Tiltekt!!

Þar sem Siggi fór vestur í gær áhvað ég að setja í gamla túrbógírinn í gærkvöldi og hendast í að laga til og undirbúa húsið fyrir jólaskraut.  Ég byrjaði á því að fara inn á stórabað.. þar bakvið hurð voru 7 kassar af drasli sem ekki er hægt að henda og ég áhvað nú samt að fara í það að sortera þetta betur og henda smá úr þessu... áður en ég myndi ferja þetta uppá loft í nýju geimsluna.  Ég oppnaði einn kassa og þar voru gamlar myndir... sem ég að sjálfögðu datt smá í og áhvað að það væri nú gamana ð hafa þær svona aðeins meira uppivið þannig að ég labbaði með þær inní eldhús í skápinn þar en þá sá ég að Bjarki hafði verið að  borða og ekki gengið frá eftir sig þannig að ég fór í að laga það til og þá var þar geisladiskur sem átti að fara inní stofu þannig að þá fór ég með hann þangað og þá mundi ég að ég hefði ætlað að tæma hilluna þar og henda henni þannig að ég fór í að færa úr henni bækur og setja listabækurnar allar undir í sjónvarpsskápinn en þar voru fullt af húsbúnaðarblöðum sem ég þurfti að fara í gegnum og henda úr og þá fann ég blaðsíður sem ég hafði rifið úr og gert kross við hvað væri sniðugt þegar ég var að byggja og teikna húsið og datt í að skoða hversu sniðugt það væri hvernig þessar hugmyndir hefðu þróast í það sem það er í dag... nú þá hringdi síminn  og ég hljop fram í eldhús, þetta var Alfa að segja að hún væri að koma í heimsókn. Á meðan ég stóð og talaði við hana sá ég að það var svo kámugur glugginn í eldhúsinu þannig að ég fór í það að pússa hann og þegar ég var að skila þvottadæminu sá ég að þvottavélin var búin og tók því úr henni og setti í þurrkarann sem var fullur og setti því hreina dótið á eldhúsbekkinn og braut saman okkar Sigga föt. þegar ég fór inní fataherbergið mitt með þvottinn sá ég töskuna með jólagjöfunum sem ég hafði keypt úti og áhvað að ég ætti kanski að pakka inn gjöfunum hans Sigga þar sem hann væri ekki heima og fór með það fram í eldhús.  Nú þegar Alfa svo kom stuttu síðar var ekki eitt herbergi í húsinu í lagi fyrir utan strákaherbergið og viti menn að þegar ég settist í sófan í stofunni þá sá ég mæjonesdolluna sem ég var að ganga frá eftir Bjarka fyrr um kvöldið í hillunni sem var hálf tóm og allt dótið úr henni á gólfinu... ég hreinlega skil ekki hvernig ég fór að þessu!! þegar ég fór að sofa var ALLT á hvolfi ekki eitt jólaskraut komið upp og ekkert hreint nema glugginn í eldhúsinu.  Ætli ég þurfi að leita mér aðstoðar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhhh hvað þetta var gott

Rut (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 01:59

2 identicon

Thí hí hí vá hvað þetta er gott  það er ekki spurning þú verður að halda áframm að skrifa  allavega á bloggið dísús og majones dósin, takk fyrir

Ragna (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband