Reglugerð um frágang farms!!

Ég fékk reglugerð senda í dag um frágang farmsfrá Umferðareftirliti ríkisins.  Veit ekki hvort liggur fyrir kæra líkaGasp en allavega þá er Siggi skráður fyrir bílnum þannig að HANN fær hana þá... sem væri ekki leiðinlegt.  Ekki nóg með það því  full rúta af nemendum úr hrafnagilsskóla varð vitni að því að ég var að vaða pollinnWink sem Önnu þykir hreint ekkert fyndið..heheh 

Smiðirnir Heimir og Búi mættu í gærmorgun og voru ægilega duglegir að setja veggi og byrjaðir á gólfinu á milliloftinu.  Heimir vildi að ég ýtti á píparana að koma en þá voru þeir nú á leiðinni til Bretlands í fótboltaferð... Skil nú ekkert í Sigga að kippa Viktori hennar Signýjar ekki með þegar hann heimsótti hann fyrir vestan... hélt maður myndi nú bara taka pípara sem kæmu uppí hendurnar á manni fegins hendi og keðja þá bara við bílinnSmile  Ég hringdi líka í Úlla múrara og hann kemur í dag að flota bílskúrsgólfið svo ég geti byrjað að flísaleggja á morgun.  Húsasmiðjan fékk aðeins að heyra það í dag líka eftir að upp komst að efnið sem við fengum væri ónothæft nema í braggabyggingar.  Manninum í símanum fannst ég bara ekkert fyndin og sagði að það gæti nú ekki verið að ég væri með þannig efni því þeir seldu ekki braggaefni!!!  núnú en allavega á að koma nýtt efni í dag um leið og flísarnar sem áttu að koma í fyrradag en voru óvart ekki til sem voru samt í fyrradag einu flísarnar sem voru til... díses og svo er þetta lið hissa að maður verði smá pirraður og skjóti nett á það.FootinMouth

krossÍ gær lést Inga á líknardeild Kópavogs eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein.  Mikil sorg er á okkar bæ sem og mörgum öðrum yfir missinum á góðri konu.  Inga var sterkur persónuleiki sem gafst seint upp og það lýsti sér best í baráttu hennar við sjúkdóminn.  Inga var mikil fjölskyldukona og fann maður alltaf hversu vænt henni þótti um sína..  Siggi var heppinn að eiga hana að í öll þessi ár og fá að vera partur af lífi hennar og barnanna hennar.  Ég kynntist Ingu fyrir nær 18 árum þegar við fórum á Seiðisfjörð í heimsókn til hennar.. það var Sigga mikilvægt að ég fengi að hitta hana og hún mig.. frá fyrstu stundu náðum við vel saman og leið mér eins og ég hefði alltaf verið í fjölskyldunni. Inga fylgdist með okkur hér á síðunni og hafði gaman af því og veit ég að hún mun halda áfram að fylgjast með okkur um ókomna tíð. Þegar við fluttum suður myndaðist sá siður að heimsækja Ingu alltaf á aðfangadag og er skrítið til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að kíkja við í Frostafoldinu í spjall til Ingu í framtíðinni.  Hennar verður sárt saknað.   Þetta hefur verið erfiður tími fyrir fjölskyldu og nánustu vini Ingu og viljum við votta þeim Finn, Óskari, Sigga, Rut og þeirra fjölskyldum alla okkar samúð.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samhryggist ykkur vegna Ingu, veit að hún var ykkur mikils virði.

 Já Guðrún mín það er nú frekar gaman að eiga þig sem vinkonu, alltaf eitthva að gerast hjá þér. Aumingja Anna litla í Hlíð að eiga þessa mömmu... og allir tala svo um að hún sé svo lík þér...

kíkka á ykkur um helgina - þetta verður sko letihelgi, verð þó að passa ófétin hennar mömmu þar sem þau eru á leið að hjara veraldar...Þingeyri (sem er ekki nógu langt í burtu en þó langt í burtu...)

Kv.Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:01

2 identicon

ég samhryggist ykkur innilega.

Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband