9.1.2008 | 23:32
framtíð unglingsins næstum hrunin
Nú þar sem ég var að koma úr afmæli frá Gunna frænda sem á afmæli deginum eftir Elvis, og ég sem gleymdi afmæli Elvis í gær og var bara með súpu í matinn.. uss hann hefur ekki verið glaður með það. En hvað með það þá kom upp þessi viðkvæma umræða um VMA og mannleg samskipti starfsmanna þar á bæ við okkur almúgann... veit ekki hvort það tengist því að ég náði aldrei að klára stúdentsprófið frá þeim eða hvort það er vegna yfirþyrmandi álags vegna fjölda nemenda við skólann þá bara er þetta samt langt frá því að teljast vinalegur staður að koma á... semsagt skrifstofur skólans. Nú eins og fram hefur komið er nú frumburðurinn í námi á listabraut við skólann og er svona ljómandi sæl nema hvað að fyrir jólin voru nemendum sendir gíróseðlar um skólagjöld fyrir næstu önn.. sem okkur barst aldrei.. en fengum svo sendan ítrekun um þennan umtalaða seðil og barst hún okkur semsagt nú í vikunni þar sem pósturinn okkar fór á flakk.. eðlilegt þar sem við vorum að flytja og svona.. ég hringdi í skólann og bar mig auman yfir þessu og viti menn að blessaða kona á skrifstofunni var mér bara reið og vildi ekkert fyrir okkur gera og lét okkur sækja aftur um vist í skólanum og við fengjum að vita hvort hún kæmist inn eftir að skólavist hæfist. Það var eins og við manninn mælt að unglingurinn minn gjörsamlega fór í panik og ég fékk að heyra að það væri bara búið að eyðileggja alla hennar framtíðardrauma og guð má vita hvað. Hvað hún ætti að gera eftir áramót??? nú mér þótti þetta nú svona lúmskt gaman og sagði að hún yrði auðvitað að fara í það að leita sér að vinnu og borga svo heim það þótti henni sko ekkert fyndið og það væri á hreinu að ekki borgaði hún heim þar sem ÉG hefði rústað framtíð hennar. Nú ég reyndi að hringja í brautarstjórann og ég reyndi að fá að tala við skólameistara en það er nú bara svoleiðis að frú ALMENNILEG Í VIÐMÓTI sem svarar í síman hleypti mér bara hreint ekkert í gegn. Þau væru bara upptekin við annað og það þýddi ekkert að ræða þetta við þau.. ég hefði ekki borgað skólagjöld og þyrfti að súpa seiðið af því Vá hvar er Benni skólastjóri og Baldvin Bjarna sem sáu um allt hér í denn... eitt meiga þeir eiga að kurteisi og mannleg framkoma var þeim í blóð borin. Nú svo var hringt og okkur sagt að barnið hefði komist inn og við mættum koma og ná í stundaskrá og borga þá gjaldið ásamt efnisgjaldi. Ég bruna af stað og fyrir utan lúguna voru óteljandi maurar að reyna að fá svör við sínum spurningum og ég beið mjög þolinmóð eftir að komast að og segist svo vera að ná í stundaskrá fyrir dóttur mína og hún segir mér upphæðina og ég rétti kortið.. en þá lítur hún geggjað pirruð á mig og segist ekki taka kort!!!! 1400 manna skóli og skrifstofan tekur ekki kort??? OG HVAÐ ÞÁ segi ég og reyndi að vera ekki ókurteis og hún bendir þá í hinn enda anddyrisins og segir að það sé hraðbanki þar. Ég næstum froðufeldi þegar ég gekk yfir salinn að $%&/( hraðbankanum sem mig langaði mest að taka úr sambandi og rúlla að glerbúri konunnar því auðvitað þurfti ég að standa aftur í röð til að borga með seðlunum. ALLAVEGA barnið hefur hafið skólagöngu á ný og framtíðinni er borgið. Að vísu þarf hún að fara í tvö fög í fjarnámi þar sem þau komast ekki á stundatöflu en það eru nú bara smámunir miðað við hvað maður heyrir um aðra nemendur sem ná ekki að útskrifast í vor nema taka fög í öðrum skólum þar sem VMA nær ekki að klára dæmið með þeim. Ég segi bara ekki annað en ÞETTA ER SKÖMM.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.