27.12.2007 | 11:40
Eftirminnileg jól
Fyrsta matreiðslan í eldhúsinu mínu var.
- graflax og graflaxsósa mömmu
- kalkúnn ala Guðrún með tilheyrandi meðlæti.
- frönsk súkkulaðikaka og ís.
þetta hefur nú vanalega ekki verið flókið fyrir mig að elda en jedúddamía... þegar það er bara rennandi vatn í vaskahúsinu og vaskurinn þar bilaður þannig að ekkert rann niður um hann, þá einhvernvegin varð þetta ögn seinlegra en venjulega. fyrir utan það að ég var allan tíman að leita að hinum og þessum áhöldum og skálum og dóti.. .sem voru útum allt í einhverjum kössum En ótrúlegt en satt þá var maturinn dásamlegur og ég held bara að kalkúnninn hafi aldrei verið betri
Linda Denný - Valli - Ragna og Gunni voru hjá okkur á aðfangadagskvöld og aumingja Gunni fór í það að reina að laga vaskinn þegar hann kom rétt fyrir 6 og þarna lá hann í vaskahúsgólfinu uppáklæddur og fínn Já það hefðu nú ekki allir farið í þessar viðgerðir kl 6 á aðfanga dag ha? en ég var mjög þakklát og reddaði það mjög mörgu að hafa vask á lokasprettinum.
kvöldið gekk bara vel og voru síðustu pakkarnir opnaðir um hálf eitt um nóttina... amman fékk að vísu nóg um hálf 11 og við skutluðum henni heim og afi Valli fór stuttu síðar. já það voru allir hamingjusamir sem fóru að sofa þá nóttina eftir fyrstu jólin í húsinu.. útsýnið var dásamlegt úr stofunni yfir upplýsta akureyri og snjókorn féllu hægt til jarðar... alveg eins og í góðri bíómynd.
Athugasemdir
yndisleg jól hjá ykkur. það er ekki að spyrja að systir minni, hún getur allt sem hún vill. Gunni frændi alltaf sér líkur, hjálpsamur með meiru. Gleðileg jól til ykkar allra. Kv. Sunnugerðis jólasveinarnir
Maria Sif (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:51
Ég gleymdi að segja ykkur að það eru komnar myndir af herlegheitunum á síðuna hjá krökkunum, barnaland/sunnugerðissystkin.
Maria Sif (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:52
Gleðileg jólin, það sem eftir er af þeim, kveðjur héðan.....
., 28.12.2007 kl. 09:52
Hæ hæ
Gleðileg jólin. Þetta eru snilldarskrif hjá þér og fólkið í kringum mig hrekkur til þegar það koma hlátursrokur með reglulegu millibili frá mér.
Ég þarf að koma og kíkja til þín yfir í heiði í dag ef þú verður heima - bara svona að trufla þig aðeins. Svo þarftu að fara að koma á bekkinn við tækifæri. Finnum stund til þess fljótlega eftir áramótin. Er að fara í sveitina á morgun líklegast.
Heyrumst
IM
Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 11:59
Gleðileg jól Frænka!
Mikið var það gott að þið áttuð góð og gleðileg jól með fólkinu ykkar. Þarna sérðu þau koma alltaf þessi jól, sama hvað "vantar" eða hvernig vildum að hlutirnir væru öðruvísi. Þrátt fyrir að "stráka-liðið" þitt væri ekki "rétt" klætt (hvenær hafa þeir gert það að mati móður sinnar?).
Þegar við Sigrún vorum í fostofunni hjá Ömmu þinni í Rán á aðfangadag hafði þessi liðskipan þín í stráka/stelpna-lið eitthvað riðlast, því helmingurinn af þínu liði var kominn saman við strákaliðið. Þessi illa klædda klædda fjölskylda sem þú segir frá sást ekki þarna. Þegar allir Eyfirðingarnir þínir og mínir voru komnir inn í forstofuna hennar "langömmu" í Rán, ásamt mér, ömmu þinni og mömmu minni (að vísu sama manneskjan) hafði ég e.t.v. ekki þessa hliðarmynd sem þú virðist hafa fengið á gljáfægðum, stórum sölum Glerártorgs. Þær hliðamyndir sem við sáum voru myndaleg andlit ungs fólks og þegar þau byrjuðu að kyssa gamla frænda og "frænku" gleðileg jól, fór nú útsýnið fyrst að aflagast í næstum tárvotum andlitum fólks sem hefur "afa- og ömmumeyran hug. Hafi drengirnir þínir verið í skóm, þá sáust þeir allvegana ekki, og bolir eru nútíma klæðnaður ungs fólks sem hefur ferðast lengra en þessir ungu menn höfðu gert þennan dag. Í tvígang hefur yngsti okkar farið til annars landshluta í þessum klæðnaði. Já, það en nú öðruvísi en við fólkið sem man tíman tvenna í ferðamálum. Aldrei förum við út fyrir bæ, án þessa að hafa með okkur fatnað til alls sem við gætum lent í á leiðinni (fyrir utan fullar ferðatöskurnar með öllum hinum fötunum). Við gætum örugglega mætt á Norðurpólinn með litlum viðbótum í viðbúnaði. En sem betur fer hefur þessi búnaður alltaf (hingað til 7-9-13) komið heim ónotaður. Við öll gætum e.t.v. farið milliveginn. En hvernig var þetta í Einilundinum (í "Ólaátaborg")? Var þetta eitthvað öðruvísi með ykkur systur t.d.? Svo fór ég að hugsa um þetta aðeins lengra, um hvort þetta væri bara móðureðlið? Þá minnist ég nú þess að móðir þín var nú ekki orðin það, þegar hún talaði til móður sinnar, þegar hún hafði hitt yngri systir sína á milli skóla og heimilis að vori til: "Mamma ég ætla biðja þig um að láta hana Ingu ekki vera heilsa mér uppí bæ, sumarklædda að ofan og vetrarklædda að neðan" (eða var það öfugt?). Eða sami unglingur (móðir þín) fannst það fremur niðurlægjandi að bróðir hennar (sá sem gerði vaskinn þinn á aðfangadag) heilsaði henni "uppí bæ" í hreint ömurlegum aðstæðum. Ofan af VÖRUBÍLSPALLI á ferð - er hægt að gera nokkurri manneskju svona illt eða verra? Þannig sérðu að þetta gæti verið genatiskt, en erfist þá líklega ekki í karllegg. Ég gæti t.d. ekki bjargað lífi mínu ef ég ætti að nefna skógerð, fatnað eða eitthvað annað í útliti fólks sem hefur verið samtímis mér á Glerártorgi. Eyfirðingarnir þínir eru yndislegt og vel gert fólks sem ekki þarf að skammast sín fyrir.
Mér sýnist þið hafa eignast minningu um eftirminnileg jól (kannski vegna þess að allt var ekki slétt og fellt). Gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár.
bj. -frændi.
P.S. Þarf að fara snúa lærinu á grillinu. Sjáumst á nýju ári.
bj. (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.