"Múrsvínin" farin í bili.

Múrsvínin eru farin í bili  en munu nú koma aftur í vikunni og flota bílskúrsgólfið.  Ég kann nú varla við að kalla þá múrsvín ... en Þetta eru þeir kallaðir af smiðunum og  mér fannst það svolítið sniðugt.. því almáttugur hvað það kemur  mikill skítur eftir þá blessaða.. múr og steypa er ekkert sérlega snyrtilegt efni.Errm  Veit ekki hvað það er við veitingarnar mínar en þeir hrynja bara hver á eftir öðrum í  magakveisu og vesen.  Aumingja þeir.   Ég  kláraði að leggja í  burðarvegginn rafmagnið  í dag en lítið annað.  Var á fartinni mikinn part dagsins að sinna erindum.  Fór að skoða aðstöðu sem er kannski að losna og væri upplagt sem vinnustaður fyrir mig og svo fór ég til Dennýar því hún var döpur og leið mjög illa.. en sú gamla var orðin hin hressasta þegar ég fór og bara farin að sjá ljósið á ný.  Bjarki og Bjarni vinur hans komu í dag og voru mjög duglegir að dunda sér... smíðuðu bíla og svo  smíðuðu þeir rúm handa Bjarka í hans herbergi.. veit nú ekki alveg hvernig ég fæ hann ofanaf því að hafa þetta meistarastykki í nýja herberginu Crying  en hann uppveðraðist alveg við þessi smíði og ég held hann sé að hugsa um að  smíða það sem eftir er að innréttingum og húsgögnum sem þarf í húsið.Whistling  Anna og Siggi komu seinnipartinn og Önnu var kennt að sparsla þannig að nú er það komið í hennar hlut á meðan Siggi er í vinnuferð fram að helgi.   Helga granni kom líka að taka út verkið og Alfa og Arna.   Held ég hafi endanlega ákveðið í kvöld að hafa forstofuveggina bara rétt uppfyrir skápahæð.. svo loftið njóti sín betur og gangurinn verði ekki bara eins og jökulsprunga..(þröng og djúp)  jæja þangað til á morgun.. þá eru hér nokkrar myndir.SmileAnna sparslariSiggi sæti

 

 

 

 

 


Bjarni og Bjarki að smíða rúmeldhúsgluggarnirfrá eldhúsifrá vaskahúsiHjónaherbergi og Önnuherbergistofanúr stofunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni finnst vissulega ekki fallegt að kalla múrarana "múrsvín" en það rifjast alltaf upp fyrir mér sagan af Skúla yngri þegar Magga og Stjáni voru að byggja og hann spurði pabba sinn þegar múrarinn og píparinn mættu loksins hvort þetta væri múrara-helvítið og pípara-druslan? Vissi ekki betur en það væru réttu nöfnin enda ekki heyrt þá kallaða annað ") Ekki er það nú fallegra.

Sami fílingurinn hér með að hlutir séu nú smám saman að klárast ") Vorum að steypa yfir hitann í gólfinu á mið og efrihæð og þá er bara komið að því að spartla og mála, setja upp innréttingu og gólfefni - og svo örugglega eitthvað fleira sem ég hef ekki hugmynd um að þurfi að gera.

 Byggingarkveðja, Signý

Signý (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband