Hefur einhver heyrt hvað varð úr Emil í Kattholti?

Ég svona undra mig á því hvað hafi orðið að honum og hvað hann sé í dag.. Auminginn var nefnilega hreint ekki vitlaus þar sem hann gerði sömu skammastrikin aldrei nema einu sinni...og lærði þá sína lexíu af þeim í smíðaskemmunni ...  ég nefnilega hef gríðarlegar áhyggjur af þessari 16 ára sem er gjörsamlega að skemma allt sem hún kemur við eða hugsar um.   Dýr í rekstri????iW00t  uuuuu   já há.   hún er í einhverju kasti þessa dagana og ég bara vara alla við sem sjá hana að halda sig bara í verulegri fjarlægð.   Hún er eitt spurningarmerki í framan alla daga og skilur ekki upp né niður í því af hverju allt eyðileggst sem hún nálgast...  en MÓÐIRIN  sér sig svo sem örlítið í þessu (ekki mikið þó) Blush.  Nú hún byrjaði nú á því að hella niður fullu glasi af mjólk yfir nýja lyklaborðið í eldhúsinu.... og það var eins og það hefði bara komið flóðbylgju af stað því eftir það var ekkert öruggt... hvorki innbú né húsið sjálft.  Hún lyggur nú bara og sefur núna... það virðist vera eina örugga leiðin til að forðast þessa hörmungaSleeping.  Aumingja litla skinnið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

he he... við hverju bíst móðirin ég veit ekki betur en hún sjálf sé alltaf að gera sömu vitleisuna aftur og aftur, leitandi af gleraugum, lyklun og peningaveski , dag eftir dag. Hún er eins og Jesper, Kasper og Jónatan "Hvar er húsfan mín, hvar er hettan mín...." Svo henni ferst nú ekki reikna með að genin séu frá henni komin.

Takk fyrir góða helgi Sjáumst sem fyrst aftur :) kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:32

2 identicon

Okkur finnst persónulega að það ætti að senda hana bara úr landi hið fyrsta :) og þá helst vestur um haf til Ameríku :) þar er hægt að fá tryggingar við öllu og þótt hún mundi skemma eitthvað sem hún mundi nú bara gera óvart þá bara kærir maður framleiðandan og fær bætur :) -þá meina ég sko ekki framleiðanda barnsins heldur framleiðanda þess sem í vegi hennar hefur orið í hvert skipti... ;)

Ruuuuu (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:11

3 identicon

Hey!

Veistu ekki að þetta eru persónu"töfrar" ekki gallar. Þetta er eiginlega svona sjúkdómur og hann kallast á góðri útttlensku Clumsysyndrome. Ég er með þennan sjúkdóm og er stolt af því.  Af hverju heldurðu að mér líki svona vel við ykkur mæðgur? hmmmm?

Helga granni (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:33

4 identicon

Hallóóóó-ÓÓÓ-ó.................frænka!

Ef ég á að segja þér satt og þú ert að leita að Emil þá kom hann fyrir löngu í þitt umhverfi og hefur sjaldnast verið týndur. Hann er bara svo nálægt þér að þú sérð hann ekki. Allavegana finnst mér óréttlátt að kenna þessari ungu stúlku um að hafa komið með hann. Það þarf ekki að fara í langfeðratal hennar til að hafa heyrt einhverjar "óheppnis"-sögur. Mér dettur annar í hug, ef segja á slíkar (að vísu þekki ég ekki allt sem gerist hjá öðrum, en sögurnar of "honum" eru margar).

En segðu mér aftur á móti um þetta eina atvik sem þú skrifar um. HVAÐ er LYKLABORÐ að gera í ELD-húsi????? Ætlaðir þú að fara sjóða það, steikja það, baka það eða grilla það? Sá sem fann uppá því að lyklaborð eigi heima í eldhúsi, ÞARF að finna fyrir afleiðingunum þeirrar ákvörðunar. Hann hefði þurft að greina málið betur í upphafi, t.d. að gera sér grein fyrir að það sem þar fer inn í eldhús verði útbúið þannig að það geti yfir höfuð verið á þeim stað. Af hverju heldur þú að BANNAÐ sé að borða við tölvur í ÖLLUM tölvuverum og ÖLLUM tölvustofum? Hmmmm.. og svo annað. Hvernig myndir þú lýsa eldhúsinu þínu þegar búið er að baka eina köku eða útbúa eina flatböku? Ástandi margra eldhúsa er lýst við slík verklok þannig að "atómsprengja hafi fallið". Hvar á lyklaborð heima í því ástandi?

Nei, þetta finnst mér ekki gott dæmi um að kalla megi: "EmmiiiiIIIIIIIIIIIIIIIIIL, komdu hérna (strák/stelpu)....skratti".

bj. :) :)

bj. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Guðrún Ösp

Jæja já þegar þú segir það Bjössi þá má nú líklega reka þetta aftur í ættir hjá henni.  En HANN sem um er talað er nú að mestu að verða komin útúr þessu karma ... eða hvað.. kannski er það bara það að það hefur hægst til muna á kerfinu hjá honum að maður verður ekki jafn var við þetta..  Man alltaf eftir því þegar hann var að sýna okkur krökkunum hvað hann var góður í karate eftir að hann varð Akureyrarmeistari og tók þetta rosa spark í bílskúrnum sem endaði með því að krani á veggnum stóð á kafi í ristinni á honum.  ... það svona bitnaði kannski aðeins of oft á líkamanum á honum þessi óheppni...En þetta með að lyklaborðið sé í eldhúsinu.. SKO það er sko þar til gerð HILLA í eldhúsinu sem það á að að vera á þegar verið er að borða. 

Guðrún Ösp, 30.3.2008 kl. 11:33

6 identicon

Hann, hún, eða hver sem er.... já það eru ýmsir sem gætu komið til greina þó svo ég hafi ýjað að að HONUM. Ég get líka lokað augunum og heyrt frá einum ættlið ofar og séð glaðværa, sitjandi, hnellna, lágvaxna konu (næstum dinglandi fótum af kæti), en henni þótti sjaldan leiðinlegt að segja ýmsar sögur bæði af sér og fleirum. Alveg skríkjandi góðar sögur og mættum við hafa brot af þeim dillandi frásagnarstíl sem "Emils-sögur" og aðrar fengu hjá þessari góðu konu. Það væri gott ef þið erfðuð hennar jákvæðu lífsýn og öðru meiru, en þú fékkst í það minnsta að erfa nafn hennar. "Maður er manns gaman", eins og faðir þinn veit svo vel, þó hægar fari nú (það gera fleiri). Eitthvað hafið þið líka fengið úr hinum Ránar-leggnum þó handlagin sé :).

Já, já .....hilla. Er það svona hilla sem sækir það sem á að vera á henni, eða ertu að segja mér að allir nema Anna María setji lyklaborðið á "sinn stað", alltaf. Neibb... þú verður að segja aðra skemmtilegri sögu, ef ég á að trúa því. Því ráðlegg ég þér að fara sortera borðin þín, þannig að í eldhúsborð séu í eldhúsi og lyklaborð annarsstaðar (nema það sé högg, raka- og rykþétt).

Haltu svo áfram með blogg úr Brúnum.

bj.

bj. (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:54

7 identicon

Jæja, svo það er bara kominn ættarmótsfílíngur í fólk.. og það er bara rétt kominn apríl... Djö**** líst mér vel á frænku, ekki nema sextán og strax farin að feta í fótspor for"feðra" hehe. Annars er bara gaman að lesa hvað gerist hjá ykkur og Guðrún.. þú verður að viðurkenna að það er pínu spennandi að vita ekki alveg hvað fer úrskeiðis næst... ekki satt?

kv

Egill frændi & co. 

Egill Jóhanns. (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband