Jólatré

IMG 2657 copyÍ dag fórum við öll mínus þessi þarna á myndinni til vinstri... því það er eins og þessi sýn sé að verða allvanaleg á þessu heimili...Tölvan - Ipod og Sæng er í uppáhaldi. (þess á milli sem það er verið á lífinu með vinum)  ekki það að ég muni ekki eftir þessu EN... vá hvað ég myndi ekki nenna þessu lífi í dag.Wink

Við hin plús Jakob vinur Elvars og Ragna Ósk fórum út á Þelamörk að sækja tré með Toyota fólkinu.  Þar sem Ragna og Gunni verða í Danmörku um jólin gáfu þau okkur tréð í jólagjöf þessar elskur.  Þetta var frábær stund þar sem allir komu saman og svo var lagt af stað með sagir og leitað að tréi sem hentaði.  Við vorum nú ekki lengi að finna okkar því það eru líkelga ekki margir að leita að svona stórum trjám.. ótrúlegt hvað þau virðast mikið minni í skóginum.!!  en nú stendaur þetta grei úti og ég er ekki að sjá að það komist inn þó lofthæðin sé yfir  metrar.. en þetta kemur í ljos á næstu dögum Cool  Þegar búið var að saga tréð var fengið sér kakó og kleinur og var þetta hin ánægjulegasta stund.Á leið upp í skóginntréð fundiðog dregið af staðuppá Pallinnstrapp og lætiKakó og huggulegheit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki  skógarreiturinn hálf eyðimerkuslegur þegar stærsta og flottasta jólatréið á Þelamörkinni er farið ? Þú sendir myndir dóttir góð þegar sagað verður gat á þakið..  Tillaga: Þú getur jú látið það liggja flatt, gangurinn ætti að duga,, ?

Já -á hemm hemm,, ég man þá tíð þegar sumar voru úti með sumum í dennn, enn þú ert frábær og heimasætan líka.

Kv. gömlu úr fellinu

gamla- settið (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:48

2 identicon

Halló  þetta er ekkért of stórt  þetta er passlegt   munið það þarf kanski að snyrta tréð aðeins til að það passi betur  við vorum nefnilega með STÆÐSTA og fallegasta tréið, takk fyrir skemmtunina

kv. ragna

Ragna (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 19:22

3 identicon

nei láttu nú ekki svona kona góð.
gat nú ekki betur séð nema ég hafi verið öll í bakstrinum hérna í síðustu færslu?

sé heldur ekki þetta jólatré fara upp, allavega ekki hérna innanhús

Anna María (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband