Í fullu fjöri

langaði bara svona að láta vita að ég er enn í fullu fjöri og vel það..  allt búið að vera á fullu síðan fyrir páska og guð hjálpi ykkur þegar ég byrja "fljótlega" að rifja það upp.Wink   Allavega var að koma frá Köben í gær úr stelpuferð sem tókst ljómandi vel þrátt fyrir að fólk á öllum aldri væri að staupa sig á Tekíla Blush  smá mistök hjá okkur mæðgum... en ég helt þetta væri óáfengur magókoktell... en hann var greinilega full þroskaður mangóinn því 7 ára barnið var farið að syngja fyrir eftirréttinn... jú jú  þið semsagt sjáið að ég hef ekkert breyst og það er alveg sama þó ég flýi land.... það verður alltaf skrautlegt í kringumSmile   Er líka búin að vera á Fitubollunámskeiði þannig að það er búið að vera í nógu að snúast...   Mamma orðin 60 og enn á lífi eftir að vera með okkur öllum stelpunum.  Smá skólatörn núna framundan... en ég kem heim á sunnudag og lofa að skrifa þá meira...  knús til ykkar allra sem nennið að lesa og kíkja þó ég sé orðin svona ægilega löt að skrifa.Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Það var mikið, ég hélt að þú værir hætt að blogga......... fjúffffff

., 25.4.2008 kl. 22:41

2 identicon

Ég hélt líka að þú værir bara hætt! Ég sem var nýbúin að finna þig á blogginu... Bíð í ofvæni eftir skemmtisögum.

Ella: Til hamingju með afmælið.

Unnur (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:02

3 identicon

Ég var orðinn svolítið smeikur, hélt þú værir bara hætt að blogga.  Síðan sá ég myndir af ykkur útí Köben á síðunni þeirra Rögnu og Hlyns og þá var ég fljótur að átta mig :)

Vertu nú dugleg að blogga frænka, það er svo skemmtilegt að lesa skrifin þín. 

Björn Torfi (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:39

4 identicon

Veiii hún hafði tíma fyrir okkur hin   takk fyrir þessar línur og býð með eftirvæntingu eins og svo margir aðrir eftir ferðasögum og afmælis sögum

og eins og þú réttilega minntir okkur á þá er aldrey lognmolla þar sem þú ferð um

kv. ragna og Gunni

ragna (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:24

5 identicon

Sæl

 En gaman... við bíðum... og bíðum og bíðum og bíðum og bíðum og bíðum... 

Ruuuu 

Rut (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:01

6 identicon

Sæl elsku kjútípæjan mín. Við erum farin að sakna ykkar ofboðslega mikið. Hlökkum til að sjá ykkur. Ekkert farin að sjá enn. Kíki alltaf reglulega hingað inn til að gá hvort þú hafir nennt að skrifa eitthvað. Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt.

En heyrðu það má nú alveg misskilja þetta blogg hjá þér. Þú talar stundum svo í belg og byðu að maður getur dáið úr hlátri. "Ég var á fitubollunámskeiði og mamma orðin 60 og enn á lífi" hmmm 60 hvað? Kíló? Varst þú á fiubollunámskeiði og mamma þín orðin 60 kíló eða ?

Kíktu í morgunkaffi einhvern daginn. Tja eða kvöldið.

Helga granni (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:45

7 Smámynd: Guðrún Ösp

Helga - ehe... já það væri nú óskandi að Ég væri bara orðin 60 kg..  en neinei.. ég er enn fitubolla og mamma er orðin 60 ára  ju já ég er alltaf á leiðinni í kaffi en nú er ægilega busy helgi framundan ... þannig að ég LOFA að ég kem í næstu viku.

Björn Torfi: Dimmetering í dag hjá þér... til hamingju sæti... heyrði að allir hefðu verið drukknir nema uppáhalds frændinn í skólanum.

Unnur -  Neinei þú tínir mér nú ekkert úr þessu er það.

Rut -  róa sig.. þetta kemur allt með tíð og tíma ... enda er ég á íslenskum tíma en ekki þú.

Ragna og Gunni - takk aftur fyrir ormana í vikunni.. eruð best. 

Guðrún Ösp, 30.4.2008 kl. 16:01

8 identicon

Hæ, bara að monnta mig, er að skrifa á NÝJU tölvuna mína :) en eitthvað  pikkles er nú samt í henni því hún tengist ekki þráðlaust, varð að setja kapal á milli til að komast á netið.  Ætla að prufa að tengjast hjá þér um helgina til að gá hvort þetta er tölvan eða ráterinn (örugglega ekki rétt skrifað ráterinn? ) en hlakka til að sjá ykkur á morgun:) kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:42

9 identicon

Takk fyrir það :)  Veit nú ekki alveg með þetta "allir drukknir nema uppáhalds frændinn" samt

Björn Torfi (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband