10.1.2008 | 08:51
útlitið í dag
Jæja þá koma myndir frá því hvernig staðan er í dag. Mikið er búið finnst okkur en svakalega mikið eftir segja aðrir. Við höfum ekki nokkrar áhyggjur af þessu síðara því það eru mörg ár framundan og ekki leiðist okkur á meðan en satt best að segja held ég nú að þetta verði búið fyrr en við vitum af, því það er fátt skemmtilegra en að dunda sér við þessi verk og sjá árangurinn. nú eru engar rafmagnssnúrur og kefli á gólfum t.d. komin með tengla í stofuna... væri nú gott að hafa pabba með sér í að leggja þetta og draga í en Anna og Siggi eru að aðstoða mig við þetta og ég kvæsi allt of mikið á þau finnst þeim maður nátturulega fer í smá stuð við að vera í rafmagninu. Eldhúsið er svona að mjakast upp og eigum við nú eftir að fá bara 7 fronta á skúffur, nokkur handföng, plötuna á eyjuna og smíða háfinn.
Vaskahúsið er draumur og ekkert smá gott að við drifum í innréttingu þar strax.
Bílskúrinn er allur í rúst... en samt ekki alveg þar sem bæði fjórhjólin og bíll komast inn. Og þarna förum við í sturtu og þrífum hunda og bíla og öll þau tæki sem til eru. Ætli það sé ekki daumur hvers manns að geta farið í sturtu með bílnum sínum!! allavega þykir Sigga það ekkert slor að fara með nýbónuðum bíl í sturtu.
Stofan er svona í mótun og er ég að snúa settinu við daglega og breyta og skoða hvernig þetta verður best... og hvernig sófasett mig langar að hafa í henni þar sem við erum núna að passa sófasett fyrir Sygnu í næsta þá verður það sett á smá bið. Arininn er líka búinn að flakka milli veggja og sannar það enn og aftur það að ég á bara að eiga húsgögn sem hægt er að færa til.
Elvars herbergi er orðið fínt og hann alsæll með þetta sem er fyrir öllu honum þykir hljómurinn þegar hann er að æfa bara svaka fínn og ég get ekki annað sagt en það var Geðveikt að fá hurðir á herbergina um daginn.
Bjarka herbergi er svona ekki eins skipulagt og hann vildi en þetta á eftir að koma þegar hann er búinn að sortera allt dótið fyrir lítil börn sem koma sem hann hefur mikinn áhuga á að fái að eiga allt dótið sem ég vil henda. Hann langar að við verðum með svona leikhorn eins og Inga frænka undir stiganum. já hann sér nú um yngri kynslóðina hann Bjarki minn.
Önnu herbergi er orðið svaka huggó en á eftir að verða enn betra þegar það eru komnar gardínur fyrir útihurðina og tölum nú ekki um þegar það verður komin hurð framm
forstofan er ekki enn komin í notkun er er notuð núna sem stúdió enda er ófært inn vegna stillasa og eftir að laga jarðveg þarna úti.
Hjónaherbergið.. tja er hálfnuð að hvítta rúmið og eftir að setja gardínur og svona.. en sofum svaka vel í því samt.
Nú litla baðið er innaf herberginu og er algerlega til bráðabyrgða eins og er því við ætlum að klára stóra fyrst... en það er nú eitthvað í að það verði hægt að byrja á því ... því það er notað sem geimsla núna ... að vísu er nú búið að minnka svakalega mikið þar inni undanfarna daga ... enda allir gámar í sveitinni að verða fullir. Jæja svona er ástandið í Brúnahlíð í dag og mun verða betra með degi hverjum... ég er að vísu að leggja af stað suður núna í skólahelgi en kem full orku heim eftir helgi og held áfram.
Athugasemdir
Takk, takk , takk fyrir. Þetta er meiri háttar, gaman að geta kíkt svona inn hjá ykkur héðan að sunnan hlakka til að sjá þig í kvöld. kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:16
Sæl Guðrún Ösp...
Gleðilegt árið Og já til hamingju með húsið. Lítur alveg frábærlega út. Ég er búin að sitja lengi og skoða myndirnar þínar og æðislegt að sjá hvað vel gengur og allt að verða fínt.
Bið kærlega að heilsa þér og þínum.
Árný Sesselja
Efri Mýrum
Árný Sesselja, 10.1.2008 kl. 09:36
Er mín alveg að tapa sér í myndunum, heheheh Þetta er glæsilegt Kv. frá Hægðarhyggjustöðum
Maria Sif (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:27
Hurðir... vá!! þetta er æðislegt. :) Takk fyrir gistinguna síðast, hlakka til að koma til ykkar aftur og sjá hvernig þetta verður orðið þá.
p.s. gott að Anna komst aftur inn, skil vel að þetta hafi verið stressandi :) framtíðin er ekkert smá mikið mál.
kv. Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:32
Gleymdi...
http://www.flickr.com/photos/beggah/2182948890/
http://www.flickr.com/photos/beggah/2182161495/
Eftir allt baslið þarna á gamlárs, þá eru þetta myndirnar sem komu úr því. Reyndar teknar á mína vél. En séð frá húsinu ykkar, ekkert smá flott útsýni.
Berglind (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:39
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Elvar Jóhann, hann á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið flotti frændi.. Vonandi hefur veðrið ekki mikil áhrif á afmælisdaginn, ég skal hætta að plana ferðalög á merkisdögum hjá fjölskyldunni . Kv, frá fjölsk í Sunnugerðinni.
María Sif (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.