20.6.2008 | 07:29
Timbrið farið
Nú er þakskyggnið komið upp og búið að rífa stillasana frá.. Þetta er þvílíkt munur að sjá. Og eru Siggi og Elvar sammála um að útsýnið úr húsinu sé allt annað!! Við Bjarki erum í smá erindagjörðum í borginni og munum vera komin heim fyrir mánaðarmót. Smiðirnir eiga eftir að klára að setja mæninn á og svo byrja þeir í dag að græja fyriri veggi fyrir framan lóðina. Það er auðvitað þessi ægilega hæð á henni vegna allra tilfærslnanna sem gerðar voru vegna klapparinnar en ég held þetta eigi nú samt bara eftir að koma vel út. Að vísu er nú brunnurinn fyrir framan húsið ekki alveg á réttum stað og skilst mér á Heimi að það sé ekkert voða geðslegt að þurfa að færa hann En hann er líkalega búið að dreyma einhverjar leiðir til að sneiða framhjá honum.. Litli gröfudrengurinn kemur í dag og byrjar að grafa fyrir þessu og fer vonandi í beinu framhaldi í að jafna lóðina og gera hana fína.
Anna rukkar mig stanslaust um fleiri sögur því hún er svo langt í burtu frá okkur og ég lofa að fara að kippa mér í gírinn með það. Við söknum hennar óhuggunarlega og hún okkar en er það nú ekki bara eðlilegt. Nágranni Rutar hefur nú alveg tekið að sér að afklessukeyra hana því þau eru alveg stanslaust í klessubílakeyrslu þarna í sveitinni.. þau kaupa gangfær hræ...og mála og gera sniðug og svo er sest inn og klesst og klesst á hvort annað þar til bílarnir eru ógangfærir.. Já þeir eru ekki alveg í lagi þessir Ameríkanar. En hún kom auðvitað sterk inní þennan bransa eftir ýmis óhöpp hér heima þannig að kannski afklessist hún alveg bara fyrir lífstíð á þessu. Hehe.. hún rukkar mig um sögur af okkur og ég set inn sögu af henni.. vá sú verður glöð.
Jæja þetta er góður dagur og munið að ég elska ykkur öll.
Athugasemdir
Það er eins með okkur hin, það þarf ekki að muna það !!!! En til hamingju með húsið án auka timburs. Þetta er mikil breyting. Kveðja úr Eik 3.
Jóhann Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 07:52
Já já það fríkar alltaf húsið hjá þér þetta nendar nottulega með "ósköpum" því þetta verður svo glæsilegt. :) Já vonandi klessir hún bara að vild þarna úti og þarf ekkert að klessa hér heima. Gangi þér vel í dag dóttir góð :) Við hugsum hlítt til þín og elskum þig :) ástarkveðja mamma.
gamla (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.