13.11.2007 | 08:08
Allt að lokast....
Dagarnir fljúga áfram þessa dagana og stökkbreytingar verða á hverjum degi. Allir veggir eru að fara að lokast og raflögn þá búin í öllum veggjum nema forstofuveggjunum sem eiga eftir að koma. Gunnar Valur kom við og tók út rafmagnið hjá mér og gleymdi ég ekki neinu áríðandi nema tengli fyrir viftuna í eldhúsinu.. og svo lét hann mig bæta við tengli og veggljósi í búrskápinn. Ég held ég sé þá bara stolt af rafmagnsvinnunni þar til byrjað verðu að leggja á milli í loftunum. þá kemur nú í ljós endanlega hvort eitthvað vit var i þessu. Heimir og Búi voru að vinna á laugardeginum en Heimir fékk rjúpnafrí á sunnudeginum. Valli kom og málaði aðra umferð á bílskúrinn en að vísu var það ekki rétt málning sem var keypt þannig að það þarf að fara aðra umferð við tækifæri. Múrararnir kláruðu að flota síðasta blettinn í bílskúrnum í gær og ætlar Úlli múrari að koma og mæla út í dag hvar ég á að byrja með fyrstu flísina... hlakka þvílíkt til að fara að flísaleggja og sjá bílskúrinn verða fínan. Við gistum alla helgina uppá lóð og keyptum svefnsófa í litla húsið sem er núna orðið troðfullt af sófa og rúmi en svakalega kósí samt. Stjáni Gunnþórs og Gunnþór voru að keyra sófann heim og var vitlaust númer á seðlinum þannig að þeir þekktu nafnið mitt og hringdu í pabba til að fá númerið mitt... já það er gott að búa á litlum stað.. Þannig að ef ég opna veskið og kaupi eitthvað vita það allir. Anna heimasæta var á skralli í afmælum og ræðukeppnum og fleira alla helgina.. þannig að það var lítið gagn af henni en strákarnir voru þvílíkt duglegir og rúmið sem Bjarki er að smíða er að verða svo massíft af blautu timbri að ég ætlaði ekki að koma því út í gær. Held við fáum hann til að hafa þetta sem sólbekk svona fyrst um sinn.. er ekkert sérlega spennt að hafa þetta í herberginu hans. Sló í Þumalinn á mér í gær... vá hvað það var VONT ... Heimir sagðist bara gera svona í köldu veðri því það kæmi svo mikill hiti í þetta... Hiti!! díses.. það var sko hiti. í dag koma málararnir að sparsla útveggina... og stóra vegginn.. það var klárað að loka honum í gær. Alfa og Arna komu við með náttborðin hennar Ölfu og fengu smá sögun á þeim.. úff hvað ég hlakka til að vera koma í að dúllast og skreyta í mínu húsi... það er orðið geggjað flott hjá Ölfu. Maggi leit við með Kidda og Ölfu og er alltaf jafn sætur þessi elska.. hlakka til að fá hann í heimsókn í des þegar við erum flutt inn. Stebbi kom líka með krakkana og Gunni Karls með dóttur sinni.. Sagði nú Gunna að ég væri ekkert hrifin að fá hann í heimsókn eftir skírsluna með frágang farms!!! En ég næ mér niður á honum síðar.
Athugasemdir
það er aldeilis að það gengur, tek ogfan fyrir Gunna aðsenda þér reglugerðina hann veit örugglega að ekki þýðir fyrir Sigga að leiðbeina . Og semsagt flísarnar á gólfið verða komnar á fimmtudagsmorgun.Það er ekkért smá sem þið eruð dugleg, Við hér í Eik sendum ykkur samúðar kveðjur vegna andláts Ingu.
ragna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:23
Þú ert nú alveg ótrúleg, verða búin að leggja alla raflögn sjálf Litla skvísan, guðdóttir þín, er veik. Sú er ánægð, búin að biðja um þetta í langan tíma. í gær var hún með svo mikinn höfuðverk og beinverki, að hún var eiginlega hætt við að vera veik, þetta var nú ekki svo gaman þessi elska. Ég hringdi í vaktlækni í gær þegar hún byrjaði að kvarta í hálsinum, hún fór í test og kom jákvætt út úr strebdakokkum, ég er nú alveg hætt að skilja þetta með heimilið og strebdakokka. En hún er komin á pensilinn og er hin hressasta núna að dúlla sér inn í herbergi, svo draumaveikindadagur er í gangi En eins og alltaf þegar börnin eru veik , er Einar fyrir sunnan að vinna Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.