15.12.2008 | 12:16
Erum að toppa okkur í jólaundirbúningi.
Já það hlaut að koma að því að við færum bara yfirum á þessu rugli. Þar sem ég sit á litlum kolli inní stofu þar sem ekki kemst inn sófasettið og sést ekki útum einn glugga og jólatrésmottan er eins og munnþurrka undir jólatrénu sem fyllir alla stofuna.. sit ég her og velti fyrir mér hvernig allir eigi að komast fyrir í stofunni um jólin... á ég að láta alla velja sér eina grein til að sitja á?? það færi pabba og Bjarka svo sem vel að sveifla sér í trénu... en veit ekki með okkur hin samt. kúlurnar eins og lítil glimmer ... bangsarnir ...tja segjum sem svo að ef þeir ættu að njóta sín þyrfti að skipta þeim út fyrir MUN stærri bangsa. Ætti ég að leggja tréð á hliðina... það væri þá allavega skikkanleg hæð á því þannig.. eða á ég að saga neðstu greinarnar af og selja sem passleg jólatré hjá venjulegu fólki.. já væri það ekki bara sniðugt að opna hér jólatréssölu!! allavega... nú verður rúnturinn fyrir bæjarbúana í Vaðlaheiði ekki eingöngu til að skoða Hjartað stóra og fallega.. heldur líka að skoða húsið með ofvaxna trénu í..
nú en allavega þannig var að í nótt þá vakna ég upp við þessi líka ægilegu læti að Siggi hleypur fram á bað ... kúgast þessi ósköp og ælir og hóstar.. ég snéri mér bara á hina hliðina og hugsaði... jájá þá er hann byrjaður með ælupestina en strákarnir nýstignir uppúr þessu.. ég sofna svo bara aftur og verð ekki var við neitt meira um nóttina.. En í morgun segir Siggi mér hvað hafði gerst.. hann sem sagt var að dreyma í nótt að hann væri að borða nýbakaðar dásamlegar smákökur og vaknar við það að hann er að japla á þeim.. og þegar hann fær smá meiri rænu finnur hann að það er ekkert smákökubragð af þessari köku.. og viti menn að hann var að japla á eyrnatappanum maðurinn!!!!! og þegar hann fattaði það semsagt hljóp hann fram og spítti og kúgaðist og ældi og allan pakkann... Juminn hvað ég hló agalega af þessu.. næstum pissaði á mig, og það veit ég að ég vona að ég vakni ekki upp við það að hann dreymi að hann sé að borða stórsteik því guð hjálpi mér þá...
Athugasemdir
Jeminn ef mér verður ekki sagt upp í vinnunni núna....... ég hló svo mikið af eyrnatöppunum hans Sigga (fyrirgefðu Siggi minn) að það var ekki vinnufriður hér í kring fyrir hlátrinum í mér. (hef ekki hlegið svona mikið síðan sjúkrabíllinn flutti vissa á sjúkrahúsið með prentsvertuna) he he heeeeeeeeeeee............................ En það er nú gott að hægt sé að láta gömlu hlæja svona á fimm ára fresti, takk fyrir tengdasynir he he............ :) Já Guðrún mín ég sá þetta út úr myndunum að lítið pláss væri fyrir fólkið nema kannski að dansa kringum tréð :) kv. gamla.
gamla (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:41
Guðrún og Siggi. Þið eruð alveg EINSTÖK.
marta og sæmi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:49
Það eru til bangsajólasveinar í rúmfetalagernum fyrir tréið. Þeir eru ca 60cm á hæð og breidd. Ég man nú erftir því í denn að þú varst aldrei heima, áttir svo margar vinkonur sem þú þurftir að sinna. En sem betur fer systir þá þroskumst við upp úr þessu og fjölskyldan verður í fyrsta sæti þegar við eldumst.
Einn kreppubrandari af Elínu Ásu. Þau yngri voru að spjalla saman og skoða jólasveinanna okkar úr jólahúsinu. Hjörtur er eitthvað fúll yfir því að við eigum ekki alla, en þá segir Elín Ása; Það er kreppa og þá er ekki hægt að kaupa allt. Svo er bara haldið áfram að skoða herlegheitinn.
María Sif (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:32
Thid erud nátturulega bara drepfyndin... hélt nu varla vatni og nádi svo ekkert ad útskyra fyrir Hlyni ástæduna fyrir thessum ofsafengnum hlátri!
Hrikalega gott ad sjá ad allt vid thad sama hjá ykkur og geta létt adeins skapid á löngu vinnukvöldi!
Knús frá Kaupmannahöfn sem skelfur i dag!!!
Ragga Stína
Ragna Kr. (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:45
Jamm einmitt þá þarf guð að hjálpa þér, Siggi væri þá líklegast að japla á þér .... og mannát er bannað með lögum. Sem betur fer var mamma þín búin að vara mig við, ég er búin að hlæja mig þreytta af og til í dag við að lesa bloggið þitt......
., 16.12.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.