Gleðilegt nýtt ár.

já nú enn eitt árið komið og enn eitt átið að baki.  hér hefur verið fjörugt um hátíðirnar og eldhúsið verið vinsælasti staðurinn.. allavega hjá sumum.Blush það er bara svo gaman að vera að vinna í því a það er ekkert eðlilegt... næ ekki að sofa út á morgnanna þar sem ég er svo spennt að fara að taka úr uppþvottavélinni og gera morgunverðarhlaðborð.. maður er nátturulega ekkert eðlilegur.  Ég náði nú aldrei að klára áramótakortið og mun því bara skella því sem komið var hér inn.  

 Gleðilegt nýtt ár  og þakkir fyrir árið sem er að liða.

Enn eitt árið rann sína leið á enda og við rétt náðum að hanga með, því hraðinn á þessu ári hefur verið gríðarlegur.  Hvort það er aldrinum um að kenna eða  ekki er ekki gott að segja en gaman hefur þetta að mestu verið þegar við lítum í öll horn líðandi árs.  
Það sem rís hæðst er nú húsbyggingin okkar sem hefur fangað ansi mikið af okkar tíma og hugsunum, en við erum nú flutt í Brúnahlíð 1 í Vaðlaheiði og erum alveg í skýjunum yfir því.
Anna María kláraði 10 bekk með stæl í vor og dvaldi svo megnið af sumrinu í góðu yfirlæti hjá Rut frænku sinni og fjölskyldu í Boltimore.  Hún vann á leikskólanum Hólmasól í máðuð hjá  frænku sinni Ölfu og líkaði það afskaplega vel. Í haust byrjaði hún í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Listnámsbraut og er greinilega á hárréttum stað þar því hún blómstrar sem aldrei fyrr.  Hún er vinamörg en heimakær sem gerir það að verkum að heimilið er oft mannmargt.
Elvar Jóhann er núna í 6. Bekk í Hrafnagilsskóla og líður afskaplega vel. Hann æfir stíft á gítarinn sinn og er þessa dagana að safna saman í hljómsveit sem á að æfa hér í gestahúsinu á lóðinni okkar.  Hann hefur haldið ófáa tónleikana á árinu og var m.a. fenginn til að spila á afmælishátíð hér í Freyvangi á aðventunni.  Elvar fór á Ástjörn annað sumarið í röð en var annars hér heima við leik og störf í sumar.  Hann er mjög iðinn að hjálpa okkur þessi elska og hefur tekið virkan þátt í öllu hér í Brúnahlíð.
Bjarki Rúnar er í 5. Bekk í Hrafnagilsskóla og æfir líka á Klarinett við tónlistarskólann.  Áhugi hans á list er óþrjótandi og er hann svo gæfusamur að hafa frábæran myndlistarkennara sem hvetur hann áfram og fær hann að njóta sín að fullu hjá honum.  Honum þykir allra skemmtilegast að hanna hluti og eru engin mörk á því hvað honum dettur í hug í þeim efnum, en annars er það pensillinn sem fangar hug hans. Bjarki fekk til sín vinina úr Mosfellsbæ í sumar til skiptis í heimsókn og fór líka suður til þeirra.  Alltaf nóg um að vera hjá honum.
Siggi vinnur enn í umferðareftirlitinu hjá vegagerðinni og er um þjóðvegi landsins meiri hluta ársins.  Hann notaði sumarfríið sitt í að vinna í húsin okkar með smiðunum.  Hann er driffjöðrin í að fara með fjölskylduna á skíði, fjórhjól og sleða og stefnir á að vera enn duglegri á skíðunum í vetur.
Guðrún fór inná fjórða og síðasta árið í Hómapatíunni (smáskammtalækningum) og hefur verið mest hér í Heiðinni á þessu ári bæði við að gróðursetja í sumar og verið smiðunum til gagns og ógagns í byggingarferlinu. 

 

Nú lengra var það nú ekki komið en verður að duga.. verð bara rosalega dugleg næstu jól að skrifa.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir jóla- og áramótakveðjuna.  Ég er svo stolt frænka, þetta eru alveg frábær og dugleg frændsyskini   Kveðja frá Íu frænku.

Maria Sif (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:19

2 identicon

Jæja loksins kom eitthvað á síðuna ;O)  en gott að vita að þið hafið "nóg" að gera. takk fyrir kveðjuna. knús og kossar til allra, Gamla

gamla (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:51

3 identicon

Gleðilegt ár kæru nágrannar og takk fyrir það gamla.

Maður er bara alveg hættur að sjá ykkur síðan þið byrjuðuð að ....... síðan þið fenguð salerni í húsið ykkar.  Það er nú allt í lagi að kíkja annað slagið sko.

Helga g (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband