Karlar og Konur...kvennlegir menn og karlmannlegar konur!

Nú síðustu daga hef ég velt því verulega fyrir mér hversu ólík við erum kvenmennirnir og karlmennirnir.. auðvitað er enginn eins.. og kannski guði-sé lof að það eru ekki margar ÉG.Smile  Hér eru ófá verkin fyrir höndum og var svona einblínt á það að klára vissa hluti og láta annað sitja á hakanum.. því þó svo við myndum vaka stanslaust fram að jólum yrði aldrei allt klárað...  Nú.. Karlmaðurinn á heimilinu var hér einn með börn og bú á meðan ég var í lokatörn í skólanum  síðustu helgi... veit ég vel að hann vann vel alla helgina frá morgni til kvölds.. en það sem ég sá þegar ég kom heim var að hann var búinn að 

  • þrífa pickupinn  (innan og utan)
  • þrífa bæði fjórhjólin
  • bóna bæði fjórhjólin
  • laga til í kringum húsið
  • laga til í bílskúrnum
  • endurraða í bílskúrnum
  • byrjaði á að setja upp innréttinguna en ákvað að bíða eftir mér með það.
  • byrjaði að parketleggja en ákvað að lofa mér bara að gera það frekar.

Hvað er það með menn!!! af hverju fara þeir alltaf í þessi verk þegar það bíða 5000 önnur verk??? af hverju þarf endilega að slá grasið þegar von er á 40 mans í afmæli að sumri þegar það á eftir að skúra og laga til!!!  Er þetta flótti í þau verk sem þeir ráða auðveldlega við og vita að við setjum ekki útá verklag við???  eða ætli  það sé vegna þess að við verðum svo leiðinlegar þegar við erum á síðustu stundu að gera hlutina.. allavega veit ég að ég er geggjað leiðinleg þegar ég er stressuð.  Svo er annað sem ég hef tekið eftir og það er, að þegar þeir eru að gera eitthvað verk.. þá þurfum við alltaf að VERA í málinu líka... við eigum að vera algerlega við hliðina og taka svakalegan þátt í þessu sem ÞEIR eru að gera og svo er hægt að segja á eftir... ég er búinn að vera að gera ÞETTA í dag... hvað hefur þú gert???W00t   úff og hverju getur maður svarað?? karlmenn eru einstakir og það er ekki sá dagur sem ég vildi vera án þeirraSmileSmile   

það er kominn vaskur í eldhúsbekkinn.  Skápur í Önnu herbergi.  Heimurinn eins og hann leggur sig á vegginn hjá Elvari sem er nótaben að farast úr strengjum eftir hlaupin á eftir rútunni á fimmtudaginn.  Svefnsófinn er kominn uppá loft og tölvudraslið þangaðSmile jibby.  Hjónarúmið gamla hennar Ölfu er komið uppí gestahús á ný.  Ég er ekki enn búin að finna jólatrésdúkinn og kassann með jólatrésskrautinu!!!  kannski það hafi dottið af bílnum á leiðinni.. ef svo er þá lýsi ég eftir því hér með... fullur poki af litlum ljósum böngsum og alslags kúlum.Woundering  Tréð er komið samt upp og sería á það.. ægilega fínt... það var hér partý hjá Önnu í gær og komu krakkar úr gamla 10 bekk og nokkrir fleiri ... við vorum rekin út og vorum eins og heimilislausir hundar... en fórum nú til Dennýar með mat og áttum með henni góða stund.. ég pakkaði inn gjöfunum fyrir hana og fann til fötin sem hún á að vera í á jólunum.. svo er bara að krossa fingur að hún treysti sér að koma þá... svo fórum við í heimsókn til Sigrúnar vinkonu og áttum líka góða stund þar.. semsagt RÓLEGT kvöld.  Húsið stóð enn þegar við komum aftur um miðnætti og allir spakir.  Þetta var skrítin tilfinning að það væri verið að halda partý í húsinu og maður ekki heima.. held ég ætli ekki að gera það mikið oftar.Blush  

það var gestkvæmt í dag og leið dagurinn ótrúlega hratt... ég fór og valdi höldur á eldhúsinnréttinguna.. gasalega flotta hnappa sem ég fékk í Sirku (svart postulín og burstaður kopar)  Tók Ölfu og Örnu með mér í þennan leiðangur.. því maður vill nú fá smá skoðanir á þessu.. svo náttúrulega gátum við ekkert valið þetta þannig að ég fór með 7 mismunandi hnappa heim og bar við innréttinguna og reyndi að fá smá viðbrögð hjá Sigurði sem bara lyfti öxlum og fann ekki nokkrar skoðanir innra með sér á þessuErrm
Náði í Kalkúninn sem kom svona ferskur og fallegur frá Reykjabúinu í mosó... mmmm hlakka ekkert smá til eins og síðustu 8 jól. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja frænka. Byrjun þessa pistils þíns er ein birtingarmynd stressaðra kvenna. Þið metið hluti og verk öðruvísi en KARLMENN en ykkur vantar að samþykkja að til séu "mannverur" sem hugsa öðruvísi en þið. Ég get staðfest að ásýnd farartækjanna á bænum hjá ykkur er til mikillrar fyrirmyndar og þykir mér miður að þú metur það ekki meir en fram kemur í pistlinum þínum. Til Sigga segji ég bara: Þú ert æðislega duglegur og trúðu því hvað sem "kellingin" segir. Ég hef búið við svipaða ásýnd konu minnar gagnvart þrifum innahúss, já bráðum í 34 ár (eftir 3 daga). Hún ræðir stundum um það hvort ég hafi séð að húhn hafi fundið þessi 3 eða 4 rykkorn og sett þau í ryksuguna. Ég hef á undanförnum dögum þvegið "Cruserinn" tvisvar, bæði skiptin með olíuhreinsi og í seinna skiptið líka mótorinn og verð þó að viðurkenna að hún sá mun á eftir en hún nefndi ekkert áður en þvotturinn fór fram. Þannig mátti trúa, miðað við umræðuna, að þessi fáu rykkorn innanhúss voru henni meiri þyrnir í augum en þessi kíló af tjöru sem þöktu jeppann. Ég vildi óska að jafnrétti í augum kvenna væri að skylja að kynin hafa misjafnar þarfir, sjá hluti misjafnt og gera þar af leiðandi hlutina misjafnt og í misjafnri röð. Þess utan, eins og þú segir frænka, þá er heimurinn æðislegur að því við erum ekki eins. Þinn einlægur frændi áfram sem hingað til. Þakka ykkur öllum fyrir að vera eins og þið eruð.

Jóhann Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 11:07

2 identicon

Upps......... veit ekki hvort ég get sett eitthvað hér inn eftir þessi skrif bræðra minna,  er ekki eins góður penni og þeir. En hér gengur lífið sinn vanagang, búin að skreyta og setja upp jólaljósin utandyra líka (loksins komið logn til þess) á bara eftir að skúra neðrihæðina, skreyta jólatréð (sem alltaf er sett upp á Þorlák), og sjóða hangikjötið. Gamli búinn með sinn skammt og ríflega það því fyrir utan að fara og versla í matinn með mér eins og hann gerir einu sinn á ári, setti hann upp ljósakránuna í borðstofuna og dimmer á hana og dimmer á eldhúsljósið líka :O)  Nú er hann á Þremur frökkum að hakka í sig skötu;o)  Knús og kossar til ykkar allra og Guffa líka. Gleðileg jól elskurnar mínar. Gamla

gamla (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:31

3 identicon

Sælt Besta Fólk

Stutt og skoðannalaust frá okkur... sem þíðir nú ekki endilega að við séum skoðannalaus!  Nema hvað, það var mikið, við erum búin að sakna okkar semídaglegulestninga af pistlunum góðu virkilega.  Við erum að sletta á síðustu kökurnar og pakka okkur niður fyrir Balto, en þar ætlum við að vera um óákveðin tíma.  Smákökurnar tilbúnar og svo gott sem búnar :) Við bíðum spennt efitir löngu jólakorti...   Gleðileg jól öll sömul, ykkur er sárt saknað á okkar bæ, jólakveðjur RMS

nú og jóló til settsins og Sæmahúsfólksins 

Rut og strákarnir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:58

4 identicon

Siggi góður! Ég gæti nefnt nokkra sem telja að einmitt þessi verk sem Siggi kláraði svona flott séu þau nauðsynlegustu! Við þessu er ekkert annað hægt að gera en að telja upp í 10 eða 100 ef þess þarf og gera bara sitt.

Ég sit í turninum núna og horfi yfir í heiði á öll jólaljósin á húsunum sem spretta upp á örskotshraða og sendi ykkur afstressunarhugskeyti. Það sem er mikilvægast heyrist mér vera komið í hús: Maturinn! Bara að hafa nóg af mat og ró og spekt og hin verkin bíða síns tíma. Það er til dæmis alveg pottþétt að ryk og drasl hverfa ekki, heldur bíða bara. Það bætist reyndar kannski aðeins við ef það er látið bíða lengi en ekki svo.

Gleðileg jól og hafið það sem best í nýja húsinu.

ps. Það vantar jólasvein í smælingjana þína, bara að bæta á verkefnalistann fyrir næstu jól

Unnur (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:00

5 identicon

Hér gengur nú allt sinn vana gang, opna afmælispakka og afmælissöngur.  Elín Ása er að vísu að fara yfir um, en hún hlýtur að róast eftir 9 á morgun.  Það er nú dálítið erfitt að horfa á bróður sinn fá alla þessa pakka og fá ekkert sjálf  En þú reddaðir þessu eins og vanalega, það fór mjög glöð stelpa á pósthúsið að ná í pakka sem stílaður var á hana.  Ekki var nú verra að þurfa að skrifa sjálf á tilkynninguna.  Jólakveðjur frá öllum í Sunnugerðinni  

Maria Sif (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:30

6 identicon

Sæl Guðrún Ösp.

Frétti af blogginu ykkar hjá Unni og varð hreinlega bara að kíkja og kvitta fyrir komuna. Ég verð nú að segja að ég dáist að ykkur að vera að byggja, þvílík hetjudáð.

En annars segi ég bara gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Kv. Rúna Kristín, Álaborg DK

Ps. ég verð nú að segja að ég horfði lengi á myndina af þér, fannst þetta vera María Sif en ekki þú..... sterkur svipur með ykkur obviously

Rúna Kristín (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband