5.11.2007 | 08:41
Veggrisa
Já núna bara er allt á uppleið... veggirnir bara þjóta upp og ég brosi tvo hringi ... Heimir, Denni og Búi komu á laugardagsmorgun og Heimir og Búi á sunnudagsmorgun...Liggur við að ég standi bara og horfi á smiðina og brosi allan tíman sem þeir henda upp veggjunum.. Þetta bara er SVO gaman. Semsagt búið að gera grindur og klæða öðrumegin á baði og stráka herbergjunum og burðarveggurinn og byrjað að klæða á grindina frá hjónaherbergi og Önnuherbergi. Nú er framundan brjáluð vinna hjá mér við að leggja raflögnina í þessa veggi og ull svo það sé hægt að loka þeim... og svo fara að sparsla.. juminn og hver sagði svo að ég gæti ekki flutt 1. des ha???
Á föstudaginn komu allir uppá lóð og voru strákarnir að búa til virki úr snjónum og fóru svo í snjókast á milli virkja... en AUÐVITAÐ endaði það þannig að Elvar kastaði snjóbolta í augað á Bjarka sem er enn rauður og þrútinn í andlitinu... enda kannski ekki sniðugt að vera í snjókasti í myrkri... en það er víst svakalega sniðugt í stríði. Svona eru bara strákar er mér sagt!!
Við gistum öll í gestahúsinu alla helgina og meira að segja heimasætan lét sig hafa það að vera líka Var bara svakalega huggulegt og tala nú ekki um hversu þægilegt það var að þurfa ekki að keyra inní fjörð í lok vinnudags. Það var geggjað rok seinni nóttina og allt lék á reiðiskjálfi... þakrennur fuku af og kúpullinn af útiljósinu.. það varð svo geggjað hált í drullunni kringum lóðina að ég meira að segja flaug á hausinn og rann undir pikkuppinn og ætlaði aldrei að komast undan honum aftur. Mjög smekklegt...
Elvar var á tommustokknum útí eitt að reikna fermetramál herbergja þeirra bræðra og ég vissi hvert hann ætlaði þegar hann sá að breiddin á hans herbergi var 2 cm minni en Bjarka.. það var bara tuðað um það útí eitt þar til ég kom nú með þá uppástungu að það væri hægt að gera lítið loft hjá honum líka... þannig að nú er búið að teikna ófáar hugmyndirnar af uppröðun í svítunni.
Hætti á síðustu stundu við að hafa niðurtekið loftið í Önnu herbergi þannig að leikloftið minnkar smá.. en það er nú í góðu lagi. Heimi fannst ég nú alveg ga ga að vera ekki búin að velja hurðarnar því það þarf að gera tvöfalda gatið inní Önnu herbergi en vantar öll mál á hurð.. þannig að ég verð að fara að finna útúr því. er bara svo erfitt að ákveða lit og þannig á þessar hurðir. PÚFF
Kiddi kom að hjálpa á sunnudeginum og var liðtækur í öllum verkum. Við skiptumst á að vera á skrúfvélinni "rosalega gaman á henni sko" svo fór hann í að setja ull í þau bil sem ekki á að vera raflögn og ég í að leggja raflögnina. Siggi var með smiðunum að saga og reisa. Þessi helgi hefði mátt vera lengri mín vegna því nú koma þeir ekki alveg næstu daga blessaðir. En það verður bara því betra þegar þeir koma næst.
Ég gleymdi myndavélinni heima um helgina þannig að ég tek myndir í dag og set inn í kvöld.
Á föstudaginn komu allir uppá lóð og voru strákarnir að búa til virki úr snjónum og fóru svo í snjókast á milli virkja... en AUÐVITAÐ endaði það þannig að Elvar kastaði snjóbolta í augað á Bjarka sem er enn rauður og þrútinn í andlitinu... enda kannski ekki sniðugt að vera í snjókasti í myrkri... en það er víst svakalega sniðugt í stríði. Svona eru bara strákar er mér sagt!!
Við gistum öll í gestahúsinu alla helgina og meira að segja heimasætan lét sig hafa það að vera líka Var bara svakalega huggulegt og tala nú ekki um hversu þægilegt það var að þurfa ekki að keyra inní fjörð í lok vinnudags. Það var geggjað rok seinni nóttina og allt lék á reiðiskjálfi... þakrennur fuku af og kúpullinn af útiljósinu.. það varð svo geggjað hált í drullunni kringum lóðina að ég meira að segja flaug á hausinn og rann undir pikkuppinn og ætlaði aldrei að komast undan honum aftur. Mjög smekklegt...
Elvar var á tommustokknum útí eitt að reikna fermetramál herbergja þeirra bræðra og ég vissi hvert hann ætlaði þegar hann sá að breiddin á hans herbergi var 2 cm minni en Bjarka.. það var bara tuðað um það útí eitt þar til ég kom nú með þá uppástungu að það væri hægt að gera lítið loft hjá honum líka... þannig að nú er búið að teikna ófáar hugmyndirnar af uppröðun í svítunni.
Hætti á síðustu stundu við að hafa niðurtekið loftið í Önnu herbergi þannig að leikloftið minnkar smá.. en það er nú í góðu lagi. Heimi fannst ég nú alveg ga ga að vera ekki búin að velja hurðarnar því það þarf að gera tvöfalda gatið inní Önnu herbergi en vantar öll mál á hurð.. þannig að ég verð að fara að finna útúr því. er bara svo erfitt að ákveða lit og þannig á þessar hurðir. PÚFF
Kiddi kom að hjálpa á sunnudeginum og var liðtækur í öllum verkum. Við skiptumst á að vera á skrúfvélinni "rosalega gaman á henni sko" svo fór hann í að setja ull í þau bil sem ekki á að vera raflögn og ég í að leggja raflögnina. Siggi var með smiðunum að saga og reisa. Þessi helgi hefði mátt vera lengri mín vegna því nú koma þeir ekki alveg næstu daga blessaðir. En það verður bara því betra þegar þeir koma næst.
Ég gleymdi myndavélinni heima um helgina þannig að ég tek myndir í dag og set inn í kvöld.
Athugasemdir
Juminn hvað ég hlakka til að kíkka á ykkur. Verð greinilega að hraða mér ef ég ætla að sjá þetta áður en þið flytjið inn
Kv.Alfan
Alfa (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:01
Það er aldeilis að þetta gengur flott hjá ykkur. og komust þið fyrir 5 í gestahúsinu ? já og + einn hundur líka :) bið að heilsa öllu liðinu mínu. kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:54
já já, þú ert alveg einstök, þú munt vera flutt inn fyrir 1.des og eflaust einnig búin að hengja upp jólaskrautið ef ég þekki þig rétt. En mér lýst bara vel á þessi áform, því ég finn engan bústað fyrir okkur um mánaðarmótin kv. maría sif
María Sif (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.