okkur gera og lét okkur sækja aftur um vist í skólanum og við fengjum að vita hvort hún kæmist inn eftir að skólavist hæfist. Það var eins og við manninn mælt að unglingurinn minn gjörsamlega fór í panik og ég fékk að heyra að það væri bara búið að eyðileggja alla hennar framtíðardrauma og guð má vita hvað. Hvað hún ætti að gera eftir áramót??? nú mér þótti þetta nú svona lúmskt gaman og sagði að hún yrði auðvitað að fara í það að leita sér að vinnu og borga svo heim það þótti henni sko ekkert fyndið og það væri á hreinu að ekki borgaði hún heim þar sem ÉG hefði rústað framtíð hennar. Nú ég reyndi að hringja í brautarstjórann og ég reyndi að fá að tala við skólameistara en það er nú bara svoleiðis að frú ALMENNILEG Í VIÐMÓTI sem svarar í síman hleypti mér bara hreint ekkert í gegn. Þau væru bara upptekin við annað og það þýddi ekkert að ræða þetta við þau.. ég hefði ekki borgað skólagjöld og þyrfti að súpa seiðið af því Vá hvar er Benni skólastjóri og Baldvin Bjarna sem sáu um allt hér í denn... eitt meiga þeir eiga að kurteisi og mannleg framkoma var þeim í blóð borin. Nú svo var hringt og okkur sagt að barnið hefði komist inn og við mættum koma og ná í stundaskrá og borga þá gjaldið ásamt efnisgjaldi. Ég bruna af stað og fyrir utan lúguna voru óteljandi maurar að reyna að fá svör við sínum spurningum og ég beið mjög þolinmóð eftir að komast að og segist svo vera að ná í stundaskrá fyrir dóttur mína og hún segir mér upphæðina og ég rétti kortið.. en þá lítur hún geggjað pirruð á mig og segist ekki taka kort!!!! 1400 manna skóli og skrifstofan tekur ekki kort??? OG HVAÐ ÞÁ segi ég og reyndi að vera ekki ókurteis og hún bendir þá í hinn enda anddyrisins og segir að það sé hraðbanki þar. Ég næstum froðufeldi þegar ég gekk yfir salinn að $%&/( hraðbankanum sem mig langaði mest að taka úr sambandi og rúlla að glerbúri konunnar því auðvitað þurfti ég að standa aftur í röð til að borga með seðlunum. ALLAVEGA barnið hefur hafið skólagöngu á ný og framtíðinni er borgið. Að vísu þarf hún að fara í tvö fög í fjarnámi þar sem þau komast ekki á stundatöflu en það eru nú bara smámunir miðað við hvað maður heyrir um aðra nemendur sem ná ekki að útskrifast í vor nema taka fög í öðrum skólum þar sem VMA nær ekki að klára dæmið með þeim. Ég segi bara ekki annað en ÞETTA ER SKÖMM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 16:00
Desember-myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 11:37
Nóvember-myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 09:43
Gleðilegt nýtt ár.
já nú enn eitt árið komið og enn eitt átið að baki. hér hefur verið fjörugt um hátíðirnar og eldhúsið verið vinsælasti staðurinn.. allavega hjá sumum. það er bara svo gaman að vera að vinna í því a það er ekkert eðlilegt... næ ekki að sofa út á morgnanna þar sem ég er svo spennt að fara að taka úr uppþvottavélinni og gera morgunverðarhlaðborð.. maður er nátturulega ekkert eðlilegur. Ég náði nú aldrei að klára áramótakortið og mun því bara skella því sem komið var hér inn.
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir árið sem er að liða.
Enn eitt árið rann sína leið á enda og við rétt náðum að hanga með, því hraðinn á þessu ári hefur verið gríðarlegur. Hvort það er aldrinum um að kenna eða ekki er ekki gott að segja en gaman hefur þetta að mestu verið þegar við lítum í öll horn líðandi árs.
Það sem rís hæðst er nú húsbyggingin okkar sem hefur fangað ansi mikið af okkar tíma og hugsunum, en við erum nú flutt í Brúnahlíð 1 í Vaðlaheiði og erum alveg í skýjunum yfir því.
Anna María kláraði 10 bekk með stæl í vor og dvaldi svo megnið af sumrinu í góðu yfirlæti hjá Rut frænku sinni og fjölskyldu í Boltimore. Hún vann á leikskólanum Hólmasól í máðuð hjá frænku sinni Ölfu og líkaði það afskaplega vel. Í haust byrjaði hún í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Listnámsbraut og er greinilega á hárréttum stað þar því hún blómstrar sem aldrei fyrr. Hún er vinamörg en heimakær sem gerir það að verkum að heimilið er oft mannmargt.
Elvar Jóhann er núna í 6. Bekk í Hrafnagilsskóla og líður afskaplega vel. Hann æfir stíft á gítarinn sinn og er þessa dagana að safna saman í hljómsveit sem á að æfa hér í gestahúsinu á lóðinni okkar. Hann hefur haldið ófáa tónleikana á árinu og var m.a. fenginn til að spila á afmælishátíð hér í Freyvangi á aðventunni. Elvar fór á Ástjörn annað sumarið í röð en var annars hér heima við leik og störf í sumar. Hann er mjög iðinn að hjálpa okkur þessi elska og hefur tekið virkan þátt í öllu hér í Brúnahlíð.
Bjarki Rúnar er í 5. Bekk í Hrafnagilsskóla og æfir líka á Klarinett við tónlistarskólann. Áhugi hans á list er óþrjótandi og er hann svo gæfusamur að hafa frábæran myndlistarkennara sem hvetur hann áfram og fær hann að njóta sín að fullu hjá honum. Honum þykir allra skemmtilegast að hanna hluti og eru engin mörk á því hvað honum dettur í hug í þeim efnum, en annars er það pensillinn sem fangar hug hans. Bjarki fekk til sín vinina úr Mosfellsbæ í sumar til skiptis í heimsókn og fór líka suður til þeirra. Alltaf nóg um að vera hjá honum.
Siggi vinnur enn í umferðareftirlitinu hjá vegagerðinni og er um þjóðvegi landsins meiri hluta ársins. Hann notaði sumarfríið sitt í að vinna í húsin okkar með smiðunum. Hann er driffjöðrin í að fara með fjölskylduna á skíði, fjórhjól og sleða og stefnir á að vera enn duglegri á skíðunum í vetur.
Guðrún fór inná fjórða og síðasta árið í Hómapatíunni (smáskammtalækningum) og hefur verið mest hér í Heiðinni á þessu ári bæði við að gróðursetja í sumar og verið smiðunum til gagns og ógagns í byggingarferlinu.
Nú lengra var það nú ekki komið en verður að duga.. verð bara rosalega dugleg næstu jól að skrifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2007 | 11:40
Eftirminnileg jól
Fyrsta matreiðslan í eldhúsinu mínu var.
- graflax og graflaxsósa mömmu
- kalkúnn ala Guðrún með tilheyrandi meðlæti.
- frönsk súkkulaðikaka og ís.
þetta hefur nú vanalega ekki verið flókið fyrir mig að elda en jedúddamía... þegar það er bara rennandi vatn í vaskahúsinu og vaskurinn þar bilaður þannig að ekkert rann niður um hann, þá einhvernvegin varð þetta ögn seinlegra en venjulega. fyrir utan það að ég var allan tíman að leita að hinum og þessum áhöldum og skálum og dóti.. .sem voru útum allt í einhverjum kössum En ótrúlegt en satt þá var maturinn dásamlegur og ég held bara að kalkúnninn hafi aldrei verið betri
Linda Denný - Valli - Ragna og Gunni voru hjá okkur á aðfangadagskvöld og aumingja Gunni fór í það að reina að laga vaskinn þegar hann kom rétt fyrir 6 og þarna lá hann í vaskahúsgólfinu uppáklæddur og fínn Já það hefðu nú ekki allir farið í þessar viðgerðir kl 6 á aðfanga dag ha? en ég var mjög þakklát og reddaði það mjög mörgu að hafa vask á lokasprettinum.
kvöldið gekk bara vel og voru síðustu pakkarnir opnaðir um hálf eitt um nóttina... amman fékk að vísu nóg um hálf 11 og við skutluðum henni heim og afi Valli fór stuttu síðar. já það voru allir hamingjusamir sem fóru að sofa þá nóttina eftir fyrstu jólin í húsinu.. útsýnið var dásamlegt úr stofunni yfir upplýsta akureyri og snjókorn féllu hægt til jarðar... alveg eins og í góðri bíómynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.12.2007 | 09:40
Gleðileg jól
Nú er þetta allt að smella saman. kl hálf 3 í nótt fann ég kassann með jólakúlunum og böngsunum þá var Bjarki nú löngu sofnaður og búinn að missa þolinmæðina og setja pakkana undir tréð þrátt fyrir engan dúk. kl 3 fann ég svo loksins áhöldin í eldhúsið.. ausur og þeytarann og svona nauðsynlegustu hluti til matargerðar. Við skiptum liðum í gær að klára svona restina af jólagjöfum og þessháttar smotteríi. Stelpur í öðru liðinu ásamt Guffa og svo strákarnir í hinu. Svo hittumst við á Glerártorgi og keyptum síðustu gjöfina saman handa Tengdamömmu... Þegar ég sá þá þrjá koma gangandi inn gat ég nú ekki annað en brosað.
- Siggi var fullklæddur og vel það eins og vanalega...
- Elvar var í örþunnum bol íþróttabuxum og allt of stórum skóm af Önnu.
- Bjarki var í grúskítugum gúmmítúttum límdum saman með brúnu teipi og í örþunnum bol líka
Hvað var málið ætluðum við ekki að fara að labba í miðbæinn!! jæja það var allavega úr sögunni og við fórum með hraði aftur úr glerártorgi. Og þá tók ég nú líka eftir því að dóttirin var líka bara á peysunni og í inniskóm. Við Siggi vorum semsagt þau einu sem hefðu getað labbað um bæinn án þess að forkælast. Það var ákveðið að fara ekki með þau innan um fleira fólk og fengum við okkur því bara hressingu í Shell í staðinn fyrir að fara á kaffihús í bænum. Ég þarf að fara að vera eins og aðstoðarflugstjóri með svona tékklista þegar þau fara út úr húsi... --- Húfa--- Tékk Ok ----Úlpa --- Tékk ok.
Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum dögum að skrifa ekki jólakort. Það verða Nýárskort í staðin þannig að þið sem eruð að velta fyrir ykkur hvort þið séuð dottin útaf listanum ... þá er það ekki svo.. kemur bara seinn.
Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og þakka kærlega fyrir samfylgdina hér síðustu mánuði og vona að ég sjái sem flesta milli jóa og nýárs.
Jólakveðja og knús frá okkur öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)