23.12.2008 | 11:07
Þorláksmessa
Það kom að því að hún væri komin á ný blessuð messan. Fólk um allan bæ angandi af skötu og heldur að það sé jólastressið sem gerir hnútinn í maganum. Hér er allt að verða komið í höfn nema nokkur jólakort.. jólapakkar... jólaísinn... jólagraflaxinn.. og svona sitt lítið af hverju. En borðið mitt er komið til Akureyrar vonandi. Það fannst á bretti í Reykjanesbæ í gær.. þannig að þetta á eftir að verða voða fínt allt saman. Stórabaðið er komið með vaskaeininguna gömlu og svona allt að verða huggulegra.. ef maður lítur framhjá nokkrum hlutum Allavega hægt að þvo sér um hendur núna á sama stað og maður pissar... sem er mikill plús. Siggi var nú ekki glaður í morgun þegar hann þurfti að hlaupa milli þriggja herbergja til að koma réttu útliti á sig.. Ég finn ekki svona fyrir þessu með hlaupin því ég er auðvitað svo náttúrulega falleg að ég þarf ekki að nota allt þetta drasl framaní mig og í hárið. Ég líka búin að klippa allan karlpeninginn.. þannig það er ekki eftir.
Á laugardagkvöldið vorum við með matarboð...svona að hita upp fyrir jólin smá. Stebbi Pálma kom með krakkana og Alfa og Arna komu líka. Við borðuðum þetta ægilega góða læri og rautt með og áttum alveg dásamlegt kvöld saman
Jóla-korta-mynda-takan tókst í fyrsta sinn átakalaust. Enginn fór í fýlu... enginn skellti hurðum... enginn fór að gráta og enginn var ósáttur við allar myndir af sér. Þetta telst til kraftaverka .. og á ég næstum enn erfitt með að trúa því. Jólakortin eru skrifuð í skorpm sem fyrr og vona ég bara að þeir sem fá tvö kort frá okkur láti bara eitt hverfa eða laumi til þeirra sem hafa ekki fengið.. ótrúlegt hvað þetta getur orðið ruglingslegt... þegar meður er að þessu á síðustu stundu.
Ég var búin að óska eftir að það myndi koma 1+ úti dagpart svo ég gæti þvegið gluggana en þá bara skellir Gússi á þessari asahláku!! Allur snjórinn farinn og hávaðarok!! en ég náði samt að taka smá myndir meðan snjórinn var.. og spurning að stækka þær bara upp og setja fyrir gluggana.
Mamma og Pabbi koma í dag... þau leggja snemma af stað er mér sagt... bara þegar Pabbi er búinn að fara með Eiríki Rós að fá sér skötu og svo niður í bæ að fá sér eitt glas á vissum bar og svo að fara til Maríu Ömmu og svo að kveðja í Leiðhömrum og Mos og borða á Blönduósi hjá Höllu og guð má vita hvað... þannig að hangilærið sem ég keypti handa þeim til að narta í í kvöld verður líklega bara morgunmatur á morgun. Við skulum allavega vona að þau verði komin fyrir hádegi á morgun því þau eru með kalkúninn minn úr Reykjabúinu með sér.
Anna uppáhalds unglingurinn minn er búin að græja gestahúsið. Hún er líka búin að þrífa og breyta öllu heima hjá Birki vini sínum. Hún er öll á uppleið núna greinilega því hún er búin að finna debetkortið sem hún tíndi um helgina og svona aðeins að lægja í óheppninni... spurning hvað það endist lengi. En lengi má halda í vonina. Kannski allur svefninn sé að gera henni svona gott.
Athugasemdir
Hó Hó Hóóó.. Jólakveðja úr Grafarvogi.
Takk fyrir okkur.
Áttum góðan dag í Mosó í gær.
kveðja SS,MG og 3xB
e.s. vona að þið sturtið niður á milli þess sem þið pissið:)
Sæmi og Co (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 10:31
Hæ allir
afmælisstrákurinn biður að heilsa, loksins orðin 5. það er gott að þau gömlu skiluðu sér með kalkúninn, var byrjuð að hafa áhyggjur að hann yrði flogin burt áður en þau næðu á leiðarenda. Það er búið að vera rólegt og huggó hjá okkur um jólin, spilað og borðað alla daga. Kv. frá öllum í stórateignum í Mosó
maría sif (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.