14.12.2008 | 20:49
Eitt lítið tré.
Þá er verslings hríslan komin inn.. Jú hún náði upp í loft og stjarnan á toppnum er upp fyrir lektur. Það voru átök og læti við að koma þessu á sinn stað, en á lokum með hjálp rafmagnsvírs hangir nú tréð í lektunum því fóturinn er enganveginn nógu stöðugur til að halda því uppi. Það eru 7 seríur á því og allt jolaskraut sem hugsanlega getur hangið er komið á það. Þetta er ótrúlega mikið stærra en það var útí skógi það er alveg á hreinu... en ég læt myndirnar tala sínu máli
Athugasemdir
Hvar eiga húsgögnin að vera. Eða á bara að ganga í kringum tréð ef verið er í stofunni.............. ? en flott er það , vona bara að lektan gefi sig ekki undan þunga trésins og þakið komi niður. en flott er það. Gamla á nú örugglega eitthvað skraut á tréð sem hún má MISSA :) kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.