að muna eða að muna ekki.

Ég verð nú bar að viðurkenna að ég man bara ekkert svakalega mikið frá merkilegum atburðum síðasta mánuð.. en Jú byrjum á páskunum.  Mamma og Pabbi komu akandi norður yfir heiðar til að líta á slottið því þau voru ekkert búin að sjá eftir að við fluttum.  Maríu systir plötuðum við svo til að koma með mann og buru líka og vera með okkur um helgina.  Þetta var ljómandi helgi og var farið í gilið hér fyrir ofan að leika sér á sleðum , fjórhjólum og öllu því sem var hægt að renna sér á.  Gilið var fullt af fólki  þar sem hverfið notar þetta gil óspart... enda svakalega lingt og gott að renns sér í því og leika.  Pabbi og Einar urðu eins og smástrákar á ný og þeystu um fjallið og höfðu gaman af.  Það var gott að fá þau öll í heimsókn og fann maður hvað maður hafði saknað ormanna mikið í vetur.

Múrarinn minn kom og renndi í sturtubotninn á stóra baðinuSmileSmileSmileSmile rétt eftir páska.  Ju hvað það var mikill léttir þegar það var búið.. að vísu Verð ég bara að fara að drífa mig að velja flísar.. en ætla ða klára eina ritgerð og svona smá verkefni áður.Errm

Allar helgarnar í Apríl hafa svo verið í borginni... ótrúlegt en satt.   Fyrst var það nú stórafæmli hjá Margréti frænku sem fagnaði 35 árum með þvílíkum stæl. Við Alfa áhváðum að drífa okkur og gera þetta að mæðgnaferð í borgina og heppnaðist hún ljómandi vel.. Þeminn í afmælinu var "svart og hvítt og hárið öðruvísi" Þetta tókst í alla staði frábærlega og skemmtum við okkur konunglega... eurobandið kom og söng nokkur lög og það var líka blúsband og guð má vita hvað. Ég segi bara.. vá hvað ég er heppin að vera ennþá frænka hennar þegar hún verður fertugWink  eitthvað að hlakka til sko.

Helgina á eftir brunuðum við Sigurður á laugardagsmorgni með pilltana í fermingu til Laufeyjar frænku Sigga. Laufey er alger söngfugl og söng heil ósköf og alveg eins og engill barnið.. sú á eftir að verða góð.  Elvar spilaði svo eitt frumsamið lag líka fyrir frænku sína og gesti.  Bjarki var nú svolítið abbó og spurði mig hvort hann mætti spyrja Jóhann frænda hvort hann mætti dansa magadans.. en ég náði nú að telja hann af því.. veit ekki hvernig Raufarhafnar-fólkið hefði tekið því.Woundering  Unglingurinn varð eftir heima þar sem það var söngkeppni framhaldsskólanna þetta kvöld. Við náuðm ótrúlega mörgum heimsóknum þennan dag...  BílasöluCrying - María amma - mamma og pabbi - Anna og Guðmundur - Iris  og svo var brunað heim aftur um kvöldið.  Guffi var lasinn .. höfðum farið með hann til læknis á föstudeginum og hann var með ristilbólgur... auminginn.  En hann var svo orðin góður á mánudeginum.

Miðvikudaginn 16. fór Sigurður svo frá okkur í langþráða strákaferð til LA með Stebba litla að heimsækja Hjalta.  ég held ég geymi þá ferðasögu þar tll hann kemur heim með myndir... en hann er væntanlegur á föstudagskvöldið.

myndir koma innan skammms 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið fjölskyldan eruð alltaf á ferð á flugi .  Páskahelgin var yndisleg í alla staði og börnin munu mynnast hennar lengi.  Að vísu var Viktor Ari með strengi eftir snjósleðakeyrsluna, hvernig ætli standi á því heheheh

Takk fyrir síðast í Danaveldi og Svíþjóð, ég er nú ekki alveg viss að við mæðgur fáum að fara aftur í svona ferð með ykkur, barnið í annalegu ástandi og kreditkortið heitt eftir strauingar

Kv. María Sif og Elín Ása skemmtikraftur

María Sif (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:58

2 identicon

Þetta hefur heldur betur berið mánuður hjá þér og þinni fjölskyldu, nú er bara að sjá hvort okkur ÖLDUNGONUM verði boðið þegar MSS verður 40 eftir að hafa séð myndir og heyrt skemmtisögur finnst mér nú að hún ætti að aumkva sig yfir okkur,, við býðum svo spennt eftir ferðasögu Sigga og afmælissogu í apríl mánuði því ekki hefur verið slegið slöku við í þeim mánuðinum

kv.

Ragna og Gunni

ragna (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband