Færsluflokkur: Bloggar

The Duck fellihýsi!!!

Sigurður á ekki að lesa blöðin.. er búin að reka mig á það í gegnum árin að það er bara ekki hagstætt fyrir fjárhag okkar.  Í mörg ár hef ég passað uppá það að öllum bæklingum og blöðum sé hent áður en hann kemur heim.. en hann virðist alltaf komast yfir þennan ruslpóst maðurinn.Errm  Nú hann má ekki fara í búð nema með miða sem stendur nákvæmlega á hvað þarf að kaupa því annars kaupir hann allt sem stendur tilboð á og þá ekki bara eina pakkningu..neinei.. nokkrar.. ALLTAF AÐ GRÆÐA... ekkert nauðsynlegt að ath síðasta söludag.. það er bara aukaatriði þegar maður er að hagnast svona svakalega.  Hann semsagt komst í fréttablaðið í gærmorgun og sá þar auglýsingu um æfafornt fellihýsi... og hringdi í AÐAL-PRÚTTARANN og bað mig að ath hversu góðum díl ég gæti náð.. sem endaði auðvitað með því að fellihýsaeigandinn gaf undan og ég fékk það á sportprís.. eins gott því LJÓTT er það skal ég segja ykkur..heheh.  Ég semsagt brunaði suður seinnipartinn og alla leið á Stokkseyri  að ná í gripinn.. Þetta var yndisleg ferð suður.. fallegt veður og góð tónlist... Hlustaði á Andrea Bocelli og söng meðWhistling úff maður er svo mikill óperusöngvari svona aleinn á ferð.   Það toppaði allt að keyra þrengslin sem minntu helst á Mars í kvöldsólinni.. unaðsleg stund.  Meiningin var að bruna heim á ný um nóttina og vera samferða Sæma og co.. en svo var ákveðið að leggja bara af stað eldsnemma í morgun... sem við og gerðum 06:15 var brottför.. ég dró stóra fellihýsið hans Sæma því annars værum við líklega enn á leiðinni norður því þessi bíll sem hann er á er ekki alveg að gera sig í drætti.. ó mæ god hann var nú bara varla að hafa það að fara uppúr göngunum með lita hýsið mitt.. Undecided  ferðin gekk annars vel nema að ég þurfti að fara tvisvar skagafjörðinn.. Blush sá nefnilega ekki fyrr en ég var hálfnuð með hann að olían myndi ekki duga alla leið og snéri við til að fylla trukkinn.. Sæmundi fannst það nú ekki leiðinlegt að komast í smá forskot á mig á meðan.  

Þegar ég kom heim í morgun var Ívar skiptinemi úti á plani.. hann hafði ætlað að fara með Sigga um morguninn og taka bílinn.. en hann hafði gleymt gsm heima og farið heim að ná í hann og fengið sér smá lúr í leiðinni... en gleymdi að slökkva á ljósunum og bíllinn dauður.. hann var alveg ægilega down.. en ég skutlaði honum í vinnuna og náði að hugga hann með því að það væri næstum sama hversu miklu hann næði að klúðra í bílamálum þá myndi hann ALDREI toppa migWink  Ég myndi redda startköplum og redda þessum smámunum.

Ég fór á lóðina í dag að vökva og setja áburð á trén...  Siggi Ex eigandi af lóðinni kom í heimsókn á lóðina og við löbbuðum um og nú veit ég allt um það hvað trén heita og hvar þau voru fengin.. sem var frábært því það veit guð að ég bara veit ekki baun hvað nein tré heita..  Hann sagði að það væri ekki laust við það að hann fengi smá í magann og smá tár í hvarma þegar hann kæmi á lóðina og sæi framkvæmdir.. ég dauð fann til með honum.. Pouty  Rarik kom líka til að gera við heimtögina og leggja kapalinn inní grunninn.  Pípararnir komu og lögðu rör hér og þar og líka kapal fyrir rafmagnið upp í gestahúsið.

Í gær hringdi ég í Rarik - Símann - Norðurorku.. til að láta vita að það væri allt galopið til að leggja allar lagnir í grunninn þar sem það hefði allt verið grafið upp deginum áður... það voru nú ekki nein fagnaðaróp í þessum aðilum að fá þær frettir.. og ég sem hélt að ég  væri að spara þeim þennan svaka tíma að þurfa ekki að grafa líka...FootinMouth  allavega var Heimir smiður búinn að telja mér trú um það og segja mér að hringja.. en jæja.. svona er þetta bara.

Það er agalega að hafa eineggja tvíbura að vinna fyrir sig.  Í gær fór ég yfir að grunninum hjá Lúlla til að ræða við Heimi smið og labbaði þarna á eftir honum um allt og kallaði á hann en maðurinn bara hélt áfram að vinna og  leit ekki við mér.. ég kallaði hærra en það var við það sama.. ég var farin að halda að hann væri með tappa í eyrunum en svo kom nú tvífarinn skellihlægjandi labbandi annarstaðar frá og þá fattaði ég að ég hafði verið að hlaupa á eftir vittlausum smið.!!! Það ætti að skikka þá til að vera með sitthvorn litinn af húfu eða eitthvað..   Gaman að þessu fannst þeim ha???


Rosa Stuð..

jájá...nýr gröfukall birtist á lóðinni í morgun til að leita eftir skólplögnum.. það fór nú ekki betur en svo að hann gróf í sundur háspennulínu þannig að það fór af rafmagnið af af allri Eyjafjarðarsveit og eitthvað í þingeyjarsveit líka.... aldeilis stuð á honum þykir mér.  En Rarik kom nú og ætlaði að redda þessu og sagðist vera búinn að aftengja þetta en það vildi nú ekki betur en svo að þegar gröfukarlinn byrjaði að vesenast með skóflunni komu bara neistar í allar áttir og hann skutlaðist í burtu.. veit ekki hvort þetta kom frá kaplinum eða honum!!W00t

Ég fór og gróf upp nokkur tré...bara eitt stórt og nokkur lítil.  Þessi stóru eru algerlega að drepa mig .. eru allt of föst sko..eða að kraftar mínir eru að þrotum komnir.Pinch

Pípararnir komu svo seinnipartinn og lögðu eitthvað að dreninu í kringum húsið.. Smile

Elvar, Bjarki og Mikael  fóru að veiða niður á leirunum í dag og eru alveg fullvissir um að hafa séð risastóran fisk og næstum náð að veiða hann... yhe right.. byrja snemma þessar ýkjusögur í kringum veiði.Crying

 


Nytjastuldur!!!

Byrjaði daginn á að skutla litla skiptinemanum í vinnu að Hömrum... litla greijið skalf af stressi og bað mig að koma með sér inn og vera sér til halds og trausts. Blush Hann var svo settur í að vinna með krakkana sem eru á leikjanámskeiðum hjá skátunum..

188185Ég fór af stað út á Þelamörkina að stinga upp tré sem átti að fara að saga niður og standa upp við vegkantinn.  Vorum búin að fá leifi hjá vegagerðinni að taka þau.  Mér leið svo AGALEGA kjánalega að það hálfa væri nóg.. var alveg eins og ég væri að stela þessu... fólk hægði þvílíkt á sér og glápti eins og ég væri að stela þessuGasp kær vinur minn sagði mér að láta ekki svona þetta væri bara nytjastuldurWink þar sem ég var nú á annað borð komin þarna fannst mér ég nú verða að taka almennileg tré.. valdi þessi fínu rúmlega tveggja metra há.  Úff hvað það var erfitt að stinga þetta upp .. ég var orðin eldrauð og kósveitt og titrandi þegar ég var búin að henda nokkrum á pallinn.Shocking  það var bara leikur einn að stinga þessu niður í samanborði við hitt.  þetta var yndislegur dagur... er alveg að fíla í botn að vera að gróðursetja.  Ég fór svo aðra ferð á mörkina til að ná í tré seinnipartinn og tók þá Elvar með .. og það var mun þægilegra að vera ekki ein við þetta.

Ég var kölluð á fund með arkitektinum í dag líka.. vandamál með þakið og það þarf að breyta helling.. alveg típíst þannig að nú þarf ég að fara að hanna eldhúsið allt á ný.. því súlan þar færist í gangveg.Devil.. en ég hlýt að redda því. 

192Siggi verslaði sér kerru í dag aftan í fjórhjólið.. og ég sótti hana á Fordinum.. og vakti þvílíka kátínu þeirra sem mig sáu með þetta oggolitla æxli aftan í mér.  en þetta er ægilega sniðugt og algerlega bráðnauðsynlegt að sjálfsögðu eins og allt annað. 

 

Bjarki og Mikael fóru í Ártún eftir hádegi og Ívar náði svo í þá um kvöldmat... þá var Bjarki voða lítill því Hringur (hundurinn)  hafði bitið hann í höndina.. hann var með djúpan skurð greijið en alveg viss um að þetta hafi ekki verið Hring að kenna heldur bara beljunum... því þær pirra hann svo oft.Smile

189Smiðirnir komu í dag og slógu upp fyrir veggnum frá bílskúr að plötunni í eldhúsið.. það er alltaf að koma betri mynd á þetta allt saman. 

 

 

 


Kona mánaðarins.

Ég er komin heim.  Keyrði heim á föstudagsmorgun.. og hef aldrei á ævinni stoppað eins oft á leiðinni.. og það er nú vegabréfum N1 að kenna.. var með Bjarka Rúnar og Mikael vin hans um borð og það varð að stoppa á öllum N1 stöðum til að stimpla.. man ekki hvort það voru 5 eða 6 staðir.Crying  En heim komumst við að lokum rétt áður en ég skiptineminn hann Bryn Ívar lenti á akureyri.  ekki nóg með það að hann kæmi með kaffivélinni heldur kom líka stjarnan okkar hann Magni Rock star.W00t Elvar ætlaði bara að missa sig að sjá manninn og fékk hjá honum eiginhandaráritun og allan pakkann.  Nú það var svo ákveðið að drífa sig á lóðina og grilla en þar sem litli skiptineminn var svo timbraður eftir fögnuð síðustu nætur var hann skilinn eftir heima til að sofa úr sér vesenið.. hann varð tvítugur deginum áður og var það því mjög skiljanlegt að drengurinn hafi slett ærlega úr klaufunum..  Nú´ég æddi inn á Akureyri til að kaupa grill og ákvað þá að fylla bílinn í leiðinni..  og það gerði ég.. setti tæpa 100 lítra á trukkinn minn en þegar ég var rétt lögð af stað frá bensínstöðinni þá fékk ég á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu... stoppaði bílinn og hringdi á stöðina og bað þá að finna færsluna mína... jú það var rétt - ÉG SETTI BENSÍN Á BÍLINN- Blush ég gjörsamlega panikaði ...ég fór á planið hjá Olís og spurði strákana inni hvað hægt væri að gera og þá komu þessir snilldar mótorhjólastrákar algerlega með það á hreinu að bíllinn væri ónýtur.. ég gæti algerlega gleymt þessu.. vélin væri ónýt.Errm juminn eini... AF HVERJU ÉG???  ég hringdi svo í minn geðgóða mann ( hann hætti að reykja á miðvikudaginn) og hann varð líka svona ægilega glaður eð sína spússu... úff hvað það er leiðinlegt að láta skamma sig á fullorðins aldri.. hann sagði mér að ég skildi nú bara redda þessu og í það fór ég... hringja um allan bæ og enginn var í bænum til að redda mér með þetta ... nú þessi geðgóði kom nú svo og reddaði manni til að hjálpa okkur með þetta ...sá maður aumkaði sér yfir okkur þó hann væri lagður af stað með hjólhýsi og börn úr bænum... og biðu bara börn og kona úti á plani langt fram á kvöld meðan gert var við bílinn minn.. þetta fór nú allt betur en leit útfyrir að myndi gera. 

það var steypt platan í bílskúrnum líka á föstudaginn...þannig að nú er bráðum hægt að flytja inn .. svei mér þá.. eða þannigSmile 

164173Á laugardaginn fórum við Bryn Ívar í Hellaskoðunarferð í mývatnssveit.. þetta var jeppaferð á vegum ferðafélags akureyrar og voru þetta 11 jeppar og 40 mans.. ég og hinir 10 mennirnir lulluðum okkur þessa troðninga og 168þetta var rosalega gaman.. fara yfir ár og hvellsprakk á einum og svo þurfti ég meira að segja að fara út og setja lokurnar á trukkinn minn.. já þetta var gaman  en ég treysti ekki alveg trukknum alla leið og við ákváðum að ganga restina..  þessi íshellir var rosalega flottur og allir svona smart með hellaljós og hjálma.. það var stórt gat fyrst í jörðina svo var lítið gat ca 3 metrar að lengd sem þurfti að troða sér innum liggjandi á bakinu til að komast í salinn... þessu er víst líkt við það að fæðast á ný því þessi mjói þröngi gangur minnir á leggöngSmile  inni var allt í ís og bleytu og -2 gráður... en það voru glaðir ferðalangar á leiðinni heim.. rjóðar kinnar og lúin bein.  Ragna Ósk fór með okkur og líka Sigrún vinkona og Lára samfylkingarkona..  Nú ekki slapp ég nú alveg slysalaust frá þessum degi því ég greinilega hafði nuddast utan í eitthvað kjarr og afturbrettið á bílnum var allt rispað... herra skapgóður varð enn skapbetri við þaðWhistling   þegar við konum til akureyrar aftur fórum við yfir á lóð og ég þreif upp gólfið í gestahúsinu sem siggi hafði klárað að leggja um daginn og lakkaði það.  Um kvöldið grilluðum við og í því komu Steppi, Áslaug, Ingibjörg og Stebbi litli í heimsókn og það var drukkið allt áfengt sem fannst nema vanilludroparnir held ég og étinn hákarl fram eftir nóttu... Mjög gaman.Wizard

Í dag slógum við litli skiptineminn alla lóðina með orfum og það er þvílíkur munur að sjá yfir landið núna.  það var vel gestkvæmt á lóðinni í dag.. við grilluðum fyrstu máltíðina á lóðinni í hádeginu og buðum Helgu og Stebba granna í mat.  Sigrún og Svenni litu svo við.  Þór, Snorri og krakkarnir og svo síðast Aggi og Ásta..  við skruppum líka smá í heimsókn til tengdó... vorum öll svo ægilega fín í grasgrænku og mold.. en hún alveg jafn glöð að sjá okkur frir því. 


Vertíð lokið.. á leið heim eftir nokkra tíma.

miðvikudagur:

IMG_6835IMG_6838

 

 

 

 

 

IMG_6843IMG_6842

 

 

 

 

 

Fimmtudagur:

IMG_6849

IMG_6855IMG_6853IMG_6852


Allt fullt af Fíflum

GaspHvernig losnar maður við þessa óboðnu gesti?? og sér til þess að þeir nái ekki að fjölga sér.

  • Grípur þéttingsfast um stilkinn rétt fyrir neðan miðju...þetta beina mjóa

 

  •  Kippir eins fast og þú getur í hann og vonar að þú  náir að kippa honum af svo neðarlega, að upptaka nýs lífs verði ekki möguleg.  Það er hvítur vessi sem slettist á þig en ekki vera hrædd því hann er meinhollur.  Varist samt að hann komi nálagt fötum því þeir skilja eftir sig dökka bletti.

 

  • Setur hann í poka og bindir fyrir og ferð með á þar til gerðan stað til urðunar.

 

  • Vonar að þú þurfti aldrei að líta annað eins augum aftur.

Ég semsagt var að rífa upp Fífla um helgina.. fór með eina 7 svarta ruslapoka af þeim í gáminn. Samt náði ég bara að taka rétt af suðurenda lóðarinnar!!!  ó mæ god hvað þeir hafa herjað á landið.

IMG_6797

Ég og Bjarki Rúnar keyrðum semsagt norður á laugardagsmorguninn.. Það beið okkar þetta dásamlega veður, 20 stiga hiti í sólinni.  Við fórum beint á lóðina þar sem allir strákarnir okkar voru byrjaðir að vinna.  Valli og Elvar Jóhann að slá utanaf sökklinum og Siggi að einangra gólfið í litla húsinu.  Ég fór í það að naglhreinsa og "Fíflast" en Bjarki Rúnar var ekki fyrr kominn með hamar í hönd og ætlaði að hjálpa til þegar hann rak andlitið í steypujárn og reif sig í framan.. svei mér þá þetta barn!! loksins orðinn góður í fætinum þá bara það næsta.  Hann var nú svo mestmegnis inní bíl bara og suðaði reglulega um það að komast heim. því hann væri með HEIMÞRÁ.. ég sem hélt það hefði tengst mér en það greinilega tengdist því að komast heim.  Hann sagði að það hefði verið fínt í sveitinni á daginn en ekki gaman á kvöldin.. því þá var hann svo mikið að hugsa heim..Smile  Ég var nú að reina að fá hann til að vinna eitthvað með okkur en hann sagði bara "Til hvers???? erum við ekki með menn í vinnu til að gera þetta?"Gasp

IMG_6802

IMG_6812 Elvar ætti að skrifa ástarsögur því hann getur verið svo væminn að það er yndislegt.  Við vorum að vinna saman og þá segir hann allt í einu."guð minn góður hvað ég hef saknað lyktarinnar af þér mamma, það er ekki svona góð lykt af neinni annarri"InLove Flytur aldrei að heiman munið.  Sunnudagurinn var ekki eins sólríkur en samt agalega góður.  Ég kláraði að slá utanaf sökklinum og naglhreins það og Fíflaðist meira... Fórum og sóttum Denný og fórum með hana á rúntinn að sýna henni allt fólkið sem var eins og maurar um allan bæ.. aftur á lóðina og brösuðum meira.Wink Strákarnir voru ægilega duglegir í playstation nánast allan daginn inní bíl.

IMG_6815 Ég og Bjarki keyrðum svo aftur suður um 4 á mánudagsmorgun svo ég gæti farið að vinna. Á mánudag byrjaði svo gröfukallinn að fylla sandi í grunninn.   Þeir voru nú ekkert of sáttir víst gröfukallinn og smiðurinn hvernig væri best að gera þetta en ég held nú að smiðurinn hafi unnið þá rimmuWink Duglegur. Bjarki fékk að vera hjá Mörtu og stelpunum þann daginn og var víst voða duglegur að passa Björk og Brynju og fór með þær í göngutúr og fleira.  Þegar hann kom heim náði hann svo að draga ömmu sína með sér hringinn í kringum Vífilstaðavatn...eftir að hafa þurft að láta í minni pokann að fara í kringum Elliðaárvatn.  Þetta varð nú til þess að mamma er farin í mjöðminni og á svona líka erfitt með gang í dag...en litla dýrið finnur auðvitað ekki fyrir neinu.Whistling  Við sváfum svo saman undir stiganum við mikinn fögnuð Bjarka.. honum fannst við NÆSTUM vera í útilegu saman.. en ástæðan fyrir að ég lá þarna á dýnu var nú sú að Einar maður Maríu systur var í gistingu líka hjá mömmu og pabba.

IMG_6825IMG_6817Í dag var haldið áfram að keyra í grunninn sandi og þjappað.. þetta er engin smá beltagrafa sem hann er að nota maðurinn.. og svo er valtarinn eins og matsboxbíll þarna líka.Errm  Mér fannst grunnurinn AGALEGA lítill.. skil ekki að öll herbergin eigi að komast þarna fyrir en mér er sagt að þetta breytist nú allt saman þegar veggirnir koma...  Ég skutlaði Bjarka í hádeginu uppí Mos til Mikaels vinar sins og þar gistir hann svo í nótt.. þeir eru algerar perlur saman.   Ég var að vinna til hálf tólf í kvöld... og er ekkert þreytt.. ...og klukkan núna orðin hálf 2.Sleeping Þorði nú ekki annað en setja inn færslu þegar dóttirin er farin að kvarta!!.. henni þykir ég ekkert skemmtileg að nenna ekki að tala við hana þegar hún annað hvort hringir þegar ég er sofnuð eða þegar ég er að vinna!!

Það var líka lokafundur í dag með lögfræðingum vegna Lágholtsins.. ætla samt ekki að ræða það leiðindamál hér fyrr en öllu er lokið og afsal hefur verið gert.Angry


Steypan að taka sig.

IMG_6786IMG_6790IMG_6782

IMG_6780

Í dag er bara verið að stilla af hvar inntakið og þannig eigi að vera og bíða eftir að steypan taki sigSmile Heimir hringdi og þurfti að fá upplýsingar um staðsetningu á rafmagnstöflunni, og ég hringdi í Sollu og hún reddaði því snögglega.  Hún hringdi svo seinnipartinn þessi elska og bauðst til að fara með teikningarnar bara heim til smiðsins, sem var frábært.  Arkitektinn kom á lóðina til að skoða hvernig ætti að ganga frá drenlögn í kringum húsið..  BM Vallá hringdu til að vita hvert ætti að senda reikninginn..ekkert verið að geima það neitt.. neinei bara strax daginn eftir sendur út reikningur... væri til í þennan gjaldkera ef ég opna fyrirtæki.Wink

Elvar og Guffi voru hjá Ölfu á meðan Siggi var í vinnuferð í skagafirðinum.. gekk svona líka glimrandi vel hjá þeim..  Veit ekki hvar maður væri ef maður ætti ekki Ölfu mína... allir ættu að eiga eina slíkaInLove Hlakka orðið voða til að sjá alla strákana mína um helgina.  Því Bjarki kemur úr sveitinni á morgun.. hann hringdi í dag og sagði mér að hann hefði verið að smíða kross fyrir Guffa!!! nú sagði ég er hann að deyja??  neinei.. en hann gerir það nú örugglega einhvern tíman sagði hann þá og þá er gott að eiga krossGasp  Svo fékk ég líka sms skeyti frá Birki vini hans sem er með honum í sveitinni og í því stóð "Bjarki er glaður í dag" Smile 


Upprisa!

gosp130607_004gosp130607_008

Fiskeldisstöð eða grunnurinn minn!!

Ég fór í mat í Maður Lifandi með Öldu vinkonu í hádeginu .. rosa gaman og gott.  Mín beið svo  heitt bað núna kl 11 þegar ég kom heim úr vinnunni.. algerlega búin á því eitthvað núna.. enda búin að vera að djöflast síðan fyrir átta í morgun.  Siggi er fara á límingunum með það að ég skuli ekki vera fyrir norðan að sinna öllum iðnaðarmönnunum!!  hélt þeir ættu allir konur??Wink nei grín.  Harrý og Heimir eru búnir að standa sig eins og hetjur í allan dag að steypa sökkulinn og byrjaðir að kubba grunninn.  þetta lítur mest út eins og fiskeldisstöð finnst mér svona við fyrstu sýn! kannski við getum fengið okkur höfrunga.Smile  Hér koma myndir eftir afrakstur dagsins.  Ef þið ýtið á myndirnar stækka þær og svo er hægt að stækka enn meira ef ýtt er á ný.  Sjáið fjallasýnina á annarri myndinni.. bara dásamlegt.InLove

IMG_6770IMG_6773IMG_6775


Ótrúlegur hlutur hefur gerst!!!

Ég er að segja ykkur það að þetta er allt að gerast núna í norðansveitum.Smile  Haldiði ekki að það sé búið að slá upp fyrir sökklinum....Á NÝ .. og nú ágætu vinir og vandamenn verður þessu ekki haggað um hænufet í viðbót... þarna stendur það og mun standa eins lengi og ég mun lifaCoolIMG_6763IMG_6764IMG_6768

 

 

 

 

þetta er nú eitthvað hálf lítið og skrítið að sjá.. en trúið mér.. mér finnst þetta dásamleg sjón.Happy  eru nú búnir að vera ansi margir vonlausyslegir dagar.... og vonbrigði og allur pakkinn í bland.. en núna þegar þetta er komið af stað.. er eins og það bara gleymist allt saman og ég bara svíf á bjartsýnisskýi.... svona svipað og að eignast börn... sársaukinn bara gleymist hreinlega þar til næst.Gasp 

Ég hafði samband við Stjána "á Spáni" því hann ætlaði að redda einhverjum díl á steypunni og auðvitað svaraði hann um hæl..þessi elska.  Hann á sér nú ekki marga líka.. Hann keypti sumarhús á Spáni fyrir fjölskylduna.. eina vandamálið með hann er að hann gat ekki flogið... þó svo hann sé búinn að fara á flughræðslunámskeið og allan pakkann.. í fyrra þegar þau fóru til Spánar fór Stjáni á undan með Norrænu og keyrði svo niður til Spánar!! og aftur heim sömu leið á meðan öll fjölskyldan flaug... ég segi nú ekki annað en "var ekki hægt að kaupa sér bara bústað í Grímsnesi"??  En hann kyntröllið mikla er nú farinn að láta sig hafa það að svitna og skjálfa um borð í flugvélum til Alicante.Wink Mikið á sig lagt til að svitna og brenna í sólinni.  Það ætti að gefa út "Stjána-sögur" og það yrði ekki ein bók og ekki tvær.. það yrði heilt ritsafn.  Óendanlega margar sögur af guttaling.

Ég ætlaði að vinna lengur í kvöld en það er alveg ótrúlegt hvað öll þjófavarnarkerfi eru ekki að þola orkuna í kringum mig.. því það bara bregst ekki að þau fara í gang í hvert sinn sem ég er að bóna.  Um helgina var ég að vinna marmara niðri í bæ í aðalútibúi KB-banka og ég bara labbaði framhjá hvelfingunni með vélina mína og þá fór allt í gang... ég stóð þarna innan við gluggann með fingur inní eyrum og hringsnerist að leita að einhverri hjálp.. en húsvörðurinn hafði brugðið sér frá og Arnar líka.. fólk var byrjað að safnast utaná gluggana og meira að segja einn lítill og skáeygður tók upp myndavél og byrjaði að mynda mig inní bankanum.Bandit  Sá fyrir mér fyrirsögn í aðalblaði Tokyo "mister Yang kom upp um bankarán á ferð sinni til Íslands"  en neinei.. þetta reddaðist nú allt saman eftir örfáar langar mínútur. 

Það var mynd af Bjarka Rúnari í mogganum í dag að spila á klarínettið sitt.  Er ekki búin að sjá það en þetta er grein um Hrafnagilsskóla skilst mér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband