Hitinn farinn að streyma um gólfin.

Það er ekkert smá gott að vera komin heim á ný.  Suðurferðin var töff en samt mjög fín.  Jarðaförin var erfið en ofboðslega falleg. Siggi, Guffi og Valli keyrðu heim strax eftir athöfnina nánast með stoppi á bílasölu.  Hann hafði nefnilega boðið í bíl sem ég er búin að vera að bjóða í tvisvar sinnum en ekki orðið ágengt með manninn... greinilega að ég er ekki eins góð í prútti og ég hélt.  Þannig að nú ek ég um á svörtum Ölfu Rómeo station.Smile  draumabílnum og rauði fer fljótlega í brotajárn..  Ég hitti Rut og Mike á fimmtudags og föstudagskvöld heima hjá Þórdísi og Kristjáni.. Það var setið yfir spjalli allt of langt fram á nótt yfir rauðvíni og góðgæti.  Rut og Co fóru svo út á laugardeginum og á ég eftir að sakna hennar svakalega.  Skólinn var eins og vanalega dásamlega skemmtilegur.. trúi því varla að þetta sé síðasti veturinn.. á eftir að vera skrítið að hitta ekki alla einu sinni í mánuði svona langa helgi.  Krakkarnir voru eftir með mér í borginni og voru Bjarki og Anna eins og rófulausir hundar um alla borg í heimsóknum hjá vinum sínum.  Elvar sá um að halda ömmu og afa við efnið. 

Á föstudaginn í hádeginu hittumst við Ránirnar á veitingarstað og spjölluðum helling.. þær eru svo tillitsamar að hittast þegar ég kem í bæinn. meira að segja mjög góð mæting.  Anna fékk að koma með í þetta sinn... henni finnst nú að hún sé orðin það gömul að hún megi vera í Ránunum.. kannski í lagi þegar við hittumst á kaffihúsum en ekki þegar við erum í heimahúsum því guð minn góður það eru engin mörk fyrir því hvað umræðuefnið er.. og oftast bannað innan við tvítugt.Wink  Það var grautardagur hjá mömmu á laugardeginum og þar sá maður restina af ættinni.Smile mamma svo dugleg að hafa svona grautardaga.  Börnin fóru öll í augnmælingu og kom í ljós að þau eru öll meira og minna með sjónskekkju fjarsýni og nærsýni.. allt í senn.. bara eins og gamlafólkið svei mér þá.  Elvar fékk les-gleraugu og er svaka sætur með þau. Ég fór í búðaráp og í þetta sinn tókst það mun betur en síðast... því þá komum við bara heim með soda stream.Whistling pantaði eldhúsinnréttinguna... keypti helluborð... og fékk tilboð í vaskahúsinnréttingu.  Að vísu þegar ég fór að segja heima frá innréttingunni í eldhúsið féllust honum nú alveg hendur því það þarf að fiffa smá og smíða smá í henni til að þetta virkiWink en það reddast... ekki spurning. 

Forstofan er risin og búið að loka þeim veggjum.  Búi var komin í rafmagnið og greinilegt að hann er meira en bara góður smíðalærlingur.   Helgi pípari kom tengdi gólfhitan í allt nema bílskúrinn.. því ég þarf að klára að flísaleggja áður en það er sett af stað þar.  Helgi er þvílíkt vandvirkur og er grindin mjög nett og fín hjá honum. Hann ætlar svo að koma aftur í dag og halda áfram að pípast.SmileBúi rafvirki
elhúsveggurinnflísalögnin mjakastforstofanHelgi PíparipípplurnarHörður málari að pússastI am the Tiger..múrveggurinn klæddur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vó... það er bara komin forstofa !!! Geggjað að sjá flísarnar á bílskúrnum, þú ert snjöll mín kæra. Hvað voru margir vinnumenn hjá ykkur í gær???? Nú ganga hlutirnir sko á Guðrúnarhraða ekki satt

KV.Alfan

Alfan (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:10

2 identicon

Ég sem hélt að gerðist lítið ef þú ert ekki á staðnum, en ekkért smá mikið búið að gerast í húsinu ykkar það verður örugglega flutt inn 1.des 2007

kv.

Ragna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband