Færsluflokkur: Bloggar
19.8.2007 | 23:25
Kanínu-Amma
Já nú er ég orðin amma kanínu sem heitir -Trína- og er 8 vikna og víst alveg sérlega falleg að sögn föðurins hans Elvars. Þeir vinirnir Júlíus og Elvar fengu að kaupa sér kanínur með því skilyrði að þær yrðu búsettar í
Ártúni heima hjá Júlíusi. Þeir fengu gamalt búr frá ömmu Júlíusar og það stendur í anddyrinu á fjósinu hjá þeim. Þeir eru ægilega stoltir af gripunum en Trína kanína er eitthvað lasin að þeir halda núna... eða þá að hún er að fara að eignast unga
sem við skulum nú krossa fingur fyrir að sé ekki.
Helgina áður en ég fór suður var mikið um að vera og gleymdist alveg að segja frá því öllu saman. Tengdamamma var dregin uppá lóð í grillveislu og hitti svo vel á að Heiða gamli granninn hennar var í grillveislu í næsta húsi og kíkti á hana. Gamla var alsæl með þennan dag en líklega hefur þetta nú verið full mikið fyrir hana því hún lagðist í ægilega lungnabólgu tveimur dögum seinna og endaði á sjúkrahúsi. En hún kom nú heim á föstudaginn og er orðin eldhress á ný.
María og Einar komu líka með alla englana sína og Eið vin Viktors um daginn (man nú bara ekkert hvaða dag það var) og stoppuðu bara ægilega stutt... voru bara svona rétt að líta á menninguna og kirkjugarðast... en þau komu bæði í kaffi og svo borðuðum við pizzu líka saman yfir á lóð áður en þau héldu austur á ný. Það var rosalega gaman að fá hópinn.. allt of sjaldan sem við hittumst orðið. María systir lítur svo vel út orðið að manni er farið að líða eins og litla ljóta andarunganum í kringum hana.
Í dag var vaknað frekar seint í kotinu.. en við Bjarki vorum ægilega bjartsýn og ákváðum að hjóla inná lóð sem er ca 30 km. Við lögðum mjög brött af stað en svo var bara norðanáttin eitthvað að stríða okkur og þurrkur í hálsinum á Bjarka Við tókum bara með okkur tóma flösku sem við ætluðum að fylla á á leiðinni en viti menn það var ekki ein einasta spræna á vegi okkar.. allt uppþornað í sveitinni. Siggi kom svo og sótti okkur þegar við vorum komin að Munkaþverá.. Bjarki var eyðilagður að hafa þurft að gefast upp en við höldum nú kannski að orkuleysið stafi af of litlum fiski undanfarið svo það var ákveðið að elda fiskibollur í kvöld sem hann borðaði með miklum ákafa.. enda alveg ákveðinn í þvi að hjóla hringinn með móður sinni eftir nokkur ár.
Valli tengdó kom í heimsókn á lóðina og vökvaði fyrir okkur. Lilla og Balli á móti komu í heimsókn og voru í svona eftirlitsferð um sveitina.. og fóru til okkar og Jóhannesar í Bónus..hehe. það var þá. Við vorum svo bara að dúllast á lóðinni í dag.. ég klippti runnana allan hringinn og var svo bara að reita arfa og svona hnoðast um í grasinu. Anna María þvoði báða bílana og svo var hún að æfa sig að bakka í allan dag.. semsagt keyrði fram og til baka á 50m svæði og var ægilega spennt fyrir þessu og mátti ekki vera að því að taka sér neinar pásur... ég skil ekki enn að hún hafi ekki farið niður af bakkanum því mér sýndist hún ansi oft missa dekk þar framaf
glanni. strákarnir voru að leika sér á fjórhjólunum og trampólíninu... þetta er svona næstum copy past frá því í gær.. því þá vorum við líka á lóðinni allan daginn.. nema ég fór og keypti skal ég segja ykkur olíu með hvítri málningu útí sem átti að verða voða fínt.. en eftir að ég var búin að fara 4 umferðir á framhliðina og næstum enginn munur á húsinu..ákvað ég að hætta.. og Jói granni var líka sammála því að ég hefði greinilega fengið eitthvað vitlaust afgreitt.. ohh.. og ég sem ætlaði að klára að bera á húsið um helgina. Siggi kláraði að setja þakskyggnið.. skyggni ágætt núna semsagt í Brúnahlíð. Við fórum svo til tengdamömmu smá í lok dagsins áður en haldið var heim á leið í fiskibolluveislu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2007 | 19:50
Hvað tekur langan tíma að kaupa þvottavél og þurrkara??
Það tók mig sléttar 6 mínútur að fara inn í búðina og velja tækin og borga og ganga frá öllu
Enda lipur afgreiðslumaður sem reddar hlutunum snögglega sem afgreiddi mig
ekki langt að sækja snerpuna hann Björn Torfi frændi minn...og líka langflottasti afgreiðslumaðurinn
Geri aðrir betur.. allavega mun hún mágkona mín seint toppa þetta
hún getur velt sér uppúr þessu svo mánuðum skiptir og samt enn í vafa eftir að hún kaupir hlutinn. Get nú samt ekki annað en hugsað að þetta hljóti að hafa verið of gott til að vera satt því vélarnar eiga eftir að koma norður og allt getur klikkað ennþá.
Áður en ég lagði af stað norður í gær fór ég og sótti Dönsku djúskönnuna sem Ragna Kristín frænka gaf mér í staðinn fyrir hómapatíuaðstoð. Húnvar löngu búin að senda hana heim með vinkonu sinni en svo einhvernvegin fórst fyrir að ná í hana.. hún er svooooooo ógeðslega flott EVA SOLO kanna. Þessar vörur eru bara með því flottara finnst mér.
Mikið rosalega var nú gott að koma heim í gær og hitta börnin og Guffa.. Er svo heppin að eiga þessi börn að það er engu líkt. Þau voru búin að breyta hér helling og snúa öllu við sem er gaman því ekki leiðist mér að breyta og snúa heldur. Laga allt svo fínt til og voru öll vakandi þegar ég kom í nótt. Ég fór til tengdapabba í dag til að hjálpa honum að tengja afruglarann og svo til tengdamömmu á spítalann ... kella bara öll að koma til og farin að ýta á að fara heim á elliheimilið fyrir helgi. meira stressið Nú svo leit ég í heimsókn til Erlu Jó og tók púlsinn hjá henni svona seinnipartinn en ég lét hana nú skutla mér í morgun að ná í minn bílinn minn. Svo fór ég á leikskólann og ætlaði að ná í Önnu en þá var grillveisla þar þannig að hún var lengur. Flott að sjá Ölfu eins og herforingja stjórna heilum leikskóla og öllum þeirra foreldrum
þá hentist ég yfir á lóð og skrúfaði saman skenkinn sem ég keypti og við Guffi tókum sprettinn upp fjallið alsæl saman í göngutúr... hann örugglega búinn að sakna þeirra helling. Ég get ekki af því gert en nú er ég bara að missa þolinmæðina með að heyra hvorki né sjá neitt í þessum blessuðum smiðum.. Siggi kláraði að setja bárujárnið á gestahúsið á meðan ég var í borginni.. ægilega flott. Nú er bara að fara að ákveða hvort ég ætla að gera það hvítt eða ekki... þvílíkt erfið ákvörðun. Siggi byrjar svo í sumarfríi eftir rúma viku og þá ætluðum við að byrja að gera milliveggina... það kannski endar bara með að við gerum bara inniveggina þó svo útveggir séu ekki komnir. það væri mjög smart
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 12:55
keypti




Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 10:44
Vinna
bara að segja að það verður bloggfrí fram í næstuviku... er í borginni að vinna framyfir helgi.
og það rignir!!! hefur haldist þurft í fleiri mánuði en rignir auðvitað þegar ég er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2007 | 00:31
Að vera foreldri um verslunarmannhelgi
Ég hef nú löngum haft það orð á mér að vera strangasta mamman!!! í skólanum..í fótboltanum..í hverfinu..og bara örugglega strangasta mamman í öllum heiminum að áliti unglingsins. "Allir nema ég" er líka MJÖG vinsæl setning.!!! það versta sem ég heyri svo frá öðrum foreldrum er "ég var nú á þessum aldri farin að gera hitt og þetta" Er málið að við ölum upp börnin eins og okkur???Eigum við að gefast upp þó svo aðrir geri það?? Viljum við ekki flest að börnin okkar nái lengra en við í lífinu.. er ekki aðalmarkmið okkar að barnið finni hamingjuna innra með sér og þurfi ekki aðra til að gera sig hamingjusama.?? Allavega óska ég þess heitast að mín börn verði sátt við sig og hamingjusöm.. og ég held nú að þó svo þjóðfélagið sem í þenslu núna og nýríkir spretti upp eins og gorkúlur hér og þar að við vitum að það gerir ekki manneskjuna sátta.. við verður aldrei sátt fyrr en við sættumst við sjálfa okkur.. Við eigum að taka þátt í öllu í dag í lífi barna okkar mun meira en áður var gert.. t.d. í leikskólum og skólum of félagsstarfi... En svo er eins og þegar það kemur að því að þau vilji fara út á lífið.. getum við ekki gert neitt.. því allir aðrir fá að fara...já ekki man ég eftir því að það hafi verið eitthvað foreldradæmi í gangi þegar ég var á þessum aldri.. neinie.. eina skiptið sem foreldrarnir komu í skólann var ef það var foreldraviðtal.. 1x á ári held ég og þá kom að sjálfsögðu bara mamma.. Við tökum þátt í öllu sem þau gera fram til 15 ára þegar þau útskrifast úr grunnskóla..ég skil ekki afhverju það er þá svona óeðlilegt að maður vilji halda í höndina á barninu sínu í gegnum unglingsárin og hafa aga. Ég er mótfallin því að börnin stjórni foreldrunum... auðvitað var maður ekki alltaf sáttur hér á árum áður en hver segir að það hafi ekki gert manni gott að fá ekki alltaf allt.?? Ég held að málið sé að við erum að fjarlægjast svo uppruna okkar og rætur... litlu hlutirnir í lífinu sem eru svo dýrmætir hverfa í stress og læti nútíma þjóðfélags... Hvað ætli það séu margir unglingar sem búa t.d. í R-vík sem hafa í raun heyrt þögnina?? hafa verið úti í náttúrunni og heyrt bara í fuglum eða læk? það sést varla sála á þessum aldri sem er úti í náttúrunni nema þá með I-pod í eyrunum
jæja nú er ég farin að tala eins og gömul kerling.. best að hætta þessu. Allavega þá er unglingurinn hér uppí sófa og er komin í gott skap... þó svo að fíla dagsins hafi kostað hana það að hún fær ekki að fara á 16 ára ballið með Palla á morgun. En hver veit hvað gerist ef maður er glaður og þakklátur fyrir það sem maður hefur.. þá er ég viss um að verðlaunin verða manni í hag.
Man eina skemmtilega stund sem við áttum fjölskyldan í Brynjudal í fyrravor.. við vorum að labba upp með fossi og settumst til að hvíla okkur.. ég sagði krökkunum að leggjast á bakkann og loka augunum og hlusta bara á hljóðin sem heyrðust og reyna að ímynda sér að þau væru hluti af náttúrunni... myndu bráðna inní umhverfið.. þau lögðust öll og ég líka.. en eftir ca 4 mín var staðan svona... Elvar lá enn og naut kyrrðarinnar og fannst hann vera orðinn að steini... Bjarki var kominn uppá topp á fossinum og kallaði til mín að sjá hvað hann hefði verið fljótur upp.... Anna María kraup á árbakkanum og var að reyna að fá sér að drekka en lenti "ofaní" að sjálfsögðu.. já við erum öll svo ólík.. sem gerir lífið svo skemtilegt og fjölbreytt.
Við vorum bara hér í rólegheitum frameftir degi í dag í rigningunni... fórum svo yfir á lóð og ég sló aðeins og gröfukarlinn var að setja möl yfir drenlagnirnar. Siggi kom heim að austan og alveg að tapa sér yfir því hvað hann hefur mörg verkefni sem bíða hans.!!! ef hann verður ekki slakari á morgun verð ég bara að reka hann uppí lautina góðu og ath hvort hann róast ekki.
Magni ætlaði að sofa hjá okkur aðra nótt en svo þegar leið á kvöldið fékk hann heimþrá og ætlar að fá að koma að sofa hjá okkur bara aftur eftir nokkra daga... enda var Júlía systir hans að koma í kvöld að sunnan og fullt af spennandi hlutum að gerast.
Tók spólu í kvöld.. juminn ég er svo glötuð í að velja myndir.. og í kvöld klikkaði ég ekki því ég tók víst sömu myndi og við tókum síðast!! hehe mér fannst ég ekkert kannast við textann aftaná...þannig að það er vonandi langt þangað til ég verð send að velja spólu aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2007 | 12:35
Markaðsfræði í meiraprófinu!!! mæli með því
Það er bara eins og þessir verktakar viti ekkert um það hvað þarf til þess að reka fyrirtæki.. Ég bara skil ekki það að taka að sér verk og gera það annaðhvort illa eða ekki neitt.. mér finnst alveg augljóst að fólk hringir ekki í þann verktaka aftur!! eða hvað?? Allavega þá kom ég á lóðina í gær til að hitta "góða gröfukarlinn" sem segir þegar hann kemst ekki og hvenær hann kemst.. gríðarlegur kostur.. nú hann ætlaði að setja efni í kringum húsið sem "hinn gröfukarlinn" átti að vera kominn með... fyrir mörgum dögum og er í hvert sinn sem við heyrum í honum við það að moka efninu á pallinn!! Ég bara er mjög svona skilningsrík á að hlutirnir gerist seint.. en þetta er svona að verða heldur pirrandi.. kanski er málið að ég er of snögg að borga honum þegar hann kemur með reikningana.. ætti kannski að ath hvort það virkar betur að borga þeim ekki!! Sigurður er á austurlandi og hefur þessar gríðarlegu áhyggjur að ég verði ekki á staðnum örugglega þegar þeir koma, til að segja til með útlit á jarðvegi kringum húsið.. en guð minn góður ég væri orðin að garðálfi ef ég ætti að bíða á lóðarmörkum í fleiri vikur eftir að vinnuvél renni í hlað.. ég er að verða eins og hundarnir og stekk á fætur um leið og ég heyri í þungavinnuvél í 5 km radíus..
En nóg um það... þetta verður frábært þegar þetta verður búið.
Í gær fór ég snemma af stað til að skutla Önnu í vinnuna..úff hvað það tekur mikinn tíma að græja sig til þegar maður er 15 ætti þetta ekki að vera öfugt.. að við værum lengur þessar gömlu að sparsla í skurðina.. en kannski er málið að við "eða höfum það ÉG" er löngu búin að gefast upp á því að halda að ég geti litið út eins og módel í hvert sinn sem ég fer útúr húsi
Ég fór í Húsasmiðjuna að panta nýtt járn á þakið á gestahúsinu.. því það á að vera eins og á stóra húsinu.. svart og staflað.. Ég ætlaði líka að ná í glugga sem var í pöntun fyrir gestahúsið..því okkur langaði í stóran þar sem er lítill í suður sko.. en það hafði verið einhver misskilningur og enginn gluggi fannst en ég fór með einhver blá bönd fyrir þakpappann..eins gott að fara ekki tómhentur heim.
Síðan vorum við frænkur Alfa og ég svakalega duglegar að klára að mála í rauðumýrinni og nú er bara eftir að flytja restina af öllu dótinu inn. Ég finn fyrir þvílíkri hamingju fyrir hennar hönd að vera komin svona langt með að koma sér fyrir.. get ekki beðið eftir að geta farið að mála og innrétta hjá mér. Ég er búin að þvo allan þvott sem ég finn til að þvo í vélinni hjá Ölfu í NÝJA ÞVOTTAHÚSINU hennar.. því ég fann þetta snilldarprógramm á vélinni hennar sem tekur bara 50mín.. uss það er sko á hreinu að ég verð að fá mér svona vel..
Elvar og Bjarki urðu eftir um morguninn heima því þá langaði að sofa aðeins út... og vildu svo hjóla í bæinn
eftir mikið af reglum og pælingum lofaði ég það. Þeir hjóluðu af stað þvílíkt spenntir um leið og þeir vöknuðu og gleymdu í spennunni að borða morgunmat..en höfðu sem betur fer munað að taka með sér nesti..hehe greijin hjóluðu nánast að Hrafnagili og alveg í sjokki að þeir hefðu gefist upp þar.. eftir 2ja tíma hjól með norðanáttina í fangið.. mér fannst þeir algerar hetjur.
Ég kom svo aðeins við í Vanabyggðinni hjá Matta og Erlu.. Matti alveg á fullu að gera allt í einu sýndist mér helst... setja upp markísu úti...og taka Daníels herbergi í nefið.. nú er hann að verða GAUR og þarf að fá stærra rúm og svona til að geta tekið á móti skvísum í heimsókn.. hehe Við enduðum svo bara þarna í mat.. fórum og keyptum pízzu í liðið.. ó mæ god hvað það voru mörg börn.. þeirra 5 plús eitt auka og mín 3 plús Magni frændi. það var vel líflegt við matarborðið en svakalega gaman eins og alltaf í kringum þessa fjölsk. Við ílengdumst þarna langt fram eftir kvöldi og fórum svo niður í Rán til að ná í dót handa Magna því þá langaði svo að hann myndi gista hjá okkur í sveitinni.. Magni hafði verið fyrr um daginn að veiða með pabba sínum og sýndi okkur þennan svaka afla. 4 stóra silunga. Þröstur sýndi mér næturljós sem ég er að hugsa um að hafa á ganginum og bílskúrnum.. rosa sniðug..bara smá rönd undir tengli.. í sömu dós.. alger snilld. Við komum svo við á lóðinni á leiðinni eim til að ath hvort eitthvað efni væri komið en auðvitað var það ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 00:34
Kubbarlingar og bingalingaló.
Maður getu nú ekki annað en bara brosað út í bæði þegar maður er komin með kubbana heim í skúr sko..erum ekki búin að fá alla sem okkur vantar, en allavega alla sem voru til í Húsasmiðjunni það eitt er víst.
Smiðurinn var nú ekkert æstur í að segja mér hvenær þeir myndu byrja en sagði að það yrði einhverntíman eftir verslunarmanna-helgi... nú við vitum þá allavega að það verður ekki byrjað í dag eða morgun
En það þýðir víst ekkert að vera óþolinmóð.. ég er nú heldur ekkert þekkt fyrir það neitt..neinei.. þarf aldrei neitt að gerast strax sem ég er að gera.
Það er búið að vera ægilega mikið um afmæli undanfarna daga.. Alfa átti afmæli 28. júlí og á þeim degi fékk skvísan afhent einbýlishúsið sitt.. ekkert smá hamingjusöm.. enda rosalega flott hús.. ég var með henni í gær að mála loftið í stofunni og velja málningu á veggina og svo máluðum við eina umferð á stofuna og holið í dag og náðum í eina kerru af dóti í gömlu íbúðina.. þvottavél og þurrkara og gasgrill og fleira.. þannig að á morgun getum við þvegið meðan við málum og grillað okkur milli umferða
Ég er nefnilega svo ægilega heppin að þvottavélin mín er dáin.. og ég þarf að koma henni niður alla stigana og uppá pallinn á bílnum til að fara með hana í viðgerð... en bara ræð ekki við hana ein því hún er þvíííílíkt þung... hljóta að vera allir stöku sokkarnir sem ég held hún hljóti að éta sem eru að gera hana svona þunga.
Nú 29. júlí átti tengdapabbi afmæli, 73 ára karlinn en lítur sko hreint ekki út fyrir það.. asskoti hress karlinn
Hann má eiga það. Enda er maðurinn eins og hind um allan bæ á göngu á hverjum degi og í sundi líka.. hann fer enn á skíði og skauta og slær ungu strákunum ekkert eftir. Hann hræðist fátt nema að vera með mér í bíl og samt hefur hann farið með mér nokkrar ferðirnar suður. Hann er svakalegur á hraðamælinum og segir ósjaldan "Guðrún, Siggi festir alltaf hraðan í 90...viltu ekki gera það bara líka"!!
30. júlí hefði afi í Rán átt afmæli og ég kíkti smá í garðinn og hugsaði mikið hans... heitu handanna.. og það hvað það skipti mann alltaf miklu máli að gera honum til hæfis.. það var sko ekkert grín að vera ekki í náðinni hjá honum.. man til dæmis þegar ég var ný búin að taka bílprófið og hann sagði mér að skutla sér á frímúrarafund.. hann svona ótrúlega fínn í kjólfötum og skóhlífum.. enginn var tignarlegri en afi þannig klæddur.. en á stað fórum við á A-23 Peugeot með leðri (þótti sko ekkert slor) en ég var rétt komin upp í grænugötu þegar hann sló á hendurnar á mér og sagði mér að stoppa.. málið var að ég hélt ekki rétt um stýrið.. 10 mínútur í tvö skildi það vera og ekkert innanstýris-hald í beygjum... vá hvað ég var hrædd.. en hugsa oft um þetta þegar ég er að keyra enn í dag. þetta var ræða sem situr í manni.. og þannig voru flestar hans ræður.. neinei.. ekkert tuð bara ákveðið og hnitmiðað.
31.júlí var það svo Marta mín.. "skiljiði mig" sem átti afmæli "skiljiði mig" hún er enn með sama kækinn og þegar hún var 17 ára "skiljiði mig"
en ég elska hana samt. Það er merkilegt með stelpurnar hennar Mörtu og Sæma.. því það er alveg sama hvað það er sem er ekki nógu gott með þær.. að það minnir hana alltaf á MIG!!! Hárið á Báru er rosalega erfitt og allt of þykkt.. eins og mitt!!! Björk er trunta eins og ég!!! og lengi mætti telja.. en ég held nú að málið sé að hún saknar mín svo mikið að hún sér mig bara í þeim..hehehe
p.s ég á þessa lengst til vinstri.. þó svo hún passi ágætlega inní þennan stelpuhóp í kringum Sæma.
Ég fór líka með tengdó smá rúnt í dag.. hún alveg að verða vittlaus á þessu "gamla" fólki á elliheimilinu.. þurfti að komast í menningu smá stund
Anna María er byrjuð að vinna á leikskólanum Hólmasól... svona ægilega ánægð. Engin formleg kvörtun hefur enn borist frá leikskólastjóra þannig að þetta hlýtur að vera fínt. Annars hef ég nú lítið séð af henni þar sem það er svo ægilega mikið að gera við að hitta alla vinina.. endalaus surprise uppákomur í gangi þar sem hún átti ekkert að vera komin heim.. það er nú eitthvað fyrir hana.
Sigtryggur vinur Elvars kom til okkar í fyrradag .. þeir ætluðu að gista í fellihýsinu um nóttina og var öllu til tjaldað.. en viti menn.. þegar það var búið að bera allt út í fellihýsi og við lögst undir feld 15 mín seinna, læddust þessir jaxlar inn og kvörtuðu yfir kulda og óæskilegum hljóðum.En þessar elskur sváfu kannski sem betur fer inni því Sigtryggur var orðinn veikur um morguninn greijið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 09:16
Safngripurinn í Sumarfríi að smíða Pall
Ég er komin heim í heiðardalinn..úff hvað það er gott.. síðustu dagar hafa verið svakalega erfiðir en samt góðir því Inga er sterk og er alt önnur og í dag var hún staðráðin i því að koma sér út af deildinni og fara í heimsókn út með Rut til Boltimore.. já ég er viss um að hún getur það því hún er sko eyrarpúki og þeir gefast sko ekki upp.
Vistin á Hótel Steingervingarsafni var kærkomin og tókst að ég held nokkuð vel miðað við að koma með 9 manna her í fæði og rúm.. ég reyndi nú hvað ég gat að láta þetta ekki bitna á safnverðinum .. með því að skaffa mat og elda ofan í herinn.. það var matreiddur þessi ægilega fíni fjögurra tíma gamli skötuselur.. og vá hvað hann var góður, enda hringdum við í Óskar til að fá góða uppskrift..Argentínukóngurinn klikkar nú ekki.. þetta er algert sælgæti og kom mér verulega á óvart.
Safngripurinn Sævar er í sumarfríi.. og er að gera pall á bakvið hús.. og það skal ég segja þér að það fer ekki framhjá nokkrum manni sem hann hittir eða sér.... held það hljóti að hafa bankað uppá sértrúasöfnuður sem sérhæfir sig í að heilaþvo menn sem eru í sumarfríi og huga að pallagerð....hann bara er með þennan pall algerlega á heilanum og maður er bara heppinn ef maður fer ekki frá honum með tölur á blaði um verð á fermeter á pallaefni og skrúfum... já skrúfum.. þær kosta skal ég segja ykkur 20 krónur stykkið.. og ég er viss um að þegar hann fer inn á kvöldin sendir hann mömmu á byggingarsvæði í nágrenninu til að að ath hvort hún finni ekki skrúfur. Hann er þarna á bakvið veltandi um grindurnar undir pallinn og ég verð mjög hissa ef hann fer heill í gegnum þetta...ég sagði honum nú samt að passa sig að klára pallinn áður en hann hrykki uppaf því það yrði fínt að halda bara erfidrykkjunna á pallinum
Mamma er sem betur fer líka í fríi því hann gæti þetta líklega ekki án hennar.. hann situr og hún hleypur í hringi með vélar og spítur og málband.. og hann svo skrúfar þetta fast!!! jájá og "hann" er að smíða pallinn!!! Svo argar hann bara "Ella ég er þyrstur" eða "Ella ég er hættur nenniru að taka allt saman" Já og takið eftir því að það kom einn skúr í síðustu viku og það var akkúrat þegar pabbi var búinn að hræra steypu og hella í holurnar.. og þá settist hann bara niður og kallaði "Ella það er komin rigning.. það vantar plast yfir þetta"
Bloggar | Breytt 2.8.2007 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 12:02
Endurkoma dótturinnar
Á mánudagsmorgun Hringdi Rut frá Boltimore með fréttir af mömmu sinni (Ingu systur Valla tengdapabba)sem voru ekki nógu góðar.
Hún var komin með lungnabólgu og komin á líknardeildina. Þannig að það var allt sett á fullt að finna far fyrir alla heim og pakka og redda búinu á meðan þau væru í burtu... ég held ég hafi eytt ca 4 tímum bara á bið hjá Icelandair þann daginn .. alveg ótrúleg þjónusta.. en allt reddaðist þetta nú og heim flugu þau.. Ég brunaði svo að stað suður um kvöldið með Valla með mér svo hann gæti líka hitt systur sína. Um morguninn sótti ég Borland fjölskylduna á völlinn ásamt heimasætunni minni.. það var rosa gott að sjá þau öll .. á leiðinni í bæinn sýndi ég þeim svo fatastandinn hennar Önnu sem hafði átt að fara á haugana áður en ég lagði af stað að norðan en ég auðvitað steingleymt því og mundi eftir því á leiðinni á völlinn fyrr um morguninn.. þannig að ég ákvað að losa mig við hann á góðum stað í kantinum því ég vissi að það yrði fullur pallur af farangrinum þeirra.. Haldiði ekki að þetta gæti reynst hjólreiðamönnum vel til að skipta um föt og þannig???.. svo eru nú líka hin furðulegustu listaverk um allt land þannig að þarna í vegkantinum stóð þessi fíni krómstandur til prýðis.
ég var búin að fá leyfi hjá mömmu til að koma með allt stóðið til hennar og nú búum við hér í öllum herbergjum við góð yfirlæti... að vísu hefur Rut sofið allar nætur á sjúkrahúsinu en Mike og Sebastían kúra hér.. í stórum dráttum hefur Inga verið upp og niður og í dag er Hún ótrúlega góð og sat úti á verönd áðan þegar Rut hringdi þannig að ég er að far að skutla Mike og Sebastían til þeirra.. Inga er svo yndisleg og þegar hún byrjar að segja sögur segir hún svo skemmtilega frá að allir eru í kasti. Nú er bara að krossa fingur að áframhaldið verði á sömu braut... þessi kona er líklegasta þrjóskasta kona sem ég þekki..hlustar ekki á neitt kjaftæði og væl.
verð að drífa mig núna en skrifa meira á eftir.
Bloggar | Breytt 31.7.2007 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 11:04
Raufarhöfn hin fagra!! Í Denn er mér sagt á hverju ári.
Á sunnudaginn síðasta var hin árlega Raufarhafnarferð farin.. við æðum þarna yfir melrakkasléttuna ár hvert til að fara á leiði Laufeyjar ömmu Sigga. Núna tókum við Denný tengdamömmu með og við komum einnig við á Ástjörn og prinsinn kom með í bíltúr
. Úff hvað það var gott að sjá hann þessa elsku.. og hann hélt í hendina á mér allan tíman og ég var kysst í bak og fyrir og knúsuð.. hann er svo mikill sjarmur þessi elska.. honum leið nú svona ekkert allt of vel innan um suma krakkana .. en vildi als ekki að við myndum tala um það við umsjónarmennina og sagðist ætla að vinna úr því
sjálfur.. hann elskar biblíutímana og ein spurningin sem ég
fekk í ferðinni var " mamma ert þú búin að opna hjarta þitt fyrir jesú og hleypa honum inn?" ok þetta var ekki eins slæmt og í fyrra því í nokkrar vikur eftir ástjörn urðum við að fara með borðbænir fyrir öll mál
Raufarhöfn er í algerri niðurnýslu fyrir utan kirkjuna sem stendur eins og Sæmundur í sparifötunum niður á bryggju innanum niðurnýdd hús og báta. Við höfum átt margar góðar stundir á Raufarhöfn í gegnum árin og sérstaklega þau skipti sem Maggi afi bjó þar. En núna var þetta bara svona mjög snögg ferð.. svona eins og við værum í áætlunarferð með norðurleið því það var stoppað í sjoppunni sem okkur til mikillar undrunar var opin.. og svo var keyrt uppað vita og niður að garði þar sem stoppað var í skamma stund og svo var brunað aftur af stað frá "dýrðinni" á ný. Ég hlusta á hverju ári á sögur þegar við komum þarna um ýmsar uppákomur eins og fyrstu bílferðina og þegar Siggi bjargaði Jóhanni frænda frá drukknun og fl. e
n ég hlusta eins þolinmóð og ég get á þessar frásagnir því þetta þarf hann auðvitað að hlusta á hjá mér þegar við förum í Hrísey og aðra góða staði. Nú á leiðinni heim var Elvari skilað með tárum og tilheyrandi.. hvað er maður að gera að lofa börnunum að fara í sumarbúðir.. ég bara skil ekki í mér að hafa tekið þetta í mál aftur.. þetta er eitt af því versta sem ég geri... Denný var í þvílíka stuðinu og vildi endilega stoppa á Húsavík og borða "mat með sósu" það var mikið atriði þannig að við enduðum með að fá þessa fínu lambasteik á hótelinu á Húsavík með mikið af sósu
Það er langt síðan Denný hefur hlegið svona mikið og verið svona glöð... við hittum greinilega á rétta daginn til að fara með hana í ferðalag.
Bloggar | Breytt 2.8.2007 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)