Færsluflokkur: Bloggar

Gluggagæjir.

guffGærdagurinn byrjaði með látum þvi Siggi var að fara suður að vinna og Anna var að fara í skólaferðalagið og drengirnir í skólan og mamma og pabbi að leggja í hann suður að vísu með vinnustoppi hjá pabba á Siglufirði..no comment um það að mamma fór með og beið í bílnum í fleiri klukkutíma á meðan.Errm  allavega það var verulega hljótt rúmlega 8 þegar við Guffi vorum eftir hér tvöSmile  Guffi var að vísu svo ægilega þreyttur eftir lætin á lóðinni deginum áður að hann bara nennti ekki með mér í göngu..stóð bara í hurðinni og horfði á mig, teigði sig og lagðist á mottuna.. þannig að ég lofaði honum bara að vera heima að sofa á meðan.

 Stjáni Kyntröll hringdi út af Gluggasmiðjunni og Siggi fór uppeftir og sá þá að þetta tilboð var gert í allt öðruvísi glugga.. að vísu mun vandaðari gluggar en með mun breyðari póstum.. þannig að í dag verð ég að fara og líma hvítt límband á glugganan hjá Helgu granna og sjá hvort mér finnist þetta ekki skemma útsýnið að breikka þetta.. voða flækjur alltaf hreint.

puðiÉg fór með grendarkynninguna á hreppsskrifstofuna og Bjarni sagði mér að það yrði fundað á morgun "í dag" um málið.  Kom við á lóðinni og kíkti hvað hann hefði gert og mér sýnist þessi púði vera klár.. allavega allt þjappað og fínt núna.  Ekkert sást til smiðanna á minni lóð en ég sá að þeir voru á fullu að vinna á Lúlla lóð.  Lúlli - labbakútur hefur nú líklega örlítið meira tak á þeim en ég.. enda á ég ekki banka og flugvél.Smile sem væri nú samt ansi huggulegt því þá þyrfti ég ekki að fara í dag í bankann og ath með hvernig lán ég á að taka.  Og þá væri ekkert vesen að komast suður í skólann og svona ef eg væri með flugvél..  En svona svo þið vitið það þá er bílskúrinn minn stærri en hans ...en bílskurshurðin hans er breiðari... það er nú kanski svo hann komi flugvélinni inn... jájá iðnaðarmennirnir eru nú með þetta á hreinu hver er stærstur hvar.Joyful

Ég fór svo inní bæ og ættlaði að fara í búð en þá hringdi tannlæknirinn og ég átti að vera þar með Elvar.. steinglymdi því auðvitaðWoundering þannig þá hóft leitin að kauða en hann fannst hvergi.. fór til afa sins eftir skóla og þeir bara gufaðir upp.. en fundust nú fyrir rest í sundi.Pouty þá var ég búinn að missa tímann hjá tannsa og fer í staðinn á eftir til hans með dýrið.  Bjarki hringdi og var búinn á frjálsíþróttaræfingu og ég að stað að ná í hann.. og gleymdi því algerlega að fara í búð..alger gufa.

stöllur Inga Magg og María Albína komu seinnipartinn til að gera viðskiptaáætlunina.. Við fengum nefnilega stirk til að stofna fyrirtæki á vegum Vaxtasamnings Eyjafjarðar.  þetta gekk svona ágætlega þrátt fyrir öll dýr og börn.  Var að spá í það þegar þær voru farnar.. að aldrei myndu karlmenn gera þetta.

Við Bjarki vorum búin að baka köku og það bjargaði hlutunum í byrjun en auðvitað voru langtímaáhrifin að sykrinum kanski ekki beint góðWizard  

Inga og ég höfum þekkst mjög lengi og Inga er Fyrsta sambýliskona mín.Smile já já við leigðum saman í denn í Tjarnarlundi og það var svaaaaakalega skemmtilegt.   Svo  bjó ég heima hjá  henni á Stað þegar ég vann í Staðarskála..vorum eins og samlokur á þessum árum.  Hún er alger orkubolti..er íþróttarkennari í MA og er með ungabarnasundið líka hér á Akureyri ásamt mörgu fleiru.. "líklega ofvirk".  María Albína er með Ingu í Nuddskólanum og ég kynntist henni bara í gegnum Ingu. Hún er hjúkka með kennsluréttindi og er forstöðumaður á Öldrunarheimilinu í Kjarnalundi og kennari í Fjarnámi VMA og HA.. fráskilin 3ja barna móðir.. kjarnakona.Cool

 


Gestabók..

Siggi og Elvar fóru á fjórhjólinu yfir á lóðina í dag og við hin svo á eftir með nesti og allt hafurtaskið.. hjúkk að maður er ekki á yaris .. öll verkfærin kæmust aldrei um borð ásamt börnum og hundi.. Kipptum Önnu upp á Hrafnagili því hún svaf þar..blessunin... og var líka svona upprifin að koma með okkur á lóðina að vinna.. en það er ekki tóm sæla að vera unglingur..Frown og enn ömurlegra að fá enga vorkunn..en það kom nú smá bros á hana núna í kvöld þegar hún fekk að keyra á leið í bæinn.W00t

Við veltumst þarna um í moldinni og vorum með tommustokk og réttskeið og allslags hjálpartæki og þrættum um hvernig fynna ætti réttu hornin.. og svei mér þá, það leynist ekki nokkur verkfræðingur í mér... en mér tókst nú sat að finna þetta nokkuð út fyrir rest. og láta Sigga trúa því að þetta væri rétt..Whistling

nestibjarkiMamma og Pabbi komu og drukku með okkur í hádeginu í lautinni góðu. Og drifu sig svo í heimsóknir í bæinum.  Bjarki mátti ekki vera að því að drekka með okkur því hann var að keppast við að fylla uppí skurð!!

 

siggvall Valli kom líka að hjálpa til og fór ófáar ferðirnar með hjólbörurnar.. 70 og eitthvað hvað!!!

 

Bjarki var kominn með vin undir arminn strax um hádegi og horfinn með honum inní Karlsberg.  Elvar bara stóð og horfði á þetta og spurði svo "hvernig fer hann að þessu, hann finnur sér allstaðar vini"  já það er ekki slor að hafa þá hæfileika. 

 

Við vorum boðin inní kaffi í Brúnuhlíð 2 og þvílíka hlaðborðið eins og æfinlega á þeim bænum.. þar voru Gulli Búi og Sygna og voða gaman.  Stebbi ráðlagði okkur að fá okkur gestabók strax í byrjun því það væri voðalega gaman að sjá hve margir eru að koma á góðum dögum í heimsókn.. rétt að droppa við á rúnntinumHappy   ég ættla bara að skrifa það hér fyrir neðan færslurnar..þá sem ég man.. þar til kofinn verður til.. þá get ég sett bók þar.

Gröfukarlinn ekki kominn um 3 og þá hringdum við í hann og hann sagðist alveg vera að koma .. hann kom svo hálf 6 og ættlar að djöflast í kvöld við að klára þetta. 

Við Anna fórum svo á fjórhjólinu heim því prinsessan er að fara í skólaferðalag á morgun og þarf að taka sig til.  5 daga ferð og þvílíkt prógramm í gangi.. meira að segja 3 þeirra að spila og syngja í kastljósi með frumsamið lag á fimmdudaginn.. hæfileikaríkir ormar í þessum skóla. 

Gestir: Valli - Mamma - Pabbi - Gunni Karls og frú - Stebbi - Helga - Jökull litli - Thelma

 


Slidda - rigning - kuldi

já maður getur nú ekkibeðið um gott veður alla daga.. held það eigi nefnilega að vera gott á morgun. við allavega ekki í stuði til að fara að moka á lóðinni í dag þannig að Siggi fór að gera við bílinn og ég og strákarnir fórum í bæjarferð.. í húsasmiðjuna að kaupa smotterí í litla húsið og til tengdó.  Sú gamla nú öllu skárri en í gær.

Pabbi kom hér með rútu um hádegi með hóp fólks... þessa helgi er rejunion hjá Laugaskóla og eru að ég held 45 ár síðan þau voru þar.. þetta var hið hressasta lið sem fór í súpu og fínerí á smámunasafninu hér niðri og börnin fóru niður ... því afi vildi nú fá að monta sig á barnabörnunum.. ég náði að koma mér undan því.Tounge 

19.mai19.5Smiðurinn kom á lóðna í morgun og merkti og mældi allt fram og til baka.. og nú er hann 90% viss um að það þarf ekki að fleiga meira.  HJÚKK.. Gröfukarlinn er ekki búinn að gera allt sem hann á að gera.. veit ekki hvað er í gangi... en nenntum ekki að hringja og vera leiðinleg.. latum smiðinn um það baraWink

 Nú er ég búin að fatta hvernig ég set inn myndir þannig að ég mun bæta inni færslurnar hér á undan smá saman... Duglegust..ha?W00t


Gufunes-radíó!!

ó já.. það er sko allt að gerast núna.. mættum á arkitektastofuna i morgun til að ná í grendarkynningardótið.. en á var það ekki til að við máttum koma aftur kl 2 að ná í það.  Frown Hreppsskrifstofurar loka sko kl 2.. en jæja.. við áhváðum þá að hringja bara í Bjarna og ræddum við hann.. og það var áhveðið að þetta væri í lagi..þannig að nú mætti redda teikningum að húsinu og leggja inn til byggingarfulltrúa og skila inn grendarkynningunni.  Grin jhíííhú.  

fór með fordinn í skoðun og hann flaug í gegn.. hann sagði að ég hlyti að keyra of hratt því klossarnir voru orðnir slitnir.. og samt frekar nýjir.. en iss hlusta nú ekki á svona bull.. keyri alltaf MJÖG rólega.

gömlufórum yfir á lóð og mamma og pabbi komu lika þangað.  herra gröfukall auðvitað ekkert búinn að gera.Crying þannig að það var hringt örlítið pirraður í hann og hann lofaði að koma um kaffi og klára þetta í dag..  Smiðurinn kom lika og sagði að þeir væru klárir núna og það yrði bara að klárast að gera púðann Í GÆR. 

Fórum í hádegismat á Greifann með herra Gufunesradíó og mömmu.  pabbi taldi sig vera að hvísla um fólk á næstu borðum en ég sver það að fókið sem keyrði framhjá heyrði ALLT sem hann sagði.. Dísesss maðurinn verður að fara að fá sér heyrnatæki.. næst verður bara farið með hann í lautarferð.Blush ég bara þakkaði fyrir að síminn hans hringdi ekki lika því þá hefði bara þurft að loka staðnum vegna hljóðmengunar... maðurinn þarf ekki síma innanlands... það er alveg deginum ljósara..  En þetta var nú samt mjög gaman.Smile

nú eftir matinn var að ná í dempara fyrir rauða vibbann..ég bara get ekki vanist þessum bíl.. hann er svo eitthvað ógeðslega illa lukkað eintak... nú allavega.. Siggi hljop inní  bílanaust að ná í þá og svona til að þið gerið ykkur grein fyrir því hvað hann er alltaf lengi inní búðum þá sat ég í bílnum á meðan og náði að hringja ...heim-tengdó-elliheimilið-erlu- sigrúnu- og svo kom Gunni frændi inní bílinn og kenndi mér helling á GPS tækið þannig að þið sjáið að siggi og búðir eru ekki snögg-afgreiddar.. bara átta mig ekki á þessu búðaveseni.. ég bara get ekki ÞOLAÐ að fara í búðir.. það er eins og það þykkni upp inní mér og þoka niður fyrir háls því ég sé ekkert og heyri bara suð..já og bara liður illa.. en ég eyði ekki á meðan.. það er nú plúsinn við þettaGrin

nú svo var náð í teikningarnar og farið til Árna að fá lánaðan járnkarl..  í Húsasmiðjuna og panntað gestahúsið og keyptir vinklar og boltar í grindina á því...á og ein malarskofla.Wink  

linanheim og skipt um föt og farið yfir á lóðina og byrjað að moka og moka holur fyrir staurana.Happy ótrúlega þægileg tilfynning að vera byrjaður á þessu ... náðum að grafa fyrir 3 staurum og festa tvo..maður varð nú bara pungsveittur af þessu.. gríðarlegt þrek í manni.. 

Gröfukallinn var ekki kominn þegar við komum um 6 leitið á lóðina og við hringdum í hann tila ð ath hvenær kaffi væri hjá honum og hann kom stuttu síðar og ættlaði að byrja að vesenast en þá fór ekki beltagrafan í gang og það þurfti að bíða eftir varahlut... og svo kom nú hann og í gang fór hún og hann kláraði að jafna út grjótið.. þá ættlaði hann að fara að þjappa.. en þá ættlaði dráttavélin aldrei að fara í gang .Pouty  hjólbaraloks fór hún í gang og hann fór eina ferð eftir lóðinni en sat þá fastur... dráttavelin of létt fyrir þjöppuna... segi nú bara.. er þetta í fyrsta skipti sem maðurinn er að gera þetta.. þannig að hann þurfti að fara heim og ná í aðra vél.. og var ekki kominn þegar við fórum rétt fyrir 9.. og hanns em var búinn að lofa smiðnum að vera búinn með þetta í fyrramálið.  en nóttin er ung.. hver veit hvað gerist.

 


Gamla settið komið.

vekjaraklukka vakti okkur rúmlega 7 í morgun.. ég hljóp af stað og fann hana loks inni hjá Bjarka... hann auðvitað steinsvaf í þessum látumSleeping... og þegar ég vakti hann sagðist  hann hafa ættlað að vakna snemma til að horfa á mynd ÁÐUR en við vöknuðum.. RIGHT, hann snéri sér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa, en við hin vorum auðvitað öll glaðvöknuð.Angry virkilega sniðug hugmynd.

Vorum mestmegnis af deginum í dag að grafa fyrir gestahúsinu.. Heimir smiður kom til að mæla út húsið en hvartaði mikið yfir því að það væri sama hvert hann færi með kíkinn ... hann væri alltaf kominn i hvarf..því það er svo mikill hæðamunur út um allt.  en þetta tókst nú fyrir rest.. og hann heldur að þetta rétt sleppi  með klöppina... ungi gröfudrengurinn hamaðist ægilega við að setja möl í lóðina.. í kappi við klukkuna þar sem hann var að fara til Flórida í kvöld.. kemur vonandi endurnærður og fínn heim aftur,  til í hvað sem er með restina af lóðinni. Wink

Það var rosa bruni inná Akureyri í dag og voru margar hugmyndir um hvað það gæti verið..  bátur að fara í gang!!  eða var þetta endurkoma jesús á þessum merka degi???  strákarnir alveg vissir um að þetta væri svona sem þeir hefðu heyrt þetta væri.. en svo fórum við  nú að sjá blossa og gríðarlega aukningu á reik og var þá kveiknað í Hringrás.. dekkjum og vibba.

Sigrún og Svenni komu með stelpurnar í heimsókn seinnipartinn ægilega glöð eftir að hafa verið uppi á Hálsi.. um kvöldmat kom svo gamla settið að sunnan og það var grillað og tjillað fram á kvöld. Cool harmonikku æfingar og fleira.

 

 


Inna mann og annann.

Vaknaði fersk og til í átök dagsins.. nú skildi ég ekki ljúka þessum degi nema vera búin að fá svörGrin lagði í hann mjög borubrött.. Byggingafulltrúi svaraði loks um 11 og þá kom í ljós að hann hafði engar fréttir!!  nú jæja.. klukkan er rétt 11 nóg af deginum eftirSmile  hann tjáði mér allslags hluti sem komu þessu máli auðvitað ekkert við en gerði líklega samtalið veigameira fyrir hannWoundering hann bað mig að hringja aftur eftir hádegi og þá yrði hann kanski með svör... á leiðinni í bæinn sá ég að gröfuvesenið var ekki komið á loðina en um hádegi var ungi gröfudrengurinn kominnSmile ég hringdi í kallinn aftur eftir hádegi og þá sagði hann mér að sveitastjórinn væri í fríi i dag! (kom mér svoooo mikið á óvart) þannig að hann gæti ekki gefið mér svör en væri búinn að setja annan í sveitastjórn inní málið og ég ætti að hitta þá á föstudaginn.. ókídókí.  Heit morgusins var dauttCrying  Ég áhvað nú samt að drífa mig til arkitektsins og biðja hann að bæta þessu inná grendarkynninguna til vonar og vara þannig að ég gæti farið að láta skrifa á þetta.. en þá var hann  í borginni!  nú nú, skildi samt þetta eftir hjá elskulega ritaranum hans og má ná í það á föstudaginn.. þannig að það lítur út fyrir að föstudagurinn geti orðið betri..Smile sko ef ykkur þykir leiðinlegt  að lesa þetta hvernig haldiði þá að það sé að vera að vesenast i þessu.,,,hehe

Hringdi í Húsasmiðjuna og lét taka húsið frá.  Spurði þá útí teikningar sem maður kaupir með húsinu.. en þá vissu þeir ekkert hvernig það virkaði og að lokum þegar ég var orðin svoooooolítið fúl þá gaf hann mér númer hjá teiknaranum sem teiknar húsin og ég hann gat upplýst mig um hvað ég þurfti að láta hann frá svo hann gæti sent mér teikningarnar.Cool  það tekur semsagt ca 5 daga að fá teikningarnar. 

Árni Ingólfs reddaði okkur staurum til að nota í undirstöður í kofan og Siggi fór og náði í þær og fór með þær á lóðina... hitti þar gröfudrenginn og nú eigum við stefnumót við hann i fyrramálið til að grafa frá fyrir kofanum.  

Fór til Sollu og ættlaði að kíkja á teikningar en hún var ekki heima þannig að ég spjallaði svolítið við ömmu sem var svakalega hress og kát.  úff það er svo gott að koma til hennar því maður finnur svo vel hvað henni þykir það gaman.  Amma í Rán er held ég með bestu konum sem til eru.  Allt hennar líf hefur gengið ut á aðra og hún kvartar ALDREIHeart  

 Fekk tilboð í gluggana frá Gluggasmiðjunni.. whóó það var gott drengur..  þannig að nú þurfum við að áhveða BÖRK eða þá.  þetta tilboð eigum við nú Stjána kyntrölli að þakka.. hann sagðist nota kyntöfra í þetta...hehe langar EKKI að vita hvað hann gerir til að fá svona tilboð...hehe

áinDrengirnir notuðu svo kvöldið til að setja eitthvað djö... kraftpúst á stóra fjórhjólið.. DONT ASK.  Alveg ótrúlegt hvað alls konar svona aukabúnaður getur verið bráðnauðsýnlegur... því eru ekki þessi hjól seld með öllu þessu braðnauðsýnlegu hlutum!!!! eins gott að ég fái sent jólakort næst frá Icehobby... en hann fekk þetta víst á einhvern sportprís þar sem þeir voru að nota hjólið okkar í auglýsingamyndatöku um daginn.Sick

 

 

 

keyraAnna æðir hér um eins og hamstur í hjóli... því hún er komin uppá bragðið með að prufa að keyra og nú er bara ekki stundar friður.  En ég  er ekki vinsæl í þær ferðir þar sem ég hef víst að hennar sögn notað alla mína þolinmæði í annaramanna börn..FootinMouth

 

 

 

 

 


Ekkert í gangi

neinei... bara allt á sama stað og í gær... nema það er búið að brjóta og Fleigarinn farinn af lóðinni þannig að nú er bara aldeilis heill hellingur af grjóti eftir sem átti að fjarlægja í fyrradag en er ekki byrjað.Angry  

Nú ég æddi í bæinn á fund við byggingarfulltrúa í morgun en þá var mér sagt að hann myndi ekki koma fyrr en eftir hádegi... þá hringdi mín í Hreppskrifstofuna til að ath hvort þeir hefðu rætt málin í gær... en neinei.. byggingarfulltrúi ekkert hringt í hann í gær... og við komum okkur saman um að reyna bæði að ná á honum eftir hádegi... 

Í hádeginu fór ég á þessa fínu Vínartónleika... í Vín.  þetta voru 4. bekkingingar að spila  á hljóðfærin sem þau eru búina ð vera að læra á í vetur.. og Bjarki spilaði tvö lög á Klarinett... ég beið eftir skerandi ískri og látum úr svarta rörinu en það kom ekki eitt einasta ískur.. ofsalega fínt bara hjá honum.. þannig að hann ættlar að halda áframa ð spila á klarinett næsta vetur og líka bassa svo hann geti verið með Elvari í hljómsveitinni.Whistling

Strax eftir hádegi var hringt í byggingarfulltrúa en mér þá sagt að hann myndi ekki vera meira við í dag!! nú já minn bara farinn að flýja mig???  þannig að ekkert gekk með þetta blessaða gestahús... fór þá bara yfir á lóð og klippti hekkið.. komin með fínar blöðrur eftir það.Wink

Fórum í fjölskylduspriklið á Hrafnagili og tókum ærlega á því í bandý og ýmsum leikjum.. svo var farið í pottinn og sund...Smile   svo gaman og gott.. 100% mæting  og áhveðið að hafa kveðjuslúttið 29.mai  JEHÚÚWizard  ótrúlegt en satt þá fór enginn slasaður af vellinum...hehe

Eftir þetta fórum við á lóðina til að hitta gröfukallinn sem átti að koma í fyrradag og hann lofar að vera mættur kl 8 í fyrramálið.


Stjörnuspá dagsins

Tuesday, May 15, 2007

libra

Gudrun,
Your hidden talents are the key to accruing wealth. Tapping into them today can be the difference between drudgery and a breakthrough with long-term dividends. An authority figure will be impressed.

 

juminn ég verð bara spennt...ættli ég verði vör við þessa hæfileika á bílaþvottastöðinni eða  hjá byggingarfulltrúa.???  


Hreppsómagi

Hreppsómaginn ég fór á hreppsskrifstofuna í dag að fá leifi fyrir gestahúsinu..  Helga granni fór með mér því við þurftum líka að fá upplýsingar um mælingar á nýju skipulagi götunnar og fl.. nú auðvitað tók Bjarni brosandi á móti okkur og gerði allt sem hann gat til að svara öllum þeim spurningum sem við lögðum upp með.,en í raun engin svör við..því skipulag hverfisins og hver á hvað er greinilega nokkuð óljóst..  virðist sem fyrrjum landareigandi telji sig enn eiga landið undir veginum en við eigum veginn!!!  skil nú ekki alveg hvað hann mun svosem gera með landið sem vegurinn er ofaná.. en hver veit nema það verði gerð þarna neðanjarðarlestarbraut... þá er nú gott fyrir hann að eiga þettaUndecided 

fleigariEkki ennþá komin með samþykki fyrir gestahúsinu því hann og byggingarfulltrúi þurfa að ræða það saman og áveða hverju ég þarf að skila inn og hverjir þurfi að taka þátt í grendarkynningunni.  En  þetta kemur nú meira í ljós á morgun... þarf líka að láta teikna inn grein frá húsi á rafmagnsteikninguna.  Ekkert að frétta svo sem frá lóðinni nema að þeir vora að brjóta ennþá í dag.

annars fór dagurinn aðalega í námið mitt, vinkonuhjal og húsablaðaflétt..Wink


Nágrannar.

Já það getur skipt öllu máli að hafa góða nágranna.. ég hef sem betur fer alltaf átt góða nágranna.  þið vitið nú hvað það getur verið smitandi ef nágranninn er að gera eitthvað.. eins og ef einn í götunni fer út að þvo glugga er hálf gatan farin að gera það líka.  Nú en ég held að bróðir minn sé alveg að tapa sér í grannamálunum.  Hann á semsagt granna sem heitir Jón og er einn af þessum ofvirku sem er alltaf að gera eitthvað.  um daginn var Jón að mosatæta og þá þurfti nú minn maður að fara og skoða þetta og endaði með að fá lánað hjá honum tækið og mosatætti allt sem hægt var.. svo var Jón að klippa runnana með einhverri rosa klippu og það var sama sagan að minn var búinn að fá hana lánaða og klippa allt sem hann gat klippt..en nú í morgun hringdi Marta mágkona og sagði mér að nú væri hann algerlega búinn að tapa sér og mér myndi aldrei gruna hvað hann væri búinn að fá lánað hjá honum Jóni núnaSmile  jújú hann hafði farið út um morguninn og ættlað að reita arfann í beðinu, og hún skrapp í búð á meðan, en þegar hún kom heim var risa grafa í garðinum og í henni sat Sæmundur með rjóðar kinnar og glampa í augum, eins og barn í sandkassa og búinn að grafa upp hálfa lóðina!!  jú hann Jón átti semsagt gröfu sem hann var að nota í garðinum sínum og sagði honum að hann mætti endilega fá hana lánaða ef hann vildi og hann auðvitað gat ekki látið það vera. Shocking 

Ég verð nú bara að segja að þetta er ólíkt Sæmundi, því alla tíð hefur hann verið þessi óþolandi skipulagði bróðir sem aldrei gerir neitt nema vera búinn að safna sér fyrir hlutunum og hugsa um það í marga mánuði eða ár.  Allt er planað...ALLT.  en það er eins og öll þessi fæðingarorlof sem hann hefur verið í undanfarin ár..  hafi breytt honum í mig því hann er farinn að taka skindi áhvarðanir og framhvæma þær áður en hann er búinn að hugsa hver útkoman verður.. segi nú bara... fer þessum fæðingarorlofum ekki að ljúka??? börnin fara að flytja að heiman!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband