15.1.2009 | 12:02
Nýtt ár.
Jæja þá kom að því... árið 2009, árið sem ég skipti um áratug og guð má vita hvað. Hef trúa á því að þetta ár verði gott ár þrátt fyrir allt og mér finnst bara eins og fólk sé almennt farið að hugsa öðruvísi. Auðvitað er hópur fólks sem er fastur í svartsýninni en neikvæðar hugsanir kalla á fleiri neikvæðar hugsanir og smita útfrá sér meira en maður gæti ímyndað sér. Lok síðasta árs var vel fjörugur tími og síðast þegar ég skrifaði var Þorláksmessa og mamma og pabbi á leiðinni norður.. þá komu seint um síðir eftir að hafa rúllað útaf Húnabrautinni hjá Höllu sem hafði eldað kótelettur og ís.. ekki hafði það nú áhrif á matarlist jólanna því almáttugur hvað við tókum vel á því þennan hálfa mánuð sem við vorum öll í fríi. Ég fæ bara vænan hroll af tilhugsuninni ... en skil ekki afhverju maður gerir þetta því ekki er það málið að manni líði vel af þessu..JAKK. Jólin voru okkur góð.. Allir foreldrar voru hér á aðfangadagskvöld og fólk almennt rólegt og aflappað.
Milli jóla og nýárs var okkur boðið í veislu.. Kalli vinur Sigga hringdi og bauð okkur í svona síðbúna veislu fyrir dóttir sína.. Það var hringt sig saman á milli vina og ákveðið að við myndum sjá um kort og gefinn yrði peningur.. ekki málið og Ég í það.. að skrifa þetta fína fermingarkort handa henni Dagnýju sem fermdist í vor!! nú Þegar við svo komum að húsinu hjá Kalla ásamt hópi fólks sé ég að það er Linda eldri dóttir Kalla sem kemur til dyranna með stúdentshúfu og Siggi er á undan mér og er að fara að rétta henni kortið þegar ég ríf það úr höndunum á honum og set aftur fyrir bak... SHITT hann hafði greinilega ekki tekið nógu vel eftir maðurinn..þetta var vitlaust barn og vitlaus athöfn og vitlaust kort..við í það að hringa í Árna sem ekki var enn kominn og fá hann til að kaupa nýtt kort og inn í bílskúr fórum við og skrifuðum nýtt kort. Vá hvað þetta var vandræðalegt. Manninum er ekki treystandi fyrir neinu.
28. komu svo Haukur, Berglind og Katrín í mat.. og líka Valli litli :)það var dásamlegt að sjá þau öll sömul og sérstaklega Berglindi sem kom heim um jólin frá Ítalíu.. það er ekki frítt við það að maður saknar þeirra agalega eftir að við fluttum norður og sjáum þær svo sjaldan.. Við áttum góða stund saman yfir mat og drykk.. þegar leið á kvöldið komu svo Rut, Mike, Sebastían, Þórdís og Ísar norður og var þá orðið vel mannmargt í kotinu og byrjað var að búa til fleti um húsið hér og þar. Við tóku margir skemmtilegir dagar og hreint frábærir. Þórdís og Ísar fóru svo suður aftur 30 en Ameríkanarnir urðu eftir til 2. janúar. Það var sitt lítið að hverju brallað en þó mest borðað.
Áramótin voru snjólaus en svakalega fallegt veður og útsýnið úr heiðinni eftir því.. Etið var á sig gat það kvöld - Gæs - Rjúpur - Svartfugl - Graflax og fiskibollur (handa Bjarka).. farið var á brennu þó seint væri og komið við hjá Regínu og Steinari þar sem stórfjölskyldan var öll þar saman komin... þaðan var brunað heim og sprengt upp allt það sem hægt var að sprengja.. ég ætlaði nú að vera grand á því og opna kampavín sem Óskar hafði gefið mér.. en það kom nú í ljós þegar ég fór að spá í þessu eftir að það freyddi nánast ekkert og bragðið var hræðilegt að það eru víst orðin 10 ár síðan ég fekk fína vínið !!! svona er það þegar maður ætlar að spara góða hluti..ohhh hvað ég var svekt.
Búið er að rífa fram skíðin og fara eina ferð í fjallið.. að vísu er ég enn gáttuð á því hvað við komumst margar ferðir þar sem skíðin gjörsamlega stóðu föst í snjónum eftir sumarið.. eithvað þarf nú að vaxa þetta dót svo vel sé.. en lipur erum við að verða... það er merkilegt hvað þetta kemur alltaf fljótt aftur.
Bjarki er byrjaður að æfa handbolta.. ekkert smá ánægður með sig og miðað við hvað honum þykir honum fara fram eftir hverja æfingu er ég viss um að hann verður komin í landsliðið eftir 2 mánuði
Síðasta helgi var svo enn ein helgin sem fullt var útúr dyrum af fólki og gleði. Öll stórfjölskyldan nær og fjær úr Rán var komin norður til að fagna afmæli Magga frænda sem varð 50 ára 10 janúar. Mamma og pabbi komu...Sæmi og Marta með tripple B og María og Einar með englana 3. semsagt 12 í gistingu fyrir utan okkur. Sæmi og Marta komu á fimmtudagskvöld og höfðum við því saman föstudaginn og mamma og María voru einnig komnar í tíma á föstudeginum til að koma í slökun í vatni hjá mér...síðan skunduðum við öll í laugagötuna í skotbolta með ótrúlegum tilþrifum allra aldurshópa.. Er enn hissa á því að pabbi hafi lifað þennan klukkutíma af því Vá hvað hann blés. Í hádeginu á laugardeginum var svo tólistaræfing fyrir atriði okkar í veislunni en þar sungum við börnin hennar mömmu og stelpurnar hennar Ingu ásamt börnum söng fyrir Magga. Inga og Skúli komu líka í hádeginu og úr varð þessi svaka hádegissúpa með lífi og fjöri. Afmælisveislan var rosalega flott og var Maggi svo himinn sæll sem honum einum er lagið.. hann hló og hann grét og það er bara þannig með Magga að þegar hann grætur, grætur allur salurinn með.. þannig að þið getið rétt trúað því hvað það var gott að syngja fyrir hann lag meðan hann hágrét af gleði.. púff það var sko erfitt. Strákarnir spiluðu líka fyrir Magga og starfsfólk sambýlisins söng líka lag en rúsínan í pylsuendanum var nú hann Óskar Pétursson sem kom sá og sigraði með frábæru atriði sem var fullt af söng, gríni og gleði.
Sunnudagurinn var farið út að leika sér á á sleðum og fjórhjólum... Elvar var illa glaður þegar hann kom inn því hann hafði fundið sæma fastan uppí fjalli og náð að spila hann upp á sínu hjóli.. þessi dagur var ekki síður átdagur því Gunni og Ragna höfðu boðið öllu liðinu í Graut og ábresti í hádeginu áður en fólk keyrði suður.. Gunni var líka að fagna því að hafa orðið 55 ára á föstudaginn 9. jan og ber hann það með sóma. Fólk var svo kvatt þar og voru það bara við og Bjössi og co sem horfðum á eftir fólki á heimferð...já hún var róleg Akureyrin það kvöld
Athugasemdir
Jæja, þú varst nú ekki lengi að þessu :D
Þakka kærlega fyrir helgina, þetta var rosa gaman og það lítur út fyrir að jólin hafi líka verið það hjá ykkur :)
Takk fyrir þetta flotta blogg,
Björn Torfi :)
Björn Torfi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:30
Looooksins lífsmark á nýja árinu, Göspin mín góð. Takk fyrir allt gamalt og megi nýja árið vera ykkur öllum gjöfult og gott.
Halla (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:02
Já takk fyrir mig, bæði um jól og síðustu helgi :) En nú fáið þið nú frið fyrir okkur smá stund :) hafið það sem best kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:40
Takk fyrir okkur síðustu helgi, það er nú alveg ótrúlegt að við gleymdum að láta taka hópmynd af okkur Þurfum að endurtaka þetta fljótlega. Kv. M.Sif
María Sif (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.