Jólagjöfin hennar mömmu

Mamma fekk óvissukvöld með mér 12. janúar í jólagjöf frá okkur.  Hún var alveg að fara á taugum konan áður en að deginum kom og hún áttaði sig á því að hún er greinilega mjög háð skipulagi og vissu um hvernig hlutirnir eru og verða því hún var viðþolslaus.  svona hljómaði jólagjöfin.

 Elsku mamma.  

Við hér í heiðinni höfum verið að hugsa og hugsa og hugsa hvað við gætum gefið þér í jólagjöf.. einhverahluta vegna áttu allt!! veit ekki hvort það er vegna þess að þú hefur lifað svona mörg jól ☺ ?  eða hvort það er bara það að okkur dettur ekkert í hug.  Allavega þá var niðurstaðan sú að gefa þér samveru með mér☺☺.. hehe já ekkert slor það ha?  Skal hafa mig alla við að vera eins skemmtileg og ég get þessa stund . Nú þú ert líklega að verða forvitin er það ekki???  Og hér er dagskráin:

Laugardagurinn 12. Janúar.
    
17:00     þú klæðir þig í hugguleg föt að eigin vali.
18:00     Ég kem og sæki þig hvort sem það verður á þínum eða mínum bíl.
18:05     þú ert voða forvitin hvert við erum að fara og spyrð og spyrð (ég segi ekkert)
18:20     nei þú færð ekki að vita meira.. en þarft ekki að borða áður .
23:00     þú ert komin heim á ný og getur farið að að segja pabba frá því hversu gaman þetta var hjá                  okkur☺

Eigðu yndisleg jól elsku Amma – Mamma- Tengdó.

Fimmmenningarnir í Heiðinni.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú þetta kvöld lukkaðist bara ljómandi vel og áttum við góða stund saman.  

Fórum á veitingarstaðinn Á næstu grösum ... á rúntinn.. labba í kringlunni... í leikhús á Jesus Kristur súperstar og svo í ís.  Erla Sigrún kom með okkur til að passa uppá að ég yrði nú nógu skemmtileg... og svo reyndum við að hella víni í mömmu en það gekk nú ekki frekar en fyrri daginn þannig að við Erla neyddumst greijin til að draga hana að landi með það.  Leikhúsið var fínt nema Jenni var greinilega eitthvað lasinn og heyrðist voða takmarkað í honum.. og ég sem hlakkaði svo til að heyra í honumFrown en leikritið var annars mjög skemmtilegt.  

Elín Rósgamla settiðnammErla og Mammadottin í það!!ís skvís
                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ekkért amá flott hugmynd sem þið funduð þarna

kv.

ragna (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:06

2 identicon

Takk fyrir mig   þetta var bara gaman hjá okkur  . kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband