Vöknuð upp frá dvala.

Jújú það er allt í himnalagi með okkur hér í Heiðinni þó svo að hafi akkúrat ekkert heyrst frá okkur í háaherrans tíð.  Hér mjakast allt áfram í húsinu og hver dagur er fullur af ævintýrumSmile  Að vísu er ég að upplifa gríðarlega höfnun frá vissum karlmönnum sem segjast alltaf vera á leiðinni uppá "þak" hjá mér.. þeir þurftu nú að koma hér um daginn eftir svaka roktíð og leggja og bæta pappa á þakið því það leit útfyrir að það hefði lent hér geimskip á þakinu svo mikið fauk nú af því..jújú þeir komu og sögðu mér að ég skildi nú moka upp járnið á þakið því þeir væru bara að koma næstu daga... mín auðvitað strax út og mokaði upp tvö bretti af járni úr skaflinum og göng að þessu og guð má vita hvað... en neinei... ekki sáust þeir og nú svo nokkrum dögum seinna kom hlákan og allur sjórinn hvarf... þeim hefur nú líklegast þótt sem ég væri komin úr allri þjálfun og þess vegna sett mig í þetta verk... semsagt af góðmennskunni einni.Wink

Bílskúrinn er nánast að verða tilbúinn.  Helgin fór í að skera allar flísar meðfram og uppá veggina og svo er ég búin að vera að  leggja og fúa.   Það er komin innrétting í hann sem ég verslaði síðast í rvíkinni en að vísu voru ekki til allar hurðir.. kom manni sérstaklega á óvart.  En þær koma og þá verður þetta ægilega fínt.  Það var sett upp tölva í skúrnum og það er spilað badminton og fleiri íþróttir stundaðar í honum eftir að um rýmkaðist.  Eigum ekki eftir að sjá eftir því að hafa hann sambyggðan því þetta er alger snilld að geta nýtt hann í alla hluti.  Nú við auðvitað erum enn að sturta okkur í honum líka þannig að hann er mest nýtta svæði hússins.

Það er komin límtrésplata á eyjuna í eldhúsinu...þvílíkur munur.  og barstólar við hana.  Ég þurfti að fara og velja nýjar höldur á skápana því þær voru uppseldar í heiminum hinar... en það tókst nú á endanum og er ég held ég bara sáttari við þessarSmile

Ég réðst á stóra baðið um daginn, hefur verið notað sem geymsla á meðan skúrinn var í hönk.  En það var ekki séns að neitt dót fengi að fara í skápana í skúrunum nema verkfæri húsbóndans... samt erum við að tala um geðveikt skápapláss...og hálf verðbúð niður í bót er enn full af verkfærum... samt finn ég aldrei réttu tólin þegar ég þarf á þeim að halda???  skil ekki alveg þetta voða safn.  Allavega það var niðurstaðan að jólakassarnir tíu færu bara niður í verðbúð þar sem það væri bara notað árlega.  Sem ég sættist alveg á ef hann sæi um að sækja það og skila í kringum jól... svo á það nú eftir að koma í ljós hver gerir það Errm  Nú ég semsagt óð í kassana að sortera og úr varð að það voru tvær ferðir á pickup í gámana... vá hvaðan kemur allt þetta drasl.. ég bara er hætt að skilja þetta.  ég bara opna ekki kassa án þess að einn til tveir svartir ruslapokar fyllist!!  samt er ennþá baðið hálf fullt af kössum.  úff aumingja ég.

 Nú það er stór merkilegur dagur í Hrafnagilsskóla í dag.  Forsetahjónin eru að koma í heimsókn.  Það eru búnar að vera miklar umræður um virðingu við hjúin og annað.  Þeir eru ekki að skilja að það þurfi að koma fram við þau af meiri virðingu en aðra þar sem þetta sé nú bara venjulegt fólk!!  eftir svaka fyrirlestur um almenna virðingu við sér eldra fólk og val þjóðarinnar á andliti þjóðarinnar þá endaði það bara með setningunni góðu...  Þið verðið kurteisir og enga stæla annars verð ég GEÐVEIK.  En það gerðist slys í skólanum í gær þar sem rúða brotnaði.. og að sögn fjölda vitana var það algerlega óvart.  En það voru mikil ekkahljóð hér í gærkvöldi og talið alla peninga í bauk og veski, hann var alveg með það á hreinu að hann yrði að borga þetta annars gæti hann ekki gengið um ganga skólans framar... og guð minn góður hann var viss um að Ólafur og frú myndu pottþétt spyrja hver hefði brotið þessa rúðu.  Samviskan nagaði hann innaf beini aumingja angann.

Í fyrradag var skíðadagur í skólanum hjá strákunum.  það var þvílík spenna kvöldinu áður og Bjarki bara gat ekki sofnað... ég var búin að gefa honum öll þau ráð sem mér datt í hug til að ná sér niður en ekkert virkaði.. að lokum sagði ég við hann... Bjarki minn teldu bara kindur og þá sofnarðu.  Eftir smá stund kallaði hann í mig og sagði "mamma, bíddu, hvar eru þessar kindur???" Smile

Af Önnu er allt þetta fína að frétta hún lærir allan daginn út og inn.  Hún telur niður dagana þar til vinkonurnar fá bílpróf og svei mér ef ég er ekki bara farin að gera það líkaSmile  annars er þetta nú bara að ganga fínt.  Hún er nú lasin núna skinnið sem er ekki gott því þá minnka möguleikarnir á því að hún fái að fara með okkur í stelpuferð til Danmerkur í apríl þegar mamma verður sextug.  því punktakerfið spyr ekki um hvað hvort maður er að skrópa eða er veikur.

Ég set nú kannski inn myndir fljótlega fyrst ég er nú komin af stað hér á ný.. en best að lofa enguWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja mín komin á skrið :)  gott að vita að fingurnir rati enn á takkana til að skrifa (ekki er hægt að segja að blekið hafi þornað í pennanum hjá þér, þar sem enginn penni er notaður til að skrifa með lengur) En gott að heyra frá þér og aumingja Elvar Jóhann minn samviskan alveg að fara með hann.   Anna María þú verður að harka af þér svo þú komist með ömmu út :) Kveðja úr saltpæklinum að sunnan. gamla

gamla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:00

2 identicon

Veiiii hún er byrjuð aftur  vá hvað ég hef saknað hennar   og bara allt í því fína hjá íbúonum í heiðinni,  þetta með forsetan og frú  skil það heldur ekki að maður þurfi eithvað að vera öðru vísi við þau en bara t.d. kennarana,  og Elvar minn óhöpp geta alltaf gerst líka hjá fullorðnum  spurðu móður þína Anna mín  góðan bata

kv. Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:02

3 identicon

Það er ein regla með dótið í kössunum.Skrifa dagsetningar á kassana daginn sem þeim er lokað. Svo þegar maður flytur þá á maður að henda öllum kössum sem hafa náð 5 ára aldri án þess að opna þá.

 En líklega er engin kassi hjá þér að ná slíkum aldri.

 kv Jóna.

Jóna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:11

4 identicon

Æ, hvað það er notalegt að sjá smá færslu.

Sko, nú er ég búin að vera að glápa útum turngluggana og reyna að finna út hvaða hús þú átt (af því ég er svo dugleg að koma í heimsóknir... ). Viltu gefa mér smá hint, mér finnst þau flest voðalega lík frá mér séð.

Unnur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Guðrún Ösp

Unnur:  sko...  horfðu á hús mágkonu þinnar... færðu svo kíkinn aðeins til hægri og upp... þar sérðu húsakjarna... og í efstu götunni eru hús sem eru gulur rauður grænn og blár... á litinn... svo kemur mitt...nyrsta húsið.... það er með svörtu þaki og hvítt að utan.. semsagt bara kubbarnir að utan ennþá   get líka klifrað uppá þak með fána ef þú villt..hehehe

Guðrún Ösp, 29.2.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband