Bremsulaus eða vitlaus!!

Ég var á leið með rusl í dag... keyrði niður stallinn af lóðinni og bara réð varla við bílinn og rétt náði að sveigja frá bílum Heimis og Búa ... hélt það væri bara hálkan og hélt áfram .... kom að brekkunni við endann á götunni...þá bara steig ég í gólf með bremsuna...úff hvað mér brá.. ég vissi ekki hvað ég átti að gera.. og reyndi að stíga á handbremsuna en ekkert gerðist... ég skimaði og vissi að ég varð að koma mér útaf því ef ég héldi beint áfram myndi ég lenda á þakinu á Kalla húsi...og það var ekkert spennandi kostur eða lenda í læknum... sem varð fyrir valinu.. en sem betur fer stoppaði bíllinn nú áður en ég kom í lækinn og ég gat bakkað aftur uppá veginn og heim að húsi með því að láta hann stoppa í malarbing þar..  BREMSUDÆLAN ER FARIN... úff hvað við vorum heppin að vera ekki á leiðinni suður þegar það gerðist.. verð nú bara að segja það.  Siggi fer á fullt í að redda þessu og vonandi næst það svo við komumst suður á bílnum.

Málararnir komu í dag og spörsluðu allan múrinn... rosalega snöggir að þessu strákarnir... Heiddi sagði að þeir væru á undan áætlun með þetta sem er GOTT Smile

Úlli múrari kom og hjálpaði mér að mæla út hvar ég ætti að byrja að flísaleggja... hann lánaði mér líka slípivél til að slétta gólfið með og var ég með hana á fullu á bílskúrsgólfinu sem er núna orðið voða slétt.  un byrja í fyrramálið að leggja flísarnar.... get ekki beðið.. hlakka svo til að byrja á því.

Heimir og Búi lokuðu herbergisveggnum hjá Önnu, Bjarka, og milli önnuherbergis og stofu. 

fataherbergi og bað innaf hjónóHeiddi málaradrengurönnu veggursparslarisprautusparslstóri veggurúlfar á beit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki að verða eðlilegt hvað þú lendir í öllu  En hvað það var nú samt gott að þetta fór nú ekki verr.   Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:11

2 identicon

Nei vitlaus ert þú ekki mín kæra. Mikil mildi hvað þú ert lukkulegur bílstjóri... gömul og góð reynsla frá fyrri árum greinilega að koma að góðum "notum". Heppilegt að þið voruð ekki farin af stað. Gangi ykkur vel í borginni.

Kveðja Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband