Þingeyri er ekki nógu langt í burtu.

Aumingja Siggi hann skammast sín svo fyrir sína konu að hann sagði að að þó hann væri á Þingeyri þá væri það ekki nógu langt frá mér.. og Sæmi bróðir sagði að hann "hefði" átt vini á Akureyri en örugglega ekki ennþá.Blush  Já.. þetta fer nú að verða spennandi er það ekki? hvað ég var nú að gera af mér.Wink  Eins saklaust og það byrjaði nú þá fór ég bara í Húsasmiðjuna að ná mér í meiri veggull.  þetta eru svakalega stórir pokar með ca 25-30 plötum í.  Ég og lyftaradrengurinn komum þessu vel fyrir á pallinum og ég ákvað að þetta væri nú svo svakalega skorðað að ég þyrfti ekki að strappa þetta.Errm  Enda er þetta svo ægilega stutt og ég keyri svo varlega.Halo  Nú ég var með augun á þessu í speglinum og á ljósunum við shell fór ég út til að ath hvort það væri ekki allt í lagi sem og var!!!  svo keyri ég áfram og síminn hringir og ég gleymi mér kannski smá.... og það var ekki fyrr en ég var að fara yfir Leirubrúnna að ég sé að það vantar á pallinn eina pakkninguGasp Djö... hvað hafði gerst.... ég snéri við í snatri og skimaði gleraugnalaus í allar áttir en sá ekki neitt og ég keyrði alla leið að Shell en aldrei sá ég ullinaW00t  Ég hugsaði svo margt að það var agalegt... hafði þetta dottið á götuna og einhver tekið það???hafði þetta kannski lent á bíl??? skildi ekkert í þessu því þetta er ekkert smá pakkning.... og þyngslin eftir því.  Ég keyrði til baka og enn sá ég ekki neitt alla leiðina að Leiruafleggjaranum..... en þá Lesendur góðir... sá ég sem pollurinn væri þakinn ÍSJÖKUM.. pakkningin hafði semsagt dottið af pallinum og ofaní fjöru þar sem hún hafði splundrast og nú flutu allar plöturnar um allt.  Sem beturbfer var þetta nú flugvallarmegin því annars hefði þetta bara flotið á haf út.  Siggi var nú mest hiss á að þetta hefði ekki bara stöðvað alla flugumferð.Smile  Ég gjörsamlega sprakk úr hlátri og hugsaði með mér að það væri nú típíst að ég var ekki með myndavélina.  ég rauk út og byrjað að veiða plöturnar upp og þurfti að vaða upp að hnjám til að ná þeim... náði nú öllum nema þremur plötum sem voru of langt úti en grunaði nú að þær kæmu að landi von bráðar.   Þegar ég var þarna útí mundi ég eftir því að Heiddi var á leiðinni til mín með tengdapabba sinn til að gefa mér tilboð í að sparsla múrinn... ég sá Heidda í anda sem svosem veit nú hvernig ég er þurfa að stoppa þarna á ísjakiLeirunni  og þurfa að segja við tengdapabba sinn að þetta væri nú sú sem þeir væru að fara að vinna fyrir.  En þeim hafði greinilega seinkað þannig að þetta slapp allt fyrir horn og ég búin að skipta um föt og allt þegar þeir komu.SmileSmile  Þeir geta byrjað strax í næstu viku að sparsla þannig að nú er bara að setja pressu á sig og vera búin að gera klárt fyrir þá þegar þeir koma. Þegar ég var á leiðinni heim í gærkvöldi sá ég að ullin var komin að fjöru og náði þá sessari mynd áður en ég veiddi hana úr sjónum

raflögninÍ húsasmiðjunni pantaði ég líka flísarnar á bílskúrinn þannig að þær koma í dag... tók bara ljósari flísar... og einnig báða kassana fyrir WC-ið.  Pípararnir verða bara að fara koma sko.  Það gengur ekki að það stoppi allt á þeim til lengdar.  Ansans vesen að vera ekki klár í þessu pípudóti.  Set inn hér eins mynd af raflögninni milli strákaherbergjanna fyrir Pabba.. Þetta verður nú ekkert mikið flottara skoWink

Í gærkvöldi fór ég til Ingu að Heila og vinna í viðskiptaráætluninni... juminn hvað við ætlum að vera lengi að þessuShocking  En erum þvílíkt áhugasamar og hlökkum  ægilega mikið til að  hefjast handa á fullu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er náttulega bara snilld...

Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 07:48

2 identicon

Það er sem ég segi - Þingeyri er ekkert svo langt í burtu ") Nafli alheimsins. Frétti af óvæntri heimsókn, verst að hafa ekki verið við og geta boðið upp á ....... kannski kalt vatn úr læknum!!!

Signý

Signý (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:45

3 identicon

Þetta gæti ekki komið fyrir neinn nema þig  Remendíurnar komu í dag, takk kerlega fyrir,  Elín Ása öfundar heldur betur bróður sinn  Enda telur hún sig ekki geta orðið Homapati, því hún myndi borða allar remedíurnar heheheh  Viktor Ari þakkar fyrir afmælisgjöfina.   Kveðja María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband