Blogg fyrir mömmu :)

Af okkur er aldeilis svakalega gott að frétta.  Okkur líður dásamlega í nýja húsinu og erum á hvolfi alla daga að reina að koma okkur fyrir.  Þetta er nú allt að gerast samt og er nú komin rennandi vatn á litla baðherberginu ... tjöld fyrir allar hurðir...uppþvottavélin í gang.. eftir miklar vangaveltur því vélin bara startaði ekki þannig að mín settist niður las "focking manualinn" og sá þá að það var tímastillirinn sem ég var að stilla og því hefði ég þurft að bíða í 8 tíma eftir að hún færi í gang.Smile   Í gær fór ég og keypti bekkplötuna í eldhúsið... sem betur fer fór ég nú að sækja hana sjálf því þeir höfðu sniðið úr vitlausu efni og þeim fannst ég ekkert skemmtileg þegar ég benti þeim á það og vildi nýja.. átti sko að vera 3.8 mm en var 2.5.. og það munar sko bara helling fannst mér... nú þeir náðu í nýja plötu og voru að byrja að sníða þegar ég sá galla á henni og benti á hann en þá var bara fíla og tuð um að ég gæti bara snúið þessu niður og þá sæist þetta aldrei... HALLÓ ég er að borga tugi þúsunda fyrir metrinn af þessu efni.. og er þá ekki í lagi að það sé bara í góðu standi allan hringinn... ojú ég er nú hrædd um það og fékk nýja plötu. ALSÆL.  nú svo fór ég heim og pússaði hana og bar á hana olíu... úff hvað hún lítur vel út núna eftir að ég bar aðra umferð í morgun.Smile

Strákarnir eru komnir í jólafrí... það voru litlujólin í skólanum í gær og aldrei þessu vant voru þeir orðnir í seinnikantinum með að ná rútunni þegar þeir hlupu af stað og bjóst ég alveg eins voð að fá þá til baka með þau skilaboð að hafa misst af henni  (ekki í fyrsta skipti þá) en neinei.. þeir komu ekki og ég hélt bara áfram að brasa hér heima.. þegar þeir komu svo heim eftir hádegi fékk ég nú alla söguna.. Shocking þeir semsagt sáu á eftir rútunni þegar þeir komu niður á veg... en ákváðu að hlaupa niður á aðalveg og ná henni þar þegar hún væri búin að keyra litla hringinn hér... og þeir hlupu og hlupu og það kom einhver kona og bauð þeim far niður á veg sem Bjarki þáði en Elvar hljóp... þeir veifuðu og veifuðu en rútan keyrði framhjá þeim... og þá fannst þeim þeir vera komnir svo langt að heiman og ég yrði ÖRUGGLEGA brjáluð að þeir hefðu misst af rútunni að þeir ákváðu að biðja eina konu í húsunum niður við tanið að skutla sér í leiru á eftir rútunni... sem hún og gerði nema þau náðu ekki rútunni það og hún því þurfti að keyra þá alla leið í Hrafnagilsskóla...Blush  Juminn mér leið ekkert smá illa að heyra þetta en það er gott að ég á góða granna hér í kring..Smile  Elvar semsagt blautur úr svita öll litlujólin... gaman að því.

Ég var í skólahelgi síðustu helgi og gekk bara ljómandi vel.. var nú ekki beint í stuði fyrir helgina því mig langaði svo að vera hér heima að gera fínt.. en svo var þetta auðvitað frábært þegar ég var komin suður.. sofnaði að vísu fram á borðið á laugardeginum  og gafst upp á að halda mér vakandi á litlujólunum heima hjá Erlu á laugardagskvöldið um 11... en annars fersk..hehe  Fór til Maríu Ömmu á nýja dvalarheimilið í Sóltúni.. vá hvað það er flottur staður.. og Ömmu líður svakalega vel þar.  Ég fékk mynd frá henni sem ég er búin að halda mikið uppá í mörg mörg ár.. þetta eru álfar (börn) að dansa úti í móum... og hún verður fest upp hér við gluggann að eldhúsinu sem snýr að álfaklöppinni minniInLove  Amma er svooo skyggn að það er rosalegt og hún t.d. fann á sér að ég væri á leiðinni og var búin að segja það við mömmu.  Heimsótti líka Hugrúnu systur pabba og það var gott að sjá hana og Ævar Örn.  Fór út að borða með Ránunum á föstudaginn í hádeginu en það var nú svakalega fámennt..... vorum bara 4 Ég, Berglind, Margrét og Jóhanna.  En það var svakalega gaman og vorum við þarna í rúma 3 tímaSmile  og hefðum örugglega getað talað í 3 tíma í viðbót.

Heimsótti Sæma bróður á fimmtudagskvöldið.. hann var að gera jólakortin og ég held hann hafi sagt við mig ca 2 setningar á þessum klukkutíma sem ég beið eftir að Marta og Bára kæmu heim úr búðumWhistling.. úff það er ekki hægt að tala við hann þegar hann er að gera eitthvað.. og guð minn góður reynið að tala við hann í síma þegar hann er að vinna í tölvunni líka W00t  vá hann er svo mikill karlamaður...bara ekki nokkur leið að gera fleira en eitt í einu..Smile

María systir komst seint um síðir suður og Viktor og Hjörtur með henni.. úff það var orðið svo langt síðan ég sá hana að ég fór nú bara að gráta að sjá þau... Pabbi lék á alls oddi að hafa okkur stelpurnar sína heima og mamma auðvitað fílaði sig í botn í þjónustuhlutverkinuSmile  Ég svaf í svakalega flottum svefnsófa sem þau voru að fá ér hjónin í sjónvarpsherbergið ... ekkert smá góður.  Verð nú að segja frá því að Byko er búið að hringja í pabba og afsaka þessi mistök í kerfinu.. það má kannski misskilja síðustu færslu að ég skammist mín almennt fyrir pabba minn.. en neinei... er nú frekar ánægð með hann og þvílíkt þakklát hvað hann er búinn að hjálpa mér mikið og almennt fyrir að hann skuli vera til..  Heart ég kem svo til með að hjálpa honum þegar hann kaupir sér hús í Hrísey og fer að róa... hlakka mikið til þess.

Ég keyrði svo heim á mánudagsmorgni.. með stútfullan bíl að jólapökkum því ég var jólasleðinn þessi jólin líkaWink  Hitti Höllu á Blönduósi og fékk kærkomið knús frá henni... allt of sjaldan sem maður sér þau.  þau höfðu séð Sigga og krakkana um helgina í Hagkaup og urðu þessir líka svakalegu fagnaðarfundir hjá Höllu og Elvari..InLove

Jólakortin ganga hægt á þessu heimili.. en Anna er búina ð skrifa utaná öll umslögin en svo er ekki sagan meir... og ef þið fáið tóm umslög þessi jólin þá er það jólakortið frá mér... Smile  en helgin er ung þannig að kanski næ ég að áhveð hvernig ég á að gera þetta og framhvæma þaðSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir færsluna Göspin mín, en skemmtilegra verður það er myndirnar koma líka. Hlakka til að sjá eldhúsinnréttinguna þína og hvernig raðað er inn hjá þér allsstaðar.    Aumingja drengirnir að vera svona "hræddir" við mömmu sína og vera svo rennsveittir á litlujólum.  Hafið það gott og mundu að sofa svolítið með jólaundirbúningnum. kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Guðrún Ösp

Mamma mín... maður réttir þér litla putta og þá viltu bara meira  hehe myndirnar koma nú vonandi á þessu ári.

Guðrún Ösp, 21.12.2007 kl. 12:59

3 identicon

Ég vil líka myndir takk.

Helga granni (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 19:43

4 Smámynd: .

Þetta blogg er líka fyrir gömlu á Blönduósi.... er það ekki? Hún fylgist allavega vel með því.......

., 22.12.2007 kl. 16:54

5 identicon

Sælt veri allt Brúna-fólkið.

Til hamingju með Húsið - og nýja heimilið ykkar.

Þó það hafi verið letilegt á blogginu, þá sýnist sem það gildi nú alls ekki um annað það sem húsfreyjan kemur nærri.  Asskotans mikil orka, svona dágóður "Hríseyjar-hellings-hrellings-hrollur".

Ég hef nú ekki viljað vera trufla þig Frænka með skrifum hér, en mér fannst sem að ég gæti lagt góðum manni lið og borið af honum blak þar sem þú "hraunar" yfir hann af lítilli ástæðu, því hann mun í mesta lagi færa þetta kurteislega í tal við þig.  Auðvitað er Sæmi af því kyni sem þú tilgreinir, en það er ástæðulaust að stimpla alla karla heims fyrir hans hegðan.  Án þess að fara út í flókna erfðafræðiútskýringar þá gæti verið að hann hefði eitthvað af sinni hegðan frá "Ránargötu"-kyninu.  Þar eru sumir taldir rólegir.  Þið systur bræðra ykkar, þú og t.d. Solla systir teljið okkur bræður ykkar fara fremur hægt yfir, ekki síst í töluðu máli og auðvitað væri hægt að viðurkenna líklega gætum við dregist afturúr ef við myndum etja kapp við ykkur um atkvæði á mínútu.  Þú getur spurt ömmu þína og nöfnu, um hvort hvernig mér gékk með atkvæðablöðin í lestrinum á sínum tíma.  Þrestirni í trénu utan við gluggan fönguðu frekar athygli.  En ég gæti gefið ráð því mér sýndist sem að þú hefðir jafnvel haft gott að horfa þér nær meðan þú beiðst eftir svari númer tvö frá Sæma.  Til dæmis "Hvað á að vera í mínum jólakortaumslögum?   Hmmm,......eða hvað?   

Já, Frænka og það sem meira er mér sýnist sem að við þessir "hægfara" (Siggi gæti nú verið í þeim flokki) getum alveg komist á leiðarenda og það án þess að missa neitt eða neinn af vagninum, án þess að þurfa "strappa" það sem við viljum að verði samferða okkur.

Nú eru að koma jól og því miklu þarfara að setjast niður í rólegheitin (eins og ég er nú að gera) og gera það sem hægt er að gera sér og sínum til gleði, annað má bíða fram yfir hátíðar.

Með bestu jólakveðju, bj.  Sigrún sendir ykkur auðvitað líka góðar kveðjur í nýja Húsið.

Psst,.... hver er þessi Helga granni?  Ég hélt að það væri Stebbi sem væri sá granni.  Er Helga þá kannski "magra"?

Gleðileg jól, öll sömul. bj.

bj (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:51

6 Smámynd: Guðrún Ösp

Gleðileg jól sömuleiðis Bjössi og Co...takk fyrir skrifin og ráðleggingarnar.  Já nú verð ég að fara að skipta niður um gír og fara að hugsa meira og tala minna. "right" uss oft hefur mig langað að vera eins og hann Sæmi.. en löngu búin að átta mig á því að ég er ekki úr sama móti gerð og hann... þrátt fyrir að vera lík honum útlitslega séð.  ég verð víst seint jarðbundin hugsandi rólindismanneskja.  Það er nú líka mun skemtilegra að hafa smá fjölbreytni í þessu.  knús til allra kringlumýrinni.

Guðrún Ösp, 23.12.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband