Ég er að skríða undan vetri!!

Ég er svo glöð SmileSmileSmile Smiðirnir mínir eru mættir á nýjan leik.  það er yndislegt að heyra fótatak á þakinu og sagarhljóð í garðinum.  Ég bakaði handa þeim Pönnsur í kaffinu og langaði helst að gera bara 7 rjómatertur og 8 smurbrauðstertur svo glöð var ég Smile  

Siggi er fyrir austan að vinna en kemur á morgun.. og svo fer ég suður á fimmtudaginn með Ingu Magg... við ætlum að Ikea-st saman og svo verð ég eftir því ég er að fara í Sálfræðihelgi hjá Sálfræðingi Skólans mins (ekki veitir af)  Seinnipartur vetrarins hefur verið andlega erfiður og er ég fyrst núna að mér finnst að skríða undan vetrinum.. Garðurinn hefur átt hug minn allan undanfarna daga og líður mér dásamlega að vera úti moldug upp fyrir haus að gróðursetja og færa plöntur og þannig... það er nú svo mikill leir í garðinum að litlu plönturnar sem ég plantaði í haust lágu bara ofaná jarðveginum í vor... þannig að ég er búin að kaupa mér almennilega mold og er að skipta út í kringum trén mín.  Elvar og Bjarki eru duglegir að hjálpa og tala nú ekki um Guðfinn sem gerir ekki annað en að grafa í nýju moldinni og fjúka plöntur þá og annað með.Angry

Um síðustu mánaðarmót var hér haldin heljarinnar veisla í tilefni af sjötugsafmæli tengdamömmu.. hér fylltist allt af næturgestum og var mikið um að vera alla helgina... þetta tókst ljómandi vel og var sú gamla alsæl... var nú tvísýnt á tímabili hvort hún yrði í veislunni því aumingjans konan datt á mánudeginum og braut bringubeinið á sér... það er ekki eitt heldur allt sem kemur fyrir aumingjans konuna. 

Helgi Pípari kom hér fyrir þá helgi eftir loksins og tengdi klósettið í gestahúsinu... Þó fyrr hefði verið segi ég bara því ég held að það séu ekki nema tvær helgar síðan við fluttum inn sem það hefur ekki verið notað.  Mamma og Pabbi fengu þann heiður að vígja húsið með postulíninu og ekki að spyrja af því hversu ánægð þau voru Wink

svei mér þá það var ekki eins erfitt að byrja að skrifa aftur og ég hélt..hehe..   en ég veit þið eigið eftir að heyra margar margar sögur frá því sem frá var horfið... þetta er allavega byrjunin InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Það var mikið, var farin að halda að andinn, bloggandinn sko hefði bara yfirgefið þig.  Mikið skelfing er mig farið að hlakka til að heimsækja ykkur .... er nokkurstaðar stæði fyrir húsbíl á hlaðinu hjá þér......

., 10.6.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Guðrún Ösp

Alltaf pláss fyrir þig Halla mín  vertu velkomin.

Guðrún Ösp, 10.6.2008 kl. 17:27

3 identicon

Jæj gott að sjá að þú ert komin  á skrið dóttir góð :) Það var bara yndislegt að vera í gestahúsinu þínu:) og ég á sko eftir að fá að vera þar oft oft..... vona samt að þú fáir ekki leið á mér he he...........   kveðja til allra karlanna þinn + Guffa, hlakka til að sjá þig. kv. mamma

gamla (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:04

4 identicon

Veiiiii  hún er ritfær aftur  mikið var gott að sjá breytinguna á síðunni þinni.  Það er nú aldrey nein lognmolla í kringum þig mín kæra,  en ég skil að það hefur verið notarlegt að heyra hljóðið á þakinu

sjáumst fljótt

kv. Ragna

ragna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:41

5 identicon

það var loksins kona.
rosa flott að smiðirnir eru búnir að smíða þak yfir herbergið mitt!
farðu svo að vera dugleg að blogga, ekkert hálf eitthvað...

Anna & Rut (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband