29.2.2008 | 15:16
Ólafur og Dorrit geggjað frábær.
já það voru glaðir drengir sem komu heim úr skólanum á miðvikudaginn eftir samveruna með forsetahjónunum. Ólafur var æði í öllu nema þá helst "spurningarkeppninni" en það var allt í lagi sögðu þeir því hann skrifar nefnilega best af öllum á landinu eru þeir fullvissir um... enda komu þeir heim með eiginhandaráritun frá hjónunum.. ég hélt það væri bara fengið svoleiðis hjá rokkurum... en Óli greinilega rokkar feitt Enginn nefndi gluggann og mér skilst að þau hafi ekki einu sinni litið í áttina að honum. heppin við.
Bjarki á að vera kynnir á árshátíðinni í skólanum í næstu viku og er að æfa sig á ræðunni... svona hljóðar ein setningin "næst sjáum við tískusýningu frá París og NEV JORK" ég hló svo ægilega að hann var komin á það að bera þetta bara svona fram og ná með því að vera rosa fyndinn á árshátíðinni. hehe
Við tókum okkur til í fyrradag og festum eyjuna í eldhúsinu við súluna og gólfið... þannig að nú er alveg á hreinu að ekki verður dansað meira í kringum hana nema þá uppá borðum. Ég var svo áðan að teikna á plötuna það sem þarf að saga úr henni fyrir súlunni og það krafðist þess að ég myndi rifja upp smá formúlur um hringi... svo verðum við að sjá hversu klár ég er þegar Siggi er búinn að saga úr fyrir henni í kvöld.
það er búið að fúa í bílskúrnum.. og ég var eiginlega í sjokki þegar ég var búin að leggja upp flísarnar á einn vegginn uppí 50 cm.. því þetta lítur út eins og sundlaugarbakki... þannig að nú er bara að draga fram sólstólana blanda sér kokteil og njóta skúrsins í veðurblíðunni... En það var nú ekki lengi sól í paradís því fúgan var ekki fyrr þornuð þegar húsbóndinn var búinn að fylla skúrinn af fjórhjólum og bílum og nú sér ekki í neinar flísar á veggjum Ikea klikkaði líka og hurðarnar og hornskápurinn eru ekki enn komin...ohhh veit þetta fólk ekki að þolinmæði í svona dót er ekki til staðar... langar svo að geta einbeitt mér að öðrum vistaverum hússins núna.
Við stöllurnar Inga, ég og María Albína erum að brasa á fullu þessa dagana að leita okkur að aðstöðu til að geta hafið starfsemi. Sundlaugin er svona óskastaður en fundarhöld og aftur fundarhöld um breytingar og þessháttar eru að taka gríðarlegna tíma. Ég held að þetta blessaða bæjarbatterí sé bara að verða allt of flókið og allt of margar deildir og yfirmenn í hverju horni en enginn samt með völd til að taka ákvarðanir.. alveg merkilegt. Spurning að fara að snúa sér að skipulagsmálum ...hehe neee varla. Við Inga vorum á fundi í morgun í Ráðhúsinu og gekk hann bara ljómandi vel og fórum svo á Bláu Könnuna til Stellu sem rekur þennan dásamlega fína stað. Svakalega huggulegt og gott andrúmsloft hjá henni og alltaf eins og maður hafi hitt hana í gær. Ég fór svo í nudd til Ingu sem er að verða mér eins og eiturlyf.. þetta er bara svo dásamlega gott að það hálfa væri nóg. Okkur klæjar í puttana að far að byrja starfsemi og erum svo fullar af hugmyndum og ákafa... Verum langbestar og flottastar.
Athugasemdir
Við mæðgur vorum að lesa bloggið og okkur langaði að láta ykkur vita. Elín Ása er mjög dugleg að taka eina remedíu á morgnanna þótt henni langi til að borða þær allar í einu Við biðjum að heilsa öllum og Elvar minn það geta alltaf gerst óhöpp, líka hjá þeim fullorðnu.
Kv. Elín Ása og María Sif
Elín Ása og María Sif (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:21
Já Guðrún mín, ég efast ekki um að þið Inga verðið bæði langbestar og flottastar. Langar svo að fara að hitta ykkur....
Dóra (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:33
Við í Baltó
Heilsur frá öllum
gaman að þú skulir vera mætt...
Þú ert lang flottust
Rut (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 01:36
Er hægt að panta ´tima strax hjá heilsuakademíuni ?? vinsamlegast skráið mig ég vil allan pakkan þá veit ég að ég kem út ný
Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar Sjarmatröllið Bjarki Rúnar byrtist á sviðinu ekki spurning hann gerir þetta mjög vel
kv.
Ragna
ragna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:15
Já sko allt á fullu hjá ykkur að vanda :) Hér birtist óvæntur en GLEÐILEGUR gestur á föstudagskvöldið yndislegt að fá litlu (stóru) heimasætuna ykkar í fangið :), Síðan var hér fjör fram eftir nóttu með gömlum vinum frá Akureyri sem ekki hafa komið í heimsókn síðan við fluttum suður :) mjög gaman. Og í þessum töluðum orðum er ég að fara að baka vöfflur handa Önnu Maríu og fylgifiskum áður en þau leggja í hann norður :) Bið að heilsa þér og drengjunum þínum 4 :). kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:13
Sæl frænka og gott ad sjá ad penninn er aftur kominn á loft. Hef saknad hans mikid.
Hlakka líka til ad sjá myndir af sundlaug/sturtuklefa/badmintonhöll/skúrnum!!!
Sé ad thid erud á leidinni á mínar heimaslódir... væri gaman ad heyra hvar og hvenær og kanna hvort einhverjar líkur séu á thvi ad madur sé heima!!
Kvedjur frá Köben, Ragga Stína
Ragga Stína (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:53
Takk fyrir að vera svona dugleg að setja comment.. verður svo mikið skemmtilegra að skrifa þegar maður fær smá á móti.
Dóra farðu að koma yfir heiðina dagpart.. okkur þætti það ekki leiðinlegt.
Ragga Stí verð í bandi við þig þegar nær dregur með hitting í danaveldi ef færi gefst..
Ragna þú ert sjálfskráð í dæmið sko..hehe
María og Ása knús til ykkar
Rut.. lofa að vera skemmtilegri þegar þú hringir næst
Guðrún Ösp, 4.3.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.