Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt ár.

Jæja þá kom að því... árið 2009, árið sem ég skipti um áratug og guð má vita hvað.  Hef trúa á því að þetta ár verði gott ár þrátt fyrir allt og mér finnst bara eins og fólk sé almennt farið að hugsa öðruvísi.  Auðvitað er hópur fólks sem er fastur í svartsýninni en neikvæðar hugsanir kalla á fleiri neikvæðar hugsanir og smita útfrá sér meira en maður gæti ímyndað sér. Lok síðasta árs var vel fjörugur tími og síðast þegar ég skrifaði var Þorláksmessa og mamma og pabbi á leiðinni norður.. þá komu seint um síðir eftir að hafa rúllað útaf Húnabrautinni hjá Höllu sem hafði eldað kótelettur og ís.. ekki hafði það nú áhrif á matarlist jólanna því almáttugur hvað við tókum vel á því þennan hálfa mánuð sem við vorum öll í fríi.  Ég fæ bara vænan hroll af tilhugsuninni ... en skil ekki afhverju maður gerir þetta því ekki er það málið að manni líði vel af þessu..JAKK.  Jólin voru okkur góð.. Allir foreldrar voru hér á aðfangadagskvöld og fólk almennt rólegt og aflappað.img_5238.jpgimg_5548.jpgimg_5615.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Milli jóla og nýárs var okkur boðið í veislu.. Kalli vinur Sigga hringdi og bauð okkur í svona síðbúna veislu fyrir dóttir sína.. Það var hringt sig saman á milli vina og ákveðið að við myndum sjá um kort og gefinn yrði peningur.. ekki málið og Ég í það.. að skrifa þetta fína fermingarkort handa henni Dagnýju sem fermdist í vor!!  nú Þegar við svo komum að húsinu hjá Kalla ásamt hópi fólks sé ég að það er Linda eldri dóttir Kalla sem kemur til dyranna með stúdentshúfuWoundering og Siggi er á undan mér og er að fara að rétta henni kortið þegar ég ríf það úr höndunum á honum og set aftur fyrir bak... SHITT hann hafði greinilega ekki tekið nógu vel eftir maðurinn..þetta var vitlaust barn og vitlaus athöfn og vitlaust kort..við í það að hringa í Árna sem ekki var enn kominn og fá hann til að kaupa nýtt kort og inn í bílskúr fórum við og skrifuðum nýtt kort.  Vá hvað þetta var vandræðalegt. Manninum er ekki treystandi fyrir neinu.

img_5717.jpgimg_5729.jpg28. komu svo Haukur, Berglind og Katrín í mat.. og líka Valli litli :)það var dásamlegt að sjá þau öll sömul og sérstaklega Berglindi sem kom heim um jólin frá Ítalíu.. það er ekki frítt við það að maður saknar þeirra agalega eftir að við fluttum norður og sjáum þær svo sjaldan.. Við áttum góða stund saman yfir mat og drykk.. þegar leið á kvöldið komu svo  Rut, Mike, Sebastían, Þórdís og Ísar norður og var þá orðið vel mannmargt í kotinu og byrjað var að búa til fleti um húsið hér og þar.  Við tóku margir skemmtilegir dagar og hreint frábærir.  Þórdís og Ísar fóru svo suður aftur 30 en Ameríkanarnir urðu eftir til 2. janúar.  Það var sitt lítið að hverju brallað en þó mest borðað.

Áramótin voru snjólaus en svakalega fallegt veður og útsýnið úr heiðinni eftir því.. Etið var á sig gat það kvöld - Gæs - Rjúpur - Svartfugl - Graflax og fiskibollur (handa Bjarka)..  farið var á brennu þó seint væri og komið við hjá Regínu og Steinari þar sem stórfjölskyldan var öll þar saman komin... þaðan var brunað heim og sprengt upp allt það sem hægt var að sprengja.. ég ætlaði nú að vera grand á því og opna kampavín sem Óskar hafði gefið mér.. en það kom nú í ljós þegar ég fór að spá í þessu eftir að það freyddi nánast ekkert og bragðið var hræðilegt að það eru víst orðin 10 ár síðan ég fekk fína vínið !!!  svona er það þegar maður ætlar að spara góða hluti..ohhh hvað ég var svekt.img_5738.jpgimg_5763.jpg img_5733.jpgimg_9768.jpgimg_9790.jpgimg_9841.jpg

img_2899.jpgBúið er að rífa fram skíðin og fara eina ferð í fjallið.. að vísu er ég enn gáttuð á því hvað við komumst margar ferðir þar sem skíðin gjörsamlega stóðu föst í snjónum eftir sumarið.. eithvað þarf nú að vaxa þetta dót svo vel sé..  en lipur erum við að verða... það er merkilegt hvað þetta kemur alltaf fljótt aftur.

Bjarki er byrjaður að æfa handbolta.. ekkert smá ánægður með sig og miðað við hvað honum þykir honum fara fram eftir hverja æfingu er ég viss um að hann verður komin í landsliðið eftir 2 mánuðiHeart

Síðasta helgi var svo enn ein helgin sem fullt var útúr dyrum af fólki og gleði.  Öll stórfjölskyldan nær og fjær úr Rán var komin norður til að fagna afmæli Magga frænda sem varð 50 ára 10 janúar.  Mamma og pabbi komu...Sæmi og Marta með tripple B og María og Einar með englana 3. semsagt 12 í gistingu fyrir utan okkur.  Sæmi og Marta komu á fimmtudagskvöld og höfðum við því saman föstudaginn og mamma og María voru einnig komnar í tíma á föstudeginum til að koma í slökun í vatni hjá mér...síðan skunduðum við öll í laugagötuna í skotbolta með ótrúlegum tilþrifum allra aldurshópa.. Er enn hissa á því að pabbi hafi lifað þennan klukkutíma af því Vá hvað hann blés.Errm  Í hádeginu á laugardeginum var svo tólistaræfing fyrir atriði okkar í veislunni en þar sungum við börnin hennar mömmu og stelpurnar hennar Ingu ásamt börnum söng fyrir Magga.  Inga og Skúli komu líka í hádeginu og úr varð þessi svaka hádegissúpa með lífi og fjöri.  Afmælisveislan var rosalega flott og var Maggi svo himinn sæll sem honum einum er lagið.. hann hló og hann grét og það er bara þannig með Magga að þegar hann grætur, grætur allur salurinn með.. þannig að þið getið rétt trúað því hvað það var gott að syngja fyrir hann lag meðan hann hágrét af gleði.. púff það var sko erfitt.  Strákarnir spiluðu líka fyrir Magga og starfsfólk sambýlisins söng líka lag en rúsínan í pylsuendanum var nú hann Óskar Pétursson sem kom sá og sigraði með frábæru atriði sem var fullt af söng, gríni og gleði.img_5929.jpgimg_5964.jpg

img_5972.jpgimg_5932.jpgimg_6019.jpgimg_5911.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagurinn var farið út að leika sér á á sleðum og fjórhjólum... Elvar var illa glaður þegar hann kom inn því hann hafði fundið sæma fastan uppí fjalli og náð að spila hann upp á sínu hjóli.. þessi dagur var ekki síður átdagur því Gunni og Ragna höfðu boðið öllu liðinu í Graut og ábresti í hádeginu áður en fólk keyrði suður.. Gunni var líka að fagna því að hafa orðið 55 ára á föstudaginn 9. jan og ber hann það með sóma.  Fólk var svo kvatt þar og voru það bara við og Bjössi og co sem horfðum á eftir fólki á heimferð...já hún var róleg Akureyrin það kvöld Whistlingimg_6062.jpgimg_6077.jpg

 


Þorláksmessa

Það kom að því að hún væri komin á ný blessuð messan.  Fólk um allan bæ angandi af skötu og heldur að það sé jólastressið sem gerir hnútinn í maganum.  Hér er allt  að verða komið í höfn nema nokkur jólakort.. jólapakkar... jólaísinn... jólagraflaxinn.. og svona sitt lítið af hverju.  En borðið mitt er komið til Akureyrar vonandi.  Það fannst á bretti í Reykjanesbæ í gær..  þannig að þetta á eftir að verða voðaJólaklipping fínt allt saman.  Stórabaðið er komið með vaskaeininguna gömlu og svona allt að verða huggulegra.. ef maður lítur framhjá nokkrum hlutum Wink  Allavega hægt að þvo sér um hendur núna á sama stað og maður pissar... sem er mikill plús.  Siggi var nú ekki glaður í morgun þegar hann þurfti að hlaupa milli þriggja herbergja til að koma réttu útliti á sig..   Ég finn ekki svona fyrir þessu með hlaupin því ég er auðvitað svo náttúrulega falleg að ég þarf ekki að nota allt þetta drasl framaní mig og í hárið.Whistling  Ég líka búin að klippa allan karlpeninginn.. þannig það er ekki eftir.

IMG 5562Á laugardagkvöldið vorum við með matarboð...svona að hita upp fyrir jólin smá.  Stebbi Pálma kom með krakkana og Alfa og Arna komu líka.  Við borðuðum þetta ægilega góða læri og rautt með og áttum alveg dásamlegt kvöld saman

 

 

 

IMG 5222Jóla-korta-mynda-takan tókst í fyrsta sinn átakalaust.  Enginn fór í fýlu... enginn skellti hurðum... enginn fór að gráta og enginn var ósáttur við allar myndir af sér.  Þetta telst til kraftaverka .. og á ég næstum enn erfitt með að trúa því. Jólakortin eru skrifuð í skorpm sem fyrr og vona ég bara að þeir sem fá tvö kort frá okkur láti bara eitt hverfa eða laumi til þeirra sem hafa ekki fengið.. ótrúlegt hvað þetta getur orðið ruglingslegt... þegar meður er að þessu á síðustu stundu.

IMG 5581IMG 5564IMG 5592Ég var búin að óska eftir að það myndi koma 1+ úti dagpart svo ég gæti þvegið gluggana en þá bara skellir Gússi á þessari asahláku!!  Allur snjórinn farinn og hávaðarok!!  en ég náði samt að taka smá myndir meðan snjórinn var.. og spurning að stækka þær bara upp og setja fyrir gluggana.

Mamma og Pabbi koma í dag... þau leggja snemma af stað er mér sagt... bara þegar Pabbi er búinn að fara með Eiríki Rós að fá sér skötu og svo niður í bæ að fá sér eitt glas á vissum bar og svo að fara til Maríu Ömmu og svo að kveðja í Leiðhömrum og Mos og borða á Blönduósi hjá Höllu og guð má vita hvað... þannig að hangilærið sem ég keypti handa þeim til að narta í í kvöld verður líklega bara morgunmatur á morgun. Við skulum allavega vona að þau verði komin fyrir hádegi á morgun því þau eru með kalkúninn minn úr Reykjabúinu með sér.

Anna uppáhalds unglingurinn minn er búin að græja gestahúsið.  Hún er líka búin að þrífa og breyta öllu heima hjá Birki vini sínum.  Hún er öll á uppleið núna greinilega því hún er búin að finna debetkortið sem hún tíndi um helgina og svona aðeins að lægja í óheppninni... spurning hvað það endist lengi.  En lengi má halda í vonina.  InLove  Kannski allur svefninn sé að gera henni svona gott.


Óskar eftir borði.

Þetta er eikarborð.. 2 x 1 með tveimur stækkunarplötum...  Þið sem eigið leið norður kannski verðið með annað augað útí kanti og ath hvort það er nokkuð þar!!! það er ekki sama hvaða borð það er... nei þetta er nefnilega borðið sem er ég var að kaupa og er búið að hafa mikið fyrir að ákveða hvort það sé rétta borðið eður ei.  Eftir ótal tölvupósta og myndir og símtöl og að lokum fóru Erla vinkona og Bragi í bíltúr fyrir mig í Njarðvík að skoða það fyrir mig og gáfu grænt ljós á ÞETTA borð.  Þannig er að ég þarf stærra borð þar sem það er oft ansi mannmargt hér við eldhúsborðið á hátíðum og ég semsagt sló til.  Borðið var sett í flutning á mánudaginn og átti að vera hér í höfn á þriðjudegi... ég svona ægilega spennt fór niðureftir en þá var mér sagt að það væri ekki komið en hlyti að koma á morgun og svona er þetta búið að ganga alla vikuna... þar til í gær.  Því þá fór mín og vildi fá borðið.. þetta gæti bara ekki staðist að þetta væri ekki komið.. fylgibréfið fannst...en EKKERT borð.  eftir mikið orðastríð sættust þeir á að leita fyrr mig af borðinu... en engir símar svöruðu.. og eftir að hafa setið þarna í hálftíma og borðað piparkökur merktar Samskipum ákvað ég að fara niður á flytjanda og ath hvort það væri þar en svo var nú ekki og semsagt.  BORÐIÐ MITT ER TÍNT.   ég bara hló... hvað er annað hægt... hverjar eru líkurnar á að þetta gerist fyrir mig???  jú 99% því það er ekki oft ...nei næstum aldrei sem hlutirnir ganga smurt hjá minni...   en ég sem er alltaf svolítið á undan mér er SVO glöð að hafa ekki verið búin að henda hinu borðinu því annars hefði ég verið í slæmum málum.  Það er ekki nóg með að síðasta kvöldmáltíðin sé hálfkláruð í borðstofunni... heldur er ekki borðið mitt klártFrown

Okkur er ekki viðbjargandi.

Fyrir ca viku tókum við niður stillasana. og þeir áttu ekki að fara upp meira fyrir jól því nú átti að fara að koma kofanum í stand og gera fínt.  en viti menn á sunnudaginn voru þeir komnir upp á ný inná baði.  þá var búið að laga til og gera fínt.. og okkur farið að leiðast á ný.  þetta er auðvitað ekki hemja, en svona er þetta.. semsagt farin að setja í loftið á stóra baðinu.Blush  ætli við verðum ekki á aðfangadag að mála síðustu umferðina og ég á fullu fram til sex að gera hreint á milli þess sem eg pensla kalkúninn.   En þetta er allt í lagi því við gerum ekki fleiri jólaskandal af okkur á meðan. 

Trénu var þrykkt upp að gluggunum í gær og húsgögnum grýtt fram og til baka um alla stofu af geðstirði konu.  Að lokum sagði Elvar "mamma afhverju læturðu svona, á þetta ekki að vera gaman??".  ég bara gat ekki ákveðið hvernig þetta átti að vera og börn í hrúgum hér og þar í leti voru ekki alveg að falla mér í geð.  Stundum þegar ég keyri íbúðagötur hugsa ég.. ætli það séu fleiri svona geðstirðar mömmur þarna innan við gluggana eða er þetta bara ég sem verð svona óþolinmóð við þessi grey??  Alltaf þótt svo merkilegt að horfa á stórar blokkir sem er ljós í öllum gluggum og hugsa að þarna inni séu mörghundruð fjölskyldur og hvernig ætli daglegt amstur sé hjá fólki.. skrítin??.. já veit það Cool enda hómópati og þarf að spá í mjög skrítnum hlutum.


Erum að toppa okkur í jólaundirbúningi.

Já það hlaut að koma að því að við færum bara yfirum á þessu rugli.  Þar sem ég sit á litlum kolli inní stofu þar sem ekki kemst inn sófasettið og sést ekki útum einn glugga og jólatrésmottan er eins og munnþurrka undir jólatrénu sem fyllir alla stofuna.. sit ég her og velti fyrir mér hvernig allir eigi að komast fyrir í stofunni um jólin...  á ég að láta alla velja sér eina grein til að sitja á??  það færi pabba og Bjarka svo sem vel að sveifla sér í trénu... en veit ekki með okkur hin samt. kúlurnar eins og lítil glimmer ... bangsarnir ...tja segjum sem svo að ef þeir ættu að njóta sín þyrfti að skipta þeim út fyrir MUN stærri bangsa. Ætti ég að leggja tréð á hliðina... það væri þá allavega skikkanleg hæð á því þannig.. eða á ég að saga neðstu greinarnar af og selja sem passleg jólatré hjá venjulegu fólki.. já væri það ekki bara sniðugt að opna hér jólatréssölu!!  allavega... nú verður rúnturinn fyrir bæjarbúana í Vaðlaheiði ekki eingöngu til að skoða Hjartað stóra og fallega.. heldur líka að skoða húsið með ofvaxna trénu í.. Blush

nú en allavega þannig var að í nótt þá vakna ég upp við þessi líka ægilegu læti að Siggi hleypur fram á bað ... kúgast þessi ósköp og ælir og hóstar.. ég snéri mér bara á hina hliðina og hugsaði... jájá þá er hann byrjaður með ælupestina en strákarnir nýstignir uppúr þessu.. ég sofna svo bara aftur og verð ekki var við neitt meira um nóttina.. En í morgun segir Siggi mér hvað hafði gerst.. hann sem sagt var að dreyma í nótt að hann væri að borða nýbakaðar dásamlegar smákökur og vaknar við það að hann er að japla á þeim.. og þegar hann fær smá meiri rænu finnur hann að það er ekkert smákökubragð af þessari köku.. og viti menn að hann var að japla á eyrnatappanum maðurinn!!!!!GrinGrin  og þegar hann fattaði það semsagt hljóp hann fram og spítti og kúgaðist og ældi og allan pakkann... Juminn hvað ég hló agalega af þessu.. næstum pissaði á mig, og það veit ég að ég vona að ég vakni ekki upp við það að hann dreymi að hann sé að borða stórsteik því guð hjálpi mér þá... W00t


útlitið á herbergjunum í dag.

IMG 4987 copyelvis.jpgIMG 4986 copyrisi.jpgsvona líta nú herlegheitin út í dag.  Fyrir þá sem ALDREI koma en eru endalaust að spurja hvað við séum komin langt og hvort við séum ekki að verða búinCool   en svona til að taka af allan vafa... þá á þetta að vera gæluferkefni næstu 15 árin að klára þetta hús, því annars þurfum við bara að kaupa okkur annað hús til að gera upp því ekki getum við hjónin bara setið hér allar helgar og horft á hvort annað!!!  það er ekki alveg nógu gaman þykir mér allavega.  Og NEI við erum ekki komin með sturtu inni.. enda er sturtan í bílskúrnum einstök... nema þegar slangan springur eins og gerðist um daginn og ég stóð í sturtunni með sjampó í hausnum og argaði á Sigurð sem ekkert heyrði þannig að ég þurfti að fálma mig um bílskúrinn alsber með sjampó um allt algerlega brjáluð til að skrúfa fyrir.. Sigurður kom svona líka glaður stuttu síðar og lagaði þetta svo ég gæti skolað á mér hárið..  Þetta varð til þess að börnin misstu af skólabílnum og  Allir fóru þann daginn í blautum skóm í skólan og vinnuna..ásamt því að augun í mér voru rauð allan þann daginn..  En það sagði enginn að það væri alltaf gaman að vera til.Whistling

Eitt lítið tré.

Þá er verslings hríslan komin inn..  Jú hún náði upp í loft og stjarnan á toppnum er upp fyrir lektur.  Það voru átök og læti við að koma þessu á sinn stað, en á lokum með hjálp rafmagnsvírs  hangir nú  tréð í lektunum því fóturinn er enganveginn nógu stöðugur til að halda því uppi.  Það eru 7 seríur á því og allt jolaskraut sem hugsanlega getur hangið er komið á það.  Þetta er ótrúlega mikið stærra en það var útí skógi það er alveg á hreinu... Smile en ég læt myndirnar tala sínu máli

Jólin innBundið upp í rjáfurGríla og JólatréðBjarki og Tréið litlaElvar og tréðimg_5103.jpg


Jólatré

IMG 2657 copyÍ dag fórum við öll mínus þessi þarna á myndinni til vinstri... því það er eins og þessi sýn sé að verða allvanaleg á þessu heimili...Tölvan - Ipod og Sæng er í uppáhaldi. (þess á milli sem það er verið á lífinu með vinum)  ekki það að ég muni ekki eftir þessu EN... vá hvað ég myndi ekki nenna þessu lífi í dag.Wink

Við hin plús Jakob vinur Elvars og Ragna Ósk fórum út á Þelamörk að sækja tré með Toyota fólkinu.  Þar sem Ragna og Gunni verða í Danmörku um jólin gáfu þau okkur tréð í jólagjöf þessar elskur.  Þetta var frábær stund þar sem allir komu saman og svo var lagt af stað með sagir og leitað að tréi sem hentaði.  Við vorum nú ekki lengi að finna okkar því það eru líkelga ekki margir að leita að svona stórum trjám.. ótrúlegt hvað þau virðast mikið minni í skóginum.!!  en nú stendaur þetta grei úti og ég er ekki að sjá að það komist inn þó lofthæðin sé yfir  metrar.. en þetta kemur í ljos á næstu dögum Cool  Þegar búið var að saga tréð var fengið sér kakó og kleinur og var þetta hin ánægjulegasta stund.Á leið upp í skóginntréð fundiðog dregið af staðuppá Pallinnstrapp og lætiKakó og huggulegheit


Jólaundirbúningur

IMG 4998 copyIMG 4991 copyJólaundirbúningur byrjaði snemma í þessari sveit og byrjuðum við á Laufabrauðinu með látum snemma í Nóvember með góðum árangri.. Ragna og Gunni voru mér okkur í vinnslunni og svo komu óvæntir en gleðilegir gestir og voru vel liðtækir. Það voru Stebbi Pálma og Karen Sif og svo kom litli snúður hann Magni með sérgerðan laufabrauðsskurðarhníf og voru þeir strákarnir ægilega duglegir að skera út  ýmsar myndir.  Við Ragna steiktum svo herlegheitin 120 og vorum ekki lengi að því.

IMG 2658 copyIMG 2659 copyIMG 2646 copyHelgina á eftir komu svo María systir og fj og var plönuð mikil baksturshelgi.  Piparkökur voru bakaðar í kílóavís og málaðar.  Solla og Magni voru með okkur og var mikið fjör og mikið gaman.  Hjörtur málaði bara dýr og passaði vel uppá að þau færu í eigið box InLove og hinir máluðu skrautlegar og flottar kökur.. að mati Bjarka (sem átti skrautið frá því ég kom frá usa) var aðeins of mikið af skrauti notaðGrin en hann er aðal kökuskreytingarmaðurinn á heimilinu.  Allir voru liðtækir í að rúlla út og móta kökur og húsmóðirin var ekki lítið sæl með hvað það er þægilegt að baka í stóra eldhúsinu sínu.. allir gátu tekið þátt og nóg pláss fyrir allt og alla. Daginn eftir var stefnan tekin á Sörur en börnin fengu að sitja hjá í þeirri törn.. María systir að vísu lagðist í ælupesti um nóttina, vildi kenna lífræna rauðvíninu um sem ég gaf henni um kvöldiðShocking en það getur ekki verið sko.. Lífrænt!! maður verður nú ekki veikur af rauðum vökva sem er með moldarbragði!!  þannig að hún var ekki velkomin í eldhúsið en við Solla og Anna maría græjuðum sörurnar góðu.  Aggi og Ásta byrtust svo óvænt í hádegismatnum og úr varð heljarinnar matarboð áður en Mosfellingarnir rúlluðu suður.


Bjarki og Veggurinn hans

Bjarki fekk að mála á vegginn í herberginu sínu.  Hann ætlaði að vísu seint að trúa því að hann mætti það virkilega en þegar það var komið á hreint þá bara byrjaði sá stutti að teikna og gat ekki hætt fyrr en þetta var orðið eins og hann vildi hafa þetta.  Hér eru nokkrar myndir frá því hann byrjaði.img_2638.jpgIMG 5008IMG 5013IMG 5021IMG 5023IMG 5025IMG 5027IMG 5029IMG 5036

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband