Pabbi var tregur að fara

Jæja nú er Pabbi farinn suður á ný... mjög tregur þó.. held hann hafi nú langað til að gera smá meira sko.  Hann var ótrúlega duglegur og náðum við að tengja leggja og allt það sem við vorum búin að ákveða að gera.  Hann segist svo koma milli jóla og nýárs á ný til að klára restina..Smile

Í dag voru allir að vinna og náðist að setja grind í loftið í Önnu herbergi og byrjaðir á eldhúsinu.  Vatni var hleypt á húsið og blöndunartæki komin í bílskúrinn þannig að Siggi getur farið að hanna einhverja voða fína sturtu þar til bráðabyrgða.

Nú eru dagarnir rooosalega langir hjá okkur og ég hef ekki orku til að skrifa meira.. skrifa þegar um hægist.  því ég hef nokkrar sögur að segja frá helginni. 

Elvar ánægðurEr hún bein?Helgi að keppast viðmaðurinn með lætinGunni sem segist lofthræddur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bið kærlega að heilsa honum pabba þínum Guðrún mín. Ég fór til læknis í dag og fékk hjartastyrkjandi þannig að honum er óhætt að koma aftur.

Helga granni (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: .

Hlakka til sögubloggs, veit sem er að pabbi þinn hefur örugglega lagt til efni í eitthvað skondið......

., 29.11.2007 kl. 12:41

3 identicon

Það virðist ekki ætla að ganga að heimsækja ykkur, annað hvort verður brjálað veður eða sjúkrahús innlögn      .  Gangi ykkur sem allra best í flutningunum og öllu hinu.  Anna María , innilega til hamingju með gærdaginn      Kv. María Sif og fjölskylda

María Sif (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband