BYKO KEMUR BYKO FER..BYKO KEMUR BYKO FER..BYKO KEMUR BYKO FER..BYKO KEMUR BYKO FER...

Já það er búið að ganga smá á hér með BYKO bílinn... hann er farinn að koma hér uppí tvisvar á dag með sömu vöruna og fara með hana aftur og koma með hana aftur og fara með hana aftur og ....svei mér þá þetta bara er ekkert grín... en þannig standa nú málin að ég fór um daginn og valdi mér efni í loftið... var ekkert svo flókið en samt smá að velja þetta vesen... en allavega ég komst að samkomulagi við mig hvað ég vildi og það var pantað eftir að ég samdi vel við Hauk í timbrinu... nú það var til smá á lagernum þannig að því var skutlað heim svo hægt væri að byrja á loftinu í hjónó... þar sem ég var búin að leggja allt rafmagn þar og setja ull í loftið og plast og mála allt fínt... og svo var haldið inní Önnu herbergi með stillasan og byrjað að föndra... svo kom nú restin af efninu sem var pantað og við héldum áfram ... þar til að við vorum að festa upp fyrstu spýtuna úr nýja búntinu... þá bara var það ekki eins efni... þannig að við máttum hætta hjá Önnu þegar rúmur metir var eftir af loftinu og bíða til mánudags með að fá þessu breytt... og þeir komu að sækja efnið og með nýtt... og báru það inn... þegar við svo rekum augun í það að þeir eru að bera inn nákvæmlega sama efnið og þeir komu með fyrir helgina og þurftu því að bera það útí bíl á ný... díses..og var ég að vera Ögn pirruð...  klukkan var auðvitað orðin það margt að ekkert var hægt að gera meira þann daginn þannig að ég heyrði svo í Hauk deginum eftir með þær fréttir að það væri hætt að framleiða efnið sem ég hefði byrjað á... og væri bara ekkert hægt að gera í þessu.. nú þar sem þetta var nú hann var ég bara ægilega spök og við sættumst á að hann myndi fara á fullt að finna efni til að við gætum klárað Önnuherbergi og svo myndi ég bara nota þetta ýja efni á restina...Undecided ögn fúl en jæja svona er þetta bara. 

það er líka búið að múra húsið að utan en á eftir að fínpússa það... þannig að núna er það búið að standa með plasti fyrir öllum gluggum í vikur og bíða eftir múrurunum á ný..  ef ég heyri ekki frá þeim fljótlega fer ég að rífa plastið frá og við gerum þetta bara næsta sumar... því ekki er nú gáfulegt að gera þetta í frosti ha!  Annars var ansi skondið hér eina helgina.. því að á laugardeginum vorum við með svartfugl í matinn sem Heimir smiður hafði gefið mér... og á sunnudeginum vorum við með reyktan lax á brauði sem Úlli múrari hafði gefið mér..hehe.. ég er að spá í að fara að tala við píparana og ath hvað þeir geta gefið mér að borða líka... já maður getur ekki kvartað yfir þessum ágætis iðnaðarmönnum sínu... það eitt er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til Hamingju með daginn Prinsessa

Sjáumst von bráðar

njótt vel 

skál í kanill :)

RM&S

Rut&Fj (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:16

2 identicon

Það er alltaf eitthvað í gangi hjá ykkur.  Þið eruð svakalega dugleg.  Hlakka til að koma norður og sjá herlegheitinn.

Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:38

3 identicon

jamm þetta grunnti mig. Það er erfitt að treysta þessum sölumönnum. Passaðu bara að þeir setji ekki rúntinn með timbrið fram og til baka á þinn reikning.          kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:32

4 identicon

Er Haukur -- ekki bara með slæma timburmenn ?

gamlj (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Guðrún Ösp

hehe... Mamma ert þú virkilega að segja brandara... nú er mér allri lokið. 

Guðrún Ösp, 17.10.2008 kl. 15:14

6 identicon

Heyrðu gætum við fengið meiri svona Sósu, svona Kokteilsósu!

Rut (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband