Sögustund

Byrjum þegar pabbi kom í heimsókn.Smile  Við vorum búin að semja við Helgu og Stebba granna að fylgjast með mannaferðum um bygginguna okkar þar sem allt var hér morandi í verkfærum og verðmætum sem við áttum ekkert í.  Þau urðu semsagt var við mannaferðir hér aðfaranótt föstudagsins 23. nóv.  Helga varð undireins viss um það að þetta væri einhver dóphaus sem sæti þarna í upplýstum bílnum og væri eitthvað að brasa... hún kallaði á bónda sinn sem kom fram í glugga og Jú hann var ekki frá því að þetta væri rétt hjá henni og sendi Helgu eftir kíki... veran semsagt bara sat þarna og var "Örugglega" að herða sig upp í að gera innrás í bygginguna.Woundering þau með kíki en sáu ekki nóg og ákváðu að það væri líklega best að hringja bara á lögregluna því þetta væri alvarlegt mál.  Í því steig herra Sævar Safngripur útúr bílnum og hljóp beina leið upp í gestahús... og Helga mundi þá akkúrat að það væri von á honum.Smile Ju ég hefði gefið mikið fyrir það að löggan hefði komið og tekið hann.  Það hefði verið algerlega brilliant.  Hann svaf nú ekkert á nóttina karlinn því hann drakk svo mikið gos á leiðinni að hann var stanslaust að fara út í snjóinn að pissa.Errm  Þannig að það var þreyttur vinnumaður að vinna hér með mér á föstudeginum í rafmagninu.  Við fórum nú í bæjarferð eftir efni og ég hélt hún tæki nú engan enda því það var sama hvert við fórum þar þekkti pabbi alla og guð minn góður hvað hann gat talað við manna og annan.  En ekkert sló nú út BYKO ferðinni okkar á laugardeginum... Við fundum nú það sem okkur vantaði og pabbi vildi endilega borga það.  Hann byrjar með voða grín við afgreiðslukonuna og ég áhvað að nú væri líklega best að láta sig hverfa því Bjarki var farinn að skammast sín.Wink  en viti menn hann ætlaði bara ekkert að koma útúr búðinni.. og við Biðum og við Biðum og loks kom hann baðandi út öllum öngum... með bendingar að ég ætti semsagt að koma.  HVAÐ NÚ hugsaði ég og fór inn og þar voru komnar þrjár afgreiðslukonur og Biðröðin ÓMÆGOD var orðin roooosaleg.  Hann semsagt var dottinn útaf skrá og fannst ekki í kerfinu... hann hélt áfram að segja þeim að hann væri búinn að vera í reikningi í 30 ár og það gæti bara ekki verið og hann hefði síðast verið að versla fyrir hálfum mánuði við þau...  aumingja ungu dömurnar vissu ekkert hvað þær gátu sagt og voru að reina að afsaka þetta þegar verslunarstjórinn kom í málið... Jésús hann hafði látið kalla á Verslunarstjórann..ég reyndi að skjóta inn að ég skyldi bara borga þetta það væri ekkert mál en það var ekki nógu gott... og geriði ykkur grein fyrir öllu fólkinu sem beið og horfði á okkur.. púff.. mér leið eins og 14 ára aftur og skammaðist mín geggjað fyrir manninn.  Að lokum sættust þeir á að þetta myndi bara fara á minn reikning og verslunarstjórinn myndi kanna þetta í kerfinu á mánudaginn og hafa samband.   Ég dró svo safngripinn út í bíl og keyrði eins hratt og ég gat í burtu.  Höfum það á hreinu að ég fer ekki aftur með hann í Byko... ALDREI.Smile Pabbi vann frá morgni til kvölds þar til hann fór heim á mánudeginum... greijið lagðist svo bara í flensu eftir það þannig að ég get haft það á samviskunni að hafa gengið framaf honum.

Föstudagskvöldið þessa góðu helgi voru haldin litlujólin hér í litla þorpinu okkar.. borðin voru stútfull af mat og mjög góð mæting.. ég hafði nú keypt mér eina rauðvín sem ég tók með mér en ég var greinilega of þreitt í þetta því að eftir eitt og hálft glas var mín farin að dotta í stólnum .. var komin með frosið bros á andlitið því ég var meðvituð um að vera ekkert sérstaklega skemmtileg... en augun bara gátu ekki haldist opin.. "það tekur á að byggja"

IMG_8974Smiðirnir mínir - málarinn og píparinn voru á fullu alla vikuna á eftir að klára sem þurfti svo hægt væri að flytja inn.  Klósettið var sett upp og blöndunartæki í skúrinn svo það væri hægt að sturta sig og gólfhitinn er að virka guðdómlega og hitaveitugrindin er mjög faglega og snyrtilega sett upp. Heimir Denni og Búi kláruðu að setja upp grindina í loftið og klæddu svo á síðasta degi upp í loftið á litla baðinu.  Föstudagurinn fór í að flota gólfið og voru þeir ekki lengi að því Múrsvínin góðu... gólfið er voða fínt og ég grunnaði það á laugardeginum... ætlaði að flytja inn þann daginn en gólfið var ekki orðið þurrt fyrr en á sunnudaginn.  það var ótrúlega erfitt að sjá á eftir smiðunum útúr húsinu með allt sitt dót... Anna hnippti í mig og sagði "góða mamma það er eins og þú sér að fara að gráta"Frown  hehe  þetta er búinn að vera svakalega skemmtilegur tími sem ég á aldrei eftir að gleyma og ég held ég hefði ekki getað verið heppnari með fólkið sem hefur komið að þessu.. Heimir er einstakur Byggingarstjóri og enginn ætti að vera svikin af að hafa hann í vinnu hjá sér... ég náði nú að lauma inn hvort þeir myndu ekki hjálpa okkur með hornskápinn í eldhúsinu því það þarf að fiffa hann svolítið og smíða í hann og svona.  Svo á nú eftir að setja restina af þakjárninu og þakkantinn... þannig að þeir eru nú ekki alveg lausir við mig.Wink

María - Einar og co ætluðu að koma til okkar síðustu helgi en blessað veðrið var ekki á því Angry þannig að ekki komu þau í þetta skiptið heldur.. alltaf eitthvað sem hindrar að þau komi til okkar.. ég var orðin svo spennt að sjá þau öll.. litlu ormarnir mínir verða orðin fullorðin áður en þetta tekst með þessu áframhaldi..  Elín Ása sagði mér einmitt að hún væri MJÖG breytt enda væri hún að verða 7 ára.  Hvernig getur það verið!!!  hún er ný fædd.Crying  En vonandi ná þau nú að koma fyrir jól. 

Sæmi - Marta og BBB  náðu að koma norður á laugardeginum og fóru með okkur í leikhús á Óvitana á sunnudeginum eins og María og co ætluðu auðvitað líka.  Leikritið var ROSALEGA gott.  Það eru nokkrir krakkar úr Hrafnagilsskóla að leika í því og það var nú ekki leiðinlegra fyrir strákana.  Við fórum líka á Greifann á laugardeginum því það var nú afmælisdagur Miss Önnu Maríu Aspar.  Ragna og Gunni fóru líka með okkur út að borða svo það var mannmargt þegar við sungum lagið fyrir prinsessuna sem langaði að hverfa á meðan.Wizard  Sæmi náðu nú að grípa aðeins í rúlluna hér á sunnudeginum og hefði nú verið gott að hafa hann nokkra daga í viðbót til að setja hann í loftnetsmálin... en ég gríp hann næst þegar hann kemur... hef þá bara TVO Macintosbauka.Wink

IMG_9243Nú Alfa er búin að vera duglega að koma og hjálpa og það hefur ekki verið leiðinlegt að hafa hana með sér í þessu... að vísu ekki ódýrt fyrir hana því hún endaði á því að versla sér sjónvarp um leið og við ... fengum svo geggjað tilboð skoWink (kemur virkilega á óvart að Sigurður láti það glepja sig) skilst að unglingurinn á því heimili dansi bara stríðsdans af gleði síðan.  Siggi keypti ægilega stórt sjónvarp í eldhúsið "fyrir mig" veit nú ekki alveg hvað hann meinar með því... hann heldur líklega að ég ætli bara að vera í eldhúsinu í framtíðinni.  Ég gæti næstum misst sjónina líka því þetta er 42" sjónvarp og þegar Silfur Egils var í sjónvarpinu þá bara hrökk ég við þegar ég leit á það því maðurinn bara fyllti upp í eldhúsið.. held að ég og Egill getum ekki verið bæði að vinna i þessu eldhúsi þó það sé stórt.

Gunni Karls hefur verið að koma og taka rispur í rafmagninu og það svoleiðis gustar af honum þegar hann byrjar... greinilegt að hann veit ca hvað hann er að gera.Smile  Hann stendur hér trekk í trekk langt upp í stillösum og tröppum og dropar af honum greijinu þar sem hann er svo hroðalega lofthræddur.. hvað er það með þessa umferðareftirlitsmenn... eru þeir svona ægilega á jörðinni að það fer allt í hnút ef þeir stíga uppá stól!!  

beinagrindin af eldhúsinnréttingunni er komin upp og búið að hlaupa með hana fram og til baka og velta þessu örlítið fyrir sér og örlítið meira...alltaf sama VOGIN get ekki tekið áhvörðun.  En samt vil ég ekki að aðrir áhveði þetta fyrir mig.. mjög merkilegt.   Þvottahúsið er klárt.. komin innrétting.. vaskur og þvottavélin og þurrkarinn er farin að vinna stanslaust.Smile  bara dásamlega ánægð með þetta.  Gardínur eru komin í flest hurðargöt við mikla gleði unglingsins.  Skápar og skrifborð kept í herbergi strákanna og kemur ljómandi vel út..  Gaman að sjá að strax og við vorum komin með rúmin var Elvar búinn að búa um sig og gera allt snyrtilegt.. en svo leit maður inn til Bjarka og þar sá varla í gólfið fyrir öllu hans dóti.. Dásamlega ólíkir þessir kútar.  Elvar gat samt ekki sofið í sínu herbergi fyrr en skrifborðið og skápurinn voru komin upp og á sinn stað.... meðan hinn sofnaði á dínu útí horni með Guffa.  Og svo segir fólk að uppeldið geri mann að þeim manni sem maður verður.  O nei.. held þetta mótist nú mun fyrr.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega er gott að heyra hvað gengur vel hjá ykkur  .  Vonandi fáum við að sjást fyrir jól.  Það er allt sem bendir til þess að við sjáumst fyrir sunnan, því Einar var að bjóða mér suður næstu helgi fyrir  punktanna sína.  Það sem ég hlakka til, Elín Ása er að hugsa um að koma með.  Svo Guðrún mín, þú færð að sjá hana áður en hún giftir sig blessunin.   Kv. María Sif

Maria Sif (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:24

2 identicon

Kæra Guðrún Ösp mín. Þetta finnst mér fyndið en pínu skammarlegt líka... við búum í sama firði en það fyrsta sem ég sé til þín í langan... langan tíma er bloggið þitt, sem ég rekst á fyrir algjöra tilviljun. 

En nú veit ég þó hvaða afsökun þú hefur fyrir að sjást aldrei, þú ert að byggja! Til hamingju með það.

Bestu kveðjur til allra þarna úr Tungó 5. Ég sá pabba þinn  koma með flugi fyrir einhverjum vikum síðan, það er helst úr turninum sem ég sé "fólk".

Gangi ykkur vel!

Unnur S. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 08:04

3 identicon

Jæja kæra fjölskylda til hamingju með nýja heimilið.

Og svo á öðrum nótum þá er ég að hamra inn jólakortalistann og vantar nýja heinmilisfangið ykkar.

Kv. Jóhanna frænka 

Jóhanna Bj. Aspar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðrún Ösp

María mín.. hlakka til að sjá ykkur um helgina... og aðalega pjásuna:)

Unnur.. þú ættir nú að sjá okkur vel úr turninum þínum :) voða væri nú gaman að fá ykkur í heimsókn í heiðina.. knús til þín

Jóhanna takk fyrir... heimilisfangið er Brúnahlíð 1. 601 Akureyri

Guðrún Ösp, 10.12.2007 kl. 00:11

5 identicon

ég ætla að vona að þú komist suður Guðrún mín!!  Mamma hringdi í gær og sagði að ég hlyti að vera fara að ferðast, því spáin er ekki góð fyrir föstudaginn  Það væri á aldrei að ég kæmist ekki vegna veðurs.  Það er ákveðið að litla ljón kemur með mér og pjásan ætlar að eiga prinsessuhelgi með pabba sínum.  Svo það verður enn  bíð að þú sjáir hana,  en þér er hér með boðið í ferminguna hennar eftir 5 ár  Kv. frá öllum

María Sif (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband