Timbrið farið

húsið án timbursNú er þakskyggnið komið upp og búið að rífa stillasana frá..   Þetta er þvílíkt munur að sjá.  Og eru Siggi og Elvar sammála um að útsýnið úr húsinu sé allt annað!!  Við Bjarki erum í smá erindagjörðum í borginni og munum vera komin heim fyrir mánaðarmót.  Smiðirnir eiga eftir að klára að setja mæninn á og svo byrja þeir í dag að græja fyriri veggi fyrir framan lóðina.  Það er auðvitað þessi ægilega hæð á henni vegna allra tilfærslnanna sem gerðar voru vegna klapparinnar en ég held þetta eigi nú samt bara eftir að koma vel út.   Að vísu er nú brunnurinn fyrir framan húsið ekki alveg á réttum stað og skilst mér á Heimi að það sé ekkert voða geðslegt að þurfa að færa hannSick  En hann er líkalega búið að dreyma einhverjar leiðir til að sneiða framhjá honum..Smile  Litli gröfudrengurinn kemur í dag og byrjar að grafa fyrir þessu og fer vonandi í beinu framhaldi í að jafna lóðina og gera hana fína. 

bílaleikurAnna rukkar mig stanslaust um fleiri sögur því hún er svo langt í burtu frá okkur og ég lofa að fara að kippa mér í gírinn með það.  Við söknum hennar óhuggunarlega og hún okkar en er það nú ekki bara eðlilegt.InLove  Nágranni Rutar hefur nú alveg tekið að sér að afklessukeyra hana því þau eru alveg stanslaust í klessubílakeyrslu þarna í sveitinni..  þau kaupa gangfær hræ...og mála og gera sniðug og svo er sest inn og klesst og klesst á hvort annað þar til bílarnir eru ógangfærir.. Já þeir eru ekki alveg í lagi þessir Ameríkanar.    En hún kom auðvitað sterk inní þennan bransa eftir ýmis óhöpp hér heima þannig að kannski afklessist hún alveg bara fyrir lífstíð á þessu. Hehe.. hún rukkar mig um sögur af okkur og ég set inn sögu af henni.. vá sú verður glöð.

Jæja þetta er góður dagur og munið að ég elska ykkur öll.SmileSmile


Ég er að skríða undan vetri!!

Ég er svo glöð SmileSmileSmile Smiðirnir mínir eru mættir á nýjan leik.  það er yndislegt að heyra fótatak á þakinu og sagarhljóð í garðinum.  Ég bakaði handa þeim Pönnsur í kaffinu og langaði helst að gera bara 7 rjómatertur og 8 smurbrauðstertur svo glöð var ég Smile  

Siggi er fyrir austan að vinna en kemur á morgun.. og svo fer ég suður á fimmtudaginn með Ingu Magg... við ætlum að Ikea-st saman og svo verð ég eftir því ég er að fara í Sálfræðihelgi hjá Sálfræðingi Skólans mins (ekki veitir af)  Seinnipartur vetrarins hefur verið andlega erfiður og er ég fyrst núna að mér finnst að skríða undan vetrinum.. Garðurinn hefur átt hug minn allan undanfarna daga og líður mér dásamlega að vera úti moldug upp fyrir haus að gróðursetja og færa plöntur og þannig... það er nú svo mikill leir í garðinum að litlu plönturnar sem ég plantaði í haust lágu bara ofaná jarðveginum í vor... þannig að ég er búin að kaupa mér almennilega mold og er að skipta út í kringum trén mín.  Elvar og Bjarki eru duglegir að hjálpa og tala nú ekki um Guðfinn sem gerir ekki annað en að grafa í nýju moldinni og fjúka plöntur þá og annað með.Angry

Um síðustu mánaðarmót var hér haldin heljarinnar veisla í tilefni af sjötugsafmæli tengdamömmu.. hér fylltist allt af næturgestum og var mikið um að vera alla helgina... þetta tókst ljómandi vel og var sú gamla alsæl... var nú tvísýnt á tímabili hvort hún yrði í veislunni því aumingjans konan datt á mánudeginum og braut bringubeinið á sér... það er ekki eitt heldur allt sem kemur fyrir aumingjans konuna. 

Helgi Pípari kom hér fyrir þá helgi eftir loksins og tengdi klósettið í gestahúsinu... Þó fyrr hefði verið segi ég bara því ég held að það séu ekki nema tvær helgar síðan við fluttum inn sem það hefur ekki verið notað.  Mamma og Pabbi fengu þann heiður að vígja húsið með postulíninu og ekki að spyrja af því hversu ánægð þau voru Wink

svei mér þá það var ekki eins erfitt að byrja að skrifa aftur og ég hélt..hehe..   en ég veit þið eigið eftir að heyra margar margar sögur frá því sem frá var horfið... þetta er allavega byrjunin InLove


að muna eða að muna ekki.

Ég verð nú bar að viðurkenna að ég man bara ekkert svakalega mikið frá merkilegum atburðum síðasta mánuð.. en Jú byrjum á páskunum.  Mamma og Pabbi komu akandi norður yfir heiðar til að líta á slottið því þau voru ekkert búin að sjá eftir að við fluttum.  Maríu systir plötuðum við svo til að koma með mann og buru líka og vera með okkur um helgina.  Þetta var ljómandi helgi og var farið í gilið hér fyrir ofan að leika sér á sleðum , fjórhjólum og öllu því sem var hægt að renna sér á.  Gilið var fullt af fólki  þar sem hverfið notar þetta gil óspart... enda svakalega lingt og gott að renns sér í því og leika.  Pabbi og Einar urðu eins og smástrákar á ný og þeystu um fjallið og höfðu gaman af.  Það var gott að fá þau öll í heimsókn og fann maður hvað maður hafði saknað ormanna mikið í vetur.

Múrarinn minn kom og renndi í sturtubotninn á stóra baðinuSmileSmileSmileSmile rétt eftir páska.  Ju hvað það var mikill léttir þegar það var búið.. að vísu Verð ég bara að fara að drífa mig að velja flísar.. en ætla ða klára eina ritgerð og svona smá verkefni áður.Errm

Allar helgarnar í Apríl hafa svo verið í borginni... ótrúlegt en satt.   Fyrst var það nú stórafæmli hjá Margréti frænku sem fagnaði 35 árum með þvílíkum stæl. Við Alfa áhváðum að drífa okkur og gera þetta að mæðgnaferð í borgina og heppnaðist hún ljómandi vel.. Þeminn í afmælinu var "svart og hvítt og hárið öðruvísi" Þetta tókst í alla staði frábærlega og skemmtum við okkur konunglega... eurobandið kom og söng nokkur lög og það var líka blúsband og guð má vita hvað. Ég segi bara.. vá hvað ég er heppin að vera ennþá frænka hennar þegar hún verður fertugWink  eitthvað að hlakka til sko.

Helgina á eftir brunuðum við Sigurður á laugardagsmorgni með pilltana í fermingu til Laufeyjar frænku Sigga. Laufey er alger söngfugl og söng heil ósköf og alveg eins og engill barnið.. sú á eftir að verða góð.  Elvar spilaði svo eitt frumsamið lag líka fyrir frænku sína og gesti.  Bjarki var nú svolítið abbó og spurði mig hvort hann mætti spyrja Jóhann frænda hvort hann mætti dansa magadans.. en ég náði nú að telja hann af því.. veit ekki hvernig Raufarhafnar-fólkið hefði tekið því.Woundering  Unglingurinn varð eftir heima þar sem það var söngkeppni framhaldsskólanna þetta kvöld. Við náuðm ótrúlega mörgum heimsóknum þennan dag...  BílasöluCrying - María amma - mamma og pabbi - Anna og Guðmundur - Iris  og svo var brunað heim aftur um kvöldið.  Guffi var lasinn .. höfðum farið með hann til læknis á föstudeginum og hann var með ristilbólgur... auminginn.  En hann var svo orðin góður á mánudeginum.

Miðvikudaginn 16. fór Sigurður svo frá okkur í langþráða strákaferð til LA með Stebba litla að heimsækja Hjalta.  ég held ég geymi þá ferðasögu þar tll hann kemur heim með myndir... en hann er væntanlegur á föstudagskvöldið.

myndir koma innan skammms 


Í fullu fjöri

langaði bara svona að láta vita að ég er enn í fullu fjöri og vel það..  allt búið að vera á fullu síðan fyrir páska og guð hjálpi ykkur þegar ég byrja "fljótlega" að rifja það upp.Wink   Allavega var að koma frá Köben í gær úr stelpuferð sem tókst ljómandi vel þrátt fyrir að fólk á öllum aldri væri að staupa sig á Tekíla Blush  smá mistök hjá okkur mæðgum... en ég helt þetta væri óáfengur magókoktell... en hann var greinilega full þroskaður mangóinn því 7 ára barnið var farið að syngja fyrir eftirréttinn... jú jú  þið semsagt sjáið að ég hef ekkert breyst og það er alveg sama þó ég flýi land.... það verður alltaf skrautlegt í kringumSmile   Er líka búin að vera á Fitubollunámskeiði þannig að það er búið að vera í nógu að snúast...   Mamma orðin 60 og enn á lífi eftir að vera með okkur öllum stelpunum.  Smá skólatörn núna framundan... en ég kem heim á sunnudag og lofa að skrifa þá meira...  knús til ykkar allra sem nennið að lesa og kíkja þó ég sé orðin svona ægilega löt að skrifa.Heart

Hefur einhver heyrt hvað varð úr Emil í Kattholti?

Ég svona undra mig á því hvað hafi orðið að honum og hvað hann sé í dag.. Auminginn var nefnilega hreint ekki vitlaus þar sem hann gerði sömu skammastrikin aldrei nema einu sinni...og lærði þá sína lexíu af þeim í smíðaskemmunni ...  ég nefnilega hef gríðarlegar áhyggjur af þessari 16 ára sem er gjörsamlega að skemma allt sem hún kemur við eða hugsar um.   Dýr í rekstri????iW00t  uuuuu   já há.   hún er í einhverju kasti þessa dagana og ég bara vara alla við sem sjá hana að halda sig bara í verulegri fjarlægð.   Hún er eitt spurningarmerki í framan alla daga og skilur ekki upp né niður í því af hverju allt eyðileggst sem hún nálgast...  en MÓÐIRIN  sér sig svo sem örlítið í þessu (ekki mikið þó) Blush.  Nú hún byrjaði nú á því að hella niður fullu glasi af mjólk yfir nýja lyklaborðið í eldhúsinu.... og það var eins og það hefði bara komið flóðbylgju af stað því eftir það var ekkert öruggt... hvorki innbú né húsið sjálft.  Hún lyggur nú bara og sefur núna... það virðist vera eina örugga leiðin til að forðast þessa hörmungaSleeping.  Aumingja litla skinnið.

 


Draugaskipið

Jahérna ég bara skil ekki hvað dagarnir líða hratt.. mér fannst ég vera nýbúin að blogga og svo bara allt í einu búin önnur helgi og allt.FootinMouth   Helgin var samt bara ljómandi.  Fimmtudagurinn síðasti var voða skemmtilegur.. það var árshátíð í skólanum hjá strákunum og þeir stóðu sig eins og hetjur í sínum verkefnum... Elvar í söngatriði og Bjarki sem kynnirSmile   Anna kom með og dansaði þessi ósköp en mér var bannað að dansa.. ég var nefnilega eina mamman sem dansaði í fyrra og það þótti ekki kúl af dótturinni... hehe..   Sigrún og krakkarnir komu á föstudaginn og við gerðum saman pitsu og höfðum kósíkvöld..  Laugardagurinn fór í að dunda hér heima og erum við byrjuð a stiganum uppá tölvuloftið...  ekki alveg sammála hjónin um hvernig þetta á að vera en það kemur í ljós hvernig þetta endar Wink   kannski það verði bara tveir stigar upp.hehe.  Nú um kvöldið horfðum við á myndina Draugaskipið sem olli því að við Bjarki vorum enn vakandi kl 7 á sunnudagsmorgun.. Myndin fór svona agalega á sálina á barninu að hann bara náði sér ekki niður...  ég lá hjá honum... við prufuðum slökunartónlist.... nudd... heilun... remedíur... vatn.. opinn glugga, lokaðan glugga, ljós og ekki ljós, sæng, enga sæng, náttföt og ekki... hann prufaði að fara í sófann í sitt rúm... í Elvars rúm og það bara virkaði ekkert... Púlsinn var þvílíkt hraður að það var á tímabili óhugnarlegt... hann ældi meira að segja tvisvar... ef hann lokaði augunum sá hann bara drauga... Já ég hef bara aldrei lent í annarri eins nótt.  Aumingja barnið.  Hann er samt alveg á því að hann verði að horfa aftur á þessa mynd og þá verði þetta betra því þá viti hann hvað gerist og þannig.  Sunnudagurinn var svona heimsóknardagur.. Valli og Helga komu í hádegismat og svo liu Ragna, Gunni og Maggi oggolítið við.. við fórum svo Elló til Dennýar sem leið hreint ekki vel og svo drifum við okkur í Rán.. mjög langt síðan við höfum komið þar öll saman.  Guffi fór með okkur inn og heillaði ömmu að vanda uppúr skónum.. Hann gerði allt sem amma bað hann að gera og henni þótti það nú ekki leiðinlegt..  Strákarnir kíktu líka upp á Magna og Co.  Æi man ekki neitt meira..  Jú  er búin að sníða filmu í baðgluggann en get ekki ákveðið hvaða munstur ég ætla að skera í hana.. þannig að það endar líklega með að það verður ekkert.  Ég líka fór í það á laugardaginn að breyta smá rafmagninu í eldhúsinu og var búin að hræra svo í því að ég þurfti að hringja SOS í pabba til að fá smá aðstoð í restina.. (en voða litla sko)  hehe.  Núna bíðum við eftir pípurunum "ótrúlegt en satt" því á næstunni verður vel gestkvæmt hér í heiðinni og væri dásamlegt að þeir myndu koma upp wc-inu í gestahúsið.  SMS-aði líka Múrsvínin og þeir ætla að flota stóru sturtuna fyrir páskaSmile    Ég fór í Múrbúðina í síðustu viku.. alveg merkileg þjónusta þar.. ég endaði á því að segja við konuna hvort markmið þessa fyrirtækis væri ekki að selja vöru!!!  því það var sama hvað ég spurði um.. allt var ómögulegt.. ekki hægt að þrífa þessar flísar.. ómögulegt að leggja þessar og flestar flísarnar eru nú oftast bara uppseldar..glerið í sturtuna allt of dýrt og erfitt að festa það í svona mikilli lofthæð.. og guð má vita hvaðErrm   Ég labbaði út full vonleysis á að ég gæti yfirhöfuð haldið áfram með þetta hús..hehe.

Stærðfræði 9.5

9,5 skurðurFlott ha??  ó já það klikkaði sko ekki stærðfræðin hjá minni... þökk sé Sigurgeir og Kalla bros og fleirum..  Þetta er bara gasalega fínt... ég endaði með að saga þetta bara líka sjálf.

 

 

 

Anna -Stebbi og KarenStebbi og Karen Sif buðu Önnu með sér suður síðustu helgi.  Það var svaka gaman og þvældist Stebbi með þær um allan bæ og skilst mér að þær hafi verið litla 6 klukkutíma í Kringlunni..hvernig er það hægt?? ég er orðin galin eftir hálftíma..  Mér var hugsað einnar ferðar suður sem ég fór á hennar aldri.  Ég var í gistingu hjá Ingu frænku og Skúla eins og vanalega og fór í bæinn að labba laugarvegin svona alsæl með mig..man ekki hverjar voru með mér en allavega voru Dóra og Hjölli með mér.. nú ég fann þessa rosa úlpu í einni búðinni en hafði ekki nóg fyrir henni og því ákveðið að senda hana með gíró norður.  Ég fékk svo að fara á salernið í þessari ágætu verslun og hélt svo áfram deginum fram á kvöld.. þegar ég kem heim til Ingu og Skúla er allt brjálað.. Það hafði verið hringt í mömmu og sagt henni að ég hefði stolið ilmvatni í versluninni og Inga hélt þvílíkan fyrirlestur um traust sem ég væri búin að brjóta og ég veit ekki hvað og hvað..ég var algerlega eyðilögð alla þessa helgi og fór ekki meira út úr húsi..en viti menn að á sunnudeginum er hringt í Ingu og henni tilkynnt að þetta hafi verið misskilningur og ilmvatnið hefði fundist í tösku starfsstúlkunnar.  Ég skil ekki enn að ég hafi ekki fengið einusinni afslátt á úlpunni..og hvað þá að ég hafi haldið mig við það að versla við verslunina. hehe.  Þetta var semsagt veganestið sem dóttir mín fór með sér suður.. að eitt smáatriði getur orðið að gríðarlegu máli.  Smile morgunmatur Elvars

Við hér nutum helgarinnar líka vel hérna heima og vorum t.d. vakin svona á sunnudagsmorguninn með vöfflu ilm og kræsingum gerðar af Elvari kokkinum mínum. InLoveSigrún og ég með Svanaháls Á föstudagskvöldið komu Sigrún og krakkarnir í videókósíkvöld og á laugardaginn kom  Valli með Helgu í kaffi. Seinnipartinn komu svo Alfa og Arna og borðuðu með okkur og tókum eina mynd saman... svona líka skelfilega leiðinlega.. vorum hér í heila eilíf að mér fannst að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast..þori ekki að segja hvað myndin heitir því hún fékk svo marga óskara um daginn.Shocking  Á sunnudaginn kom svo Ragna hingað gangandi í frostinu svona líka alsæl... búin að labba alla leið úr Eikarlundinum svona líka fersk.


Upprifjun aftur í tíman.

BekkjarafmæliÞað er orðið langt síðan það hafa sést einhverjar myndir en það er kannski vegna þess að manni finnst eins og þetta gangi allt svo hægt núna.. þetta smá dútl er bara svona eins og ekki neitt eftir hraðann á þessu í haust.  En allavega.... Elvar átti afmæli og var haldið uppá það í þrígang.  Jújú maður var endalaust að bíða eftir fólkinu mínu að sunnan og austan sem ítrekað verður veðurteppt af því einu að hugsa til mín held ég.. þannig að það var fyrst haldin veisla 17. jan fyrir bekkjarsystkin sem var æði.. þau komu öll með skólabílnum og voru svo sótt  þegar liða fór á kvöldið því fleiri en einn og fleiri en tveir ætluðu bara hreint ekki að finna þetta og hvað þá að trúa því að það væri búið í þessu húsi sem væri verið að byggja!!!  Já Heimir minn þessir stillansar þurfa að fara að hverfa sjáðu tilWink  Stelpurnar náðu bar að horfa á seinnihelming myndarinnar því þær þurftu að mála sig og skipta um föt og guð má vita hvað þarna inni í herbergiCrying þvílíkar skvísur..NEI ég var sko ekki svona 12 ára.. það er á HREINU.

Afmæli tvö var haldið deginum  eftir eða á sjálfan afmælisdaginn.. þá var nú planað að Elín Ása myndi halda uppá það með honum hér en það skall á brjálað veður þannig að við sem vorum búin að versla hér ógrinni af dóti ákváðum aðslá til grautardags fyrir vini okkar.  Vinir Sigga voru allir staddir hér í bænum vegna jarðarfarar þannig að það varð úr að um 60 mans komu hér í graut, slátur og brauð.  Þetta var algerlega meiriháttar... enda eiga vinir okkar nóg af börnum og húsið fylltist lífi og fjöri.  Ég varla leit uppúr pottunum og naut mín til fulls.  Alveg á hreinu að það verður gert svona á ný.. nú fröken Anna átti að sjá um myndartökur þann daginn en ég veit ekki alveg hvað hún var að mynda því ekki myndaði hún gestina neitt sérlega mikið..heheAlfa og Ingaí lok veislunnarStebbi og ÁrniHjalti og SiggiMatti, Kolla og Erlaog við hvern er Helga reið?Sigrún , Svala og Harpa

 

 

 

 

 

Um kvöldið Komu strákarnir hingað heim og horfðu á handbolta áður en þeir fóru út að borða og á skrall.. Það vantar Kalla Ingimars á myndina en hann komst ekki um kvöldið.  En kom í grautinn.Gömlu vinirnir

 

Þriðji í afmæli var haldinn helgina eftir en það var eins og áður sagði aftur veðurteppt og ekki náði Elín Ása að koma og halda uppá afmælið með frænda sínum.. en við héldum okkar striki og buðum ömmum og öfum og frænkum og frændum..  Elvar spilaði fyrir fólkið og dagurinn var yndislegur.  En guð hjálpi okkur þegar barnið verður 20 ef tólf ára afmælið er svona.WhistlingAmma í Rán, Helga og ElvarBjarki, Siggi, Helga og RagnaMagga, Bjössi og SigrúnMaggi að prófa jakkann frá InguTveir góðir

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið hefur  stundum verið "vetur í vetur" og þá hefur liði notið sín á sleðum og hjólum um nágrennið og haft gaman að.  að vísu er ég nú ekki alveg að skilja þetta drasl því það er eins og að í hvert sinn sem það er notað þetta dót þá bilar eitthvað... partur af þessu segir Siggi en ég sé bara ekkert sniðugt við það.  Það gerðist nú óhapp hér í flutningunum þar sem svörtum ruslapoka var HENT.. en í honum voru öll útiföt okkar og er ég t.d. núna algerlega fatalaus með öllu til útiveru.. en við héldum líka að Fjórhjólajakkinn hans Sigga hefði verið í pokanum ... hann var sko búinn að fara í hann einu sinni.. en í fyrrakvöld hringdi Stebbi granni og sagði að hann væri í skúrnum hjá sér... vó hvað það var heppilegt. SmileAllir á ferðElvar Húsið ...Hvar er Alfan?Snjó-gestahússtraumlaus

 

 

 

 

 

Klósettið er komið upp á stórabaðinu og hægt að læsa og allt... já það er enginn smá lúxus á þessu heimili sko.. Grin  þarna er mynd fyrir tiltekt líka.fyrir innráswc manDollan komin ágasalega smart

 

 

 

 

Bílskúrinn er orðinn svooooo fínn.  ég þarf að vísu að fara á stúfana og finna múrsvínin og fá þá til að saga 3 flísar fyrir mig því ég hafði eitthvað smá MISMÆLT þær.. en það verður nú ekkert mál og lofa ég að vera búin að líma þær og fúa í kringum þær áður en Siggi kemur heim um helgina.alveg að verða búinHver segir að það sé gaman að fúa?Bara verð að vera hjá mömmuinnrétting í skúr 1Innrétting í skúr 2

 

 

 

 

 

 

BúrskápurinnBúrskápurinn er svotil til... ég fór og græjaði hillur og svoleiðis í hann í gær og er byrjuð að raða í hann.. vantar samt eins og tvær hillur í viðbót að neðanverðu held ég.. og þá verð ég voða sátt.

 

 

 

forvörn 1Ákvað að láta þessa myndi fljóta með sem forvarnarmynd.  Það var nefnilega svooona glöð Guðrún sem lagði af stað norður með troðfullan bíl af skápum, loftpressu og dóti.. Sæmi hjálpaði mér að þjappa þessu öllu um borð í bílinn..og ég gat ekki notað nema rétt svo alla gírana .. en sátt... þó svo hún yrði að fara á 30 upp brekkur..  en það fór nú að skyggja í paradís þegar mín syngjandi með Andrea Bocelli niður brekkuna norðan við Bægisá var trufluð í miðri aríu af laganna vörðum... úff mér brá.  og heim í hlað læddist ég 22.500 kr fátækariPolice  og hreint ekki syngjandi sæl og glöð.

 


Ólafur og Dorrit geggjað frábær.

já það voru glaðir drengir sem komu heim úr skólanum á miðvikudaginn eftir samveruna með forsetahjónunum.  Ólafur var æði í öllu nema þá helst "spurningarkeppninni" en það var allt í lagi sögðu þeir því hann skrifar nefnilega best af öllum á landinu eru þeir fullvissir um... enda komu þeir heim með eiginhandaráritun frá hjónunum.. ég hélt það væri bara fengið svoleiðis hjá rokkurum... en Óli greinilega rokkar feitt Smile  Enginn nefndi gluggann og mér skilst að þau hafi ekki einu sinni litið í áttina að honum.Wink  heppin við.

Bjarki á að vera kynnir á árshátíðinni í skólanum í næstu viku og er að æfa sig á ræðunni...   svona hljóðar ein setningin "næst sjáum við tískusýningu frá París og NEV JORK"  ég hló svo ægilega að hann var komin á það að bera þetta bara svona fram og ná með því að vera rosa fyndinn á árshátíðinni. Wizard hehe 

Við tókum okkur til í fyrradag og festum eyjuna í eldhúsinu við súluna og gólfið... þannig að nú er alveg á hreinu að ekki verður dansað meira í kringum hana nema þá uppá borðum.   Ég var svo áðan að teikna á plötuna það sem þarf að saga úr henni fyrir súlunni og það krafðist þess að ég myndi rifja upp smá formúlur um hringi...  svo verðum við að sjá hversu klár ég er þegar Siggi er búinn að saga úr fyrir henni í kvöld.

það er búið að fúa í bílskúrnum.. og ég var eiginlega í sjokki þegar ég var búin að leggja upp flísarnar á einn vegginn uppí 50 cm.. því þetta lítur út eins og sundlaugarbakki... Undecided  þannig að nú er bara að draga fram sólstólana blanda sér kokteil og njóta skúrsins í veðurblíðunni... En það var nú ekki lengi sól í paradís því fúgan var ekki fyrr þornuð þegar húsbóndinn var búinn að fylla skúrinn af fjórhjólum og bílum og nú sér ekki í neinar flísar á veggjumAngry    Ikea klikkaði líka og hurðarnar og hornskápurinn eru ekki enn komin...ohhh veit þetta fólk ekki að þolinmæði í svona dót er ekki til staðar... langar svo að geta einbeitt mér að öðrum vistaverum hússins núna.

Við stöllurnar Inga, ég og María Albína erum að brasa á fullu þessa dagana að leita okkur að aðstöðu til að geta hafið starfsemi.  Sundlaugin er svona óskastaður en fundarhöld og aftur fundarhöld um breytingar og þessháttar eru að taka gríðarlegna tíma.  Ég held að þetta blessaða bæjarbatterí sé bara að verða allt of flókið og allt of margar deildir og yfirmenn í hverju horni en enginn samt með völd til að taka ákvarðanir.. alveg merkilegt.  Spurning að fara að snúa sér að skipulagsmálum ...hehe neee varla.   Við Inga vorum á fundi í morgun í Ráðhúsinu og gekk hann bara ljómandi vel og fórum svo á Bláu Könnuna til Stellu sem rekur þennan dásamlega fína stað.  Svakalega huggulegt og gott andrúmsloft hjá henni og alltaf eins og maður hafi hitt hana í gær.  Ég fór svo í nudd til Ingu sem er að verða mér eins og eiturlyf..  þetta er bara svo dásamlega gott að það hálfa væri nóg.   Okkur klæjar í puttana að far að byrja starfsemi og erum svo fullar af hugmyndum og ákafa...  Verum langbestar og flottastar.SmileSmile

 


Vöknuð upp frá dvala.

Jújú það er allt í himnalagi með okkur hér í Heiðinni þó svo að hafi akkúrat ekkert heyrst frá okkur í háaherrans tíð.  Hér mjakast allt áfram í húsinu og hver dagur er fullur af ævintýrumSmile  Að vísu er ég að upplifa gríðarlega höfnun frá vissum karlmönnum sem segjast alltaf vera á leiðinni uppá "þak" hjá mér.. þeir þurftu nú að koma hér um daginn eftir svaka roktíð og leggja og bæta pappa á þakið því það leit útfyrir að það hefði lent hér geimskip á þakinu svo mikið fauk nú af því..jújú þeir komu og sögðu mér að ég skildi nú moka upp járnið á þakið því þeir væru bara að koma næstu daga... mín auðvitað strax út og mokaði upp tvö bretti af járni úr skaflinum og göng að þessu og guð má vita hvað... en neinei... ekki sáust þeir og nú svo nokkrum dögum seinna kom hlákan og allur sjórinn hvarf... þeim hefur nú líklegast þótt sem ég væri komin úr allri þjálfun og þess vegna sett mig í þetta verk... semsagt af góðmennskunni einni.Wink

Bílskúrinn er nánast að verða tilbúinn.  Helgin fór í að skera allar flísar meðfram og uppá veggina og svo er ég búin að vera að  leggja og fúa.   Það er komin innrétting í hann sem ég verslaði síðast í rvíkinni en að vísu voru ekki til allar hurðir.. kom manni sérstaklega á óvart.  En þær koma og þá verður þetta ægilega fínt.  Það var sett upp tölva í skúrnum og það er spilað badminton og fleiri íþróttir stundaðar í honum eftir að um rýmkaðist.  Eigum ekki eftir að sjá eftir því að hafa hann sambyggðan því þetta er alger snilld að geta nýtt hann í alla hluti.  Nú við auðvitað erum enn að sturta okkur í honum líka þannig að hann er mest nýtta svæði hússins.

Það er komin límtrésplata á eyjuna í eldhúsinu...þvílíkur munur.  og barstólar við hana.  Ég þurfti að fara og velja nýjar höldur á skápana því þær voru uppseldar í heiminum hinar... en það tókst nú á endanum og er ég held ég bara sáttari við þessarSmile

Ég réðst á stóra baðið um daginn, hefur verið notað sem geymsla á meðan skúrinn var í hönk.  En það var ekki séns að neitt dót fengi að fara í skápana í skúrunum nema verkfæri húsbóndans... samt erum við að tala um geðveikt skápapláss...og hálf verðbúð niður í bót er enn full af verkfærum... samt finn ég aldrei réttu tólin þegar ég þarf á þeim að halda???  skil ekki alveg þetta voða safn.  Allavega það var niðurstaðan að jólakassarnir tíu færu bara niður í verðbúð þar sem það væri bara notað árlega.  Sem ég sættist alveg á ef hann sæi um að sækja það og skila í kringum jól... svo á það nú eftir að koma í ljós hver gerir það Errm  Nú ég semsagt óð í kassana að sortera og úr varð að það voru tvær ferðir á pickup í gámana... vá hvaðan kemur allt þetta drasl.. ég bara er hætt að skilja þetta.  ég bara opna ekki kassa án þess að einn til tveir svartir ruslapokar fyllist!!  samt er ennþá baðið hálf fullt af kössum.  úff aumingja ég.

 Nú það er stór merkilegur dagur í Hrafnagilsskóla í dag.  Forsetahjónin eru að koma í heimsókn.  Það eru búnar að vera miklar umræður um virðingu við hjúin og annað.  Þeir eru ekki að skilja að það þurfi að koma fram við þau af meiri virðingu en aðra þar sem þetta sé nú bara venjulegt fólk!!  eftir svaka fyrirlestur um almenna virðingu við sér eldra fólk og val þjóðarinnar á andliti þjóðarinnar þá endaði það bara með setningunni góðu...  Þið verðið kurteisir og enga stæla annars verð ég GEÐVEIK.  En það gerðist slys í skólanum í gær þar sem rúða brotnaði.. og að sögn fjölda vitana var það algerlega óvart.  En það voru mikil ekkahljóð hér í gærkvöldi og talið alla peninga í bauk og veski, hann var alveg með það á hreinu að hann yrði að borga þetta annars gæti hann ekki gengið um ganga skólans framar... og guð minn góður hann var viss um að Ólafur og frú myndu pottþétt spyrja hver hefði brotið þessa rúðu.  Samviskan nagaði hann innaf beini aumingja angann.

Í fyrradag var skíðadagur í skólanum hjá strákunum.  það var þvílík spenna kvöldinu áður og Bjarki bara gat ekki sofnað... ég var búin að gefa honum öll þau ráð sem mér datt í hug til að ná sér niður en ekkert virkaði.. að lokum sagði ég við hann... Bjarki minn teldu bara kindur og þá sofnarðu.  Eftir smá stund kallaði hann í mig og sagði "mamma, bíddu, hvar eru þessar kindur???" Smile

Af Önnu er allt þetta fína að frétta hún lærir allan daginn út og inn.  Hún telur niður dagana þar til vinkonurnar fá bílpróf og svei mér ef ég er ekki bara farin að gera það líkaSmile  annars er þetta nú bara að ganga fínt.  Hún er nú lasin núna skinnið sem er ekki gott því þá minnka möguleikarnir á því að hún fái að fara með okkur í stelpuferð til Danmerkur í apríl þegar mamma verður sextug.  því punktakerfið spyr ekki um hvað hvort maður er að skrópa eða er veikur.

Ég set nú kannski inn myndir fljótlega fyrst ég er nú komin af stað hér á ný.. en best að lofa enguWink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband