5.3.2008 | 20:27
Stærðfræði 9.5
Flott ha?? ó já það klikkaði sko ekki stærðfræðin hjá minni... þökk sé Sigurgeir og Kalla bros og fleirum.. Þetta er bara gasalega fínt... ég endaði með að saga þetta bara líka sjálf.
Stebbi og Karen Sif buðu Önnu með sér suður síðustu helgi. Það var svaka gaman og þvældist Stebbi með þær um allan bæ og skilst mér að þær hafi verið litla 6 klukkutíma í Kringlunni..hvernig er það hægt?? ég er orðin galin eftir hálftíma.. Mér var hugsað einnar ferðar suður sem ég fór á hennar aldri. Ég var í gistingu hjá Ingu frænku og Skúla eins og vanalega og fór í bæinn að labba laugarvegin svona alsæl með mig..man ekki hverjar voru með mér en allavega voru Dóra og Hjölli með mér.. nú ég fann þessa rosa úlpu í einni búðinni en hafði ekki nóg fyrir henni og því ákveðið að senda hana með gíró norður. Ég fékk svo að fara á salernið í þessari ágætu verslun og hélt svo áfram deginum fram á kvöld.. þegar ég kem heim til Ingu og Skúla er allt brjálað.. Það hafði verið hringt í mömmu og sagt henni að ég hefði stolið ilmvatni í versluninni og Inga hélt þvílíkan fyrirlestur um traust sem ég væri búin að brjóta og ég veit ekki hvað og hvað..ég var algerlega eyðilögð alla þessa helgi og fór ekki meira út úr húsi..en viti menn að á sunnudeginum er hringt í Ingu og henni tilkynnt að þetta hafi verið misskilningur og ilmvatnið hefði fundist í tösku starfsstúlkunnar. Ég skil ekki enn að ég hafi ekki fengið einusinni afslátt á úlpunni..og hvað þá að ég hafi haldið mig við það að versla við verslunina. hehe. Þetta var semsagt veganestið sem dóttir mín fór með sér suður.. að eitt smáatriði getur orðið að gríðarlegu máli.
Við hér nutum helgarinnar líka vel hérna heima og vorum t.d. vakin svona á sunnudagsmorguninn með vöfflu ilm og kræsingum gerðar af Elvari kokkinum mínum. Á föstudagskvöldið komu Sigrún og krakkarnir í videókósíkvöld og á laugardaginn kom Valli með Helgu í kaffi. Seinnipartinn komu svo Alfa og Arna og borðuðu með okkur og tókum eina mynd saman... svona líka skelfilega leiðinlega.. vorum hér í heila eilíf að mér fannst að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast..þori ekki að segja hvað myndin heitir því hún fékk svo marga óskara um daginn. Á sunnudaginn kom svo Ragna hingað gangandi í frostinu svona líka alsæl... búin að labba alla leið úr Eikarlundinum svona líka fersk.
Athugasemdir
já já það var sko meiriháttar að labba yfir til ykkar frábært veður stilla og -8° eina sem vantaði á leiðinni var WC og ég held bara að ykkar hafi verið það ALLARA bezta sem ég hef fengið að nota í langan tíma.
Stebbi er engum líkur 6 klukkutíma í Kringlunni það þarf enga smá þolinmæði í það en dömurnar hafa verið alsælar
kv.
ragna
ragna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:43
Ekkert smá flott skorið/sagað hjá þér dóttir góð :) Elvar minn er nú alveg einstakur, ekkert smá gott að vakna beint í vöfflukaffi :) Þær líta nú bara vel út dömurnar eftir borgarferðina en Stebbi er heldur "þreytulegur" he he......... Já það verður nú gaman að koma um páskana og taka þetta allt út :) Verður ekki búið að tengja WC í gestahúsi þá ? kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:35
Ég er búin að finna þig. ótrúlega klár með kíkinn.
Unnur (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:52
YESSSS Unnur. Og þá er bara að herða sig í að koma yfir... ávallt velkomin.
Guðrún Ösp, 8.3.2008 kl. 17:35
Jú sælar
gaman að sjá þig aftur
...hvenar kemuru svo aftur?
nei við erum bara að spá
...og þú hringdir aldrei í þriðja sinn... allt er þegar þrennt er!!!
sæl að sinni
Rut (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.