4.3.2008 | 22:16
Upprifjun aftur í tíman.
Það er orðið langt síðan það hafa sést einhverjar myndir en það er kannski vegna þess að manni finnst eins og þetta gangi allt svo hægt núna.. þetta smá dútl er bara svona eins og ekki neitt eftir hraðann á þessu í haust. En allavega.... Elvar átti afmæli og var haldið uppá það í þrígang. Jújú maður var endalaust að bíða eftir fólkinu mínu að sunnan og austan sem ítrekað verður veðurteppt af því einu að hugsa til mín held ég.. þannig að það var fyrst haldin veisla 17. jan fyrir bekkjarsystkin sem var æði.. þau komu öll með skólabílnum og voru svo sótt þegar liða fór á kvöldið því fleiri en einn og fleiri en tveir ætluðu bara hreint ekki að finna þetta og hvað þá að trúa því að það væri búið í þessu húsi sem væri verið að byggja!!! Já Heimir minn þessir stillansar þurfa að fara að hverfa sjáðu til Stelpurnar náðu bar að horfa á seinnihelming myndarinnar því þær þurftu að mála sig og skipta um föt og guð má vita hvað þarna inni í herbergi þvílíkar skvísur..NEI ég var sko ekki svona 12 ára.. það er á HREINU.
Afmæli tvö var haldið deginum eftir eða á sjálfan afmælisdaginn.. þá var nú planað að Elín Ása myndi halda uppá það með honum hér en það skall á brjálað veður þannig að við sem vorum búin að versla hér ógrinni af dóti ákváðum aðslá til grautardags fyrir vini okkar. Vinir Sigga voru allir staddir hér í bænum vegna jarðarfarar þannig að það varð úr að um 60 mans komu hér í graut, slátur og brauð. Þetta var algerlega meiriháttar... enda eiga vinir okkar nóg af börnum og húsið fylltist lífi og fjöri. Ég varla leit uppúr pottunum og naut mín til fulls. Alveg á hreinu að það verður gert svona á ný.. nú fröken Anna átti að sjá um myndartökur þann daginn en ég veit ekki alveg hvað hún var að mynda því ekki myndaði hún gestina neitt sérlega mikið..hehe
Um kvöldið Komu strákarnir hingað heim og horfðu á handbolta áður en þeir fóru út að borða og á skrall.. Það vantar Kalla Ingimars á myndina en hann komst ekki um kvöldið. En kom í grautinn.
Þriðji í afmæli var haldinn helgina eftir en það var eins og áður sagði aftur veðurteppt og ekki náði Elín Ása að koma og halda uppá afmælið með frænda sínum.. en við héldum okkar striki og buðum ömmum og öfum og frænkum og frændum.. Elvar spilaði fyrir fólkið og dagurinn var yndislegur. En guð hjálpi okkur þegar barnið verður 20 ef tólf ára afmælið er svona.
Veðrið hefur stundum verið "vetur í vetur" og þá hefur liði notið sín á sleðum og hjólum um nágrennið og haft gaman að. að vísu er ég nú ekki alveg að skilja þetta drasl því það er eins og að í hvert sinn sem það er notað þetta dót þá bilar eitthvað... partur af þessu segir Siggi en ég sé bara ekkert sniðugt við það. Það gerðist nú óhapp hér í flutningunum þar sem svörtum ruslapoka var HENT.. en í honum voru öll útiföt okkar og er ég t.d. núna algerlega fatalaus með öllu til útiveru.. en við héldum líka að Fjórhjólajakkinn hans Sigga hefði verið í pokanum ... hann var sko búinn að fara í hann einu sinni.. en í fyrrakvöld hringdi Stebbi granni og sagði að hann væri í skúrnum hjá sér... vó hvað það var heppilegt.
Klósettið er komið upp á stórabaðinu og hægt að læsa og allt... já það er enginn smá lúxus á þessu heimili sko.. þarna er mynd fyrir tiltekt líka.
Bílskúrinn er orðinn svooooo fínn. ég þarf að vísu að fara á stúfana og finna múrsvínin og fá þá til að saga 3 flísar fyrir mig því ég hafði eitthvað smá MISMÆLT þær.. en það verður nú ekkert mál og lofa ég að vera búin að líma þær og fúa í kringum þær áður en Siggi kemur heim um helgina.
Búrskápurinn er svotil til... ég fór og græjaði hillur og svoleiðis í hann í gær og er byrjuð að raða í hann.. vantar samt eins og tvær hillur í viðbót að neðanverðu held ég.. og þá verð ég voða sátt.
Ákvað að láta þessa myndi fljóta með sem forvarnarmynd. Það var nefnilega svooona glöð Guðrún sem lagði af stað norður með troðfullan bíl af skápum, loftpressu og dóti.. Sæmi hjálpaði mér að þjappa þessu öllu um borð í bílinn..og ég gat ekki notað nema rétt svo alla gírana .. en sátt... þó svo hún yrði að fara á 30 upp brekkur.. en það fór nú að skyggja í paradís þegar mín syngjandi með Andrea Bocelli niður brekkuna norðan við Bægisá var trufluð í miðri aríu af laganna vörðum... úff mér brá. og heim í hlað læddist ég 22.500 kr fátækari og hreint ekki syngjandi sæl og glöð.
Athugasemdir
Logsins komu myndir.
Guðrún það er nú óhætt að setja inn myndir þó það sé ekki verið að tvöfalda veggi á þeim!! ;)
kv Jóna.
Jóna (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:17
Sko kominn skriður á mína. aldeilis flott :) Það er líka hægt að fara á klósett hjá mér á litlabaðinu að vísu ekki í sturtu ennþá, en þetta er að ganga loksins vona að það verði klárað í dag. kveðja til allra gamla.
gamla (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:32
ekkért smá gott að þú ert farin að skrifa aftur ég fyllist öll af gleði
kv.
ragna
ragna (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:47
bídduuu ég skil ekki alveg Varst ÞÚ að Keyra of HRATT???
ég hengdi upp 2 myndir í gær með sitt hvorri teiknibólunni...
nú fer að styttast í páska...
adju
Rut (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:07
Rut nei nei.. ég keyrði ekkert of hratt.. þetta er bara þyngdarlögmálið... brekkan var svo brött og bíllinn svo þungur.
Guðrún Ösp, 5.3.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.