Færsluflokkur: Bloggar

Kubbalaust land og barnlaus kona.

ungarþað var hresst fólk sem lagði í ferð vestur fyrir fjall á Krókinn á fimmtudaginn... ég var búin að biðja Bjarka um að fara varlega í gosið á leiðinni svo það þyrfti ekki að stoppa á 5 mín fresti ... því að eina ferðina suður þurfti ég að stoppa  17 sinnum svo hann gæti pissað.. hann bara verður svo spenntur á ferðalögum að hann getur ekki haldið þessu í sér barnið... nú ég þurfti nú aldrei að stoppa til að pissa en hann á einhvern óskiljanlegan hátt var að fá sér sopa af gosi og þegar hann var að leggja flöskuna frá sér gaus bara alt uppúr og yfir hann allan!! þannig að það þurfti að stoppa og berhátta barnið og setja í nýtt dress..W00t hann sagði okkur líka fullt af bröndurum á leiðinni því hann fór á bókasafnið um daginn og fékk lánaða brandarabók og er búinn að læra alla stuttu brandarana utanað... hann ætlar svo að fara að prufa þessa löngu.. en vandamálið er að hann er svo lengi að lesa að þegar brandarinn er búinn man hann ekkert hvernig hann byrjaði .. Cool  Við kvöddum svo litla krúttið á Króknum og fórum í þennan dýrindis mat hjá Dóru..  Inga kom líka með krakkana og þetta var rooosalega gaman.  Við urðum að hafa svona Rússneska uppstillingu á myndunum til að sýna að við erum ennþá 19 þó árin segi annað.Wink  þegar við Alfa vorum á leiðinni heim tvær ALEINAR áttuðum við okkur á því að það hafði bara ekki gerst í mörg mörg ár.. þó svo við séum svona mikið saman erum við einhvernvegin altaf með börn með okkur.  Þannig að þessi ferð með öllum þeim umræðum sem fram fóru var algerlega kærkomin.

billisópurföstudagurinn varð að engu.. bara var búin áður en áttaði mig á því.. merkilegt hvernig sumir dagar eru þannig bara.. en við vorum nú samt um kvöldið svolítið að dunda á lóðinni og ÞRIFUM bílskúrinn og settum hjólin inn.. svona rétt að fá fílinginn fyrir þessu sko.. og ég sá að ég get gleymt því að Sigurður muni hjálpa til með þrifin í húsinu því hann var GEGGJAÐ lengi að sópa skúrinn maðurinn.. 

maggiheimsóknFengum góða gesti líka í gær þegar Magga - Kiddi - Maggi - Alfa og Arna komu að líta á okkur.. maggi og Guffi voru voða góðir vinir og ég held að þeir séu í keppni hver getur opnað munninn meira á myndinniSmile svo var hann að fara að háma í sig pizzu með fólkinu og að drepast úr spennu að fara að fara suður og vera í afmælinu hjá Ingu og Skúla JR.   

svefnDagurinn í dag var nákvæmlega svona.. við vorum á lóðinni í allan dag að bara DUNDA og sumir sváfu meira en aðrir.. ég held ég verið bara að fara að láta moka í lautina ef við ætlum að flytja inni húsið því það er að verða daglegt brauð að ég kem bara að bóndanum hrjótandi í lautinn.Sleeping  En hann vaknaði nú svona seinnipartinn passlega til að grilla og svona ofaní okkur Ölfu og Örnu.  ég setti jarðvegsdúk norðan við gestahúsið og möl ofaná.. ægilega fínt og sáði slatta af grasfræum.

Við vorum að heyra í gær að það eru allir kubbar búnir á landinuAngry hlaut eiginlega að vera eitthvað svonleiðis því við höfum hvorki séð né heyrt í Harry og Heimi.. en við skulum nú vona að við séum ekki aftarlega á biðlistanum með þetta.

 


Heitt eða kalt??? já hvort er betra??

Er komin heim úr ægilegri borgarferð.. við gerðum ansi margt og hittum ansi marga og ég veit ekkert hvar ég á að byrja en ég er mjög sátt að vera komin heim á ný í kuldann.. veit ekkert ömurlegra en of mikinn hita.. og almáttugur það er sko ekki grín að vera hundur í bíl í þessu veðri.. Guðfinnur var bara algerlega að kafna allan tíman.. meira að segja voru næturnar svo heita að hann var alltaf að vakna og vildi fá vatn.. það væri það nú ef fólk þarf að fara að fá sér loftkælingu í húsin á íslandi.. það væri nú saga til næsta bæjar.. Allavega það að vera í bíl í Costa-Reykjavík var ógeð.. maður settist inn svona allt í lagi en svo byrjaði maður að svitna og fötin límdust við mann og maður sá ekki út um sólgleraugun því maður svitnaði svo að það kom móða inná þau..þannig að maður keyrir gleraugnalaus og er svona ægilega líka grettur og fínn.. og ég er nú vanalega með pírð augu en í sól get ég sagt ykkur er næstum því ekki hægt að sjá augabrúnir ég píri þau svo.. og svo steig maður út úr bílnum og þá voru fötin eins og kafarabúningur á manni.. algerlega sleikt og svona líka ægilega lítið krumpuð...ilmvatnið sem maður setti á sig áður en maður fór af stað minnir helst á lykt af skordýraeitri eftir að hitana svona á húðinni.. og svo sér maður hverja sálina á fætur öðrum með 2. stigs bruna og getur rétt ímyndað sér líðanina.. og spáið í það að fólk er að borga fleiri hundruð þúsund til að fá akkúrat þetta á hverju sumri erlendis.. ef ég ætti ekki þennan mann sem elskar þetta þá get ég sagt ykkur að ég hefði aldrei farið aftur á sólarströnd eftir 1. skiptið. það eina sem var betra við rvík.. var að það var ekki sandur í öllum líkamsopum í lok dagsins. Nú ég fór suður til þess að breyta svarta trukknum..setja stærri dekk og fækka þeim úr 6 í 4. þetta tókst svona ágætlega og ég var ægilega grobbin með mig á bílnum í heilan hálftíma þar til það var búið að setja á pallinn á honum þennan líka ljóta snjósleða sem Sæmi og Siggi voru búnir að gera upp fyrir nokkrum árum og greinilegt að það er meiri líkur að það verði hægt að nota hann norðan heiða. Með þennan sleða rúntaði ég svo allan daginn í borginni og líka hér heima í gær því Siggi kom ekki heim fyrr en seint í gærkvöldi. Fólk hélt örugglega að ég væri bara að gera grín að rúnta með þetta í 22 stiga hita um göturnar. Júlíus vinur Elvars var eins og sól allan tíman... þvílík upplifum fyrir hann að sjá borgina og ég held að það að fara í göngin hafi toppað allt... hann bara var ekki að jafna sig á því að hafa keyrt undir sjóinn. Það var reynt að sjá allar helstu byggingar í borginni og þeir náðu að fara í sund - húsdýragarðinn- keilu - smáralind - macdonalds og burgerking ásamt helling af heimsóknum.. t.d. Fellahvarf til mömmu og pabba - Maríu ömmu - Berglindar og krakkanna - Margrétar og Stjána og krakkanna - Steinunnar Halldóru og fjölskyldu - Önnu frænku - Veru í næsta - Ingu og Finns og ég fór svo sjálf á nokkra staði þegar þau voru í húsdýragarðinum.. svona húsaspegúleringar. Við toppuðum nú alveg ferðin með því að verða straumlaus í Ártúnsbrekkunni og þurftum að fá mömmu til að koma og gefa mér straum.. gleymdist að slökkva á play station á meðan við fórum inn að borða.. klaufar. Í gær var voða gaman að mestu.. að vísu var erfitt að kveðja Elvar þegar hann var að fara á Ástjörn í viku en hann hafði mestar áhyggjur af því að mér myndi leiðast á meðan hann væri í burtu..ehehe.. úff ég vona svo innilega að þetta eigi eftir að vera gaman hjá honum. svo fór ég niður í Rán til ömmu og Bjarki varð eftir þar á meðan ég fór að ammahitta "gömlu" vinkonurnar á kaffihúsi.. Stella vinkona var að kaupa um daginn Bláu Könnuna og við ákváðum að hittast þar. Ég Inga og Dóra Heiða.. það var voða gaman að hittast saman aftur og mikið spjallað.. að vísu geggjað að gera hjá Stellu þannig að hún gat lítið spjallað. það var svo ákveðið að hittast hjá Dóru í dag á Króknum því ég er að fara að keyra Bjarka í veg fyrir Mikael vin sinn sem er á leið í sumarbústað með foreldrum í Húsafell.. og Inga var að fara með krakkana í rafting í skagafjörðinn..Alfa kemur með mér.. ju manni líður aftur eins og 19 að vera með þeim öllum.. vantar bara Heiðu A og þá væri þetta fullkomið.  Um kvöldið komu svo Solla, Amma og Magni í grill yfir á lóðina og það var voða gaman að sjá hvað amma var dugleg.. labbaði yfir hóla og hæðir og brýr.Smile

Afmæli dularfullu hjákonunnar

Það var kvatt Ívar á föstudaginn með mikilli eftirsjá.. hann var var næstum hættur við að fljúga þegar ég sagði honum að það væri föstudagurinn 13.  og hvað það þýddi.. en lét sig svo hafa það.  Hann  bað mig að hringja svo í sig um kvöldið eftir matarboðið til Maggýar og co og það gerði ég um 11.. þá var minn nú byrjaður á captin morgan flöskunni sinni og svona líka ægilega glaður með lífið.. sagði að vísu að það hefði verið erfitt í matarboðinu en allir hafi verið ofsalega næs en bara ekki talað neina ensku þar til Sigurbjörn sonur Maggýar kom.. og það reddaði málunum.. þar sem hann gat þá túlkað fyrir Lillu og þannig. 

grafagrafa2Norðurorka hringdi á föstudaginn líka til að segja að við yrðum að vera búin að fjarlægja grjótið kl 7 því þá yrði farið í kranann... við náðum loks á einum kalli til að koma að grafa.. á þessari líka svaka skóflu... hrúgan virðist bara oggolítil hjá henni... en viti menn.. þeir komu aldrei kl 7 og eru ekki komnir enn!!!! já þeir verða sko látnir heyra það blessaðir og látnir líka borga gröfukarlinum vinnuna.. ó já. 

Um kvöldið nutum við þess að vera bara við fjögur heima og það var kominn tími á eina þannig kvöldstund.  Þó það sé agalega gaman að vera með gesti, þá stundum þarf maður bara að vera ein.. Siggi´fór svo að vinna fyrir fyrsta hana gal í gær svo hann kæmist í Afmælið hjá Helgu kærustu Valla DSC00302tengdó.  Þetta var rooosalega skemmtilegt afmæli og við sem héldum að þetta yrði eitt af þessum veislum sem maður þekkir engan og er útí horni.. neinie allir komu og töluðu við okkur og vissu allt um okku!!!  jájá og við vissum ekki neitt hver hver var.. nema Óli Jens því hann var að læra hjá pabba í denn og svona einhvernvegin alltaf verið svo næs.  Nú þetta er heljarinnar hæfileikafólk og það var sko heldur betur sungið og spilað.  Börn Óla eru Öll í tónlistinni.. Erna Hrönn er söngkona í Bermuda.. Jenni er gítarleikar í Brainpolis og yngsti sonurinn sem ég man ekki hvað heitir er trommari..   það var hver smellurinn á fætur öðrum... allt uppáhaldslög Ömmu þeirra.. ég var bara með gæsir allan tíman get ég sagt ykkur.  Það var líka barnabarn hennar sem heitir Brynjar og er 14 ára sem söng tvö lög... vá hvað hann söng vel.. bara ótrúleg rödd í strák á þessum raddbreytingar-aldri

rafmagnfórum á lóðina í morgun allir nema Elvar hann fór í afmæli til Júlíusar í Ártúni.. afmælisgjöfin hans er að koma með okkur suður í kvöld fram á þriðjudag en hann hefur aldrei farið til Reykjavíkur.. þetta var þvílíkt spennandi fyrir elvar að geta boðið honum þetta...  nú við slógum á lóðinni og slógumst..neinei grín... við drógum í rafmagnskapalinn uppí litla hús og fleira og fleira.. mjög góður dagur og fullt af góðum gestum droppuðu við... Ragna og Gunni með Gunnar Tómas og Baldur Kára... Hjalti og Kiddi komu á drauma tíma.. því þá lá Siggi og svaf í lautinni meðan ég var að slá.. þeim þótti það nú ekki leiðinlegt.. svo litu Árni, Sigrún og Kristján við..  jæja er að taka mig til fyrir suðurferð með alla litlu strákana mína.. blogga ekkert fyrr en ég kem heim úr borginni... já veit rosa leiðinlegt Smile

 


Grjótagrjót.

Þetta fer nú að verða lyginni líkast hvernig heppnin eltir þessa blessuðu klöpp mína.. ekki nóg með að það sé búið að fleyga fleiri tonn úr henni ..neinei.. í dag hringdi Norðurorka ekki parhrifin.. trúið þið því að undir öllu grjótinu sem var fjarlægt úr lóðinni og stendur núna í fjalli við lóðarmörkin í botnlanganum er kraninn fyrir sveitina!!!!! já einmitt.. og það þurfti að skrúfa akkúrat fyrir hann núna... hann skildi eftir appelsínugula stiku í miðjum haugum til að sýna okkur að þar akkúrat undir væri kraninn og við yrðum að fjarlægja grjótið.. DÍSES og það er allt uppgrafið þarna í götunni og nær ógerningur að koma almennilegri gröfu að til að fara í þetta.. því það þarf stóra gröfu í þessa hnullunga.. við byrjuðum að hringja og fá menn í málið en auðvitað vita vonlaust að fá nokkurn mann til að koma akkúrat núna..ég samt skil þetta varla ennþá því einn karlinn á norðurorku talaði við mig í dag og sagði mér að þeir myndu ekki gera neitt við heitavatnið fyrr en við værum búin að reisa húsið og færum að kinda!!! og svo 3 tímum síðar eru þeir mættir?? maður er alveg að verða ruglaður í hver segir hvað og hverjum maður á að trúa .. ég bara hleyp í hringi eins og kjáni í kringum alla þessa kalla sem benda í allar áttir.. þarf bara að fara að gefa þessu liði áttavita þannig að þeir fari allavega að benda í réttar áttir. Er ég fúl??? já næstum allavega.. ég meina hverjar eru líkurnar á því að þessi krani gæti verið á þessum stað.. ég bara botna ekki þessa ægilegu seinheppni...

áin 3áinHann er nú alveg að flippa yfir drengurinn á næst síðasta degi í sveitinni...hann stóð upp í morgun og sagði að hann langaði að baða sig í ánni!!! veit ekki alveg hvað er að honum en hann hefur mjög skrítnar þarfir og langanir..hehe..hann fór og lét þessa ósk verða að veruleika og sannfærði mig algerlega um það að þetta væri als ekki eins kalt og maður héldi..yhea RIGHT. við skulum vona að veiðimennirnir sem hafa keypt sér veiði í ánni dýrum dómum hafi ekki verið varir við hann.. það er ekki hægt að segja að honum leiðist allavega.. hann átti að vera að vinna í þessar þrjár vikur á Hömrum í kjarnaskógi en entist bara þar í 4 daga og vildi þá bara fá að vera að dröslast með mér frekar en að vera með sínum jafnöldrum á daginn.. alveg merkilegt og ég sem er algerlega að krepera á að þurfa að vera með mér flesta daga. það var nú samt ekki uppi nein sérstök ánægja á vegum akureyrarbæjar og Snorraverkefnisins þegar það mættu á svæðið blaðamenn og pólitíkusar til að grobba sig af þessu fína framtaki sínu.. og þau fengu þær fréttir að minn maður hefði ekki mætt eftir fyrstu dagana. úff erum líklega búin að klúðra þessu uppeldi eins og öðrum.. en só what honum líður vel og okkur líka. Hann fékk líka boð um að fara í siglingu frá Siglufirði með Erlu og Tóta bæjastjóra en þegar á hólminn var kominn og hann fattaði að ég ætlaði ekki með og halda í höndina á honum hætti hann við og sama sagan var þegar Gunnar sonur Maggíar hringdi og bauð honum í jeppaferð í stórum hópi land-rovera ... hann guggnaði á síðustu stundu. Ég þakka nú þessu fólki nú samt fyrir að reina... og vona nú að annað kvöld muni ganga betur þegar hann verður kominn suður og er boðinn í mat með Lillu ,Gunnari og fjölskyldu...


Allt í skít en þó sérstaklega hrossaskít...

síðustu dagar hafa nú bara verið næstum hefðbundnir.. þriðjudagurinn var nú oggolítið stirður vegna strengja eftir gönguna í Grímsey en við drifum okkur nú samt af stað um morguninn uppí hesthúsahverfi að ná í hrossaskít... jájá nú er mín að reina að bjarga trjánum sem öll eru komin í haustlitina af einhverjum óskíralegum orsökum.Undecided Ivar var ægilega spenntur að fara að hjálpa mér að vinna á lóðinni og það var ekki fyrr en ég opnaði hurðina af skíthúsinu að minn byrjaði bara að fölna og grænka að lit...Sick  YOU MUST BE KIDDING ME????  sagði hann bara...neinei Ívar minn þetta er bara íslensk hestalikt.. mmmmm. þú venst henni.  Hann hélt niðri í sér andanum á meðan við mokuðum í 5 ruslapoka þessum ilmandi skít.Smile svo reif hann sig úr að ofna og hristi peysuna rosalega og sig allan og ég sá hrollinn og viðbjóðinn leika niður hrygginn á honum... BARA GAMAN því ekki tók nú betra við þegar við komum með herlegheitin uppá lóð og ég lét hann hjálpa mér að blanda skít og vatn saman í fötu og hræra vel í ... hann bara ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum ...ég blandaði fyrstu fötuna og gekk af stað með hana á meðan ég var að gera grín af honum byrja á sinni... en viti menn þarna lá nú bara þvert yfir móann þessi kapall sem ég auðvitað VARÐ að flækja fótinn í og ég stein lá með skítafötunni milli þúfna... þetta fór alveg með hann .. hann byrjaði aftur að kúgast og ég fyrrum hestakonan stóð upp og sópaði það mesta af fötunum og byrjaði að ausa því sem fallið hafði úr fötunni aftur uppí með höndunum heyrði bara á bakvið  mig.. OHHH NO  W00t ég fattaði þá að ég hafði greinilega gengið gjörsamlega fram af honum og ákvað að skipta um föt og þvo mér fyrir hann áður en við héldum áfram... Bjarki og Elvar tóku fullan þátt í þessu og fannst þetta bara voða eðlilegur hlutur.. enda að verða sveitavanir.

IMG_7283Erla vinkona kom með Rut sína eftir hádegi svo ég gæti fléttað hana fótboltafléttur.. því hún er að fara á Símamótið í kópavogi um helgina.. fléttaði hana ótal fléttur sem gerðu hana þvílíkt sæta.. hún lofar mér því að vinna Breiðablik í staðinSmile ÁFRAM KASmile

í gær var svona þvælingsdagur... fara með tengdó í búðir og redda einhverjum smáhlutum..Ivar fór með strákana í sund á meðan ég fór í búðarápið sem betur fer því það fór allt á vesta veg hjá okkur stöllum í hagkaup.. við vorum komnar inn í búðina og þá fannst ekki hjólastóllinn og þá fékk Denný astmakast sem leiddi til mjög leiðinlegra hluta þannig að ég varð bara að drífa hana heim í snatri og beint í sturtu.Frown en við gefumst ekki upp og reinum einhvern annan dag á ný.

Fór á lóðina og sló seinnipartinn og reitti oggolítið af arfa... svo var bara gestkvæmt í sólgarði um kvöldið.. Sigrún vinkona og stelpurnar komu til að fá vatn og þvo upp því þær eru í bústaðnum þeirra hér rétt fyrir ofan og þar er hvorki rennandi vatn né annað... bara álvöru sumarbústaður sko..  nú svo komu Gunni og Ragna með litlu guttana sína og það var mikið spjallað ... og ákveðið að það yrði að stefna á eina jeppaferð í haust með hópnum sem fór í Flateyjardal um árið... nú er bara að ákveða stað og stund. 

 


Hamingjuöndin hrunin!!!

IMG_6981jájá.. það voru ægilega brosmildir sveitamenn sem lögðu af stað í ættarútileguna á föstudeginum.. dagurinn hafði verið mjög erilsamur þar sem enn eitt barnið hafði bæst í hópinn.. það var nú krúttið hún Steinunn Halldóra vinkona Bjarka úr Mosfellsbænum..þau hafa verið vinir síðan 2ja ára en þá voru þau saman í leikskóla og töluðu sama tungumál sem enginn annar skildi.Smile þeim fannst það allt í lagi þó enginn annar skildi þau því þau voru bara alltaf saman, en svo þegar þau fóru að nálgast skólaaldurinn fannst nú öllum að það væri nú skemmtilegra að fara að skilja þessi grey og þau voru send saman til talkennara og þá fór nú heldur betur að færast fjör í leikinn því ALMÁTTUGUR hvað þau geta talað mikið núna.  Hún er alger perla þessi stúlka og þykir okkur afskaplega vænt um hana.  Birkir fór einnig tregur heim með sínum foreldrum eftir góða daga með Bjarka við leik og störf.

IMG_7031Nú já við vorum komin í ættarútileguna og það gekk bara svona ljómandi vel að tjalda gripnum. "meiri sýndarmennskan i Öndinni" allir dáðust að því hvað hún leit vel og út og ég sá hana alveg fyrir mér sperra bringuna fram og upp með nefið... jájá lét mig bara taka á móti skotum að ég væri nú bara að ýkja með hana og það væri nú ekki neitt að þessu.. og fleira og fleira.. nú ég var farin að halda að ég væri bara orðin svona agalega kröfuhörð og nægjusemin væri algerlega horfin...hún leit meira  að segja út eins og anddyrið á Hilton Hóteli þegar það var búið að setja út markisuna.. en bíðið bara.. það er nú ekki lengi sem hægt er fela sig á bakvið lýtaaðgerðir... því INNRI maður kemur nú alltaf fyrir rest í ljós.  Nú langt eftir IMG_7033miðnætti var ákveðið að leggjast til hvílu... drengirnir í miðjuna á henni...Ivar skiptinema í annan vænginn og svo lagðist ég í hinn vænginn.. en þegar siggi ætlaði að stíga í vænginn hjá mér þá bara OPNAÐIST alltaf útihurðin!!!!Woundering og þetta reyndi hann í töluverðan tíma.... labba  hægt uppí til mín eða hratt.. það bara opnaðist alltaf uppá gátt hurðin.. Janhérna!! þetta gekk ekki þannig að hurðin var bundin aftur með hundaólinni og hann skreið "nokkuð" sæll uppí.  Þegar við vorum svo loksins að festa svefn á heyrðist þessi svaka skruðningur og ég ég veit ekki fyrr en ég ef bara á hraðri niðurleið...Gasp Almáttugur er vagninn að fara á hliðina eða IMG_7067hvað er að gerast??? Siggi náði taki í brúnina og náði að skríða upp í vagninn en það gekk ekki jafn vel hjá mér.. þarna lá ég algerlega afvelta meðan ég hlustaði á manninn þusa yfir því hvort ég gerði mér grein fyrir hvað þetta væri mikið vesen að laga þetta???  og ég yrði að gera mér grein fyrir því að hann yrði að þessu í alla nótt og að hann yrði að redda sér töng og verkfærum og jájá.. allur AUMINGJA ÉG pakkinn kom og á meðan náði ég loksins taki í brúninni og náði að krifra upp vænginn.. þegar ég kom inní vagninn sá ég Ivar gægjast út milli gardínanna með stór augu og Elvar var vaknaður og byrjaður að halda ræðu um það að við yrðum nú bara að fara að taka okkur á..hvað við værum eiginlega þung til samans!!! IMG_7085hausinn á mér byrjaði að hugsa hvernig við ættum að sofa og hvar væri hægt að smokra okkur inn og hve margir gætu sofið í bílnum..Pouty En Siggi litli fór nú út og fann töng og náði að gera við þetta...hurðin var bundin aftur saman og ég svaf í miðjunni á öndinni það sem eftir lifði nætur.

Ég vaknaði 7:20 við að "Radio Leiðhamrar" var farið af stað... og ég get sagt ykkur að þessi útsending var stanslaus umræðuþáttur með gestastjórnanda líka frá "radio Fellahvarfi" sem skiptust á fram til 10 og ekki eitt einasta lag á milli!!! ég bara gafst upp og fór út og settist inní útsendingarstúdioið.. en neinei.. þá bara ákvað aðal þáttastjórnandinn að drífa sig í IMG_7096bæinn með börnin að versla!!! og það bara datt allt í dúna logn.. Típískt þegar það var búið að halda fyrir manni vöku allan morguninn. Smile

 Helgin var frábær og allir sáttir.... nema þá kanski Magnús.. því hann var að borða ávexti með okkur Berglindi þegar það stóð svona agalega í honum og við horfðum á hann fjara út þarna fyrir framan okkur.. við rifum af honum beislið og upp með hann úr hjólastólnum og ég barði svo hraustlega í bakið á honum og Berglind óð ofaní kok á honum til að ná í appelsínuskaðvaldinn.. þegar við þessar tvær tárvotu settum hann á ný í stólinn og spurðum hann hvort það væri allt í lagi IMG_7097þá sagði hann "Nei Guðrún var að reina að drepa mig"!!! OK OK OK ég kannski sló svoooolítið of fast í bakið.. en hann fekk ekki meira að borða hjá okkur þessa helgi.. Smile  Hápunktur helgarinnar var verðlaunaafhendingin  og er það alltaf jafn yndislegt að sjá hversu stollt þau eru að fá þessa viðurkenningar "bara fyrir að vera til" sem er nú dásamlegt afrek fyrir þau og okkur.

Það er svo sniðugt með ættarhelgarnar að það er eins og allir fái alltaf kaupæði... þessi sistkyn eru nú að vísu þekkt fyrir að að þurfa að eiga flest hluti.. Í fyrra skruppum við Siggi í Byko IMG_7024og keyptum okku rsvona svaka stóra hnífa tösku og þegar hún kom inná svæðið þótti hún svona ægilega sniðug að það var látið Ástu Hrönn fara og kaupa upp lagerinn..  Nú í ár voru það GÚMÍTÚTTUR!!! já Bjarki Rúnar og Berglind voru í svörtum öklatúttum og þóttu svona ægilega sniðugar þannig að frú Berglind byrjaði að taka niður pantanir af skóstærðum allra í fjölskyldunni og það var brunað í bæinn og keyptar túttur fyrir tæp 70 þúsund.. og svo voru allir svona ægilega fínir í eins túttum alla helgina.Smile

Ivar fór í Mývatnssveit með tveimur krökkum út Snorraverkefninu á laugardaginn og svo gisti hann á tjaldstæðinu á akureyri um nóttina.. Hann var MJÖG niðurlútur þegar við komum heim á sunnudaginn því hann hafði verið tekinn fyrir ofhraðann akstur í Mývatnssveit á laugardeginum og fengið 37 þús króna sekt..  og Siggi sem hélt að bílinn kæmist ekki uppfyrir 100 varð ægilega hissa.

María - Einar og co gistu hér í Sólgarði um helgina þar sem Hjörtur var búinn að vera svo lasinn í vikunni áður.  Hjörtur var eins og hann væri annar endinn á frönskum rennilás á Bjarka Rúnari alla helgina.Grin

IMG_6971Á sunnudagskvöldið fórum við beint úr útilegunni á lóðina að vökva.. skítkalt... en gott að koma við þar.  Það var gestkvæmt af ættingjum að koma og skoða og við auðvitað að springa úr grobbi.Whistling 

 

 

GRÍMSEY 

IMG_71429. júlí að morgni gerðist sá merki áfangi í lífi mínu að ég kom til Grímseyjar.  Er búið að langa að fara mjög lengi en það er svona að það þarf helst túrista á svæðið svo maður hunskist á svona staði.  Ég - Ívar og IMG_7149Elvar fórum með ferjunni í þessari fínu svörtu þoku og frekar miklum kulda til útlanda. Við vorum varla komin út á fjörðinn fyrr en það var eins og við hefðum verið gleypt af þoku og við sáum akkúrat ekki neitt.. og ástæða þess að við lögðum á okkur ferjuferð var einmitt sú að það var búið að segj að það væri svo tilkomumikið að sjá múlanna og allt það dæmi frá sjónum!!!   jájá einmitt ég fæ þá kanski bara að sjá myndir af því hjá öðrum seinna því ekki sá ég neittFrown  Ívar húkti að mestu upp undir berum himni að engjast úr sjóveiki IMG_7217og Elvar var ekki mikið skárri.. en þessi ferð leið og þegar við komum úti Eyjuna var nú ekki alveg jafn hvasst og ekki eins dimmt yfir..  Eyjan er ofboðslega falleg IMG_7219eða réttara sagt engu lík... það tók á móti okkur á bryggjunni þessi ægilega hákarlGasp neinei.. þetta var ekkert hættulegt.. hann var dáinn.Smile  Við áhváðum að labba allan hringinn.. þar sem við höfðum nægan tíma og ekki mikið annað hægt að gera þarna hvort sem er.  Og við sáum ekki eftir því...byrjuðum að labba útað vita  og svo meðfram öllu ... ég hef aldrei á æfinni séð svo mikið af fuglum en þar sem ég þekki nú rétt muninn á hrafni og álft þá get ég ekki sagt ykkur hvað þeir heitaBlush  það var líka allt krökkt af ungum og ótrúlega flott að sjá bjargið svo krökkt af fugli sem sat áIMG_7225 oggolitlum sillum og passaði ungana sína..  Krían lét sig ekki vanta á nokkrum stöðum og var ekkert smá ill..W00t eyjamenn hafa örugglega haldið að við værum rétt klikkuð þegar við hlupum þarna um baðandi út höndum og öskrandi af hræðslu... en vá maður fann vindinn af þeim þegar þær steiptu sér ofaná mann.. úff  mér stóð bara hreint ekki á sama á tímabili.  

IMG_7253það var ekki margt um manninn á göngunni.. sem nótaben tók okkur 4.5 tíma en við hittum einn ótrúlega fyndinn breta sem var svo ægilega kvennlegur hoppandi í móunum með kíki í annari hendinni og kort í hinni..  "ohmy god ohmy god I think I´m lost.  can you please help me to the Boat again"  Ivar gat nú ekki orða bundist og sagði við hann að hann væri staddur á mjög lítilli eyju og það væri nú eiginlega ekki séns að villast..Wink en við bentum honum á stistu leið að höfninni og IMG_7214hann valhoppaði af stað á ný.. meira að segja Elvar tók eftir því að maðurinn var ekki streit.  Við vonum allavega að hann hafi komist til byggða á ný.  Þegar við komum í þorpið aftur vorum við orðin ægilega svöng en það var allt IMG_7208lokað og urðum við að bíða þar til Krían veitingastaðurinn opnaði á ný.  Það var ekki mannmargt á veitingarstaðnum.. bara við.. en samt gaman að sjá heimafólkið koma inn og allir fóru á bakvið að ná sér í franskar og gos... bara eins og þau væru í eldhúsinu hjá ömmu.   Við flugum svo heim um kvöldið.. konan sem afgreiddi okkur var svona ein í öllu...hún skrifaði á sérstök spjöld með skrautskrift  að við hefðum farið yfir heimskautslínuna... hún bókaði okkur inn...hún þreif flugvélina... hún fyllti á hana eldsneyti.. hún vísaði okkur um borð og það skemmtilega var nú að hún var svo líka farþegi á leið með okkur til Akureyrar.. já fókið þarna tekur nú heldur betur þátt sko..Smile

IMG_7275IMG_7281Þegar við komum til Akureyrar á ný fórum við Yfir á lóð því Siggi  - Bjarki og Guffi voru það með gröfukarl að grafa fyrir öllum lögnum uppí gestahúsið.. Bjarki að vísu að grafa eitthvað allt annað Smile en það var nu voða fínt fyrir því.

 

 


Sherlock Holmes að störfum??

 Ég var beðin að hringja nokkur símtöl í gær og þar með talið í Norðurorku og spyrja hvað tefði þá með að tengja heita vatnið inn í grunninn.. að sjálfsögðu voru lykilmenn í sumarfríi en þessi geðugi maður bauðst til að ath málið og hringja í mig aftur.. hann hringdi skömmu síðar og sagði að hann væri búin að fá botn í þetta... málið væri það að Kápa utanað röri frá þeim hafði skemmst þegar verið var að grafa skurðinn og nú væri verið að vinna í því að finna hver æri ábyrgð á því máli!!!! Kápan er semsagt varmahólkur utanum rörið... Nú já er verið að vinna í því?? og er það Sherlock Holmes sem er í því máli eða hver er að vinna í því???  Tja hann var nú ekki alveg viss um það en það þurfti að ath þetta í nokkra daga.  Já já  en samt þarf að taka þetta rör í sundur og setja á það T-stikki til að tengja það inn og klæða það nýrri kápu!!! HVAÐ ER MÁLIÐ!!!W00t

Kaldavatnið mætti líka á svæðið í gærmorgun og hringdi í mig alveg ringlaður og vissi ekkert hvar ætti að tengja vatnið inn!! ég sagði honum það en hann vildi mann á staðinn til að sýna sér rörið sem hann ætti að nota!!! Jésús eru þessir menn að gera þetta í fyrsta sinn.. það er ekki eins og þetta sé fyrsti grunnurinn í sveitinni á þessari öld... neinei.. og smiðurinn mætti á svæðið og benti á röriðCrying og þá gekk hana um smá stund og sagðist svo þurfa að fara að ná í  efni í þetta.!! einmitt.. hann var á bíl sem rúmar 2 dráttavélar en samt var hann ekki með rörið sem þarf að nota til að tengja inn vatnið sem han var pantaður í að gera.. ég verð bara að segja.. hvar er VERKVITIÐ.. ég hélt ég væri slæm en nei ég er greinilega nokkuð fín bara..  Smile

Alda og Hansi komu í gærkvöldi í heimsókn..Hansi var að vísu límdur með nefið út í glugga því Eyjafjarðaráin var svona víst ægilega heillandi. En við Alda erum að plana Húsmæðraferðina til USA í haust.  Fórum í fyrra og vorum í nokkra daga hjá Rut en núna á að fara og vera örlítið lengur og kíkja á fræga fólkið í NY líka.  Aðalmálið er nú samt að inna tíma sem við báðar komumst áSmile en það tókst fyrir rest í fyrra og hlýtur að takast núna.

Ívar skiptinemi er alveg að verða óður á hjólinu.. hann hjólar hér inní bæ og aftur til baka eins og ekkert sé.. við erum að tala um 60 km !!! úff ég verð bara þreytt á því að skrifa þetta.  

Elvar er búinn að vera lasinn og hann er sko draumabarn hómapata... hann á svo auðvelt með að útskýra hvar og hvernig honum finnur til að það er æðislegt..t.d. líður eins og það sé band frá neðriparti á hægra eyra og niður með hálsinum.. sem strekkist á.  - hálsbólgan er þannig að það er eins og það se einhver hlutur á bakvið hálskirtlana sem ég næ ekki að kyngja. - Bankandi höfuðverkur til skiptis við hægra og vinstra gagnauga...   úff ef allir sjúklingar vissu að það er akkúrat svona upplýsingar sem við þurfum að fá. Smile  Það á ekkert sérlega vel við hann að vera veikur.. t.d. í gærmorgun skildi ég hann eftir svo hann gæti nú sofið eftir algerlega svefnlausa nótt í svitakófi og hita... en hann hringdi skömmu eftir að ég fór og sagði mér að hann skildi bara ekki hvað væri að sér.. það væri bara að líða yfir hann að SKIPTA á rúmfötunumErrm  "afhverju ert að skipta á þeim núna Elvar minn?" Ég bara get ekki sofið og vitað að ég var svona sveittur í rúminu mínu í nótt!!  "en þú varst komin í mitt rúm núna?" já en mamma ég get ekki sofnað og vitað að mitt rúm er svona ógeðslegt!!!! ó mæ god er hann sonur minn?? það hlýtur að hafa orðið ruglingur á FSA fyrir rúmum 11 árum.

Ég og Elín Ása fórum með tengdó í bæinn í gær..  hún var í hjólastól og ég dró á eftir okkur súrefnistankinn.  En það er greinilega langt síðan gamla hefur farið í bæinn því ég hafði ekki undan við að raða aftur á fataslár og í hillur því hún bara sat í stólnum og greip svo í það sem hún sá og skipti engum togum að heilu slárnar fóru yfir hana og á gólfiðCool þetta kallar maður nú að vera komin í búðarfráhvörf... en sú gamla fór alsæl heim með fullan poka af nýju dóti.

Ættarmótið er um helgina í Asparlundi.  Hin árlega fjölskylduútilega þar sem systkini mömmu og þeirra afkomendur koma saman í leik.  Þegar Elvar var lítill og við vorum að koma á svæðið horfði hann útum gluggann og sagði.. vá mamma þú valdir gott tjaldstæði!!! við þekkjum bara alla hérnaSmile  og það er nú það skemmtilega við þessa helgi því krakkarnir smella öll svo vel saman og eftirvæntingin eftir þessari helgi er engu lík.  Mætingin er held ég núna mjög góð nema PABBI mætir ekki... hann er nefnilega að byggja.. grindverk.. og er svo ægilega ómissandi í því starfi með verktökunum sem eru ráðnir í það... ég held ég hafi sem fæst orð um það hér um mitt álit á því.. hef sagt nóg.W00t


Plata!!! nei ég er ekki að plata það er komin plata:)

pípursteypaAlveg ótrúlega skrítin tilfnning að vera komin með plötuna.. mér finnst núna að ég geti bara flutt inn.. og svo getur Heimir smiður bara kubbað þessa veggi í kringum mig smá samanSmile Er bara svo ægilega hamingjusöm með húsið mitt að það er agalegt.. ég bara stend á plötunni og ímynda mér hvernig þetta allt verður og hvernig ég ætla að raða inní húsið.. úff það verður yndislegt... Held það sé fátt skemmtilegra en að innrétta og gera fínt í kringum sig.. nema þá að mála.. það er lika í efstu sætunum.. þetta bæði gefur mér mikla fyllingu.  Heimir smiður náði mér á Háa-Cið í gær... ég var að spurja hann útí tvær slöngur sem stóðu uppúr grunninum á baðinu... hann sagði að þetta hefði verið þvílíkt vesen fyrir píparana deginum áður þegar þessi krafa kom frá mér að setja þennan handklæðaofn...HANDKLÆÐAOFN!!! NEINEINEI  ég bað ekki um neinn handklæðaofn.. ég ÞOLI ekki handklæðaofna.. veit ekkert subbulegra en ofhlaðna handklæðaofna inná baðherbergjum.. hlaðna óhreinum fötum og illa liktandi.. jakk hvernig datt honum í hug að ég hefði beðið um þetta???  svo leit ég nú á hann og þá sá ég glottið á honum.. og hann sagði mér að þetta væri í öllum húsum í dag...og arkitektinn hefði verið viss um að mér myndi snúast hugur og vilja þetta.. og bætti þessum árans ofni inn.. þar sem ég ætlaði að hafa skápa... en smiðurinn segir að ég geti bara sleppt því að tengja þetta og þetta verði bara jafnað við gólfið.. HJÚKK 

sólþað er ALLTAF svo ægilega gott verður í Brúnahlíð.Wink  Pallurinn hjá Helgu og Stebba er bara geggjaður í sólinni og það er sko ósjaldan sem á honum eru góðir gestir, hjá þeim hjónum.. enda gott að sækja þau heim með eindæmum..  Þau hafa algerlega bjargað okkur í sumar.. með alt sem mann hefur hugsanlega vantað.. Vatn - WC - allt matarkyns - stuttbuxur - vinnuföt handa vinnusömum gestum - olíur og bara nefnið það... Takk kæru hjón fyrir alt.Smile

 

 

birkir Það hafa orðið barnaskipti á heimilinu... Mikael fór með flugi í gær.. það var erfið kveðjustund hjá þeim Bjarka og mikill söknuður að horfa á eftir honum útí vél.  Hann fór með fulla tösku af úttálguðu timbri með sér.. hef nú ekki heyrt hversu ánægð móðirin var að fá þessi ósköp heimWink  En það var stutt stund í næsta gest því Birkir Snær kom úr Mosfellsbænum til að vera hjá Bjarka fram að helgi.. 


Öndin í spariföt...

Öndin er orðin svona ægilega glerfín.  Búið að þvo hana, bletta og snurfusa... mála felgur og geymslubox og alt hvað heitir... Já hann Sigurður klikkar nú ekki á að fínisera þessi hræ sem við drögum að landi hér og þar.  Að vísu datt nú framhjólið af henni á leiðinni heim úr lýtaaðgerðinni.. við keyrðum alla leið í vegagerðina með hausa út um hliðarrúður til að finna það en allt kom fyrir ekki þannig að það var splæst á hana nýju stelliWink hún er nú bara að verða pínu frek eftir að fara í þessa aðgerð finnst mér.. endar með að hún fer að heimta að við setjum meira stopp í dýnurnar..Set ekki inn mynd.. verð að halda ykkur smá spenntum fram að næstu helgi sko.

tramptramp2Við settum upp trampólínið á lóðinni í gær.  Voru þvílík átök að koma þessu gormadrasli á  en það tókst að lokum..með aðstoð Ölfu og allra litlu handanna.. Ormarnir svona líka agalega glöð og hljóðin í þeim á trampolíninu fram eftir kvöldi mynntu einna helst á að það væru 35 börn að leik en ekki 3.  Elvar var bara heima að jafna sig eftir uppköstin kvöldinu áður. 

Við Elín Ása fórum í heimsókn til ömmu í Rán í dag og það lá ljómandi vel á henni.. hún orðin spennt fyrir ættarmótinu um helgina og vonar að veðurguðirnir klikki ekki þetta árið frekar en vanalega.  Við löbbuðum um garðinn hjá þeim og það var sama hvaða blóm eða tré ég bennti á..hún þekkti þau öll með nafni.. AFHVERJU man ég aldrei nein svona blóma og trjánöfn??  ég sagði henni að ég væri búin að skíra trén mín og hún var himinsæl með það og sagði að það væri einmitt svo gaman að sjá hversu misjafnlega tré dafna eins og mannfólkið.  Vona að Norðurtréin dafni ÖLL vel.

guffÍvar greyjið er lasin í dag ... er illt í maganum.. hann fór heim úr vinnu um hádegi og var búinn að laga til og snurfusa þegar við komum hér heim af lóðinni í kvöld.Smile  þannig að maginn var nú orðinn eitthvað betri.  Guffi var líka hálf slappur í dag.

Heyrði í Önnu Maríu í dag og hún var að fara í bæinn með tölvuna sína í viðgerð.. erum að vona að hún sé nú ekki alveg hrunin , en það er svosem ekki ólíklegt... hún er líka að fara næstu helgi í helgarferð til Fíladelfíu.. með Rut og Mike..það verður gaman. 

 

grunnur3Smiðir og Píparar voru á lóðinni í dag.  það er komið froðuplastið og grindin undir og byrjað að leggja rörin.. þeir klára það nú líklega á morgun.  Það er alltaf gaman þegar maður sér einhverja breytingu.  Gleymdi myndavélinni í dag. e þessi mynd er síðan í gær.


Rík af börnum

tjaldbjarki og mikkijá það er alltaf að fjölga í hópnum.Smile Mikael vinur Bjarka ætlaði heim á fimmtudaginn, en það kom ekki til greina að hans mati að fara heim þegar móðir hans kom og hún fór því kona einsömul suður á ný.  Þeir félagarnir eru eins og samlokur og var því ákveðið að hann myndi bara vera sendur heim með flugi þegar færi að hausta.  Þeir eru búnir að tjalda í einni lautinni og í uppáhaldi þessa dagana að tálga als lags vopn og fara á veiðar, en það virðist nú samt sem háfarnir veiði best skordýrin.

ásahundahollÁ föstudaginn kom svo litli orkuboltinn Elín ÁsaW00t ætlar að vera hjá okkur í viku.  Hún var svo frábær á föstudaginn eftir að hún kom því allir voru að gera eitthvað um alla lóð og hún vildi vera alsstaðar.. hún fékk vinnuvettlinga og svo hljóp hún eins og sturluð kona á útsölu og  tók þátt í öllu.. setja niður tré með mér.. smíða með Sigga.. tálga með Elvari.. moka með strákunum og stjórna öllum hundunum hvar þeir gengu og hvað þeir gerðu..hehe bara hægt að éta þetta barn.  En nú er búið að skíra hólinn á lóðinni uppá nýtt, hann heitir Hundahóll..  því hundarnir liggja svo oft þar uppi til að hafa útsýni yfir allt  hverfið.Wink  það var Mjög þreitt stelpa sem fór að sofa allt of seint það kvöldið.. en mjög sæl. Í gær kom svo Brynja í heimsókn til okkar og ætlaði að leika við frænku sína.. sem hafði nú samt ekki neinn tíma til þess að leika sér því hún var að VINNA heheFootinMouth þannig  að Elvar og Brynja léku sér  mest saman.  
brinjapallur

 

 

 

 

 

 

 

ivarSiggi fór með Ívar og Elvar í fjórhjólaferð í gær.. fóru gamla Vaðlaheiðarveginn.. Ívar var mest í sjokki yfir því hvað þeir fóru hratt niður brekkur og fannst að það ættu að vera öryggisbelti á hjólunumErrm en svo vandist hann nú hraðanum og naut ferðarinnar í botn.  Hann fór á djammið í gærkvöldi og ætlaði að gista innfrá hjá stelpu úr Snorraverkefninu.   Vona að hann skemmti sér vel.. hef þvílíkar áhyggjur af því að honum leiðist hjá okkur.  Hann er alveg búinn að fá að sjá hversu seinheppin ég er.. Ásta Hrönn frænka kom í fyrrakvöld  til mín í heilun og þegar hún var komin í þennan fasta svefn á bekknum þá var ég að færa mig til og rak mig í og datt afturfyrir mig á þvottabala, stól og kistil.. þvílík læti og aumingja Ásta lá þarna mitt á milli þessa heims og næsta..  í gær var ég líka að retta honum pepsidós en vildi ekki betur til en það að ég missti hana fyrir framan fæturna á okkur og hún sprakk með þvílíkum látunum og við urðum bæði RENNANDI blaut af pepsí frá tám og uppí hár.  Ég átta mig alltaf á því hversu seinheppin ég er þegar það eru gestir því þetta er orðið svo hverslagslegt hjá okkur heimilismeðlimum.

þak Siggi og Elvar eru byrjaðir að undirbúa þakið til einangrunar á gestahúsinu.  Elvar er ótrúlega duglegur og er alltaf að hjálpa okkur... en mætti nú stundum muna að hann er bara 11 ára og má leika sér.  Hann greijið var að drepast úr ofnæmi á föstudaginn og augun sukku agalega... held það séu stráin sem hann þolir svona illa.  Hann var betri í gær en ekki tók nú gáfulegra við þegar við komum heim í gærkvöldi því þá ældi hann allt baðherbergið út..þannig að nú er búið að gera ALÞRIF þar jafnt á veggjum lofti og gólfi.Sick Guð hjálpi mér ef öll börnin fara nú leggjast í ælu.

 

steinntré

Veðrið er búið að vera yndislegt þessa daga og ég er er búin að planta helling af trjám í viðbót.  Ég er komin með þetta fína gula ljós á toppinn svo ég verði ekki fyrir aðkasti á þjóðveginum þegar ég er að stinga upp trén.. leið nefnilega eins og ég væri að stela þessu..Blush  en leið mun betur með ljósið á toppnum.  Ég er búin að skíra öll stóru trén.Smile  klikkuð?? jájá.. það er allt í lagi að vera smá skrítinn.  Ég get hvort eð er ekki lært þessar tegundir þannig að þau fá bara mannanöfn.  öll stóru trén að norðanverður bera nafn ömmu og afa okkar Sigga og á myndinni hér að ofan er mynd af Ömmu Guðrúnu og Afa Jóa.  trén eru orðin sjö.. þannig að restin er María - Klara - Siggi - Rúna - Sæmundur.  Trén uppvið gestahúsið bera svo bara nöfn hinna og þessara sem mér dettur í hug þegar ég sá þau.Smile

Ég á dóttur sem heitir Anna María og ég sakna hennar mjög mikið.  hún hefur áhyggjur á því að ég sé bara búin að gleyma sér en elsku Anna mín ég held það séu nú litlar líkur á að það geristInLove Það verður gaman að fá þig heim í haust og láta þig fara að vinna dag og nótt í húsinu..heheDevil  hjá henni er 40 stiga hiti og 90% raki.  Jakk hvað ég er glöð með norðanáttina mína þegar ég heyri í henni.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband