Gleðileg jól

Nú er þetta allt að smella saman.  kl hálf 3 í nótt fann ég kassann með jólakúlunum og böngsunumSmile  þá var Bjarki nú löngu sofnaður og búinn að missa þolinmæðina og setja pakkana undir tréð þrátt fyrir engan dúk.   kl 3 fann ég svo loksins áhöldin í eldhúsið.. ausur og þeytarann og svona nauðsynlegustu hluti til matargerðar.  Við skiptum liðum í gær að klára svona restina af jólagjöfum og þessháttar smotteríi.  Stelpur í öðru liðinu ásamt Guffa og svo strákarnir í hinu.  Svo hittumst við á Glerártorgi og keyptum síðustu gjöfina saman handa Tengdamömmu... Þegar ég sá þá þrjá koma gangandi inn gat ég nú ekki annað en brosað. 

  • Siggi var fullklæddur og vel það eins og vanalega...
  • Elvar var í örþunnum bol íþróttabuxum og allt of stórum skóm af Önnu.
  • Bjarki var í grúskítugum gúmmítúttum límdum saman með brúnu teipi og í örþunnum bol líka

Hvað var málið ætluðum við ekki að fara að labba í miðbæinn!!  jæja það var allavega úr sögunni og við fórum með hraði aftur úr glerártorgi.  Og þá tók ég nú líka eftir því að dóttirin var líka bara á peysunni og í inniskóm.  Við Siggi vorum semsagt þau einu sem hefðu getað labbað um bæinn án þess að forkælast.  Það var ákveðið að fara ekki með þau innan um fleira fólk og fengum við okkur því bara hressingu í Shell í staðinn fyrir að fara á kaffihús í bænum.Whistling  Ég þarf að fara að vera eins og aðstoðarflugstjóri með svona tékklista þegar þau fara út úr húsi...   --- Húfa--- Tékk Ok   ----Úlpa --- Tékk ok.

Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum dögum að skrifa ekki jólakort. Það verða Nýárskort í staðin þannig að þið sem eruð að velta fyrir ykkur hvort þið séuð dottin útaf listanum ... þá er það ekki svo.. kemur bara seinn.Smile

Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og þakka kærlega fyrir samfylgdina hér síðustu mánuði og vona að ég sjái sem flesta milli jóa og nýárs.

 

Jólakveðja og knús frá okkur öllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Gleðileg jól fyrir þig og þína !

Rannveig Lena Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: .

Gleðileg jól, Göspin mín og fylgifiskar,og farsælt nýtt ár í nýja húsinu ykkar.  Hlökkum til að skoða á nýju ári.  Nú þarf ég ekki að vera vængbrotin á Akureyri, sé ég á flakki þar.  Er búin að eiga pínu bátt síðan mamma þín og pabbi fluttu.

., 24.12.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband