Færsluflokkur: Bloggar
10.6.2007 | 23:33
Todda Trunta Matargat og Rússneaska Mafían.
það er nú stundum ekkert allt of skemmtilegt að vera ég.. ég skil ekki hvað gerðist í fæðingu því það er eins og þetta hafi bara byrjað þar.. alltaf að flýta sér aðeins of mikið.. allavega var ég næstum komin í klósettið og fæddist þar af leiðandi inná baði.. "mikil reisn í því"
hvað sem því líður þá hef ég uppfrá því verið ægileg BRUSSA.. og ekki bætti úr skák að um leið og ég fékk að bragða mat þá þurfti ég nóg af honum og var aldrei glöð nema með mat í BÁÐUM höndum
enda var ég víst ekki gömul þegar ég fékk þetta voða fína viðurnefi.. "Todda Trunta Matargat" hver gerir barninu sínu þetta?
En svei mér þá ég held ég beri þetta viðurnefni með réttu.. Óteljandi dæmi um brussuskap eru því til sönnunar.
Á föstudaginn fór ég að vinna aftur um kvöldið að bónleysa 5 hæða stigagang niður í Bolholti. Það átti að vera búið að gera öllum starfsmönnum það ljóst að þetta stæði til en við vorum rétt búin að fleyta einn stiga og pall.. þegar þessir ægilegu skruðningar heyrðust og niður stigan koma skoppandi maður á rassinum.. ó mæ god!! hann hlaut að hafa brotnað!! en neinie.. hann bara stóð upp eitt spurningarmerki í framan og skakklappaðist svo út hissa á svipinn. Hjúkk að við búum ekki í Ameríkunni því þá hefðum við þokkalega verið kærð. Nú við höldum svo áfram og viti menn að eftir nokkrar mínútur flýg ég niður stiga.. en nei nei.. ég get auðvitað ekki gert það með sömu reisn og þessi ágæti herramaður heldur tek ég með mér 30 lítra bónleysi fötuna og mæliglasið sem VAR úr gleri og mölbraut það auðvitað og bónleysirinn skvettist um allt og aðallega á mig... ÚFF ég fann sviðann strax á botninum.. þar sem ætuefnið byrjaði að grafa sér leið inná við.. Annaðhvort var það að rífa sig úr lörfunum og halda þannig áfram að vinna..því ekki skilur maður eftir bónleysi á gólfinu!!! eða bleyta í þessu... ég valdi þetta seinna fór inná bað og bleytti vel í botninum.. og þannig vann ég til hálf 4 um nóttina
En þó mig hafi oft grunað hversu sárt það er að vera hlandbrunnið barn þá er ég með það ALGERLEGA á hreinu í dag. Sturtan um nóttina þegar ég kom heim var KÆRKOMIN.
Pabbi fór á sjó með Adda Barðdal í gær og með þeim í för var Rússneski sendiherrann. Eftir sjóferð og mikla og góða veiði vildi sendiherrann bjóða þeim heim í mat og þangað fóru þeir Gö og Gokke.. Aumingja sendiherrann heldur vonandi að þorri þjóðarinnar sé EKKI eins og þeir!! þegar pabbi hringdi til að láta vit að hann yrði ekki mat bað ég hann vinsamlegast að passa sig á tvennu. nr 1. að ekki væru örfilmur í drykkjunum og hann gerður að leynilegum útsendara fyrir Gorba og nr.2. að passa sig að hitta í klósettið ef hann færi á snyrtingu.. Díses maður er farinn að þurfa að ganga um í gúmmískóm hér á safninu góða. Nú meira heyrðist ekki frá þeim gamla fyrr en undir morgun þegar hann stendur hér fyrir utan glaseygur og BERFÆTTUR!!! Höfðu þeir pyntað manninn??? hafði Rússneska mafían fengið hann til að ganga til liðs við sig??? var búið að græða í hann staðsetningartæki??? eða var málið að það var VÍN í boði Rússlands?? Ég er í raun litlu nær því ég sofnaði við söguna af 10 metra löngu matarborði og þjónustufólki á hvern fingur
Addi hafði tapað feitum skildingi í billjard..og fleira og fleira..en heim var hann kominn og það var nú líklega fyrir mestu.
Bjarki hringdi í morgun með Heimþrá hafði verið að hugga Mikael þar sem hann hafði farið að gráta við að tala við mömmu sína og fundið þá að hann var líka með heimþrá.. mig langaði nú bara að stökkva út í bíl og ná í hann.. hvað er maður að gera börnunum að senda þau í burtu og halda að þau hafi gaman að þessu??? en ég náði nú að róa mig niðu og tala hann til eins og ég væri hin saltrólegasta mamma hinumegin á línunni.. guði sé lof að hann sá ekki votu hvarmana. Allavega þá heyrði ég í honum aftur í kvöld og þá var heldur betur annað hljóð í guttanum og hann hinn glaðasti og búinn að fara á hestbak og fjöruferð og fleira og fleira.
úff hvað mér létti.
Anna hringdi líka kl hálf tvö í nótt og þurfti að tala svolítið við hana mömmu sína sem var nú ekkert sérlega skemmtileg í símanum svona ægilega steinsofandi.. en hún hafði það ljómandi og var að koma úr veislu. Segist verkja í fingrunum eftir því að fara að versla.. en hafði náð að hemja sig í Oakley búðinni fyrr um daginn sem telst nú afrek út af fyrir sig.
Norðanheiðafeðgar hafa verið duglegir um helgina að vinna í gestahúsinu og er nú að koma voða fínt lúkk á þetta allt saman.. veit nú samt ekki alveg hvað er með þessa styrkingu i gólfið sem hann er endalaust að bæta við??? ég ætla nú ekki að verða neitt mikið þyngri vonandi?? og ekki ætlum við að geyma fjórar mjólkandi beljur í þessu!!! allavega þá er þetta víst að verða komið hjá honum. veröndin er komin með fjalir þannig að nú er hægt að sitja og horfa yfir leirurnar Hér eru nokkrar myndir sem Siggi var að senda í dag. Búið að fleyga allt og nú er´púðinn tilbúinn til að byrja aftur að slá upp fyrir sökklinum
p.s. Bjössi þú truflar sko ekki mig og hefur aldrei gert er nú bara SVO glöð að ykkur þyki gaman að lesa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 23:25
Og prinsessan varð líka að steini!!!
já það er von að Björn frændi minn álíti svo vera það er nú ekki raunin því seint breytist ég í stein.. þó skessa sé ég oft. Orsakir ritstíflunnar eru nú svona aðallega bara ægilega blöðrur á fingrum og lófum
Ég veit ekki hvað margir höfðu á orði við mig fyrir rétt rúmum 9 mán hvort þessi vinna sem ég væri í, væri ekki full erfið fyrir konur!!! ÉG HÉLT NÚ EKKI.. fann ekki fyrir því að vera að djöflast á þveglum og vélum við að bónleysa og bóna og bera borð og stóla um heilu álmurnar.. EN guð minn góður.. 9 mánuðir í dvala inní afdal hafa ekki haldið vöðvum líkamans í formi það er eitt sem víst er.. og allt sigg sem ég hafði væri vel þegið í stað blaðranna
Ég sagði þegar ég kom heim á þriðjudaginn að ég myndi núna af hverju það væru oftast menn í þessu starfi..PÚFF. En ég er nú að hitna í þessu og finn að gamli krafturinn er að brjótast út. Eftir nokkra daga verð ég orðin askkoti góð. Svo ekki sé talað um hversu vel mér líður andlega að vera að djöflast allan daginn.. fékk enga strengi í hendurnar.. og held ég að það sé því að þakka að ég bar allt bjálkahúsið á höndum mér í síðustu viku
Ekki í heilu lagi samt..hehe
Það eru nú ekki stórar fréttir af reisingu framtíðarkofans. Siggi lét græja grenndarkynninguna og gekk það allt smurt án nokkurs mútur. Hann skilaði inn teikningunum af gestahúsinu.. hann talaði við smiðinn og lét hann mæla og merkja fyrir fleigarann.. sem er nú ekki enn mættur.. ættli hann hafi ekki gefist upp á fleignum og keypt sér flösku!! nee svona segjum við ekki.. hann ætlar að koma í fyrramálið sagði hann í dag. Gröfudrengurinn minn er búinn að keyra í púðann og grafa fyrir færslunni þannig að það er allt klárt. Ég fékk loksins annað tilboð frá Gluggasmiðjunni í dag.. og það var alveg útúr kú þannig að við ætlum að slá til og fá Börkinn til að smíða augun í húsið. Siggi fékk vægt magasár held ég bara við tilhugsunina að ég væri farin suður að vinna, en er nú allur að koma til. Enda er hann með þessa fínu ráðskonu á heimilinu. Elvar er semsagt búin að taka að sér flest heimilisstörf og strax á fyrsta degi var hann farinn að brjóta saman af snúrunni og gera fínt Í kvöld hringdi hann svo og sagði að hann yrði að læra á þvottavélina því það væri að safnast upp þvottur!!! og ég kenndi honum í gegnum síma að setja í vél
Hér með vottast að hann þarf ALDREI að flytja að heiman þessi elska.
Af Önnu er það að frétta að það gekk ægilega vel út til Boltimore og hún er orðin vel brennd á tveimur stöðum - hnjánum og vörunum- veit ekki alveg hvaða stellingu hún er í þarna úti í sólinni.. greinilega með stút á vörum allan daginn. Verð nú líka að hæla henni fyrir einkunnirnar hennar.. hef aldrei séð svona mikla framför hjá henni.. þannig að ef börnin ykkar eiga erfitt með nám þá ráðlegg ég ykkur að flytja 30 km frá allri menningu og þá kemur þetta.. og nóta ben.. ekkert nema RUV sem sést.
Sama er að segja með ormana tvo þeir hafa náð gríðarlegum árangri í vetur. Húrra Hrafnagilsskóli.
Bjarki er búinn að vera í Mosfellsbæ hjá vini sínum frá því á mánudaginn. Farið með honum í skólann nema í gær því það var fjallganga og mjög erfitt kannski að ættlast til þess að gamli bekkurinn beri hann á herðum sínum heilu fjöllin þó hann sé gestur. Fóturinn er ennþá ekki góður en hann er fullviss um að hann batni í nótt því hann er að fara í sveit með strákunum á morgun Hann fékk þónokkuð af pening í afmælisgjöf og ég lofaði honum að kaupa sér einn leik.. honum þótti nú betra að ég væri með í því að velja því amma hans er víst ekkert sérlega fróð um tölvuleiki. en þó svo ég færi með honum í gær að velja þá þurfti ég nú að ná í hann aftur í dag til að skipta þeim leik því vinirnir höfðu reynslu af þessu og þetta væri ekki nógu sniðugur leikur.. þannig að sætaferðir í BT eru að verða daglegar. En ég lét hann nú bara rífa utanaf þessum leikjum í dag svo það yrði ekki aftur snúið
Fórum líka aðeins til Eddu og kíktum á nýju kisuna.. agalegt krútt sem kemur inn með fugla dag eftir dag
Pabbi sprettur alltaf á fætur um leið og ég kem heim, hann vill ekki að ég gómi sig í legunni eftir síðustu skrif mín af honum.. Ekkert of sáttur við kommentið. hehe. og mér sem fannst ég vera frekar nærgætin?? Veit ekki hvort það er nokkuð vit í því að segja neitt frá mömmu... því hana sér maður eitthvað mjög lítið hún er ýmist í eldhúsinu að brugga seiði eða á klósettinu... veit ekki alveg hvað er í gangi en allavega segir hún þetta vera samkvæmt læknisráði!!! Ég segi nú bara SHIT, aumingja hún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 23:34
Steingervinga-safnið!
Bjarki Rúnar á afmæli í dag.
hann er 10 ára þessi elska. Mikið er nú vont að vera ekki með honum., en ég er búin að heyra í honum 5 sinnum í dag og sé hann í fyrramálið þegar hann kemur suður. Hann fékk þessa fínu úlpu með svona brynju innaní til að vera í á fjórhjólinu. Hann spókaði sig um í henni í allan dag í hitanum fyrir norðan og var ekkert smá grobbinn. Hann fékk að ráða ferðinni í dag, og var farið á Greifann, Brynju og vídeóleigu.
Ég er gestur á Steingervingasafni Kópavogs... allavega líður manni þannig..safngripurinn er hann faðir minn sem helst haggast ekki úr stólnum sínum nema með andvarpi og mæðutóni. Safnvörðurinn er hún móðir mín sem stendur sína vakt 24/7 allt árið um kring síðan ég man eftir mér.. hún sér um að snyrta safngripinn reglulega og klæðir hann og fæðir líka. hann þarf í raun ekki lengur að tala því hún er farin að þekkja öll svipbrigði og breytingar á andardrætti og er þá mætt með allt sem hann þarfnast..hvort sem það er kaffi eða að klæða hann í sokkana...Ó mæ god ef ég lendi í svona KERFI þá endilega pikkið í mig...
En eins og á svo mörgum svona gripasöfnum þá lifnar yfir því við og við... þó fólk kannski allmennt sjái það ekki. Allavega náði ég sem gestur að koma gripnum í bíó í gærkvöldi með Viktori. Hann lét það hljóma eins og algerlega hans hugmynd við barnið... sem hafði ekki heyrt fyrirlestur frænku sinnar við steingervinginn
og viti menn ég náði honum úr stólnum á sama tíma í kvöld til að fara með okkur í keilu... þar sem svona merkis-viðburður átti sér stað hringdi ég líka í Mörtu og hún kom með Báru og Gunnar.. Steingerfingurinn og safnvörðurinn áttu snilldar takta miðað við fyrsta skipti þó svo safnvörðurinn sé með marinn þumal eftir þetta og Steingerfingurinn öllu blankari!!
Bára snillingur burstaði okkur öll í þessu og skilur enginn hvernig!!! Afburðar íþróttarmaður á ferð.
Helgin hefur annars hjá mér gengið út á skólann.. og var þessi helgi alveg stórkostleg.. í gær og dag var Jenny sem er sálfræðingur skólans að láta okkur vinna inná við og það krafðist mikillar orku.. það var grátið - hlegið - rifist - og spjallað og allt endaði þetta á ótrúlega góðan veg þó svo gærdagurinn hefði ekki borið það með sér. Í lok helgarinnar áttum við að skrifa á blöð hvers annars eitthvað jákvætt um viðkomandi. Þetta var dýrmætur pappír í lokinn.. 11 manns að skrifa um mann, var skrítið... en gott. gaman að sjá hvernig fólk sér mann. Líka gaman að sjá hversu erfitt það var að skrifa um aðra.. þó ekki alla. þurfti að labba oft að blaði sumra til að koma einhverju á það. Við erum öll svo skemmtilega ólík.
Það hefur nú heldur betur gengið vel með gestahúsið fyrir norðan um helgina.. þakspíturnar og pappinn komin á.. gluggarnir í...og fánastöng á þakið Siggi og krakkarnir verið heldur betur dugleg. Valli tengdó kom líka í gær og bar fúavörn á allt húsið. Duglegur sá gamli.
Gröfudrengurinn byrjaði að grafa í dag aftur og fleigarinn kemur á morgun.. gaman
Bloggar | Breytt 4.6.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2007 | 01:53
Gráa Héraskinn
Föstudagurinn 1. júní
Ætlaði að gera þúsund hluti í morgun og leggja samt snemma af stað suður.. en neinie.. einhvernvegin verða þessir þúsund smáhlutir alltaf að allt og löngum verkefnum.. allavega gat ég náttúrulega ekki farið að heiman fyrr en ég væri búin að þvo pottþétt allan þvott og ryksuga.. því ekki kann neinn annar á ryksuguna eða hvað!! og ekki gleyma að sortera sokkana.. meira bullið. En allavega náði að drulla mér af stað fyrir ellefu og sleppti nokkrum hlutum sem ég ætlaði nú svona helst að gera í leiðinni í gegnum bæinn. Náði nú samt að koma við í Hrafnagilsskóla til að pikka upp bekkjarmynd af Elvari og í Heilsuhúsinu til að tékka með teið mitt.. sem virðist alltaf vera uppselt.. Fann þennan fína héra í öxnadal og náði að halda mér á eftir honum hálfa leið en þá krafðist hann þess að ég færi framúr og notaði mig sem héra
gaman að því.. allavega sluppum við bæði.. ég og maðurinn á gráa bílnum við allar sektir. Snillingar. Á leiðinni notaði ég tíman til að tala við verkfræðinginn sem var ekki klár með dæmið en sagði mér að hringja aftur um 4. og hringdi stanslaust í gluggasmiðjuna en það var aldrei svarað þar.. ætli þeir loki alla föstudaga vegna árhátíðar starfsfólks!!! Talaði líka við Erlu Jó og hún og matti voru að panta sér hjólhýsi.. HVAÐ SAGÐI ÉG.. vissi alveg að þau myndu ekki sleppa því þetta árið þrátt fyrir tilraunir til sannfæringar um annað.
Kom við hjá mömmu áður en ég fór í skólann. Heyrði aftur í verkfræðingnum og hann lofaði að senda teikningar af tilfærslu-hugmyndum fyrir hálf fimm.. en neinei.. ekkert komið þegar ég fór í skólann. Lét mömmu á vaktina við tölvuna því Siggi varð að láta gröfukarlinn vita strax svo við myndum ekki missa hann í annað verk. Verkfræðingurinn hringdi svo um 6 og var þá eitthvað tíndur í tölvunni og gat ekki sent þetta en útskýrði fyrir mér það helsta og útfrá því tókst mér að ákveð tilfærslu á húsinu... 3 metra í suður og 4 metra fram.. taka skyggnið af anganum og þá´ætti þetta að sleppa við meiri háttar aðgerðir í klöppinni.. en samt það þarf að fleiga þónokkuð í viðbót. svo bílskúrinn geti lækkað niður. Púff þvílíkur léttir að vera komin með þetta nokkuð á hreint. Nú þarf bara að tala við Arkitektinn og láta hann græja blað í grenndarkynningu og láta skrifa undir.. held við verðum að fara að finna okkur einhverjar mútur fyrir grannana.. erum að banka uppá með breytingar vikulega
Skólinn var mjög góður vorum með CASE TAKING í kvöld og það gekk bara mjög vel. Var að vísu næst síðust að bera upp mitt case og var þá orðinn algerlega freðin í hausnum.. en það gekk nú samt nokkuð vel bara. Martin sér líkur og mundi í miðjum tíma að hann hefði gleymt bókunum sínum á bílaplaninu þegar hann fór að heiman.. hann á sér engan líkan.
Ætlaði næstum beint í rúmið eftir skóla, bara skreppa rétt til Rutar og Þórdísar og sjá kökugerðina hjá þeim.. en það reyndist vera svona agalega gaman hjá þeim að ég dröslaðist heim að verða hálf tvö þær voru að útbúa svaka veislu fyrir útskriftina hennar Þórdisar á morgun úr listaskólanum. Þórdís er afmælissystir mín.. erum 4 vinir Rutar sem eiga afmæli sama dag
merkilegt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 07:46
Snorraverkefni.
fimmtudagur 31. mai.
fór um morguninn á lóðina og kláraði að kubba húsið..setti þaksperruna með hjálp Eddu Bjarkar "hjúkk að hún kom því ég hefði aldrei náð að gera það ein" það er komin ágætt útlit á þetta núna og næst er að loka þakinu. Siggi kom með mat til okkar í hádeginu og herra Guðfinnur komst í hann og át hann allan.
ég var allan daginn að reyna að ná á byggingarfulltrúa, verkfræðingi og teiknara en náði ekki í neinn nema byggingarfulltrúa seint um síðir og þá hafði hann talað við sveitastjóra sem var bara jákvæður með að færa húsið en sagði við þyrftum bara að fara í gegnum sama ferlið og síðast með að fá undirskriftir og svo þarf það að fara fyrir sveitastjórn. Teiknarinn af gestahúsinu hringdi loks og sagðist hafa verið að klára að teikna og verið að senda þetta í póst.. ég sagði honum nú að mér hefi verið sagt að þetta tæki max 4 daga að gera þetta en nú væru liðnir 12 dagar!!! hann sagði að það hefði aldrei verið pantað eins mikið af þessum húsum og núna. AUÐVITAÐ.
Næst er að bíða eftir verkfræðingi um hve mikið er óhætt að færa húsið.
Seinnipartinn fór ég til Ingu að hitta hana og Maríu Albínu og gera viðskiptaáætlunina. "framhald" gekk bara ágætlega og var mjög gaman.. Inga ætlar að setja upp í reiknilíkan og senda okkur til yfirferðar. Hugmyndin af því hvernig þetta á að vera hjá okkur þróast smá saman þegar við förum í gegnum þetta ferli.. sem er gott því hugmyndirnar eru rosalega margar og þurfti að grisja þær og gera hnitmiðaðra.
Anna María var alsæl þegar við komum heim því hún hafði náð öllum samræmduprófunum og var næst hæðst í bekknum í stærðfræði.. Held að helgin með Mörtu hafi haft sitt að segja í þessu en greinilegt að stærðfræðin liggur best fyrir henni.. Ég skutlaði henni í bæinn til að fara með stelpunum í bíó og halda upp á þennan merka áfanga.. hún gistir sem betur fer hjá vinkonu sinni svo við þurfum ekki að sækja hana.
kvöldið fór í að taka mig til fyrir ferðina og Bjarka því hann fer suður með Önnu á mánudaginn til að fara í sveit með gömlu vinunum. Voða gáfulegt að senda hann í sveit fyrir morð fé þegar maður er með sveit á alla kanta hér í kringhehe. en það verður gaman fyrir hann að vera með strákunum.
Juminn ég gleymdi að segja ykkur það nýjasta. Sigurður er búinn að taka að sér fósturbarn í sumar í þrjár vikur.!!!! ó já það hafði kona samband við hann vegna einhvers Snorraverkefnis og var að leita að fjölsk. sem hann gæti verið hjá, það var búið að hafa samband við aðra ættingja hans en enginn gat tekið að hann að sér og auðvitað gat Siggi ekki sagt NEI. þetta er semsagt tvítugur vesturíslendingur sem býr í Kanada og er að læra stjórnmálafræði...langamma hans og langamma Sigga voru systur. Hann er búinn að fá vinnu á tjaldstæðinu á Hamri og mun verða hér. ég sé þetta alveg í anda þar sem Siggi er nú ekki það mikið heima að ég muni sitja hér og spila Ólsen við hann öll kvöld í 3 vikur. ó mæ god. En það verður að gera gott úr þessu og vera jákvæður. hann hefur gaman að útivist, börnum og dýrum þannig að hann verður bara ÚTI með GUFFA og STRÁKANA... jáhá.. þetta verður kannski ekki svo galið kosturinn sem ég sé kannski stærstan við þetta er að hann talar sænsku og mér veitir ekkert af því að bursta rikið af henni og svo er nú gott að slípa sig til í enskunni líka. Það er nú samt alveg merkilegt með okkur hjónin hvað það virðast alltaf detta inná okkur fólk sem vantar samastað
María amma er áttræð í dag.. mamma pabbi og Sæmi og Marta fóru til hennar með köku en ég kíki á hana á morgun þegar ég kem suður. TIL HAMINGJU AMMA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 08:56
Trukka-kelling
Brunaði á lóðina fyrir átta í morgun og byrjaði að kubba.. juminn hvað þetta er gaman.. allavega þetta gekk ljómandi vel og verð að koma með stiga á morgun til að gera meira..varð líka að hætta kl 11 því ég þurfti að redda smá í búð fyrir afmælisveislurnar í dag. Meðan ég var að kubba kom bíll að og var að fylgjast með hvað ég væri að gera.. einhver eldri maður og ég bara brosti til hans.. eftir smá stund kom hann útúr bílnum og sagði "á ég að trúa því að þú sért ein að byggja þetta"
hann greinilega ekki vanur trukka-kellum. ..hehe mér leið ekkert svakalega kvenlega eftir þetta.
Rúmlega kl 12 mættu 11 strákar í afmæli til Bjarka Rúnars og það var svakalega mikið fjör og honum var keyrt um allt í stólnum alsælum. Strákarnir voru svo að tínast heim heim til að verða hálf 7 en þá var einmitt næsta veisla byrjuð því tengdamamma á afmæli í dag og við buðum henni, Eddu, Önnu Tobbu og Guðmundi í mat. Þær systur eru orðnar óttalega gamlar og báðar tengdar súrefni þannig að það voru átök að koma þeim og græjum upp stigann. en þetta gekk allt saman vel og Denný geislaði meir en ég hef séð mjög lengi. Erla Sigrún vinkona á afmæli líka í dag og ég var búin að heyra í henni tvisvar í dag áður en ég mundi það en náði að redda þessu með því að senda mömmu með pakka til hennar því hún flaug suður í dag. HJÚKK
Ásta Lovísa er dáin..hef verið að fylgjast með henni á netinu..þetta er mikil sorg en hennar blogg hefur fengið mann til að hugsa um hve heppinn maður er að fá að vera heill og geta verið með börnunum sínum. Hún var hetja. Á ekki orð sem lýsa henni betur.
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 00:54
Timburmenn og aðrir velunnarar
Föstudagurinn 25.mai.
Sæmi og fjölskylda komu í mislukkuðustu pítsu ever og borðuðu hana með GERVIBROSI á vör.. Íris og stelpurnar komu og Katrín varð eftir í gistingu.. rosa gott að fá að hafa hana smá...ég var búin að græja tíma í nudd og tíma hjá spákonu handa Írisi þannig að hún beið spennt eftir laugardeginum.
Laugardagurinn 26. mai
skítaveður... Gestahúsið ekki komið á lóðina..fórum í húsasmiðjuna og létum aðeins heyra í okkur og gerðum þessi ægilega fínu kaup á borvél... sem var rúmum 1000 krónum dýrari en að kaupa aukabatterí í hina velina og með þessari var líka auka batterí!! Sko alltaf að græða okkur sagt af timburmönnunum að húsið væri á leiðinni á lóðina ...með dóti sem smiðurinn var að versla i uppsláttinn.
Klippti allan karlpeninginn
BORING...en samt gaman að klippa Elvar því hann vildi nýja klippingu og endaði í rosa greiðslu..."Jogvan-greiðsla" og nú vill hann bara fá gat í eyrað svo hann rokki feitt.
Forum í fermingu hjá Árna og Sigrúnu .. mjög fín veisla heima hjá þeim. grill og læti.. Inga og Finnur komu og það var ægilega gaman að sjá þau sem aðra..og þangað komu Rut og Sebastían líka og fóru með okkur heim með stoppi í Pésanesti til að kaupa Djúpsteikta pylsu, egils appelsín í gleri og lakkrísrör.. Típísk útlendinga-nammi jhhuuu það var svo gaman að kom svo heim og fá allt gossið sem Rut var að koma með úr útlandinu... allslags remedíur sem ég hafði pantað og svo auðvitað Kitchenaid vélin
vó hvað það verður gaman að baka núna. Og um kvöldið bakaði ég og bakaði fyrir ferminguna hans Viktors en án nýju vélarinnar þar sem ég fann ekki straumbreytinn
jæja skítt með það. Við allavega töluðum og bökuðum fram á rauða nótt og Rut sem var svo agalega mikið búin að ákveða að fara snemma að sofa.
Sunnudagurin 27.mai
hugguleg systkin
Í dag er Viktor Ari fermdur fyrir austan... TIL HAMINGJU
Siggi og Elvar fóru snemma af stað til að vinna á lóðinni en ég varð eftir til að geta eytt morgninum með Ruttlunni og Sebba.. það var drukkið úr bolla en gafst nú ekki tími til að lesa í hann fyrr en daginn eftir... Rut, Sebastían og Anna María fóru svo á LJÓTA rauð á Húsavík í fermingu og komu við á bóndabæ hjá vinkonu Rutar og fóru í fjós og á hestbak... og það fór víst áreiðanlega ekki á milli mála á liktinni sem kom með þeim heim.
svo ég tali nú ekki um útlitið á Sebastían því hann hafði verið að hoppa og lent á gluggasillu og var stokkbólginn á munninum og önnur framtönnin skökk.. Á það hefur verið vont. Ég aftur á móti fór á fjórhjólinu með Bjarka um hádegi uppá lóð og var þar að vesenast. Húsið var komið og við bara stóðum og snérum og fléttum þessum teikningum endalaust og ég gat ekki séð neitt annað útúr þessu en bara mynd af básum í fjósi.!!. Á fólk almennt að skilja þetta???? og svo toppaði nú
alveg þegar ég sá skrifað að þetta tæki max einn og hálfan dag!!!! jájá einmitt og ég var nú þegar búin með hálfan bara við það að sjá hvað væri á þessum teikningum..Ég hringdi S.O.S í Sæma bróðir og hann kom um hæl og lagðist yfir þetta með okkur og úr varð að hann varð eftir og hjálpaði okkur að byrja á grindinni
Sæmi skipaði Sigga fyrir með harðri hendi eins og þið sjáið.....DJÓK
Um kvöldið kom María systir á loðinna og ég fór með henni og Mörtu á Dalvík til að skreyta salinn og setja á kökur.. vorum að til 3 um nóttina og ó mæ god hvað það var mikið hlegið og fíflast..Hitti Jón Ægi og það var ægilega gaman að sjá hann eftir öll þessi ár.. held það séu að verða 7 ár síðan við sáumst siðast.. púff hvað tíminn líður.. en svo sem engar stórvægilega breytingar a honum.. jafn jarðbundinn og settlegur og áður
Gestir á lóð í dag: Edda Björk -Anna Tobba - Guðmundur - Stebbi - Kiddi - Mamma - Pabbi - Sæmi - Marta - Bára - Brynja - Björk - María - Íris - Sveinn granni -
Mánudagurinn 28 mai
Dagurinn byrjaði með símtali frá smiðnum. þeir mættir á lóðina til að gera sökkulinn undir íbúðarhúsið og sáu þá að þetta er ekki að ganga. þeir hafi mælt eitthvað vitlaust og austurveggurinn sé 5 cm frá klöppinni... ekki séns fyrir mig að opna hurðir aftan við húsið og hvað þá að dreina.. ég náði ekki að vera neitt sérlega reið því eiginmaðurinn TROMPAÐIST
það var ákveðið að hittast morguninn eftir með byggingarfulltrúa og fleirum og skoða þetta.
Um hádegi var brunað á Dallas city í ferminguna sem tókst svaka fínt.. fermingarbarnið geislaði og maturinn ofsa vel lukkaður. Ég fór í bæinn með Maríu og Einari eftir tiltekt og beint á lóðina þar sem strákarnir voru byrjaðir að djöflast við að setja meiri styrk í gestahúsið... Við mæðgur umstöfluðum öllum bjálkahúshaugnum því auðvitað voru grunnspíturnar neðst!!! mjög smart.. Sæmi og Bára komu um kvöldið í vinnufötum og það var hafist handa við að sortera allar spýtur og setja fyrsta hringinn í bjálkunum.. húsið stillt af og þessháttar.. sáum að það vantaði helling að drasli í þetta. þetta var yndislegt kvöld, stafalogn og rauðglóandi himinn, ROSALEGA flott útsýnið af loðinni. um miðnætti vorum við að tía okkur heim en þá vildi Bjarki sýna okkur eitt stökk yfir skurð sem endaði með þeim ósköpum að hann rak tánna í þúfu og lenti á höfði og hné á í botninum... Við vorum vorum viss um að barnið væri hálsbrotið en hann öskraði bara gríðarlega að það væri bara fóturinn.. ég ætlaði ekki að þora að taka hann úr buxunum því ég var svo hrædd um að hann væri brotinn.. hann fann svona gríðarlega til í lærinu og mjöðminni.. honum var dröslað inní bíl að lokum og ætluðum að bruna með hann heim.. en viti menn bíllinn var RAFMAGNSLAUS það hafði gleymst að slökkva á spennubreytinum sem er notaður í DVD spilarann.. ohhh dem. Stebbi granni var sem betur fer ekki sofnaður og gaf okkur straum... Mikið var gott að þessi dagur var búinn..
Þriðjudagurinn 29 mai.
Bjarki gat sig hvergi hreift þegar hann vaknaði og ég ákvað að fara með hann á slisó til að tékka hvort þetta væri allt í góðu..jájá bara mikil tognun í rassi læri og nára.. doktorinn segir að þetta geti tekið mjög langan tíma.. GUÐ MINN GÓÐUR og hann er að fara suður til að fara í sveitabúðir með gömlu vinunum eftir helgina meðan ég ætlaði að vinna í borginni... TÍPÍST..ég skutlaði honum heim og setti í skrifborðsstól á hjólum og lét Elvar sjá um að keyra hann á klósett og fylgjast með honum.
Brunaði uppá lóð og fúavarði grindina á gestahúsinu.. eftir að hafa farið um allt að leita að penslum.. nú eru bensínstöðvar ekki með neitt svona lengur..nei nei.. bakarísbrauð og pylsur og mjólk hafa tekið völdin.. bensínbúðavörurnar fá endann á einum rekkanum !!!! Byggingarfulltrúi og mælingarmaðurinn á verkfræðistofunni komu ásamt smiðnum og okkur.. það voru skrautlegar umræður og hlaup með mælitækið og alltaf kallaði hann uppfyrir sig og saup hveljur. Byggingarfulltrúi spurði mig hvernig mér hafði dottið í huga að byggja svona hús í þessu landi en ég gat nú bent honum á að ég hefði komið til hans til að fá uppi hvaða möguleika ég hefði á húsi og hann hafði þá tekið skírt fram að það skildi vera eins og reglugerðin segði til um!!!! ég benti honum á að eina húsið sem mögulega væri gáfulegt að byggja á þessari lóð úr þessu væri súrheysturn nú svo byrjaði umræðan um hvort við mættum færa húsið enn framar útfyrir byggingarreit og það var nú hreint ekki sniðugt í byrjun en í lok umræðu var það
auðvitað eina vitið að þeirra mati að gera það... RAGNAR REIKÁS hvað?? verkfræðingurinn sagði mig vera agalega í samskiptum því ég hefði beytt hann allt að fjárkúgun og ekki nokkur leið að segja nei við mig
hvaða hvaða. Allavega nú ættlar hann að teikna útfærslur af planinu ef við færum husið enn framar og 5 metra í suður...því það er aðalvandamálið að það sé ekki svívirðilegur halli uppi bílskúrinn. þetta þarf allt að fara fyrir allar nefndir á ný og grendarkynning og allur pakkinn... við erum að tala um hellings seinkunn.. fyrir utan að að er nú ekki viss að við fáum á næstunni einhvern til að fleiga þetta og grafa. byggingarfulltrúi ætlar að tala við sveitastjórann og heyra hvað hann segir áður en við æðum að stað í allar breytingar á teikningum og fleira.. Byggingarfulltrúi æddi svo uppað grindinni á gestahúsinu og byrjaði að segja þetta allt kolólöglegt ...uppistöður ættu að vera steiptar niður en ekki rafmagnsstaurar og fleira og fleira. jæja þeir fóru svo og ég gat byrjað að leika mér að kubba ómöglulega húsið... og svona leit það nú út þegar ég fór heim um kvöldið.. náði í mömmu niður í Rán því hún ættlar að gista hjá okkur í nott og fór yfir rafmagnsteikningarnar með Sollu í leiðinni.. þetta er að verða voða fínt.
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 22:39
Heima-hangandi
Já það er víst eins gott að ég er heimahangandi húsmóðir... maður er bara eins og í hálfu starfi í skóla barnanna.. ég var t.d í honum í dag frá hálf eitt til hálf 5. Ekki misskilja mig því ég hef mjög gaman að þessu... þar sem ég hef tækifæri til þessa alls.. en ég vorkenni sveittu foreldrunum sem koma á harðahlaupum allt of sein og örugglega með misánægða yfirmenn eftir í vinnunni..og það er allt of stutt síðan ég var í þessari stöðu að koma allt of seint eða komast bara alls ekki.. Því það að vera með 3 börn í skóla og tónlistarskóla og íþróttum er sko bara aldeilis heill hellingur. Allstaðar er verið að auka samstarf foreldra á þessum stöðum og það er yndislegt að hafa kost á því að taka svona mikinn þátt í þessu öllu en stundum er gott komið of langt framyfir gott. Í dag var skráning í tónlistarskólan fyrir næsta ár.. og lauk skráningu kl 1 í dag og ekki tekið við skráningu í gegnum síma!!..og svo var kynning hjá báðum drengjunum á starfi sínu í vetur.. sem var rosalega skemmtilegt og þeir þvílíkt stoltir með sig... gaman hvað starfið gegnur mikið út á jáhvæða hluti og að draga fram kosti hvers og eins og lofa þeim að njóta sín. Allstaðar heyrir maður að foreldrar eru að kikna undan þessu og þá sérstaklega í íþróttarstarfinu því það gengur allt útá það að vera AFBURÐAR í greininni og það krefst þess að börnin þurfa að mæta 100% á æfingar því annars eru þau ekki að funkera innan flokksins.. og þá krefst það þess að fjölskyldur þurfa að haga öllum fríum útfrá því og það er ekki hlaupið að því að finna lausar helgar þegar það er verið að keppa allar helgar hjá sitthvoru barninu. Er samt ekki svolítið skrítið að við hlaupum á eftir þessu!! þurfa börnin ekki að læra að það er ekki hægt að vera allstaðar og eru það ekki í raun við foreldrarnir sem verður að stjórna þessu svolítið en ekki láta tómstundirnar stjórnar fjölskyldunum..þarf ekki að fara að afnema þessa stjörnudírkun í barnastarfi.....og gefa öllum börnum færi á að stunda íþróttir... því ekki eru þær nú ókeypist!! auðvitað verður maður spenntur ef barninu mans gengur vel en það er spurning að reyna að ná upp gamla ungmennafélagsandanum þar sem allir voru mikilvægir fyrir heildina... meira að segja ég fekk að vera með.. ÁFRAM DAGSBRÚN hehe
Ég fór á arkitektastofuna og drengurinn var ekki búinn með þetta en lofaði að skila þessu inn til byggingafulltrúa á morgun.. eins gott að hann standi við það blessaður. Fekk formlegt bréf í dag um samþykkt fyrir allt að 20 fm aukahúsi á lóðina
Húsið var komið í Húsasmiðjuna og verður keyrt heim á lóð á morgun... kanski við getum byrjað pínu seinnipartinn á morgun að skoða þetta.. það verður gaman.
Keypti í bakkelsið fyrir ferminguna hans Viktors... nú er eins gott að þessi handsnúni ofn klikki ekki... reddaði líka bökkum undir og formum fyrir kransatertuna.. og það er bara fimmtudagur.. hver segir svo að ég sé alltaf á síðustu stundu!!! hehe ættli ég verði svo ekki á sunnudagskvöldi fram á nótt að baka. Hlakka til að sjá Viktor og krakkana á á sunnudaginn því það er HRÆÐILEGA langt síðan ég hef séð þau. Svo koma nú Sæmi og fj og gamla settið og íris og stelpurnar á morgun og svo fjölgar þessu dag frá degi
þetta á eftir að verða WILD helgi..
Elvar fór á bekkjarkvöld áðan og var svona ægilega gaman.. allir að byrja með öllum!!!..en hann ættlar að bíða eftir sinni draumadís.. hún er nefnileg á föstu núna.. Var þetta svona þegar ég var 11?? nei nei alveg VISS. Nú svo kom nú Dýrhildur heim rétt í þessu úr ferðinni hund-lasin... full af kvefi og fínheitum.. en voða sæl með allt saman.. að ég held því hún er svo úldin að ég hreinlega á erfitt með að einbeyta mér. eins gott að það eru ekki lifandi blóm hér inni því þau væru öll dauð núna. hún verður mareneruð í hvítlauk á morgun...í eyru - nef og munn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 23:12
Vera mín!
Vera hringdi í kvöld.. ég skamast mín að vera ekki búin að hringja í hana... Vera er grannkona mín úr Mos. Held ég hafi bara aldrei átt eins góðan granna.. það var margt brallað saman, allt frá þvottavélaviðgerðum í svakalegar fjallgöngur..spjallað í blómabeðum eða yfir Rauðu í eldhúsinu eða i pottinum.. Vera er ótrúlega greiðagóð og ávallt EKKERT MÁL með alla hluti.. Þegar við fluttum í Mos var hún strax komin að bjóða fram aðstoð sína ..Við söknum hennar og strákanna hennar rosalega.
Myndin var tekin þegar við fórum nokkrar vinkonurnar í jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuhals.
Í dag fór ég til arkitektsins.. og hann var þá farinn til spánar!!! og teikningarnar ekki til. en einhver stráklingur á stofunni lofaði að klára myndirnar af sökklinum fyrir hádegi á morgun.
Sigrún hringdi og við áhváðum að fara saman að borða.. langaði að vera útaf fyrir okkur og fórum þvi í salatbar Hagkaups og settumst svo út í sólina sem lét sjá sig í korter í dag.. að vísu voru þetta sýningar-sólhúsgögn.. og vöktum við óþarflega mikla kátínu margra sem áttu leið um.. spurning að taka með sér pylsur næst og prufa grillin þarna. Sigrún var HIMINSÆL .. ekki að spyrja að því.
Heyrði í Önnu aðeins og hún alsæl í borginni... keyrandi um í lommósínum og voða sport,búin að fara í rafting - hestbak - adrenalíngarðinn - bowling - luxusbíó.. verður gaman að fá hana heim og heyra alla ferðasöguna... að vísu var hún fúl yfir því að það er búið að fresta kastljós-uppákomunni. þannig að hún missir líklega af þvi þar sem hún er að fara út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 00:10
millistikkið
Mér líður eins og millistikki í dag. furðulegt með þessa iðnaðarmenn.. þeir virðast ekkert geta rætt saman. láta mann bera allt á milli sína.. og þar með talið skítkast og leiðindi.. Á MJÖG ILLA VIÐ MIG. Skil ekki í sambandi við iðnaðarmenn.. afhverju segja þeir ekki bara satt!!! að þeir komi ekki í dag eða að þeir tefjist.. eða eitthvað annað en segja alltaf að þeir séu að koma og koma svo ekki??? bara algerlega ómögulegt að skilja þessa samskiptartækni. Ég yrði bara alls ekkert fúl ef það yrði sagt við mig "Guðrún mín ég bara kemst ekki í dag því verkið sem ég er í seinkar" nú Þá yrði ég kanski pínu fúl en myndi samt alveg skilja það og ekki verða galin að bíða allan daginn eftir þeim... fattiði? kanski ég þurfi að fara að halda IÐNAÐARMANNASAMSKIPTARNÁMSKEIÐ
En kanski er mér ættlað að byggja skel utanum mig sem lætur mig hætta að taka allt inná mig og vilja alltaf að allir séu vinir í skóginum. Kannski þetta sé bara guðsblessun að vera millistikki iðnaðarmanna.
en semsagt lóðin er algerlega óbreytt síðan í gær.
Ég setti mig í stellingar og fór í bankann í dag, straujuð, nýgreidd og máluð í saklausum tónum. Hélt ég þyrfti að leggja fram allslags gögn og þannig til að fá að vita hvort þeir myndu lána mér peninga þegar ég væri búin með mína.!!! ó neinei.. var ekki einusinni spurð um kennitölu ... bara hvort ég væri í viðskiptum við þá..FRK þjónustufulltrúi sagði mér bara að hringja þegar mig vantar pening og þá verði sett inn heimild og ekkert mál.. og svo þegar húsið er til taki ég bara lán og borgi upp pakkann.. er nú ekkert sérlega spennt fyrir 16.9% vöxtum á yfirdrætti. þegar íbúðalán eru með 4.9% vöxtum.. en ættla nú að hugsa þetta smá og sjá til hvað ég geri.. kannski mér verði boðið betri díll annarstaðar. væri vel þegið að fá smá ráðleggingar um þetta. nema ég bara hringi á morgun og láti setja inn heimild og stingi svo af til HONDURASS.. right.. neeeeeee er með nógu stóran rass.
Það var hverfisfundur í kvöld í Brúnahliðarhverfinu.. allir mættir nema hjónin á Álfaklöpp þannig að nú hef ég hitt alla grannana. þetta er hörkulið og situr ekkert á skoðunum sínum.. það var mikið og hátt talað, gaman að því. það sem er EKKI hvetjandi er að fólk klappar manni á öxlina og segir.. uff ég fæ bara hroll þegar ég hugsa hvað þú átt fyrir höndum næstu mánuðina.!!! segið mér ... er sjarminn farinn af því að byggja.. er það out? eða voru þau bara sérlega óheppin í þessu ferli sínu.. vona að það sé þetta síðarnefnda .. því ég ættla ða hafa þetta sjarmatímabil sem ég horfi til baka með stolti.. eins gott að ég lesi þetta á hverju degi til að muna það
góða nótt allir og Sæmi ég bið að heilsa þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)