Draugaskipið

Jahérna ég bara skil ekki hvað dagarnir líða hratt.. mér fannst ég vera nýbúin að blogga og svo bara allt í einu búin önnur helgi og allt.FootinMouth   Helgin var samt bara ljómandi.  Fimmtudagurinn síðasti var voða skemmtilegur.. það var árshátíð í skólanum hjá strákunum og þeir stóðu sig eins og hetjur í sínum verkefnum... Elvar í söngatriði og Bjarki sem kynnirSmile   Anna kom með og dansaði þessi ósköp en mér var bannað að dansa.. ég var nefnilega eina mamman sem dansaði í fyrra og það þótti ekki kúl af dótturinni... hehe..   Sigrún og krakkarnir komu á föstudaginn og við gerðum saman pitsu og höfðum kósíkvöld..  Laugardagurinn fór í að dunda hér heima og erum við byrjuð a stiganum uppá tölvuloftið...  ekki alveg sammála hjónin um hvernig þetta á að vera en það kemur í ljós hvernig þetta endar Wink   kannski það verði bara tveir stigar upp.hehe.  Nú um kvöldið horfðum við á myndina Draugaskipið sem olli því að við Bjarki vorum enn vakandi kl 7 á sunnudagsmorgun.. Myndin fór svona agalega á sálina á barninu að hann bara náði sér ekki niður...  ég lá hjá honum... við prufuðum slökunartónlist.... nudd... heilun... remedíur... vatn.. opinn glugga, lokaðan glugga, ljós og ekki ljós, sæng, enga sæng, náttföt og ekki... hann prufaði að fara í sófann í sitt rúm... í Elvars rúm og það bara virkaði ekkert... Púlsinn var þvílíkt hraður að það var á tímabili óhugnarlegt... hann ældi meira að segja tvisvar... ef hann lokaði augunum sá hann bara drauga... Já ég hef bara aldrei lent í annarri eins nótt.  Aumingja barnið.  Hann er samt alveg á því að hann verði að horfa aftur á þessa mynd og þá verði þetta betra því þá viti hann hvað gerist og þannig.  Sunnudagurinn var svona heimsóknardagur.. Valli og Helga komu í hádegismat og svo liu Ragna, Gunni og Maggi oggolítið við.. við fórum svo Elló til Dennýar sem leið hreint ekki vel og svo drifum við okkur í Rán.. mjög langt síðan við höfum komið þar öll saman.  Guffi fór með okkur inn og heillaði ömmu að vanda uppúr skónum.. Hann gerði allt sem amma bað hann að gera og henni þótti það nú ekki leiðinlegt..  Strákarnir kíktu líka upp á Magna og Co.  Æi man ekki neitt meira..  Jú  er búin að sníða filmu í baðgluggann en get ekki ákveðið hvaða munstur ég ætla að skera í hana.. þannig að það endar líklega með að það verður ekkert.  Ég líka fór í það á laugardaginn að breyta smá rafmagninu í eldhúsinu og var búin að hræra svo í því að ég þurfti að hringja SOS í pabba til að fá smá aðstoð í restina.. (en voða litla sko)  hehe.  Núna bíðum við eftir pípurunum "ótrúlegt en satt" því á næstunni verður vel gestkvæmt hér í heiðinni og væri dásamlegt að þeir myndu koma upp wc-inu í gestahúsið.  SMS-aði líka Múrsvínin og þeir ætla að flota stóru sturtuna fyrir páskaSmile    Ég fór í Múrbúðina í síðustu viku.. alveg merkileg þjónusta þar.. ég endaði á því að segja við konuna hvort markmið þessa fyrirtækis væri ekki að selja vöru!!!  því það var sama hvað ég spurði um.. allt var ómögulegt.. ekki hægt að þrífa þessar flísar.. ómögulegt að leggja þessar og flestar flísarnar eru nú oftast bara uppseldar..glerið í sturtuna allt of dýrt og erfitt að festa það í svona mikilli lofthæð.. og guð má vita hvaðErrm   Ég labbaði út full vonleysis á að ég gæti yfirhöfuð haldið áfram með þetta hús..hehe.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skál!

Rutta (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:10

2 identicon

Mundu að bestu flísarnar fást í Úti og Inni. Styðja við akureyríska verlsun.

Farðu svo að koma í heimsókn. Þetta er nú alveg í leiðinni þegar þú þarft að breggða þér af bæ.

Helga granni (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:13

3 identicon

Það er bara svona, barnið á ekki að horfa á sjónvarp langt fram á nótt :(  Þetta með Múrbúðina passar ekki við auglýsinguna frá þeim, þar sem maðurinn ætlaði að kaupa málband en kom út með hálf fullan sendibíl :)  en hvað með það þú hlítur að finna réttu flísarnar, er ekki einhver önnur búð þarna með flísar ?, eða þá þegar þú kemur í skólann um helgina gætir þú kannski skoðað í búðum hér :)  kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:16

4 identicon

Þú skilur þetta ekki. Það skal dregið úr eyðslu almennings með því einu að hafa bara ómögulegar vörur til sölu eða að almennilegar vörur séu endalaust ófáanlegur.

Það þarf að laga viðskiptahallann, kona!

Gangi ykkur vel að komast að niðurstöðu um stigann, er það ekki bara spurning um hvor er frekari

Unnur turnugla (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband